Morgunblaðið - 16.04.1985, Page 57

Morgunblaðið - 16.04.1985, Page 57
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 16. APRÍL 1985 57 einum of mikiö að segja að Cass hafi ekki þolað frægð Johan, vel- gengnin virðist jafnframt hafa breytt henni til hins verra, að minnsta kosti hvað hjónabandið snerti. Linda Gray (Sue Ellen í Dallas) hafði verið gift í 22 ár og hjóna- band hennar og Ed Thrasher var talið í hópi gæfuríkustu og ham- ingjusömustu í allri Hollywood. Ónafngreindur einkavinur þeirra hjóna hefur orðið: „Gallinn var, að þegar Linda fór að gera það gott i Dallas, fékk hún meiri tekjur á mánuði en Ed fékk yfir árið. Þegar Linda fór í kynningarferðir var Ed skiiinn eftir heima með börnin, þegar þau fóru í veislur átti Linda athygli allra, en Ed komst ekki að. Þegar Linda fór að reyna að hjálpa til með því að útvega Ed eitt og annað að gera í tengslum við þættina fór endanlega að sjóða upp úr, hann þoldi þetta ekki og loks sprakk allt í loft upp. Goldie Hawn er tvígift og tví- skilin og í báðum tilvikum var það frægð og frami Goldie sem olli misklíðinni. „Eg óttaðist sýknt og heilagt að þéna meira en makinn, að vekja meiri athygli, óttaðist að verða enn frægari, því það gerðist. alltaf það sama, karlmenn telja að þeir eigi að vera fyrirvinnan og ef það snýst við, finnst þeim að þeir séu áhrifalausir og tilgangslausir. Þá verða þeir svívirðilegir og gera lítið úr því sem maður hefur áunn- ið, gera í því að brjóta mann niður. Ef til vill var ég svona óheppin, en þetta var mín reynsla," segir Goldie. Á þessum línum mætti eflaust endalaust halda áfram ... Rómaði greinarhöfundur ferðina til íslands og hældi hér flestum á hvert reipi. ÍSLAND „Hvílík ferð — hvílíkt leyfi — hvílík reynslau Hvílík ferð — hvílíkt leyfi — hvílík reynsla. Þannig upprópanir í góðri merkingu getur að finna í grein um dvöl á íslandi í tímaritinu „Dance News“ fyrir skömmu. Höfundur greinarinnar, Freddie Bouldwood, kom hingað í tilefni af alþjóðadanskeppninni í samkvæmisdönsum, er haldin var hér á landi fyrr á þessu ári. Hann fer fögrum orðum um land og þjóð og þjónustu alla og viðurgjörning. Sitthvað hefur verið ferðast, svo sem farið „hring- inn“ og til Gullfoss, Geysis og Þingvalla og er rómuð fegurð á „Thingvelli og Oxar Falls“!! Greinin er annars öll af hlýleika skrifuð og með þakklæti fyrir að hafa fengið að dvelja hér á gamla Fróni um stund. King sýnir á sér fleiri hliðar en eina Nýr poppari hefur ruðst fram á sjónarsviðið með hamagangi og látum, Paul King heitir hann og er forsprakki hljómsveitarinnar King sem hef- ur náð miklum vinsældum bæði I Bretlandi, á íslandi og víðar með laginu „Love and Pride“. Nýlega var viðtal við King í bresku viku- riti og þar kom á daginn, að per- sónan Paul King er vart fullmót- uð sem skemmtikraftur, King fór öfganna á milli í tilsvörum, var allt frá því að vera hrokafullur og sjálfumglaður til þess að vera hlédrægur og óöruggur, allt eftir því um hvað var rætt hverju sinni. Við skulum drepa ofan í viðtalið hér og þar: King segir: „Eg veit ég get vaxið sem söngvari og skemmti- kraftur. Ég stefni að því að skrifa betri texta, semja betri lög, gefa út sterkari hljómplötur og vera æsilegri á sviði. „Love and pride“ er aðeins fyrsti kapí- tulinn í bók sem verður æði löng og spennandi." Um einkalíf sitt segir kappinn: „Ég er löngu hættur að hægsa um að binda mig niður, eignast börn og buru. Eflaust kemur að því, en það er langt í það. Ástæð- an er sú að ég hef einfaldlega ekki tíma til að gefa mig í slíkt, nú hugsa ég aðeins um frama. Ég dýrka kvenfólk og vil ekki láta mér nægja eina konu, það eldist kannski af mér, ég veit ekki hvort ég vil það, mér þykir svo gaman að daðra við fallegar stúlkur. Á hinn bóginn á ég ekki marga vini og ég stofna ekki skjótt til vináttu, því miður, ég hef lært það af reynslunni að treysta sem fæstum.“ En svo lumar hann á öryggis- leysinu: „Ég hef aldrei verið fyrir að sitja á knæpum með „strákun- um“, súpandi bjór og ræðandi málin, ég er fremur á heimavelli með vel völdum vini, helst kven- kyns, út af fyrir mig. Þá á ég ekki við úti að borða tvö ein, eða í samræðum úti á götu, ég kýs heldur þægilegan sófa heima hjá mér, fyrir framan myndsegul- band með bjórkassa við aðra höndina og nokkra skrúfupoka við hina. Eg fer sjaldan út að skemmta mér, ég hata diskótek og næturklúbba vegna þess að þar er ekkert að finna nema klík- ur sem telja sig eiga heiminn, ég hata klíkur, kýs heldur að vera einfari og eiga fáa og þeim mun tryggari vini.“ Þýzk borö fyrir: ★ Tölvuskjáog lyklaborö. ★ Tölvuprentara Vönduð Ódýr E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐl — SINII 51888 LÆST DRIF f LADA Eigum fyrirliggjandi læst mismuna- drif í allar tegundir LADA bifreiöa. 40% og 75% læsing. Hagstætt verö. Skiftiborð Verslun Verkstæði Soludeild 38600 39230 39760 31236 Bif reiöar & Landbúnaöarvélar hf Suðurlandsbraut 14 Sálfræðistöðin Námskeið BÖRN OG SJÁLFSTRAUST Lærðu að þekkja persónuleg viðbrögð þín og kynntu þér árangursríkar aðferðir sem auka sjálfsöryggi þarna. --------- Efni námskeiös: ------- • Samskipti fullorðinna — áhrif á þörn • Hver eru æskileg/óæskileg viðbrögð fullorðinna • Staða barns í fjölskyldu — samband systkina • Nýjar leiðir: — að minnka árekstra — að auka samvinnu — að styrkja sjálfstraust Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í síma Sálfræðistöðvarinnar: _________687075 milli kl. 10 og 12 fh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.