Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1985: Mælt fyrir um stefnu og skýra framkvæmd hennar Salurinn í Laug- ardalshöll var þéttsetinn síö- degis á sunnudag þegar ályktanir voru afgreiddar og gengid til kosninga um flokksforustuna — eftir Björn Bjarnason Landsfundir Sjálfstæðisflokks- ins eru fjölmennustu pólitísku samkomur þjóðarinnar og áhrifa þeirra ályktana, sem þar eru gerð- ar, gætir um þjóðlífið allt, sé rétt á málum haldið. Á landsfundinum 1983 beindist áhugi manna að vali eftirmanns Geirs Hallgrímssonar í formannssætið. Þorsteinn Páls- son hlaut þá góða kosningu og með glæsilegu endurkjöri á landsfund- inum nú hefur hann fengið ótví- rætt umboð til að vinna að fram- gangi þeirra málefna sem sjálf- stæðismönnum eru efst í huga. Landsfundurinn snerist að þessu sinni um stefnuna og framkvæmd hennar. Ýmsir höfðu vænst þess, að á fundinum kæmi til átaka milli þeirra sem eru sáttir við rík- isstjórnina og hinna sem telja að hún þurfi að gera betur, jafnvel fara frá. Þá hafði því einnig verið spáð, að á fundinum færi fram uppgjör milli þeirra sem sagðir eru fylgja „harðlínu" frjálshyggj- unnar og hinna sem telja sig frjálslyndari og umburðarlyndari. Tekið yrði mið af verkfailsátökun- um siðastliðið haust og undir þann áróður vinstrisinna, að þau mætti að verulegu leyti rekja til afskipta forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins. Ekkert slíkt gerðist. Þorgeir Ibsen, skólastjóri í Ilafnarfirði, sem var af ýmsum talinn einn þeirra sem litu flokkinn og for- mann hans illu auga eftir verk- fallsátökin, lýsti stuðningi við Þorstein Pálsson í ræðu á fundin- um og hollustu við stefnu og markmið Sjálfstæðisflokksins. Aðeins Laugardalshöllin rúmaði alla landsfundarfulltrúa, 1189. Undir forystu Kjartans Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, hafði íþróttasal hallarinnar verið breytt í vistleg- an fundarsal með 60 borðum og stólum fyrir 1500 manns sem dugðu ekki til við setningarat- höfnina. Allir sem einn, kjörorð fundarins, setti svip sinn á salinn ásamt flokksmerkinu, fálkanum, hinu gamla skjaldarmerki íslend- inga, sem hékk í bláum tjöldum, en lífgað var upp á umgjörðina með tískulitunum í ár, ljósgrænu, gulu og bleiku. Þarna var fundað frá því síðdegis á fimmtudag fram til klukkan 19 á sunnudag. Ráðherrar sitja fyrir svörum Sex ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins sátu fyrir svörum á fimmtudagskvöldið. Þeim bárust 60 til 70 fyrirspurnir, mun fleiri en unnt reyndist að svara á þeim tíma sem til stefnu var. Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra, sagði, að það væri ekki spurning hvort Þorsteinn Pálsson tæki sæti í ríkisstjórn heldur hvenær til þess kæmi. Það væri undir þingflokki sjálfstæðis- manna komið hver sæti í ríkis- stjórn á hans vegum og formaður flokksins gæti gert tillögu um skipan ráðherraembætta í þing- flokknum. í hvert sinn sem á það var minnst í ræðum manna á fundinum, að flokkurinn væri bet- ur settur með Þorstein Pálsson í ríkisstjórn en utan var þeim orð- um fagnað með lófataki. Af spurningum til ráðherranna mátti ráða að vilji fundarmanna stæði mjög til þess, að breytingar yrðu á stjórnkerfinu til frjálsræð- is. Menn vilja halda í frelsið í vaxtamálum og aukið frelsi í gjaldeyrismálum og útflutnings- málum. Þeir velta því fyrir sér hvort ekki megi afnema einokun Pósts og síma og draga úr ríkis- einokun í almannatryggingakerf- inu. Matthías Bjarnason, yfirmað- ur Pósts og síma og heilbrigðis- og tryggingaráðherra, gaf þó síður en svo til kynna, að hann teldi nauð- synlegt að létta ríkistökin á þess- um málaflokkum. Krafan um að afnám einkarétt- ar ríkisins á útvarpsrekstri komi til framkvæmda nú í sumar er svo eindregin, að það er hæpið að rík- isstjórnin lifi það af, ef Alþingi samþykkir ekki frumvarpið um þetta efni í vor. Utanríkismálin Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, gerði grein fyrir flokksstarfinu að morgni föstu- dagsins. Eftir hádegi voru síðan flutt erindi undir samheitinu: All- ir sem einn. Þá kynnti Geir H. Haarde, formaður stjórnmála- nefndar, drögin að stjórnmála- ályktuninni og síðan hófust al- mennar umræður með ræðu Frið- riks Sophussonar, varaformanns. Síðdegis á föstudag byrjuðu siðan fundir í 10 nefndum og stóðu þeir fram yfir hádegi á laugardag og jafnvel lengur ef nauðsyn krafði. Tímafrekust voru störfin í at- vinnumálanefndinni og stjórn- málanefndinni. Var þar hart deilt á köflum en sættir náðust að lok- um. Fyrsta ályktunin sem kynnt var á almennum fundi síðdegis á laug- ardag var um utanríkismál. 1 um- ræðum um hana kvaddi Bjarni Magnússon frá Grímsey sér hljóðs og lýsti því yfir að hann væri reiðubúinn að gefa íslenska ríkinu skika af landi sínu í eyjunni, ef vilji væri til að reisa þar ratsiár- stöð fyrir varnir þjóðarinnar. Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði, sem fyrir skömmu stóð að ályktun á fjórðungsþingi Austfirðinga gegn nýjum ratsjám, tók til máls og lýsti sinnaskiptum sínum í varnar- og öryggismálum. Hann styddi stefnu Sjálfstæðisflokksins alfarið. Ásgeir Hannes Eiríksson sem hafði staðið einn gegn öllum í utanríkismálanefnd fundarins gerði það að tillögu sinni að varn- arliðið yrði látið standa straum af gerð þjóðvega í landinu og bað um skriflega atkvæðagreiðslu — hina einu um málefni á fundinum. Til- lagan var felld með 312 atkvæðum gegn 153, 38 skiluðu auðu. Kjördæmamáliö Sá háttur var á hafður við und- irbúning fundarins, að málefna- nefndir flokksins höfðu samið drög að ályktunum. Voru þær síð- an lagðar fyrir nefndir landsfund- ar. í þeim var ekki að finna neina tillögu í kjördæmamálinu. Jón Magnússon, lögfræðingur, lagði fram tillögu um það mál í alls- herjarnefnd. Þar segir meðal ann- ars, að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins lýsi því yfir „í samræmi við þá grundvallarstefnu flokksins um jafnan rétt einstaklinganna, að það sé ófrávíkjanleg krafa Sjálfstæðisflokksins að allir kjós- endur séu jafnt settir og vægi at- kvæða sé jafnt óháð búsetu. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins felur því forystu flokksins og þingflokknum að beita sér fyrir breytingum á stjórnarskrá er tryggi jafnan rétt kjósenda við næstu breytingar á kjördæma- skipan og kosningalöggjöf." Þessi tillaga var samþykkt í allsherjarnefnd og fór frá henni fyrir landsfund síðdegis á laug- ardag. Þar var hún lesin og borin undir atkvæði og samþykkt. Eftir það hófst mikið karp. Fram kom, að ekki hefði verið búið að dreifa tillögunni fjölritaðri á öll borð, þegar hún var borin upp. Menn hefðu því ekki getað kynnt sér hana sem skyldi. Þess var krafist að tillagan yrði tekin fyrir að nýju. Pálmi Jónsson, fyrrum ráð- herra og alþingismaður, lagði til að kjördæmamálinu yrði vísað frá. Þorsteinn Pálsson og Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík, gerðu það að tillögu sinni, að málinu yrði vísað til þingflokks og mið- stjórnar. 1 ræðu fyrir atkvæðagreiðslu á sunnudagsmorguninn mæltist Þorsteinn Pálsson eindregið til þess, að menn féllust á tillögu sína og sagði, að alls ekki bæri að líta á hana þannig, að með henni væri verið að drepa málinu á dreif. Á vegum miðstjórnar og þingflokks yrði unnið að málinu af sérstakri nefnd. Taldi Þorsteinn ótimabært að samþykkja nú tillögu um þetta efni, þar sem ekki hefði enn reynt á framkvæmd samkomulags milli flokka um kjördæmamálið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið að á Alþingi á síðastliðnu vori. Var tillaga Þorsteins samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Hér er um viðkvæmt mál að ræða sem snertir samskipti þéttbýlis og dreifbýlis. í umræðum um það kom fram, að þéttbýlingar mættu ekki gleyma því hverjir öfluðu gjaldeyristeknanna. Oftar en einu sinni var imprað á því á fundin- um, að hlutur þéttbýlis í því efni væri næsta lítils virði og spillti frekar fyrir en hitt. Er furðulegt, hve þessi misskilningur er lífs- seigur, en sé á honum byggt ættu allar stórborgir veraldar væntan- lega að vera af hinu illa og spilla afkomu mannkyns. Fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og landsmenn alla er nauðsynlegt að brjóta þetta mál til mergjar og ræða hispurslaust. Á meðan það er ekki gert skortir marga líklega forsendur til að skoða kjördæmamálið í réttu Ijósi — engu að síður hefði verið æski- legt, að aftur hefði verið gengið til atkvæða um kjördæmamálið á landsfundinum, úr því það var tekið til umræðu á nýjan leik. Einokun á útflutningi Meðal þess sem deilt var um í atvinnumálanefnd landsfundarins var útflutningsfrelsi á sjávaraf- urðum. Undir opinberri vernd sitja til að mynda Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og SÍS að út- flutningi á frystum fiski til Bandaríkjanna og sala á saltfiski er í höndum SÍF. Þegar ályktun atvinnumálanefndar kom til um- ræðu síðdegis á sunnudag flutti Hörður Einarsson, framkvæmda- stjóri DV, tillögu um breytingu á þessari setningu: „Öllum sé heim- ill útflutningur sem uppfylla lág- markskröfu um verð og gæði framleiðslunnar nema sannanlegt sé að sérstakar aðstæður á ákveðnum erlendum mörkuðum krefjist annars.“ Vildi Hörður að það sem hér er skáletrað félli niður. Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, en útgáfa útflutn- ingsleyfa heyrir undir hann, mót- mælti tillögu Harðar. Af máli ráð- herrans mátti ráða að ekki er að vænta mikilla breytinga í þessu efni eða frumkvæðis af hálfu stjórnvalda. Þorsteinn Pálsson mælti einnig gegn tillögu Harðar og benti á, að í tillögunni eins og hún lægi fyrir væri útflutnings- frelsi gert að meginreglu. Við afgreiðslu ályktunar at- vinnumálanefndar náði þessi breytingartillaga frá Júlíusi Sól- nes fram að ganga: „Fyrirtækjum og einstaklingum sé heimilt að taka á sig erlendar fjárskuldbind- ingar. Heimilt sé að fjárfesta í er- lendum fyrirtækjum og stunda kauphallarviðskipti á erlendri grund." Hlutur ungra sjálfstæðismanna Ræða sem Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur Vinnuveitendasam- bandsins, flutti síðdegis á föstu- daginn vakti verulega athygli. Hann kynnti þar verkefnaskrá Sjálfstæðisflokksins í tíu liðum sem borin var fram á fundinum af 140 ungum sjálfstæðismönnum. Féll málflutningur Vilhjálms fundarmönnum greinilega vel f geð og klöppuðu þeir honum oftar en einu sinni lof í lófa. Verkefnaskránni var síðan vís- að til stjórnmálanefndar fundar- ins. Þar tók hún nokkrum breyt- ingum en síðan varð um hana fullt samkomulag og var hún samþykkt samhljóða í fundarlok. Geta ungir sjálfstæðismenn vel unað hlut sín- um á fundinum, þótt þeim tækist ekki að ná því markmiði í mið- stjórnarkjöri að fá tvo menn kjörna í miðstjórn, þá Einar K. Guðfinnsson og Auðun Svavar Sigurðsson, lækni, en aðeins Einar náði kjöri. Samband ungra sjálfstæðis- manna gaf út fréttablað fyrir landsfundarfulltrúa, þar sem þess helsta var getið sem á fundinum gerðist. Þar birtist meðal annars kafli úr ræðu ólafs ísleifssonar, hagfræðings, um húsnæðismál. Þar gagnrýnir hann meðal annars Alexander Stefánsson, húsnæð- ismálaráðherra Framsóknar- flokksins, fyrir hástemmdar yfir- lýsingar og loforð um lausnir bráðavandans í húsnæðismálum, sem mjög vafasamt sé að hægt verði að standa við. Sagði ólafur að vinnubrögð ráðherrans yllu „vissum áhyggjum um heilindi Framsóknarflokksins í þessum málaflokki". Þá kom Stefnir, tímarit SUS, út á meðan fundur- inn stóð. Ungir sjálfstæðismenn höfðu bækistöð í anddyri Laugardals- hallar, þar var einnig kynning á starfi Landssambands sjálfstæð- iskvenna og skrifstofa flokksins efndi til skemmtilegrar sýningar á gömlum veggspjöldum og kosn- inga- og fræðslubæklingum. Konur létu verulega til sín taka á fundinum, en rúmlega 200 full- trúar voru úr þeirra hópi. Þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.