Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUPAOUR18. APRIL 198&V 7* Laxeldisstöðin í Kollafirði: „Óþarfi að slátra seiðunum strax“ — segir Richard Severson „Það er óþarfi að slátra laxaseiðunum strax. íslendingar verða að læra af þeim mistökum, sem gerð voru í Bandaríkjunum þegar nýrnaveiki herjaði á hafbeitastöðvar þar,“ sagði Richard Sever- son, stöðvarstjóri við hafbeitarstöð í Springfield, Oregon. Mbl. bað um álit hans á því hvernig ætti að bregðast við nýrnaveikinni, sem er komin upp í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði. Severson hefur á undanförnum árum kynnt sér sérstaklega hafbeit á N-Atlantshafsstofninum og er fyrirtæki hans einn eigenda haf- beitarstöðvarinnar í Vogum. „í bandariskum hafbeitar- stöðvum er vitað af sjúkdómin- um, en við höfum lært að halda honum niðri. Við lítum svo á að sjúkdómurinn sé lítið vandamál sem auðvelt er að ráða við. Ástand laxaseiðanna í Kolla- firði hefur ekki verið rannsakað nægilega vel að mínu mati. Sýn- in sem tekin voru eru ekki nægilega mörg og sá möguleiki er fyrir hendi að sjúkdómurinn hafi komið fá einum fiski. Einn- ig er rétt að benda á að þetta er í fyrsta skipti, sem sýni er tekið til rannsóknar á nýrnasjúkdómi Richard Severson í laxi hér á landi en fyrir fimm árum var svona rannsókn ekki framkvæmanleg. í febrúar tók ég með mér sýni úr stöðinni til Bandaríkjanna og þau hafa verið rannsökuð í háskóla þar. Sú rannsókn hefur ekki leitt í ljós nýrnaveiki né hafa fundist merki um aðra sjúkdóma sem herjað geta á lax. Það er því augljóst að rannsaka þarf ástand laxaseiðanna í Kollafirði betur. Stjómvöld verða að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að settar verði skýrar og augljósar reglur um hvernig eigi að bregðast við komi sama vanda- mál eða önnur ámóta upp í framtíðinni. Að öðrum kosti fást engir, hvorki fyrirtæki né einstaklingar, til að hætta fé í fiskeldi og mun það seinka þróun þessarar atvinnugreinar á fslandi. Stöðin i Kollafirði hefur starfað frá 1963 og aflað ómetanlegra upplýsinga og þár hefur þróast sérstakur laxa- stofn sem vert er að halda í. Það er vel skiljanlegt að mönnum sé umhugað um að halda stofninum hreinum, en ekki má gleyma þvi að veikur lax á ekki mikla lifsvon þegar hann er kominn í sjó. Hann skilar sér sjaldnast til baka. Því má líta svo á að náttúran sjálf sjái að nokkru leyti um að stofninn sé hreinn," sagði R. Severson. Fréttatilkynning frá rík- isstarfsmönnum í BHM: Launaskrið hjá skrif- stofufólki í ASÍ umfram taxtahækk- anir BHMR í FRÉTT frá ríkisstarfsmönnum í Bandalagi háskólamanna segir að í nýju fréttabréfi Kjararannsókn- arnefndar séu upplýsingar, sem hafi mjög mikla þýðingu fyrir kröfugerð og málflutning BHMR í yfirstandandi kjaradeilu. Er bent á að verulegt launaskrið hafi orðið hjá skrifstofufólki í ASÍ á árinu 1984. Hækkun dagvinnulauna skrifstofumanna umfram taxta hafi orðið 25,2% og skrifstofu- kvenna 14,6%. Þetta sé umfram þær taxtahækkanir sem BHMR fékk á síðasta ári, og bætist því við þann mikla mun sem fyrir hafi verið. Þá segir og að dagvinnulaun skrifstofufólks í ASÍ sé í mörg- um tilvikum orðið miklu hærri en dagvinnulaun háskólamennt- aðra ríkisstarfsmanna í BHMR. Með fréttatilkynningunni fylgir m.a. tafla, sem birt er hér að neðan. í töflunni er sýndur samanburður á dagvinnulaun- um skrifstofufólks í ASÍ og nokkurra BHMR-hópa, þ.á m. tekjuhæstu hópanna innan BHMR. Dagvinnulaun á höfuð- borgarsvæðinu Mánaðarlaun fyrir dagvinnu Skr. Kjararannsóknarnefnd, 4 írs- fjórðungur 1984, meðalt ASÍ Alm.skrifst.menn 25.650 Bókarar og gjaldk. 30.022 Skýrsluvélamenn 34.998 Fulltrúar 37.366 Deildar- og skrif- stofustjórar 43.733 Skv. launagreiningu fjármáiariðun. desemberiaun 1984. BHMR Hjúkrunarfræðingar 21.974 Framhaldsskólakenn. 25.101 Tæknifræðingar 28.946 Lögfræðingar 30.459 Verkfræðingar 32.840 Mandsmeistammótíð í vaxtarrækt FER FRAM 28. APRÍL NK. Í BECADWAy FORKEPPNI HEFST KL. 14.00 OG UM KVÖLDIÐ FARA FRAM ÚRSLIT. Borðhald hefst kl. 19.00. Komiö og sjáiö þessa mjög svo spennandi keppni sem ávallt hefur vakiö þjóöarathygli. Nú kemur fram fjöldi nýrra keppenda. Miðasala og borðapantanir í Broadway daglega, sími 77500. G««tfr mótbin* verða CornoUgs Cart- er, Jón Péll og Hrafnhildur Valbjðma. Corneliua Cartar er bandarískur dana- ari aam hefur dvalió hórlendia við danakennslu siðan um áramót hjá Dansatúdiói Sóleyjar. Hann atundar einnig líkamarœkt aem er hans helata áhugamál fyrir utan dana og var hann fenginn til að temja dana tyrir is- landsmótið aem er sambland af ataU- ingum og jazzballett. Hrafnhildur Valbjörn* íalandsmeistari kvenna i vaxtarrsekt keppir ekki nú, en hún verður gestur mðtsins þ.e.a.s. (guest poser). Hrafnhildur hefur aaft vel að undanfömu og hofur Cornelius Carter aðstoðað hana við æfingar og verður sýning Hrafnhildar glassilag að vanda. Jón Páll Sigmarsson fslandsmaistari karla í vaxtarrækt sá aár akki fmrt að taka þátt i mðtinu að þessu sinni vagna anna arlendis, sn mun koma fram sem geatur. Jðn PáU kemur örugglega á óvart eins og venjulega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.