Morgunblaðið - 16.04.1985, Side 51

Morgunblaðið - 16.04.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 51 þeir jafnan út 6 togara og þeir höfðu keypt svonefnda Svendborg- arstöð,' kennda við Sigfús Sveins- son, sem þekktastur er í sögunni sem mikill útgerðarmaður á Norð- firði. Fiskurinn af þessum 6 togur- um var verkaður á Svendborgar- stöðinni og þar voru stundum allt að 300 manns að vinnu. Það var mikið starf að vera framkvæmda- stjóri 6 togara og stórrar fiskverk- unarstöðvar og hafa ekki nema 2 menn á skrifstofu. íslendingar eru aldrei vel sáttir við rekstur útlendinga í landi sínu, jafnvel þótt þeir hafi mikinn hag af þeim rekstri, en Hellyersmenn voru samt vinsælir, þar til kastast tók í kekki með þeim og bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, en sú mis- klíð leiddi til þess að Hellyers- bræður hættu útgerð frá Hafnar- firði haustið 1929. Geir var vinsæll maður í starfi sínu fyrir Hellyersbræður og þessi ár voru góður kafli í ævi hans. Þegar Hellyersbræður hættu útgerð sinni í Hafnarfirði fór Geir sjálfur að kaupa fisk og verka og var stöð hans nefnd Zoega-stöðin en jafnframt annaðist hann eftir- lit með eignum Hellyers í Hafnar- firði, svo sem bryggju þeirra og var áfram þeirra umboðsmaður hérlendis, en Hellyersbræður ráku mikla togaraútgerð, áttu tugi tog- ara, sem veiddu flestir hér við land. Ásamt þessu starfi í Hafnar- firði varð Geir umboðsmaður vátryggingafélags togaraeigenda í Hull 1934. Á styrjaldarárunum sendu Bretar hingað til lands fisktöku- skip að taka hér fisk af bátum og það var Owen Hellyer, sem hóf þau fiskkaup og réð Geir til að vera sinn umboðsmann hér við þau kaup. Fyrstu skipin komu til fisktökunnar í byrjun árs 1941, en ári síðar hætti Owen Hellyer þess- um kaupum og afhenti þau brezka matvælaráðuneytinu og varð Geir áfram umboðsmaður Bretanna og framkvæmastjóri í þessum um- fangsmiklu fiskkaupum. Fisktöku- og flutningaskipin voru að jafnaði 16 og af ýmsum þjóðernum, ensk, frönsk, belgísk, hollenzk, norsk, dönsk og eitt sænskt, en Bretar höfðu náð til sín skipum margra þjóða, sem Þjóð- verjar höfðu lagt undir sig. Sum skipanna voru allt að 1200 tonn og kassar í notkun voru 120 þúsund og hver kassi tók 45—55 kg, en þeir voru, að ráði Geirs, af tveim- ur stærðum, svo hægt væri að stafla þeim saman og spara þann- ig geymslurými. Owen Hallyer hafði fengið því ráðið þegar hann afhenti mat- vælaráðuneytinu þessi fiskkaup, að þau annaðist hérlendis áfram á vegum ráðuneytisins einn fram- kvæmdastjóri í stað nefndar og lagði Owen Hellyer þetta til á þeim forsendum, að oft þyrfti að ráða snögglega og afgerandi fram úr málum, svo sem að færa skipin til milli hafna eftir veðuraðstæð- um eða róðrum og afla í verstöðv- unum hverju sinni. Þetta reyndist rétt hugsað hjá Owen Hellyer. Geir varð oft að taka skyndilega miklar ákvarðanir og þá oft mikl- ar fjárhæðir í húfi, svo sem þegar Geir sendi skipin út hálftóm ef honum leizt illa á tíðarfar og róðra. Geir hafði skrifstofu í Hafnar- húsinu og stjórnai þaðan fisktök- unni og hafði umboðsmenn á fjór- um höfnum, á ísafirði, Akranesi, í Keflavík og Hafnarfirði, þar sem skipin tóku fiskinn. Skifstofu- menn hafði Geir ekki nema tvo og voru þeir báðir Englendingar. Geir var framkvæmdastjóri brezka matmælaráuneytisins með prókúrumboð og er hann líklega eini Islendingurinn, sem hefur haft prókúruumboð fyrir brezkt ráðuneyti. Þetta starf Geirs var ekki að- eins annasamt, oft lagði hann nótt við dag í starfinu og reyndi það mjög á samningslipurð og þol- gæði, því á ýmsu gekk um sam- skipti fslenzku viðskiptanefn- darinnar við Breta og varð Geir stundum fyrir ómaklegri tor- tryggni af hálfu landa sinna. Geir var mikill ættjarðarvinur og vildi landi sínu og þjóð allt hið bezta og reyndi áreiðanlega jafnan að haga svo málumað þjóð hans skaðaðist ekki á viðskiptunum, ef það var í hans valdi. En Geir var ekki ein- ungis milli steins og sleggju í því er laut að samskiptum íslenzku viðskiptanefndarinnar við Breta, heldur fór ekki alltaf saman, það sem hann taldi bezt ráðið um ferð- ír fisktökuskipanna og hvernig brezka hermálaráðuneytið vildi að hagað væri siglingum, en það hafði skrifstofu þar sem nú er við- bygging Útvegsbankans. Geir féll þó yfirleitt vel við Bretana og ekki síður við Bandaríkjamennina eftir að þeir leystu hér Bretana af hólmi. Geir var í þessu umfangsmikla og vandasama starfi allt til striðsloka 1945, að fisktaka Bret- anna féll niður. Geir hafði, sem fyrr segir, feng- ið umboð fyrir vátryggingafélag togaraeigenda i Hull árið 1934 og 1946 fékk hann samskonar umboð fyrir togaraeigendur í Grimsby, Fleetwood og Aberdeen. Tilsjón með brezkum togurum hér við land og öll fyrirgreiðsla varð hans aðalstarf allt til 1975, að hann af- henti Geir syni sínum þessi um- boð. Þeir þurftu hér oft að leggja á land veika menn og skipshafnir þeirra þurftu margvíslega fyrir- greiðslu. Oft þurftu togararnir að leita viðgerðar og þá kom til kasta umboðsmanns tryggingafélag- anna að ákveða hvað gera skyldi og þá ekki síður ef brezkur togari strandaði og ákveða þurfti hvort reynt skyldi að bjarga skipinu eða ekki. Þá hefur verið rakinn í stórum dráttum starfsferill Geirs Geirs- sonar Zoéga og er sú frásögn helzti snöggsoðin, en það munu allir skilja að langur æviferill og viðburðaríkur verður ekki rakinn til neinnar hlítar í blaðagrein. Geir var minnugur maður og einstaklega skilgóður i frásögn, rakti atburði skílmerkilega í réttri röð og af nákvæmni og hann var hafsjór af skemmtilegum sögum úr æviferli sínum, því að honum var gefin mikil kímnigáfa. Það var skaði að ekki skyldi rituð ævisaga hans, einkum og sérílagi vegna þess, hve stór var þáttur hans í samskiptum okkar við Breta á styrjaldarárunum, sem færðu okkur mikinn gróða, en sitthvað er á huldu um þau viðskipti, svo sem jafnan vill verða á styrjaldartím- um, þegar margt verður að gerast með leynd. Árið 1928 kvæntist Geir eftirlif- andi konu sinni Halldóru ólafs- dóttur Ófeigssonar kaupmanns og útgerðarmanns í Keflavík. ólafur var af merkum sunnlenzkum ætt- um, afi hans var í föðurætti Ófeig- ur ríki í Fjalli Vigfússon en kona Ofeigs ríka var Ingunn Eiríksdótt- ir hreppstjóra og Dannebrogs- manns á Reykjum, en Guðrún móðir Ingunnar var Kolbeinsdótt- ir og er það Villingaholtsætt. Móðir ólafs ófeigssonar var Vilborg dóttir Eyjólfs hreppstjóra í Auðsholti en hann var sonur Guðmundar frá Brúsastöðum í Þingvallasveit og er það Brúsa- staðaætt. Kona ólafs ófeigssonar var Þórdís Einarsdóttir bónda á Kletti í Geiradal og Halldóru konu hans og voru þau ættuð af Ströndum og bjuggu góðu búi á Kletti. Börn þeirra ólafs og Þórdísar voru Ásgeir dýralæknir, Halldóra kona Geirs, Bragi héraðslæknir og Vilborg, og eru Bragi og Vilborg látin. Auk þess var ólafur ófeigsson skipstjóri uppalinn hjá þeim hjón- um. Þau hjón, Halldóra og Geir, fluttu úr Hafnarfirði 1946 á Öldu- götu 14 í Reykjvík, en það hús hafði Geir keypt 1941 en fékk ekki að flytjast í það fyrr en 1946 vegna laga sem giltu á stríðsárunum og hömluðu búferlaflutningum þessi ár. Halldóra og Geir eignuðust þrjú börn, tvo drengi og eina dótt- ur. Annar sonanna er Geir Zoega framkvæmdastjóri, kvæntur Sig- ríði Einarsdóttur, en hinn var ólafur, sem fórst í flugslysi við Osló 1963 og var hans kona Elísa- bet Magnúsdóttir. Dóttir þeirra hjóna, Helga, er gift Ingimar Sveinbjörnssyni flugstjóra. Ég hefði viljað kveðja þann mæta mann Geir G. Zoéga með fleiri orðum, rekja sögu hans ít- arlegar, því að mér var hlýtt til mannsins þótt stutt væru kynnin, en ég ætlaði honum að lifa lengur og segja mér margt þegar tíminn leyfði, en ég réð ekki hans skapa- dægri og nú er hann allur, þessi góði og gegni maður og sögufróði og við verðum að tala saman hinu- megin. Þeirri góðu konu, Halldóru Ólafsdóttur, votta ég af heilum hug samúð mína, svo og börnum Geirs heitins og öðrum nánum vandamönnum. _ Ásgeir Jakobsson Látinn er í Reykjavík Geir Zoéga forstjóri, 88 ára að aldri. Öldungur er hniginn til moldar, saddur lífdaga að lokinni eril- samri og gifturíkri ævi. Geir Zoéga stóð nær fortíðinni en flest- ir aðrir. Faðir hans og alnafni, hinn nafntogaði kaupmaður og út- gerðarmaður, er löngu orðinn fjarlæg sögupersóna, enda fæddur 1830. Einnig má telja nær fullvíst að Geir hafi verið síðasti íslend- ingurinn sem átti afa fæddan á 18. öld. Engu að síður var Geir alla tíð maður er horfði fram á veg. Jafn- vel á efri árum voru honum nýj- ungar í japanskri skipasmíði hug- leiknari en að rifja upp seglaskip- an þilskipa. Slík framsækni í orði sem æði var aðal þeirrar kynslóðar sem Geir tilheyrði, hinnar rómuðu aldamótakynslóðar. Aldamóta- fólkið upplifði og framkvæmdi þær miklu breytingar sem urðu á lifnaðarháttum og högum þjóðar- innar á fyrri helmingi þessarar aldar. Meðal þessara samtíðar- manna sinna naut Geir þó nokk- urrar sérstöðu. Flestir aldamóta- manna fengu að reyna hin miklu umskipti frá sauðfjárrækt til sjávarútvegs sem fylgdi myndun þéttbýlis við strendur landsins. ólíkt þeim var Geir Zoéga borinn og barnfæddur „í kvosinni", eins og faðir hans og afi: af ætt tómt- húsmanna fremur en bænda. Hann var að sönnu það, sem orðið er hvað sjaldséðast í hinni fjöl- mennu og víðfeðmu borg; gamall Reykvíkingur. Sökum þessa bakgrunns slapp Geir við að heyja sálarstríðið sem hvað mest þjakaði samtíðarmenn hans: það að gera upp á milli sauð- kindarinnar og þorsksins. f hans tilviki kom einungis sá guli til greina. Hér fylgdi Geir í fótspor föður síns, landnámsmanns Reykvíkinga, á útmið, sem fyrir hönd þeirra svaraði eggjan skálds- ins: „Hve skal lengi dorga, drengir dáðlaust upp við sand?“ Sökum aldursmunar leysti Geir þó ekki föður sinn af hólmi og atvik hög- uðu því þannig til að starfsvett- vangur hans við útgerð og fisk- vinnslu varð ekki heimabyggð hans heldur hinn forni kaupstaður Hafnarfjörður. í þessum fáu línum verður starfsferill Geirs Zoéga ekki rak- inn í smáatriðum. Einungis er hægt að drepa á helstu þætti. Geir hóf útgerð sína á erfiðum tímum, á samdráttarskeiði því er fylgdi í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Um- svif sín hóf hann þegar flestir voru að draga saman seglin og margir höfðu orðið undir í barátt- unni við gæftir og skuldir. Oft syrti í álinn en engu að síður tókst Geir að byggja upp stærstu fisk- verkunarstöð sem þá var til á landinu Á sama tíma var séð fram á skipaauðn í firðinum og til þess ráðs gripið að leyfa hinu mikla breska útgerðarfyrirtæki Hellyers Bros. að gera út togara frá Hafn- arfiröi. Gerðist Geir þá leigutaki þessara skipa og rak á árunum 1924—29 einhverja umfangsmestu útgerð sem starfrækt hefur verið hérlendis. í byrjun síðari heimsstyrjaldar flutti Geir starfsemi sína til Reykjavíkur. Þar stýrði hann á vegum bresku ríkisstjórnarinnar, á styrjaldarárunum, einhverjum umfangsmestu fiskflutningum sem gerðir hafa verið frá landinu. Leysti hann það mikla starf far- sællega af hendi og hlaut fyrir virðingarmerki og vegtyllur ytra. Loks hafði Geir í rúm 40 ár á hendi þann starfa er hann hin síð- ari ár er þekktastur fyrir, en það var umboðsmennska fyrir bresk útgerðarfélög. Það var ekki fyrr en á síðustu tveimur árum sem líkamlegt þrek Geirs tók að þverra, en andlegum skýrleika hélt hann fram til hinstu stundar. Minni hans um fyrri tíð var víðfeðmt, nákvæmt og óbrigðult, að undrum sætti. Frá- sögn hans var skýr og hnitmiðuð, laus við útúrdúra þá er oft spilla góðri sögu. Sögur kunni Geir margar og snjallar. Ekki lágu þær þó alltaf á lausu, því oft kaus Geir fremur að sitja með hugsunum sínum en að deila þeim með nærstöddum. Það var ekki hans siður að tala fyrir daufum eyrum, en áhugasömum tilheyrendum brynnti hann óspart úr sagna- brunni sínum. I frásögum Geirs lifðu þeir dag- ar er höfuðstaðurinn var sveita- þorp og Hafnarfjörður þyrping lágreistra húsa í hrauninu. Á þessum stöðum vann hann ævi- starf sitt og báðir voru honum kærir; ekki síst vegna nálægðar þeirra við sjóinn. Því hugur Geirs stóð, sem fyrr segir, ætíð til hafs- ins, allt frá því að hann var fjöru- lalli í Vesturbænum. Helst hefði hann kosið sjómannslíf, en sem einkasonur útgerðarmanns er þekkti bæði gjafmildi og fórnar- kröfu Ægis var hans hlutverk fremur að stýra flotum frá landi en standa sjálfur við stjórnvöl. Þó varð honum Alþingishátíðarárið að ósk sinni að standa í stafni er hann fór sem einn stjórnenda eins mesta úthafsveiðileiðangurs sem gerður hefur verið í Norðurhöfum. Fóru þá mikil bresk fiskverkun- arskip til doríuveiða undir Græn- landsströndum. Minningin um þessa leiðangra yljaði öðrum fremur Geir í ellinni. Það var vel við hæfi að Geir sækti brúði sína sunnan með sjó, þar sem menn hafa verið hvað öt- ulastir við að sækja miðin. Gekk Geir að eiga glæsilega kaup- mannsdóttur úr Keflavík, Hall- dóru Ólafsdóttur. Varð þeim þriggja barna auðið, lifa tvö þeirra föður sinn. Halldóra lifir mann sinn og vil ég votta Dódó innilega samúð mína. t dag verður útför Geirs Zoéga gerð frá Dómkirkjunni. Hin aldna kirkjubygging mun þá minna kirkjugesti, ekki á hátign sína sem þjóðkirkju, heldur á feril sinn sem sóknarkirkja í hjarta borgarinnar, hinnar gömlu Reykjavíkur, sem nú í annað sinn kveður sinn „gamla Geir“. Ásgeir Ásgeirsson Geir Zoéga, tengdafaðir minn, hefur kvatt okkur og lagt upp í sína hinztu ferð. Minningarnar hrannast upp. Liðin eru liðlega þrjátíu ár síðan hann opnaði sinn stóra faðm á móti . mér. Síðan bættust við barnabörn og fleiri tengdabörn og sama kærleika urðum við öll að- njótandi. Helzt vil ég minnast hans með okkur öll í kringum sig, segjandi sögur frá æsku sinni í Reykjavík eins og hún var um aldamótin, frá skútunum, bátunum, er hann lærði að synda og róa og hvernig hann bjargaði vini sínum frá drukknun. Hugurinn var alltaf bundinn sjónum og þvílíkur haf- sjór af fróðleik og þvílíkt minni allt til hinztu stundar. Ekki flíkaði hann því í hve mörg horn hann hafði að líta, en þeir voru ófáir sem til hans leituðu í gegnum árin og hann veitti aðstoð sína. Þannig var hann. Þannig vil ég minnast hans og vona að ég hafi lærdóma af. Sigríður Einarsdóttir Misritun MINNINGARGREIN um Ólaf Ólafsson frá Hvammstanga, sem birtist hér í blaðinu á laugardag- inn, var eftir Pil V. Danielsson, Hafnarfirði. Nafn hans undir greininni misritaðist. Er höf. beð- inn afsökunar á þessum mistök- um. VOPNIÐ GEGN ALKAU SKEMMDUM OG ÖÐRUM STEYPUMEINUM KISÍLL HF Lækjargötu 6b Reykjavík Sími 15960 mur-silan er Mono silan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.