Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.04.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 43 Kristileg skólasamtök með mót í Vatnaskógi BorgarHrði, 10. raarz. UM 160 MANNS voru á móti Kristi- legra skólasamtaka í Vatnaskógi yfir bænadagana. Var yfirskrift mótsins „Jesú segir“. Voru þetta krakkar á aldrinum 13—20 ára, flest af Stór- Reykjavíkursvæðinu og um 50 frá Keflavík. Er markmiðið með móti af þessu tagi, að þátttakendur fræðist um grundvallaratriði kristinnar trúar og eigi samfélag um trúna. T.a.m. var á skírdagskvöld fræðsla um kristniboðið og endað með máltíð Drottins. Markmiðið með þessu móti, sagði Ólafur Sverrisson, formaður Kristilegra skólasamtaka, er, að krakkarnir finni hvað Kristur hafði að segja við þau, og hvað hann segði þeim um náungann og guð. M.a. þar sem svo margir væru saman komnir í Vatnaskógi þessa daga, þá væri mótið ein samfelld kennslustund í því að umgangast hvert annað. Kristileg skólasamtök eru með fundi á laugardagskvöldum á Amtmannsstíg 2b og sagði ólafur að þetta félag væri rekið af æsk- unni sjálfri, enda væri markmiðið innifalið í einkunnarorðum félags- ins: „Æskan fyrir Krist.“ Jafnframt eru félagsmenn með samfélagshópa í heimahúsum, þar sem þeir lesa í Biblíunni og upp- byggja hverjir aðra. Sams konar mót og þetta er haldið á haustin um það leyti sem vetrarstarfið er að hefjast. — pþ. Mikið var sungið á mótinu og tjáning í tónlistinni mikil. r — Flestir stjórnendur þurfa að hugsa fram í tímann og verða oft að taka ákvarðanir í samræmi við framtíðarþarfir. í þessu sambandi birtum við spurningar og svör stjórnanda nokkurs sem valdi Rjáfurkerfið frá Rönning fyrir lýsingu og raflagnir í sín húsakynni. „HVAÐA SÉRSTAKA KOSTI HEFUR RJÁFURKERFIÐ FRÁ RÖNNING?“ „í RJÁFURKERFINU frá Rönning má m.a. — auk lýsingar — staðsetja lagnir fyrir rafmagnsdreifingu, síma- og samskiptakerfi þar með talið tölvukerfi, loftræstingu og neyðarljós. Þaraðauki uppfyllir kerfið kröfur um hljóðdeyfingu. Síðast en ekki síst eru allar lagnir aðgengilegar og hægt er að breyta lýsingu og raflögn án nánast nokkurs tilkostnaðar." „Ef gengið er út frá framtíðarspám um skrifstofu framtíðarinnar og tölvuvæðingu — hvaða breytingar eru þá óhjákvæmilegar hjá fyrirtækjum sem þurfa að breyta og hafa ekki rjáfurkerfi í sínum húsakynnum:“ „Því er fljótsvarað — miklar og kostnaðarsamar breytingar á lýsingu og raflögn." Undir þessi orð taka þeir arkitektar og verktakar sem notað hafa RJÁFURKERFIÐ frá Rönning. _________________________________________ HU6SA stgómendur fram í tímann? Mörg stórfyrirtæki á meginlandi Evrópu og í Skandinavíu hafa valið RJÁFURKERFIÐ í sín húsakynni, má nefna Ericsson, Brussel, — Ikea verslanir í Svíþjóð, — Handelsbanken í Danmörku og Volvo í Gautaborg. Og af hverju hafa þessi fyrirtæki valið RJÁFURKERFIÐ. — Það svarar sér sjálft, ekki satt... RJÁFURKERFIÐ frá Rönning skiptist niður í tegundir, svokölluð opin og lokuð RJÁFUR- KERFI, vöruhúsa/RJÁFURKERFI — ganga/RJÁFURKERFI og einnig er sérsmíðað sam- kvæmt ósk arkitekts eða verktaka. „Módúl“ mál eru 1500 eða 1800 mm nema um sérsmíði sé að ræða._____________________________________________ ./////' RÖNNING »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.