Morgunblaðið - 16.04.1985, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.04.1985, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 Hávarður hegri, Ingólfur Arn- arson og Reykiavíkurtjörn eftir Arna Einarsson Ég vil þakka Hilmari Biering fyrir fróðlegan pistil um Reykja- víkurtjörn. Saga Tjarnarinnar og umhverfis hennar er efni í heila bók og vonandi að aldrei ljúki að segja þá sögu, svo notuð séu orð Hilmars. Tjörnin er eitt vinsæl- asta útivistarsvæði innan borg- armarkanna og til yndisauka þeim aragrúa fólks, sem þar á leið um í dagsins önn. Ég hygg að engar borgir aðrar geti státað af kríu- og æðarvarpi í miðbænum og Tjörnin er einskonar gluggi borgarbúa að gangi náttúrunnar og árstíðunum. Koma kríunnar í Tjarnarhólmann á vorin er dagblöðunum ævinlega fréttaefni og bæjarbúar verða strax vorkomunnar varir án þess að hafa gefið sér tíma til að leita hennar utan malbiksins. Tjörnin fóstrar því kærkomið lífríki í miðri borg. Ég býst við að allir geti verið sammála um að halda beri í það lífríki. Enginn ætlast þó til þess, að Tjörnin og Iífríki henn- ar fái að þróast samkvæmt eigin lögmálum. Mannshöndin hefur löngum komið þar við sögu og ekkert við það að athuga að Tjörninni verði breytt eitthvað til að hún þjóni enn betur hlutverki sínu sem perla höfuðstaðarins. Grein Hilmars Bi- ering er dæmi um þetta sjónar- mið. Hefur verið stungið upp á ýmsu í þessu skyni, t.d. stórfram- kvæmdum á borð við dýpkun Tjarnarinnar eða minni verkefn- um eins og að bæta við hólmum, hlaða upp bakkana, setja í hana gosbrunna eða þýska svani. Ýmsar framkvæmdir stuðla þó að því að rýra gildi Tjarnarinnar og stafar það stundum af vangá en stundum eru aðrir hagsmunir teknir framyfir. Breikkun Frí- kirkjuvegarins er eitt dæmi. Ann- að dæmi er þurrkun Vatnsmýrar- innar sem nú stendur yfir og hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir miðlun vatns og næringarefna til Tjarnarinnar. En hver svo sem tilgangurinn er með framkvæmdum í Tjörninni, á henni eða við hana, erum við illa í stakk búin til að meta áhrif þeirra á lífið í henni. Til þess vantar enn undirstöðuupplýsingar um vatns- búskap, efnabúskap, smálífverur í vatninu og hvernig þetta allt teng- ist því útliti Tjarnarinnar sem okkur er unun að. Vatnskotsvatn — 1976 e.Kr. — 1104 e.Kr. — Landnám — 630e.Kr. - 120 e.Kr. ■ 380 f.Kr. „Svör vid ótal spurn- ingum liggja grafin í lcójunni, spurningum eins og: Hvernig var gróðurfar viö „Tjarnar- götuna“ er Ingólf bar aó? Breyttist það mikið við landnám og hve hratt?...“ Breytingar á lífreiki Vatnskotsvatns á Hegranesi í Skagafirði á landsnáms- öld. Á myndinni sést hvernig hlutfall þriggja smákrabbategunda (skyggðar súlur) breyttust í kjölfar landnáms norrænna manna. Upplýsingar af þessu tagi fást við rannsóknir á lífveruleifum úr botnleðju vatna. Tökum dýpkun Tjarnarinnar sem dæmi. Hilmar gerir hana að meginatriði í grein sinni. Dýpkun Tjarnarinnar myndi án efa þjóna hreinlætiskennd fólks og draga úr þeirri tilfinningu, að Tjörnin væri að breytast í forarvilpu. Þannig hefðu menn á vissan hátt meiri ánægju af samvistum við hana. Skiptir þar engu hvort Tjörnin er að fyllast upp eða ekki, fremur er þarna um sálfræðilegt mál að ræða. En kannski er málið ekki alveg svona einfalt. Fuglalífið er stór þáttur í að- dráttarafli Tjarnarinnar, en alltaf má deila um æskilegan fjölda fuglanna og tegundafjölbreytni. Endurnar lifa ekki á brauði einu saman. Nokkuð er um það að þær leiti ætis í sjávarfjörurnar í ná- grenninu og það gera álftirnar einnig. Andarungarnir þurfa þó að afla sér fæðu á Tjarnarbotninum. Þeir taka þar ýmis smádýr, líklega mest mýlirfur. Dýpkun Tjarnar- innar gæti gerbreytt möguleikum þeirra til vaxtar, þroska og lífs. Með þessum orðum er ég ekki að mæla gegn því að Tjörnin verði dýpkuð heldur að benda á hve litið við vitum um forsendur þess að Tjörnin er eins og hún er. Rann- sóknir á lífríki Tjarnarinnar auð- velda okkur að vernda hana eða ákveða breytingar eftir því sem áhugi er fyrir hverju sinni. Rann- sóknir á lífi Tjarnarinnar geta auk þess af sér fræðsluefni sem nýtist skólum borgarinnar í nátt- úrufræðikennslu. En dýpkun Tjarnarinnar verður að líta frá fleiri sjónarhornum. Botnleðja Tjarnarinnar er nefni- lega upplýsingabanki. Svo vill til, að botnsetlög Reykjavíkurtjarnar eru nær einu svo að segja óhreyfðu setlögin í Reykjavík. Setlög stöðuvatna og þá er Tjörnin engin undantekning, geyma mikið safn fróðleiks um sögu vatnanna og umhverfis þeirra. Fróðleikur- inn er einkum varðveittur í leifum af lífverum þeim sem dafnað hafa í vötnunum. Þar er einkum um að ræða kísilþörunga, krabbadýr, mýflugur, frjókorn og fræ. Einnig má fá ýmsa vitneskju með rann- sóknum á efnainnihaldi leðjunnar og gerð hennar. Með því að rann- saka borkjarna úr leðju Tjarnar- innar er unnt að sjá hvenær sjáv- ar tók að gæta í Tjörninni, en all- mikið landsig hefur orðið á Reykjavíkursvæðinu í aldanna rás. Einnig er hugsanlegt að sjávarborðshækkun, sem varð fyrir um 5000 árum, komi fram í setlögum í Tjörninni, en kísilþör- ungar eru mjög næmir á seltu- breytingar. Merki um þessa sjáv- arborðshækkun hafa verið vand- fundin hér á landi, en talið er að steingervingalög við Húnaflóa megi rekja til hennar. Ég ætla að leyfa mér að leggja til að ekki verði hreyft við botn- leðju Tjarnarinnar fyrr en eftir rækilega athugun á sögu þeirri sem setlögin hafa að geyma. Ein ástæða ætti að nægja, og hún er sú, að fyrstu landnámsmennirnir, Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir, bjuggu á Tjarnar- bakkanum. Svör við ótal spurning- um liggja grafin í leðjunni, spurn- ingum eins og; Hvernig var gróð- urfar við „Tjarnargötuna", er Ing- ólf bar að? Breyttist það mikið eftir landnám og hve hratt? Skyldi Ingólfur hafa ræktað korn, e.t.v. lín? Óx arfi í hlaðinu hjá honum? Var Tjörnin orðin sölt þá? Það væri ekki ónýtt ef unnt væri að hnýsast svolítið í einka- mál þeirra hjóna á þennan hátt. Annar landnámsmaður var Há- varður hegri. Ekki fara af honum stórar sögur, en hann er sagður hafa numið Hegranes í Skagafirði. Myndin, sem hér fylgir, er hluti af bráðabirgðaniðurstöðum, sem fengust úr rannsóknum á bor- kjörnum úr Vatnskotsvatni, en það vatn er á Hegranesi, á stærð við Reykjavíkurtjörn. Myndin sýnir vel hvernig hlutföll þriggja vatnakrabbategunda breyttust á landnámsöld. Bendir allt til þess, að lífríki Vatnskotsvatns hafi tek- ið stakkaskiptum þá, en óhægt er að greina orsakirnar. Svo virðist þó, að mikið jarðvegsrof á Hegra- nesi hafi miðlað næringarefnum til stöðuvatnsins en búskapur á vatnsbakkanum kann að hafa skipt máli. Ef til vill bjó Hávarður hegri þar. Hver veit? Arai Einarsson er líffrædingur og rinnur rið rannsóknir á sögu Mý- raíns. Verkfræðifélagið Rangæingur: Reisir 10 íbúðir fyrir aldraða á Hvolsvelli Verkalýðsfélagið Rangæingur áformar íbúðabyggingr fyrir aidraða og hefur félagið ákveðið að láta banna og skipuleggja allt að 10 íbúð- ir fyrir aldraða félagsmenn sína á Hvolsvelli og befur sótt um bygg- ingarlóðir í því skyni. I því tilefni Fyrirliggjandi í birgðastöð Suðufittin« Stálgæði: St. 35 - DIN 50049 - 2.2 - DIN 2615 Beygjur Stærðir: 1 SINDRA sendi félagið frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Hinn 15. febr. 1983 samþykkti fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkalýðsfélagsins Rangæings, að framkvæmdar yrðu athuganir á líklegri þörf fyrir litlar íbúðir í nágrenni öldr- unarþjónustu á félagssvæði fé- lagsins, sem er Rangárvallasýsla. t framhaldi af þessari samþykkt var öllum oddvitum Rangárvalla- sýslu sent ábyrgðarbréf dags. 4. mars 1983 og þar leitað samráðs við sveitastjórnir um framan- greinda athugun á íbúðaþörf fyrir aldrað verkafólk. Aðeins þrjár af 11 sveitastjórn- um í sýslunni sáu ástæðu til þess að svara félaginu þessari umleit- an, en það voru stjórnir A-Eyja- fjalla-, A-Landeyja- og Hvol- hrepps. Viðræður milli Rangæings STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! og þessara sveitarstjórna hófust þegar í júní 1983 og hafa leitt til þess m.a. að nú hefur félagið ákveðið að láta hanna og skipu- leggja allt að 10 íbúðir fyrir aldr- aða félagsmenn sína í Hvolsvelli og hefur sótt um byggingarlóðir í því skyni. Teiknistofunni Röðli hefur verið falið að gera teikn- ingar og áætlanir varðandi þessar framkvæmdir og áætlað er að fyrstu húsin verði reist nk. sumar. Framundan eru ýtarlegri við- ræður við sveitarstjórn Hvol- hrepps og fulltrúa dvalarheimilis- ins á Hvolsvelli varðandi mögu- leika á þjónustuviðskiptum. f drögum að reglugerð fyrir þær félagslegu ibúðir sem hér ræðir, er gert ráð fyrir að þær verði seldar einstaklingum og þeir einir hafi heimild til þess að kaupa fbúðirn- ar og búa í þeim sem eru fullgildir félagsmenn Rangæings og orðnir 63 ára eða eldri. Nægilegt er að annað hjóna uppfylli þessi skil- yrði. Félagið gerir ráð fyrir frá- vikum varðandi aldur ef um ör- yrkja er að ræða. Verkalýðsfélagið mun fjár- magna íbúðirnar og selja þær full- frágengnar að utan og innan ásamt lóðum og miðað verður við byggingarkostnaðarverð þeirra. Þá er fyrirhugað að íbúðunum fylgi hagstæð lán. Að öðru leyti munu reglur varðandi sölu og eignaraðild miðaðar við sambæri- legar félagslegar byggingar þar sem framlag eigenda er verð- tryggt að fullu. Þá er gert ráð fyrir innlausnarskyldu Verkalýðs- félagsins Rangæings, ef eigendur æskja þess eða þeir falla frá, og forkaupsrétti.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.