Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 40

Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 40
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 40 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Húsgagna- framleiðsla Við viljum ráöa reglusaman, vandvirkan og ábyggilegan starfsmann í verksmiöju okkar. Unnið er eftir bónuskerfi. Upplýsingar veitir verkstjóri á staönum. KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HE Lágmúla 7. Hárlínan óskar eftir hárgreiöslusveini frá kl. 13-18. Uppl. i sima 651237 eftir kl. 19 á kvöldin. Verslunarskóli íslands. Kennsla Verslunarskóli íslands óskar að ráöa kennara til aö kenna: starffræöi (eölisfræöi), tölvufræði og hagfræöi (verslunarfræöi). Verslunarskóli íslands. Húsgagnasmiðir Óskum eftir aö ráða húsgagnasmiði eða menn vana innréttingasmíði nú þegar. Upplýsingar aö Bildshöföa 14 eöa í síma 687173. Smiöastofa Eyjólfs Eðvaldssonar. Bildshöföa 14. Reykjavik. Ritari með söluhæfileika Þaö eru mikil umsvif hjá DHL og því leitum viö aö: Ritara með söluhæfileika. Fyrir einu ári var alþjóöleg sendiboöaþjónusta næstum óþekkt hér á landi. Nú hefur DHL hafiö slíka þjónustu, sem hefur þróast þannig á þessu eina ári, aö eftirspurn eftir okkar hrööu og öruggu sendiboðaþjónustu á skjölum og pökkum eykst meö degi hverjum. Þar af leiðandi er mjög annríkt hjá okkur. Höfum nú þörf fyrir ungan, duglegan og metnaöargjarnan starfsmann meö starfs- reynslu sem ritari og mikla hæfileika til sölu- starfa í síma. Sendiboðsþjónusta eins og DHL rekur gefur þér kost á samskiptum viö fólk. Standist þú þetta meö góöum árangri átt þú góöa mögu- leika á aö ná langt hjá okkur. Alþjóölegt andrúmsloft ríkir hjá DHL. Góö tungumála- kunnátta nauösynleg. Náöu i umsókn til okkar i Borgartúni 33 og fylltu hana út meö öllum nauösynlegum upplýsingum. DHL er stærsta sendiboðafyrirtæki heims og ört vaxandi, meö yfir 550 stöövar í 137 þjóö- löndum. Hinir 10.000 starfsmenn okkar eru allir sér- fræöingar í hrööum og öruggum flutningi skjala og tollskyldra pakka, beint úr hendi sendanda á borö viötakanda hvar sem er í heiminum. WORLDW/DE COUR/ER DHL HRAÐFLUTMNGM HF Portafgreiðslu- menn Óskum eftir aö ráða tvo til þrjá portafgreiöslu- menn hjá fyrirtæki sem flytur inn byggingarvörur. Vinnan er ekki líkamlega erfiö, en áhersla er lögö á aö viðkomandi séu liprir og léttir í lund. Um nokkra yfirvinnu er aö ræöa, og viðkomandi þurfa aö geta unnið annan hvern laugardagsmorgun. Umsækjendur séu á aldrinum 40-50 ára. Góö aöstaða er fyrir starfsmenn. Lyftaramaður Leitaö er eftir manni meö lyftararéttindi hjá sama fyrirtæki. í þessu starfi er einnig um nokkra yfirvinnu aö ræöa og viökomandi þyrfti aö geta unniö annan hvern laugardagsmorgun. Umsækjendur séu ekki yngri en 20 ára. Nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavördustig la - 101 Reykjavik - Sími 621355 Hjúkrunar- fræðingar Hjúkrunarheimiliö Sólvangur i Hafnarfiröi óskar eftir aö ráöa hjúkrunarfræöinga til starfa nú þegar og ennfremur til sumar- afleysinga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í sima 50281. Forstjóri. Leikmyndateiknarar A málarasal Þjóöleikhússins er laust starf leikmyndateiknara. Nauösynlegt er aö umsækjendur hafi hald- góöa myndlistarmenntun og reynslu af leik- myndagerö. Ráöningarkjör eru samkvæmt samningum BSRB og fjármálaráöherra. Umsóknum, sem greini frá menntun og starfs- reynslu sé skilaö til Þjóðleikhússins fyrir 8. maí nk. Nánari upplýsingar veitir skipulagsstjóri Þjóö- leikhússins, Hverfisgötu 19 milli kl. 14 og 15 alla virka daga, simi 1-1240. Þjóðleikhússtjóri. Starfskraftur Starfskraftur óskast til almennra skrifstofu- og innheimtustarfa. Einhver bókhalds- og tölvuþekking æskileg. Þarf aö hafa bifreiö til umráöa. Tilboö sendist augl.deild Mbl. fyrir föstud. 19. apríl n.k. merkt: „T — 3563“. Yfirlæknir Staöa yfirlæknis viö lyflækningadeild Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. janúar 1986. Umsóknarfrestur er til 2. júní nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkra- hússins, Gunnari Sigurbjörnssyni, sem veitir nánari upplýsingar í síma 96-22100. Stjórn Fjóröungssjúkrahússins á Akureyri. Verksmiðjustörf Menn óskast til starfa viö framleiðslu í verksmiöju vorri. Hafiö samband viö Ragnar Jónsson verkstjóra. Upplýsingar ekki gefnar i síma. Harpa hf. Skúlagötu 42. Reykjavik. A Álafoss hf. Starfsmaöur óskast til aðstoöar viö saum og sníöagerð á sýnishornum úr ullarvoö. Viö- komandi þarf aö geta hafiö störf sem fyrst. Vinsamlegast hafiö samband viö okkur í síma 666300. Smiður Umsóknarfrestur um stööu smiös á trésmíöa- verkstæöi Þjóöleikhússins er framlengdur til 24. apríl. Starfiö felur í sér smíöi leikmynda og leikmuna svo og aöra trésmíöavinnu í Þjóöleikhúsinu, eftir því sem aöstæöur leyfa. lönaöarmenntun er áskilin. Ráöningarkjör eru samkv. samningum BSRB og fjármálaráöherra. Umsóknum, sem greini frá menntun og starfs- reynslu, sé skilaö til skipulagsstjóra Þjóöleik- hússins. Þjóöleikhússtjóri. Atvinna Óskum eftir aö ráöa smiöi eöa menn vana húsgagnasmíöi strax. Upplýsingar á staönum og í sima 52266. Tréborg. Kaplahrauni 11. Hafnarfirði. Hafnarfjörður Óskum aö ráöa vant starfsfólk til frystihúsavinnu. Unniö eftir bónuskerfi. Uppl. hjá verkstjóra á staönum og í síma 52727. Sjólastöðin hf„ Óseyrarbraut 5-7, Hafnarfiröi. Bifvélavirki _ Vantar bifvélavirkja eöa mann vanan bílaviö- gerðum á verkstæöi úti á landi. Góö vinnuaö- staöa. Upplýsingar i símum 96-71860 á daginn og 96-71327 eftir kl. 19.00. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráöa starfsmann til eftir- talins starfs. Starfskjör samkvæmt kjara- samningum. Rafmagnsverkfræðingur óskast til Raf- magnsveitu Reykjavíkur, til starfa viö áætl- anagerð fyrir raforkuvirki. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri Raf- magnsveitu Reykjavíkur í síma 686222. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö á sérstökum umsóknareyöublööum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 24. apríl 1985.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.