Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 53

Morgunblaðið - 16.04.1985, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. APRÍL 1985 53 George Steiner Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson George Steiner: A Reader. Penguin Books 1984. George Steiner er meðal kunn- ustu tákn- og málvísindamanna og bækur hans fjalla að miklu leyti um mál og menningu, bókmenntir og heimspeki. Fyrsta bók hans var „Tolstoj and Dostojevski", kom út 1959. „The Death of Tragedy" frá 1961, vakti mikla athygli og var þýdd og notuð við kennslu í æðri skólum og háskólum. Höfundur- inn fjallar þar um hinar full- komnu tragedíur, þar sem maður- inn er ofurseldur öflum, sem eru honum ofviða, hversu hetjulega sem hann berst. Ödipus Tyrannus og Antigona, Phédre Racines og Wozzeck eftir Búchner falla að skilgreiningunni, „hin fullkomna tragedía" samkvæmt skilningi höfundar og hann telur þær fáar í heimsbókmenntunum. Steiner ræðir um það í formála þessarar bókar að skilgreining hans á harmleiknum sé full þröng í „The Death of Tragedy", að margra áliti. Afstaða Steiners er reist á grísku harmleikunum og frönskum harmleikum á 17. öld og hún tekur ekki til harmleika Shakespears, sem Steiner telur bera í sér vissa fjölhyggju. Steiner er „einn þeirra sem komust af“, hann er af gyðinga- ættum, menntaðist í Frakklandi, fæddur í París 1929 og alinn upp í andrúmslofti miðevrópskrar menningar, marxískur messían- ismi, freudismi, heimspeki Witt- gensteins, músik Mahlers og verk Kafkas mótuðu hann ásamt arf- leifð Ernst Blochs, Adornos, Walt- ers Benjamins og málrannsókna Roman Jakobson og kenninga Karls Kraus. Hann hrærðist í miðevrópskum menningarheimi og sá þennan sama heim hrynja niður í barbarí einmitt í föður- landi Goethes, Schillers og Kants. Þessvegna fjalla bækur hans „Language and Silence" 1979, „Bluebeards Castle" og „Extra- territorial" 1975 um samband og tengsl menningar og stjórnmála, húmanisma og mennsks lífs eða hversdagslífs. Hvaða gildi hefur það besta úr menningu fortíðar- innar, ef það markar ekki samfé- lög manna? Steiner talar um Lukács í þessu sambandi, hann kynntist honum og verkum hans um heimspeki og þó einkum bókmenntir, en hann Blómastofa Fridfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavfk. Sími 31099 Opið öli kvöid tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. t Q h w# var meðal kunnustu bókmennta- skýrenda. Steiner spyr hvernig hann hafi getað útlistað verk Goethes og Balzacs að morgni og stuðlað að stalínskum terrorisma eftir nón? Það er þessi tvískinn- ungur sem er stöðug kveikja Steiners til íhugana og spurninga. f þessari bók eru m.a. ritgerðir um Heidegger, sem Steiner telur næmasta og djúpvitrasta skýr- . anda skáldskapar á þessari öld og önnur um Anthony Blunt, sem er talinn meðal fremsti listfræðinga, en sá fyrri þagði (Heideggers Si- lence) þegar naistaterrorinn hófst i þýskum háskólum og sá síðari var sovéskur njósnari, eins og frægt er orðið. Ritgerðirnar um afstöðu þessara einstaklinga eru skýr dæmi um tvískinnunginn sem virtist og virðist vera ein- keÞni tuttugustu aldar um að- skilnað menningar og samfélags. Steiner kemur oft að grófustu sviðsetningu, menningar og mennsks djöfulskapar í morðbúð- um nasista, þegar fórnardýrunum var smalað í gasklefana og sónöt- ur Beethovens kaffærðu neyðaróp- in. Steiner talar um að húsin í Kraków og Prag standi en séu nú aðeins skel og tómið ríki. hann fjallar um þýskuna, sem hann óttaðist lengi vel að hefði saurgast svo af einni saman notkun morð- óðra brjálæðinga að hún ætti sér ekki viðreisnar von, hann segir f inngangi að þessu riti, að sá ótti hafi hjaðnað með málsnilld Gúnt- er Grass og Paul Celans, en hann telur þann siðarnefnda bera hæst í vestrænum skáldskap eftir Höld- erlin og Rilke. E.t.v. afsannar lyr- ik Celans staðhæfingu Adornos: „Engin lyrik eftir Auschwitz?" Kenningar hans um saurgun og niðurkoðnun þýskunnar, vöktu eðlilega andsvör eftir að greinin „the Hollow Miracle" birtist 1959. En þótt ýmsum svíði ásakanir og útlistanir höfundar, þá hlýtur andlegur sóðaskapur samfara drápsfýsn og hrárri og frumstæðri græðgi að saurga móðurmálið. Ef hugsanlegur er „algjör sorplýður“ þá hlýtur málfar þess fyrirbrigðis að tjá innri hrylling og viðbjóð. Lygar, fals, kvalalosti og morð myrða málið vegna þess að myrkaverk afmenna þann, sem þau fremur og allt tal hans verður holt og innantómt, dautt. Það eru til fleiri aðferðir til þess að myrða móðurmálið, óná- kvæmni, óskýrleiki, merkinga- brengl, orðfæð og algjör slit við mál-fortíð og menningararf bókmennta. Steiner talar um að svo geti farið að, málið og öll sú menning sem því er tengd í bók- menntum og heimspeki hverfi og í staðinn bjarmi yfir degi vélrænna tákna og hljóða, sem vottar nú þegar fyrir í dóp-, popp- og tölvu- heiminum. Þar með yrði menning orðsins, sem hófst suður við Miðjarðarhaf og ríkti sem vestræn menning fram á þessa öld, öll. Samfélögin voru aðhæfð þessari menningu og hver öld aðlagaði hana og endur- lífgaði, þar til útópían um „frelsi, jafnrétti og bræðralag" varð kveikja nýs massíanisma, sem magnaði upp ófreskjur djúpanna á 20. öld. Þegar svo er komið að „ís- lenska menningu er að finna I skemmtiþáttum sjónvarpsins ekki síður en sýningarsölum Listasafns ríkisins, á forsíðum síðdegisblað- anna ekki síður en gulialdarbók- menntunum, á sveitaböllum ekki síður en sinfóníutónleikum" (ólaf- ur Ragnar Grímsson — Þorbjörn Broddason) íslenska þjóðfélagið + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför JÓNÍNU SIGURLAUGAR PÁLMADÓTTUR, sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11-G, Landspitalanum. Stefán Óskarason, Pálmi Stefánsson, Dagbjört Jakobsdóttir, Pór Stefánsson, Arnar Stefánsson. ... Fyrri hluti. Félagsvísindadeild Háskóla íslands — Orn og Örlyg- ur 1982), þá hefur tekist að skapa þann bastarð sem' hæfir „massa- markaðinum, verk vestrænnar menningar verða útþynnt og kám- uð eða bjargað inn á söfn“. íslensk menning túlkuð á þenn- an hátt samsamast þeirri skoðun, að vel skrifaður texti eða vel flutt ræða sé jafngild því laklegra af því tagi, að gera mun á þessu er stéttlægt mat og er ekki gilt. Steiner talar oft um skýrleik- ann og lygina, merkingarlaust fjas, merkingarlaus orð og inni- haldslausar orðtuggur. Hann telur að þegar orð hafi ekki lengur ákveðna merkingu og þá sá sann- leikinn lygi og lygi sannleiki. Hann fjallar um þá arfleifð fortíð- ar, sem ráðandi stéttir Evrópu á 19. og framan af 20. öld aðlöguðu eigin samfélag og héldu í horfinu, þessi arfleifð var klassísk hefð í menntamálum sem varð stöðug uppspretta menningar og aukins húmanisma. Völdin voru í höndum einstaklinga, sem voru meira og minna mótaðir af þessari arfleifð beint og óbeint. Hið sólríka sumar 1914, varð síðasta sumar þessa menningarheims, heims orðsins, heims grískrar, rómverskrar, kristinnar menningar. Fyrri heimsstyrjöld, byltingar og valda- taka massa-mannsins varð upphaf varanlegs barbarisma og niður- koðnunar máls og menningar, út- þynningar og tilfinningalegs doða. Það er gripið til skammbyssunnar þegar menning er nefnd. Steiner segir í formála að tengslaleysi Englendinga við evr- ópska menningu samtímans hafi lengstum verið áberandi og af- staða ensks menningarheims ein- kennst mjög af raunhyggju og fylgifiskum hennar, einkum frá og með aldamótunum síðustu, en þá mátti segja að þýsk og frönsk heimspeki hafi verið afskrifuð með kenningum Russells og Moor- es. Kenningar Hegels voru sér- staklega illa séðar og ekki síður Heidegger. Steiner hefur leitast við að kynna þýsku heimspeki á Englandi og ásamt Isaiah Berlin og fleirum hefur afstaðan breyst fyrir þeirra tilverknað. Steiner lýkur innganginum að bók sinni með því að vitna í Witt- genstein og umsögn hans um Shakespeare á þá lund að „leikrit Shakespeares væru snilldarverk einhvers snjallasta „orða-smiðs“ heimsbókmenntanna, fremur en snilldarverk „Dichter”, skálds, innlásins skálds, sem skynjaði til- veru og tjáði hæstu sannindi". Wittgenstein áleit að hin æðsta list væri bundin siðrænum og há- spekilegum víddum. Steiner spyr: „I hverju er heimssýn Shakespear- es frábrugðin list- og heimssýn Æskýlosar, Sófóklesar, Dante eða Racine ... ? “ E.t.v. svarar Steiner þessu síðar. Þetta val Steiners úr eigin verk- um spannar flestöll þau svið sem hafa verið honum hugleikin, þó einkum tengsl máls og meðvitund- ar, máls og samfélags og þær víxl- verkanir sem orka á hvorttveggja. Steiner hefur leitast við að rjúfa það sem kalla mátti einangrun Englendinga frá miðevrópskum menningarheimi, sem hann hefur opnað eyjarskeggjum nýjar víddir með skrifum sínum og hann á ekki síður erindi til annarar eyþjóðar sem hafði síðast veruleg tengsl við evrópskan menningarheim á 17. öld og aftur á 19. öld. ex oiu ártftun STIGAGANGAR Við höfum teppi sem henta við allar aðstœður. Stigagangar eru þar engin undantekning. * er vörn gegn óhreinindum og auðveldar þrif. Teppið er sérhannað fyrir stigaganga. Teppið þolir vatn og hentar því vel þar sem hœtta er á bleytu. Teppið rafmagnast ekki. Teppið er ekki eldfimt. stærsta teppaverslun landsinsv ^tepÞabuðin SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 84850 «r jHttgtmfyhifetfe Góóan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.