Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985
35
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Skýr vilji
landsfundar
Isetningarræðu landsfund-
ar sjálfstæðismanna sagði
Þorsteinn Pálsson, flokksfor-
maður, að stjórnarsamstarfið
við Framsóknarflokkinn
myndi ráðast af því, hvort
verkin verði látin tala á þeim
málefnagrundvelli sem lagður
yrði í stjórnmálayfirlýsingu
landsfundarins. Nú að fundin-
um loknum er ljóst, að í yfir-
lýsingunni er ýmislegt það að
finna sem framsóknar-
mönnum á eftir að þykja erf-
itt að samþykkja, ef að líkum
lætur. í stjórnmálaályktun
fundarins segir, að Sjálfstæð-
isflokkurinn vilji halda áfram
endurreisnarstarfi sem ríkis-
stjórnin hafi unnið að enda
náist sá árangur sem að er
stefnt. Það ráðist ekki síst af
framgangi þeirra málefna
sem sjálfstæðismönnum sé
efst í huga, hvort þess verður
þörf í bráð að leggja mál í
dóm kjósenda.
Því verður ekki á móti
mælt, að í mörgum greinum
eru ályktanir landsfundar
sjálfstæðismanna róttækari
en fyrri yfirlýsingar flokksins
um sama eða svipað efni. Vilji
manna stendur til þess að
brjóta upp kerfið hvar sem
þeim finnst það setja athafna-
semi einstaklinga of þröngar
skorður. „Það er stefna
Sjálfstæðisflokksins," segir í
stjórnmálaályktuninni, „að
skapa efnahagsumgjörð, sem
veitir einstaklingum, fyrir-
tækjum þeirra og samtökum
svigrúm til að spreyta sig og
vera sinnar eigin gæfu smiðir.
Þannig verður jafnframt mest
til ráðstöfunar fyrir þá sem
minna mega sín, eða standa af
einhverjum ástæðum höllum
fæti í lífinu, en umhyggja
fyrir þeim einkennir þau
manngildissjónarmið, sem
sjálfstæðisstefnan byggir á.“
Á landsfundinum vísuðu
sjálfstæðismenn þeirri skoðun
vinstri manna á bug, að efna-
hagsmál ein ráði framvindu
sögunnar og lögðu áherslu á
að treysta þá máttarstólpa
sjálfstæðs þjóðfélags á Is-
landi, sem birtist í menningu
þjóðarinnar og sögu, tungu
hennar, listalífi og hinni
kristnu trú. Sjálfstæðismenn
margítrekuðu stuðning sinn
við samstarf lýðræðisþjóð-
anna í varnar- og öryggismál-
um og hvöttu til gagnkvæmr-
ar afvopnunar undir alþjóð-
legu eftirliti.
Hér hefur verið drepið á
þau meginmál sem setja svip
sinn á stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Þessi stefnuatriði
eru lykilþættir sjálfstæðis-
stefnunnar og ekki verður um
þau samið við aðra. Það eru
þau mál, sem lúta að fram-
kvæmd stjórnarstefnu á
hverjum tíma, er ráða því,
hvort sjálfstæðismenn verða
lengur eða skemur í stjórn
með framsóknarmönnum. í
því efni hafa þingmenn
flokksins ekki aðeins fengið i
veganesti frá landsfundinum
ályktanir í hefbundnum stíl
heldur einnig sérstaka verk-
efnaskrá, sem samin var að
tilhlutan ungra sjálfstæð-
ismanna og flutt af 140 þeirra
á landsfundinum. Þar er í
stuttu máli mælt fyrir um
róttækar breytingar á helstu
sviðum þjóðmálanna. Er ekki
að efa, að eftir því verður
gengið af tillögumönnum að
eftir þessari verkefnaskrá
verði farið ekki síður en öðr-
um ályktunum landsfundar-
ins. Morgunblaðið birtir í í
dag stjórnmálaályktun lands-
fundarins og verkefnaskrána
og síðar verður skýrt frá öðr-
um ályktunum fundarins. Hér
verður efni þessara skjala því
ekki rakið frekar að sinni.
Vilji landsfundarmanna var
ekki aðeins skýr þegar þeir
tóku ákvarðanir um málefni
heldur einnig þegar þeir
gengu til atkvæða og kusu sér
forystu, formann, varafor-
mann og miðstjórn.
Þorsteinn Pálsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, getur
mjög vel unað við þá ein-
dregnu traustsyfirlýsingu sem
hann hlaut á landsfundinum
með stuðningi tæplega 94%
fundarmanna í óbundinni
kosningu. Sömu sögu er að
segja um Friðrik Sophusson,
varaformann, er hlaut 78%
atkvæða. Davíð Oddsson,
borgarstjóri, hlaut mikið
traust í miðstjórnarkjöri og
var þar efstur með rúmlega
90% atkvæða.
Sjálfstæðisflokkurinn kem-
ur öflugur frá þessum lands-
fundi. Áuðvitað tókst ekki á
fundinum að eyða ágreiningi
um öll viðkvæm mál eins og
til dæmis jafnan atkvæðisrétt
manna án tillits til búsetu.
Nauðsyn ber til þess, að þing-
flokkur og miðstjórn takist
áfram á við kjördæmamálið.
Þéttbýlisbúar eiga sífellt verr
með að una misréttinu. En
það er aðeins til marks um
breidd Sjálfstæðisflokksins,
að náist ekki samkomulag
innan hans um breytingar í
réttlætisátt í þessu máli er
borin von að slíkt samkomu-
lag náist annars staðar.
Þorsteinn Pálsson að loknum landsfundi:
Fundurinn styrkti mjög
pólitíska stöðu flokksins
ÞORSTEINN Pálsson var
endurkjörinn formaður Sjálf-
stæðisflokksins við formanns-
kjör á sunnudaginn og hlaut
hann 892 atkvæði af 955, sem er
93,4 % atkvæða. Friðrik Sóphus-
son var endurkjörinn varafor-
maður flokksins með 746 at-
kvæðum af 955, sem jafngildir
78% atkvæða.
Davíð Oddsson fékk 20 atkvæði
í formannskjörinu, Friðrik Sóph-
usson 9, Geir Hallgrímsson 3, Jón
Magnússon 2 og Birgir ísleifur
Gunnarsson 1. Davíð Oddsson
fékk 93 atkvæði í varafor-
mannskjörinu og Sverrir Her-
mannsson 45, Birgir ísleifur 7,
Helena Albertsdóttir 6, en nokkr-
ir aðrir fulltrúar fengu færri at-
kvæði.
Málefnalega var þetta mjög
sterkur landsfundur," sagði
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins í samtali við
Morgunblaðið að loknum lands-
fundi. Þorsteinn sagði jafnframt:
„Það sem ber hæst er það að í
umræðum og samþykktum fund-
arins kemur fram mikill vilji til
átaka í atvinnumálum og það má
líta á það sem meginniðurstöðu
að menn telja að nú sé tími til
þess að hefja nýtt framfaraátak
til uppbyggingar í atvinnulífi og
til þess að auka hagvöxt og þjóð-
artekjur. Það fer ekkert á milli
mála að landsfundurinn styrkti
mjög pólitíska stöðu flokksins
bæði inn á við og eins út á við.
Stjórnmálaályktunin felur í sér
Morgunblaðift/ Ól.K.M.
Að loknum kosningum. Þorsteinn Pálsson, formaður, og Friðrik
Sophusson, varaformaður Sjálfstæðsflokksins, eftir endurkjörið á
landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
að það eru lagðar áherslur á ýmis
mál sem við munum taka upp við
samstarfsflokkinn. Það er ljóst
að verkin verða að tala í fram-
haldi af þessum fundi, eigi árang-
ur að verða af stjornarsamstarf-
inu, þannig að við teljum ásætt-
anlegt að halda því áfram."
Mér finnst það vera ánægju-
legt, hve glæsilega kosningu
formaðurinn fékk og það sýnir að
flokkurinn er einhuga og sam-
stæður að baki hans,“ sagði Frið-
rik Sóphusson varaformaður
Sjálfstæðisflokksins í samtali við
blm. Mbl. að landsfundi loknum.
„í öðru lagi þá gladdi það mig á
fundinum, hve ungu mennirnir
náðu miklum árangri. Þeir lögðu
fram forgangslista sem lands-
fundurinn gerði að sínum og ég
tel að slíkt hafi verið til gagns og
góðs,“ sagði Friðrik jafnframt.
Friðrik sagðist telja að mikil-
vægustu málin sem um var fjall-
að á fundinum hafa verið efna-
hagsmálin, og þá sérstaklega sú
ákvörðun að hætta erlendu
skuldasöfnuninni og hinsvegar
nefndi hann húsnæðismálin, sem
hann sagði landsfund hafa álykt-
að mjög ítarlega um. „Almennt
séð held ég að ályktanir þessa
landsfundar séu mun skýrari
heldur en oft hefur verið áður,
enda gafst tækifæri nú til að
ræða málin mjög itarlega í
nefndum. Á landsfundum síðustu
ára þá hefur mikill tími farið í
kosningar og kosningabaráttu
bæði til formanns og varafor-
manns. Persónulega get ég sagt
það að ég var mjög ánægður með
að landsfundurinn skyldi lýsa svo
afdráttarlausri samstöðu með til-
lögu þeirri sem ég hef flutt varð-
andi útvarpslagafrumvarpið, og
gerir ráð fyrir að það sé jafnræði
á milli útvarpsstöðva til tekjuöfl-
unar,“ sagði Friðrik Sóphusson.
Sjálfstæöisflokkurinn hefur frá
öndverðu verið burðarás í íslensku
stjórnmálalífi og þjóðinni hefur farn-
ast best þegar sótt hefur verið fram á
grundvelli stefnu hans og hugsjóna.
Kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokks-
ins er aö hver einstaklingur hafi frelsi
og skilyrði til að njóta hæfileika sinna
og atorku. Flokkurinn leggur áherslu
á, að stéttir og starfshópar, karlar og
konur, dreifbýli og þéttbýli vinni sam-
an að því marki að tryggja þjóðinni
bestu lífskjör sem kostur er á. Sjálf-
stæðisflokkurinn hafnar kenningum
um óhjákvæmileg stéttaátök og vill
sameina þjóðina í stað þess að sundra
henni. Hann vísar á bug hugmyndum
vinstri manna um að efnahagsmál ein
ráði framvindu sögunnar en leggur
áherzlu á að treysta þá máttarstólpa
sjálfstæðs þjóðfélags á Islandi, sem
birtast í menningu þjóðarinnar og
sögu, tungu hennar, listalífi og hinni
kristnu trú. Sjálfstæðisflokkurinn vill
efla tengsl skóla og heimila, atvinnu-
lífs og skóla. Flokkurinn vill styrkja
samstöðu vestrænna lýðræöisþjóða og
hvetur til gagnkvæmrar afvopnunar
undir alþjóðlegu eftirliti.
Sjálfstæðisfíokkurinn vill að ein-
staklingarnir hafi svigrúm til að
þroska eigin hæfileika fyrir sjálfa sig
Rætt um stjórnmálaályktun landsfundarins. Matthías Bjarnason, samgöngu-
ráðherra, Egill Jónsson, alþingismaður, Geir H,. Haarde, formaður stjórnmála-
nefndar, Valdimar Indriðason, alþingismaður og Sverrir Hermannsson, iðn-
aðarráðherra.
Morgunblaðift/Ól.K.M.
Frelsi einstaklingsins
til þroska og athafna
og samfélagið. Allir eiga að hafa
möguleika á að leita lífshamingjunnar
með þeim hætti sem þeir telja sér
fyrir beztu, innan ramma viðtekinna
samfélagsreglna. Með þeim hætti
dafnar fjölbreytileiki mannlífsins og
einstaklingar verða ekki allir steyptir
f sama mót, eins og í þjóðfélögum, þar
sem hóphyggja er ríkjandi en um-
burðarlyndi víkjandi.
Það er stefna Sjálfstæðisflokksins
að skapa efnahagsumgjörð, sem veitir
einstaklingum, fyrirtækjum þeirra og
samtökum, svigrúm til að spreyta sig
og vera sinnar eigin gæfu smiðir.
Þannig verður jafnframt mest til
ráðstöfunar fyrir þá sem minna mega
Samþykkt landsfundar:
Verkefnaskrá
Sjálfstæðisflokks
XXVI. Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins beinir því til þingflokks
Sjálfstæðisflokksins að vinna sér-
staklega að framgangi eftirfarandi
stefnumála.
1. Höfuðmarkmið efnahags-
stjórnarinnar verði lækkun
verðbólgu, jafnvægi á vinnu-
markaði og stöðvun skulda-
söfnunar erlendis. Ekki verði
fallið frá áformum um 1000
milljón kr. lækkun á opinber-
um lántökum erlendis á þessu
ári. Stjórn peninga- og láns-
fjármála og gengisskráning ís-
lensku krónunnar miðist við
að ná hallalausum utanrík-
isviðskiptum þegar á árinu
1986. Frjálsræðisþróun á fjár-
magnsmarkaði verði haldið
áfram.
2. Áhersla verði lögð á frjáls
utanríkisviðskipti. Útflytjend-
um verði gefinn kostur á að
leggja andvirði útflutnings á
gjaldeyrisreikninga í innlend-
um bönkum með frjálsum
ráðstöfunarrétti. Byggða-
stefna felist fyrst og fremst í
uppbyggingu arðbærrar at-
vinnustarfsemi. Tekjuöflun-
armöguleikar atvinnulífsins á
landsbyggðinni verði treystir
með réttri gengisskráningu og
skynsamlegri peningastjórn
fremur en að byggðastefnan
felist í styrkjakerfi á kostnað
skattgreiðenda, neytenda eða
opinberra sjóða.
3. Dregið verði úr umsvifum hins
opinbera með lækkun ríkis-
útgjalda og sölu ríkisfyrir-
tækja. Ríkisbönkum verði
breytt í hlutafélög. Tekju-
skattur verði lækkaður. Skatt-
byrði heimila verði óháð
verkaskiptingu fyrirvinna
þeirra við tekjuöflun. Hluti
tekjuskattslækkunar verði að-
gerðir til eflingar sparnaði.
Ríkisbúskapurinn verði jafnan
hallalaus og aukafjárveitingar
hljóti meðferð Alþingis eða
fjárveitinganefndar áður en
þær eru veittar.
4. Húsnæðislánum verði einkum
beint til þeirra sem eru að
koma sér þaki yfir höfuðið í
fyrsta sinn. Lán til kaupa á
eldra húsnæði verði a.m.k.
70% af nýbyggingalánum.
Leitað verði leiða til þess að
lækka útborgunarhlutfall í
fasteignaviðskiptum.
5. Búvöruframleiðslan verði að-
löguð markaðsaðstæðum á
næstu árum. Bændum verði
auðvelduð sú aðlögun með
uppbyggingu nýrra arðsamra
atvinnutækifæra. Til þess
verði varið hluta þess fjár sem
nú rennur til útflutningsupp-
bóta enda verði þeirra ekki
þörf í framtíðinni. Innflutn-
ingur á grænmeti og garð-
ávöxtum verði frjáls þegar
innlend framleiðsla fullnægir
ekki eftirspurn.
6. Einkarekstri í heilbrigðisþjón-
ustu verði veitt aukið svigrúm.
7. Varnir landsins verði efldar
m.a. með byggingu ratsjár-
stöðva á Vestfjörðum og
Norð-Austurlandi og öðrum
nauðsynlegum ráðstöfunum í
samvinnu við NATO og
Bandaríkin. Verktakafyrir-
tæki sitji við sama borð með
varnarliðsframkvæmdir.
8. Fjárhagslegt og stjórnunar-
legt sjálfstæði skólastofnana
verði aukið. Áfram verði hald-
ið tilraunum með að greiða
skólakostnað með föstu fram-
lagi á hvern nemanda. Skóla-
kerfi og námsaðstoð verði að-
löguð markvisst að þörfum at-
vinnulífsins, m.a. með sér-
stakri áherslu á rannsóknir,
tækniþekkingu og þróunar-
starfsemi. Einkarekstri í
skólakerfinu verði veitt aukið
svigrúm.
9. Áhersla verði lögð á frelsi til
útvarpsrekstrar án íhlutun-
arréttar hins opinbera um
dagskrárgerð eða fjárhags-
málefni. Prentfrelsisákvæði
stjórnarskrárinnar verði
breytt þannig að það feli ótví-
rætt í sér frelsi til tjáningar
án tillits til tjáningarforms.
Einkarekstur Pósts og síma á
breiðbandskerfum verði af-
numinn.
10. Stuðlað verði að frjálsri verð-
myndun með lögbundnu banni
við hvers kyns hringamyndun-
um, einokun eða samkeppnis-
hömlum. Stjórnarskrárvernd-
að atvinnufrelsi verði tryggt.
Réttur manna til að vinna til-
tekin störf eða sinna atvinnu-
rekstri á tilteknum sviðum
takmarkist einungis af nauð-
synlegum þekkingar- og ör-
yggiskröfum.
Atkvæði talin.
Morgunblaðið/ Ól.K.M.
Miðstjómarkjör á landsfundi Sjálfstæðisflokksins:
Davíð Oddsson
hlaut flest atkvæði
DAVÍÐ ODDSSON borgarstjóri fékk flest atkvsði landsfundarfulltrúa í mið-
stjórnarkjöri Sjálfstæðisflokksins á sunnudag. Fékk hann 868 atkvæði, sem er
90,25% atkvæðanna, en alls greiddu 962 landsfundarfulltrúar atkvæði. Jón
Magnússon féll úr miðstjórn og Jónína Mikhaelsdóttir og Óðinn Sigþórsson
gáfu ekki kost á sér, þannig að þrír miðstjórnarmenn komu nýir inn.
Landsfundur kaus 11 miðstjórn-
armenn og eru þeir sem kosnir
voru auk Davíðs eftirfarandi: Ein-
ar K. Guðfinnsson útgerðarstjóri,
Bolungarvík, 788 atkvæði, 81,91%,
Björn Þórhallsson viðskiptafræð-
ingur, Reykjavík, 773 atkvæði,
80,35%, Geir Hallgrímsson utan-
ríkisráðherra, Reykjavík, 747 at-
kvæði, 77,65%, Davíð Scheving
Thorsteinsson framkvæmdastjóri,
Garðabæ, 681 atkvæði, Jónas H.
Haralz bankastjóri, Kópavogi, 662
atkvæði, 68,81%, Gunnar Ragnars
forstjóri, Akureyri (kemur nýr
inn), 633 atkvæði, 65,80%, Katrín
Fjeldsted læknir, Reykjavík, 522
atkvæði, 56,26%, Sigurður Einars-
son útgerðarmaður, Vestmanna-
eyjum, (kemur nýr inn), 507 at-
kvæði, 52,70%, Erlendur G. Ey-
steinsson bóndi, Stóru-Giljá (kem-
ur nýr inn), 455 atkvæði, 47,50% og
Björg Einarsdóttir rithöfundur,
Reykjavík, 413 atkvæði, 42,93%.
Áðrir sem gáfu kost á sér, en
náðu ekki kjöri, voru Auðunn Svav-
ar Sigurðsson, Bessí Jóhannsdóttir,
Davíð Pétursson, Guðmundur
Hansson, Jón Magnússon, Jóna
Gróa Sigurðardóttir, Jónas Bjarna-
son, Kári Jónsson, Kristinn Pét-
ursson og ólína Ragnarsdóttir.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
kaus svo á fundi sínum í gær þá 5
fulltrúa sem hann á í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins. Voru allir
miðstjórnarmenn þingflokksins
endurkjörnir, en þeir eru Matthías
Á. Mathiesen, Matthías Bjarnason,
Albert Guðmundsson, Pétur Sig-
urðsson og Salóme Þorkelsdóttir.
Formaður flokksins, varaformaður
og formaður þingflokks eru allir
sjálfkjörnir í miðstjórn Sjálfstæð-
isflokksins.
Auk ofangreindra eiga formenn
kjördæmisráðanna sæti í mið-
stjórn, formenn framkvæmda-
stjórnar, útbreiðslunefndar, fjár-
málaráðs, fræðslunefndar og
landssamtakanna.
sin, eða standa af einhverjum ástæð-
um höllum fæti i lifinu, en umhyggja
fyrir þeim einkennir þau manngild-
issjónarmið, sem sjálfstæðisstefnan
byggir á.
★ ★ ★
Fyrir tæpum tveimur árum tók
Sjálfstæðisflokkurinn við stjórn
landsins ásamt Framsóknarflokknum.
Aðkoman var erfið og ytri aðstæður
hafa um margt verið landsmönnum
óhagstæðar á þessum tíma. Þrátt
fyrir þetta hefur verulegur árangur
náðst á ýmsum sviðum.
Verðbólga hefur stórlega minnkað
og staða rikissjóðs batnað, þrátt fyrir
verulegar skattalækkanir. Þjóðar-
framleiðsla er á uppleið á ný enda
sjávarafli vaxandi. Breytt skattalög
og aukið frjálsræði hafa örvað nýtt
framtak i atvinnumálum.
Tekið hefur verið til hendi við und-
irbúning almenns nýiðnaðar og stór-
iðju, frelsi f gjaldeyrismálum aukið og
frumkvæði tekið varðandi aðild ís-
lendinga sjálfra að málum er snerta
varnir og öryggi landsins. Þrátt fyrir
takmarkað efnahagslegt svigrúm, hef-
ur verið unnið að því að auka og bæta
menntakerfi og heilsugæslu þjóðar-
innar, átak hefur verið gert í varan-
legri vegagerð og nú hillir undir að
einokun Rikisútvarpsins á útvarps-
sendingum verði aflétt.
Aðstæður eru því um margt mjög
breyttar til hins betra frá því sem var
þegar stjórnarskipti urðu í maí 1983
og þrátt fyrir mótbyr undir lok síð-
asta árs, er verðbólgan á ný að komast
niður á svipað stig og var á síðasta
hausti.
Enn skortir þó á að viðunandi jafn-
vægi hafi náðst i efnahagsmálum.
Viðskiptahalli er mikill og ekki hefur
tekist að draga úr erlendum skuldum
þjóðarinnar. Staðan í verðlagsmálum
er ótrygg og blikur á lofti á vinnu-
markaði. Erfiðleikar eru miklir í sjáv-
arútvegi og landbúnaði og valda
óvissu um byggðaþróun.
• Sjálfstæðisflokkurinn leggur höf-
uðáherslu á, að á næstunni verði reynt
til þrautar í samstarfi við samtök
launafólks og vinnuveitenda að koma i
veg fyrir átök á vinnumarkaði næsta
haust og tryggja þann stöðugleika í
efnahagslífi, sem er nauðsynleg for-
senda heilbrigðrar atvinnustarfsemi
og bættra lífskjara.
I þvi sambandi er meðal annars
óhjákvæmilegt að festu verði haldið i
gengismálum að þvi marki sem sam-
rýmist stöðu þjóðarbúsins út á við.
Stjórn peninga- og lánsfjármála mið-
ist einnig við jafnvægi út á við f þjóð-
arbúskapnum. Markmiðið er að stöðva
erlenda skuldasöfnun og ná halla-
lausum utanrikisviðskiptum sem
fyrst.
• Vaxtastefnan verður að tryggja
sparendum raunverulega ávöxtun. Því
er mikilvægt að ekki verði hvikað frá
þvi takmarkaða frelsi á fjármagns-
markaði sem þegar er fengið og tryggt
hefur almenningi fjölbreyttari sparn-
aðarform en áður hafa þekkst hér á
landi. Með þvi móti verða undirstöður
innlends sparnaðar tryggðar og dregið
úr þörf fyrir erlent lánsfé.
• Afram verði dregið úr umsvifum
hins opinbera og stefnt að halla-
lausum ríkisbúskap. Ríkisfyrirtæki
verði seld og ríkisbönkum breytt í
hlutafélög. Aðflutningsgjöld verði
lækkuð og haldið fast við fyrirliggj-
andi áform um að fella niður tekju-
skatt af almennum launatekjum.
• Verðmyndunarkerfi landbúnaðar-
ins verði endurskoðað frá grunni með
hagsmuni bæði neytenda og bænda
fyrir augum. Búvöruframleiðslan
verði löguð að markaðsaðstæðum á
næstu árum. Bændum verði auðvelduð
sú aðlögun með uppbyggingu nýrrar
arðsamrar atvinnu. Til þess verði var-
ið hluta þess fjár sem nú rennur til
útflutningsbóta enda verði þeirra ekki
þörf í framtíðinni. Innflutningur á
grænmeti og garðávöxtum verði frjáls
þegar innlend framleiðsla fullnægir
ekki eftirspurn. Afnumdar verði
hömlur í útflutningi landbúnaðar-
vara.
• Búið verði þannig að útgerð og fisk-
vinnslu að þessar greinar geti haldið
áfram að vera undirstöður velmegun-
ar í landinu. Eiginfjárstaða fyrir-
tækja í sjávarútvegi verði treyst m.a.
með skattalegum aðgerðum til sveiflu-
jöfnunar milli ára og verðjöfnunar-
sjóðum gert betur kleift að rækja
hlutverk sitt. Fjölbreytni verði aukin
við veiðar og vinnslu og markaðsleit
efld.
• Áfram verði unnið að uppbyggingu
stóriðju og leitað samstarfs við erlend
fyrirtæki í því efni, eftir því sem að-
stæður leyfa og þörf krefur.
• Haldið verði áfram öflugri upp-
byggingu almenns iðnaðar og þjón-
ustu og íslenskum fyrirtækjum auð-
velduð starfsemi erlendis. Sett verði
almenn lagafyrirmæli um erlenda
fjárfestingu hér á landi.
• Staöið verði fast gegn hvers kyns
tilraunum til að draga úr vörnum og
örygRÍ landsins. í engu verði hvikað
frá áformum um uppsetningu nýrra
ratsjárstöðva hérlendis.
• Þegar á þessu þingi verði sam-
komulagi stjórnarflokkanna um
endurskipulagningu sjóðakerfisins
komið í framkvæmd, svo og fyrirætl-
unum um að leggja niður Fram-
kvæmdastofnun. í stað hennar komi
byggðastofnun með þrengra starfssvið
og meira sjálfstæði.
• Áfram verði unnið að úrbótum í
samgöngumálum og eftir föngum
reynt að ná markmiðum langtíma-
áætlunar um vegamál.
• Til að tryggja að séreignarstefna
Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismál-
um nái fram að ganga þarf að koma til
róttæk uppstokkun f húsnæðislána-
kerfinu. Byggingarsjóður rikisins láni
fyrst og fremst þeim sem eru að eign-
ast húsnæði i fyrsta sinn. Jafnaður
verði sá munur sem nú er á fyrir-
greiðslu við þá sem festa kaup á not-
uðu húsnæði og þá sem byggja nýtt.
Komið verði til móts við þá húsbyggj-
endur og íbúðarkaupendur sem nú eru
í brýnustum vanda vegna aukinnar
greiðslubyrði lána. Húsnæðiskerfið
verði nægjanlega sveigjanlegt til að
geta sinnt þörfum aldraðra fyrir
breytt húsnæði.
• Einokun í útvarpsrekstri verði af-
nurnin þegar í vor og útvarpsstöðvum
tryggt jafnræði til tekjuöflunar, með-
al annars með auglýsingum, jafn-
framt því sem rekstur Ríkisútvarpsins
verði tryggður.
• Orbætur í dómsmálum eru brýnar.
Styttur verði tími sem meðferð'1''
dómsmála tekur, Hæstarétti Islands
gert betur kleift að gegna hlutverki
sinu sem æðsti dómstól landsins og
unnið að lagasetningu sem tryggi
raungildi fjárkrafna fyrir dómstólum.
• Lög verði sett gegn einokun og
hringamyndun. Hamlað verði gegn
vaxandi tilhneigingu til leyfis- eða
lögbindingar starfsréttinda, sem get-
ur útilokað samkeppni og hækkað
verð. Samkeppni verði tryggð sem víð-
ast og fleiri verkefni sem nú eru í
höndum hins opinbera flutt til einka-
aðila.
★ ★ ★
Sjálfstæðisflokkurinn telur að stór-
átak i atvinnumálum og ný sókn til
aukinnar velmegunar sé næsta stór-
verkefni í íslenskum efnahagsmálum.
Forsendur þess eru að komið verði í
veg fyrir nýtt verðbólguáhlaup og var-
anlegum stöðugleika náð í verðlags-
málum. Að því vill flokkurinn stuðla í
samvinnu við samtök vinnumarkaðar-
ins og telur rétt, eins og nú standa
sakir, að stjórnvöld gangi fram fyrir
skjöldu um að ná þjóðfélagslegum
sáttum á þessum grunni.
Markmiðið er að atvinnuvegirnir
geti hagnast og greitt sambærileg
laun við það sem bezt gerist með öðr-
um þjóðum, þannig að dagvinnulaun
nægi til framfærslu meðalfjölskyldu.
I þessu sambandi varðar miklu að
þjóðin tileinki sér nýjustu tækniþekk-
ingu og að öflug rannsóknar- og
þróunarstarfsemi fari fram, bæði á
vegum menntakerfisins og atvinnu-
lífsins. Öflug sókn verði gerð á erlenda
markaði, bæði til útflutnings vöru og
þjónustu.
★ ★ ★
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
vill halda áfram því endurreisnar-
starfi sem ríkisstjórnin hefur unnið
að, á þeim málefnagrundvelli sem hér
hefur verið rakinn, en landsfundur
leggur jafnframt áherslu á að sá ár-
angur náist sem að er stefnt.
Sjálfstæðismenn eru nú sem ætíð
reiðubúnir til þess að leggja störf sin
og stefnu i dóm kjósenda. Hvort þess
verður þörf í bráð mun ekki síst ráð-
ast af framgangi þessara málefna og
því hvort um þau næst nauðsynleg
samstaða. 1
Árið 1985 er aiþjóðlegt ár æskunn-
ar. Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherslu á þá ábyrgð sem hinir eldri
bera gagnvart æsku landsins. Fram-
vinda í þeim málaflokkum sem hér
hafa verið raktir getur ráðið úrslitum
um það hvort hinum yngri kynslóðum
verður skilað betra búi og bjartari
framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn mun,
fortíð sinni trúr, gera sitt til að svo
verði.