Morgunblaðið - 18.04.1985, Síða 14
n■; iMegtGUMBLAÐiÐ, BlMMTWDAQUR'IftAPRÍL 1985
Ö
14
„Koma þarf hreyfingu á
skipulagsmál Þingvalla“
— segir arkitekt sem hlaut fyrstu
verölaun í hugmyndasamkeppni
um Þingvelli fyrir 13 árum
Hvað verður um Þingvelli, einn helgasta stað íslendinga, í
framtíðinni? Það er meðal málefna sem Bjarka Zophoníassyni,
arkitekt og skipulagsfræðingi, er annt um. Hann hefur verið við
nám og störf erlendis í sautján ár en hlaut fyrstu verðlaun,
300.000 kr., í hugmyndasamkeppni um skipulag Þingvallasvæðis-
ins árið 1972 ásamt Ásmundi Jakobssyni, eðlisfræðingi, og Vikari
Péturssyni, rafmagnsverkfræðingi. Hann hefur fylgst með fram-
vindu mála úr fjarlægð og á gott gagnasafn um Þingvelli á
heimili sínu í Basel í Sviss.
Nokkur hreyfing kann nú að
vera að komast á skipulagsmál
á Þingvöllum. Þingvallanefnd
hefur yfirumsjón með öllum
framkvæmdum á staðnum og
skipulag svæðisins hefur verið
mjög á dagskrá hennar undan-
farin þrjú ár. í fjárlögum í ár
er um hálfri milljón króna út-
hlutað til að hefja störf við að-
alskipulag þjóögarðsins og um-
hverfis hans.
„Það er mjög mikilvægt að
það verði vel staðið að öllu
framtíðarskipulagsstarfi á
Þingvöllum," sagði Bjarki. „Það
er uppland og eina stóra úti-
vistarsvæðið í nágrenni
Reykjavíkur sem nær til heiða
og jökla. Svæðið er mjög mikil-
vægt sem slíkt en einnig sem
friðaður og helgur staður.
Langflestir ferðamenn fara til
Þingvalla til að njóta útivistar
en ekki fyrst og fremst til að
heimsækja gamla sögustaðinn.
Það þarf því að ákveða hvernig
hægt er að nýta sem best allt
svæðið í kringum vatnið og
flytja þjónustu við ferðamenn
frá Valhöll til að minnka
óþarfa umferð um hinn helga
stað.“
Þremenningarnir lögðu til í
hugmyndasamkeppninni að
þjóðgarðurinn yrði stækkaður
verulega og næði allt í kringum
vatnið. Nýr vegur yrði lagður
frá Suðurlandsvegi niður að
Nesjavöllum við Þingvallavatn
meðfram vesturhlíðum Heng-
ils. Þar yrðu krossgötur og
hægt að halda áfram að Sogi og
þá leið að Laugarvatni, Gull-
fossi og Geysi eða fara vestan
megin við vatnið eftir nýjum
vegi með útsýni yfir vatnið til
Þingvalla. „Maður sér vatnið
nú sárasjaldan á leiðinni til
Þingvalla," sagði Bjarki. „Ot-
sýni yrði hins vegar mjög fal-
legt frá veginum meðfram
Hengli og umferð yrði létt af
Mosfellssveitinni. Hver vildi
búa þar sem hús Halldórs
Laxness stendur við Gljúfra-
stein á sumardegi þegar Þing-
vallaumferðin er sem mest?"
Gamla veginn mætti nota á há-
tíðisdögum þegar umferð er
mikil til að mynda einstefnu-
hringveg með nýja veginum.
Heitt vatn er í jörðu við
Nesjavelli og þremenningarnir
lögðu til að þar yrði reist þjón-
ustumiðstöð fyrir allt Þing-
vallasvæðið. Hitaveita Reykja-
víkur hefur þegar áform um að
nýta vatnsorkuna og byggja
mannvirki á staðnum, en
Nesjavellir eru í eign Reykja-
víkurborgar. „Fyrirhugaðar
framkvæmdir sýna hversu mik-
ilvægt það er að ákveða heild-
MorgunblaÖiö/AB
Bjarki Zophoníasson í Ba.seI.
arskipulag fyrir svæðið sem
fyrst,“ sagði Bjarki. „Jónas frá
Hriflu kom því til leiðar að
staðir með jarðhita, eins og
Laugarvatn og Reykholt, voru
valdir undir skólastofnanir úti
á landi í gamla daga. Það
reyndist mjög vel. Ég tel að
Nesjavellir væru mjög vel til
þess fallnir að taka mesta
þjónustu-átroðninginn af Þing-
völlum. Þar væri hægt að koma
upp góðri bátahöfn, byggja
sundlaug, hefja ylrækt og
skammt væri í góð skíðasvæði í
Henglinum sem hægt væri að
nýta. Lítið þéttbýli myndi
myndast með gistiaðstöðu af
ýmsu tagi, verslunum, verk-
stæðum o.s.frv. Þarna gæti orð-
ið útivistaraðstaða fyrir íbúa
höfuðborgarsvæðisins allan
ársins hring."
Þeir lögðu til að bílaumferð
um Þingvallasvæðið sjálft yrði
takmörkuð og stungu upp á að
reglulegar ferðir yrðu frá
Nesjavöllum til Þingvalla með
rútu og jafnvel bát þegar næg
eftirspurn væri. Bílastæði og
frekari ferðamannaþjónusta
yrðu við Kárastaðanes í líkri
mynd og Valhöll nú og þaðan
góðir og fallegir göngustígar
inn á vellina. Bílastæði yrðu
einnig við Almannagjá fyrir
ofan fossinn, þaðan er skömm
leið niður að Lögbergi og ánni.
Vegurinn um Þingvelli lægi í
stórri skeifu fram hjá gjánum
og til Gjábakka. Tjaldstæði
yrðu leyfð á svæðum við þenn-
an veg í hrauninu, verslunarbíll
frá Nesjavöllum kæmi með
nauðsynjavörur á ákveðnum
tímum og allt sorp yrði flutt
þangað og unnið úr því þar, t.d.
áburður. Gönguslóðir um Þing-
velli yrðu vel merktar og gömlu
vegirnir notaðir undir nauð-
synjaumferð og í sambandi við
stórhátíðir.
Landi undir sumarhús yrði
aðeins úthlutað til félagasam-
taka en ekki einstaklinga.
„Það sem þegar hefur verið
reist á Þingvallasvæðinu má að
mestu standa áfram,“ sagði
Bjarki. „En mér finnst mikil-
vægt að takmarka mjög allar
byggingar við norðurhluta
vatnsins. Það var aldrei nein
byggð á Þingvöllum til forna,
ekkert alþingishús reist, það
hefði tilheyrt Sunnlendinga-
fjórðungi og brotið í bága við
anda þingsins. Aðalatriðið er
að halda þingstaðnum sem
mest eins og hann var.“
Fjórtán tillögur bárust í
hugmyndasamkeppnina fyrir
13 árum. Þrjár fengu verðlaun
og tvær viðurkenningu. Þess
má geta til gamans að Hjörleif-
ur Guttormsson, sem nú situr í
Þingvallanefnd, var meðal höf-
unda annarrar tillögunnar sem
hlaut viðurkenningu. „Það er
aldrei minnst á þessar tillögur
lengur og einna líkast því að
þær séu ekki til,“ sagði Bjarki.
„Það skiptir í rauninni litlu
máli. Mikilvægast er að fram-
tíðarskipulag sem tekur tillit
til allra staðhátta og framtíð-
arþarfa þéttbýlisins í Reykja-
vík verði unnið og framkvæmt.
Garðar Halldórsson, húsa-
meistari ríkisins, hefur þegar
bent á að nú eru aðeins 15 ár til
1000 ára afmælis kristnitöku á
íslandi og þá er gert ráð fyrir
hátíðahöldum á Þingvöllum.
Það má ekki kasta til höndun-
um við svona skipulag og allir
viðkomandi aðilar verða að
vinna saman að því.“
Bjarki útskrifaðist úr
Menntaskólanum í Reykjavík
1966. Hann fór fyrst til Banda-
ríkjanna og hóf nám í arkitekt-
úr við Georgia Tech. í Atlanta
en flutti sig þaðan til Evrópu,
m.a. vegna ástandsins sem
Víetnamstríðið olli í bandarísk-
um háskólum. Hann kaus
ETH-háskólann í Zurich af því
að hann hafði orð á sér fyrir
gott grunnnám og alþjóðlegt
andrúmsloft. „Og af því að Is-
lendingar fóru yfirleitt eitt-
hvað annað," sagði Bjarki.
Hann stundaði þverfaglegt
nám í aðstoð við þróunarlöndin
í eitt ár eftir að hann lauk prófi
í arkitektúr og skipulagsfræði.
Eftir hálfs árs dvöl á Indlandi,
„sem arkitekt gat ég ekkert
kennt heimamönnum þar“,
sneri Bjarki aftur til Ziirich og
kenndi í þrjú ár við háskólann.
Árið 1978 réðst hann til
BUrckhardt Partner-arkitekta-
fyrirtækisins í Basel sem er
næststærsta fyrirtæki sinnar
tegundar í Sviss. Hann var þar
í sjö ár og var orðinn háttsettur
og meðal hinna reyndustu hjá
fyrirtækinu þegar hann hætti
nú um áramótin. „Fyrirtækið
var orðið alltof stórt með lið-
lega 130 manns í vinnu og eig-
inlega orðið að „business-fyr-
irtæki" frekar en arkitektafyr-
irtæki. Alltof mikið af verkefn-
unum fólst í að láta rífa niður
gömul hús til að geta byggt
önnur stærri, aðallega fyrir
banka og tryggingafélög."
Bjarki hefur tekið þátt í sam-
keppnum fyrir hönd fyrirtækis-
ins og hlotið verðlaun og viður-
kenningar fyrir. Nú starfar
hann sjálfstætt og vinnur með-
al annars við stórt skipulags-
verkefni í Basel auk þess sem
hann hefur áhuga á að fara aft-
ur út í kennslu. „Landrými er
mjög takmarkað í Basel, sem er
borgarkantóna og á ekkert um-
land,“ sagði Bjarki. „Næstum
einu stækkunarmöguleikar
borgarinnar eru upp á við. Nú
er unnið að mjög mikilvægu
verkefni við lestarstöð borgar-
innar en ætlunin er að byggja
yfir lestarteinana og reisa
byggingar fyrir verslanir og
skrifstofur fyrir ofan þá. Þessu
verki fylgja einnig betri lausnir
á almenningssamgöngukerfi
borgarinnar til að draga úr
bílaumferð.
Það er góð reynsla að vinna
að þessu verkefni. Það skiptir
borgarbúa miklu máli og vel
hefur verið að því staðið. Sam-
starf aðila hefur verið gott.
Starfinu var skipt milli þriggja
hópa, einn sér um stjórnmála-
lega hlið verkefnisins, sam-
skipti við yfirvöld, annar sinnir
sérfræðistörfum og í hinum
þriðja eru aðilar sem vilja fjár-
festa á þessu svæði. Þessi atriði
þurfa öll að vera vel unnin og í
samræmi hvert við annað.
Ég tel það mjög mikilvægt að
Þingvallanefnd fylgist stöðugt
með framkvæmdum á framtíð-
arskipulagi Þingvalla, hvert
sem heildarskipulagið verður,"
sagði Bjarki. Áð lokum, „íbú-
arnir á svæðinu ættu að vera
hafðir með í ráðum auk þing-
manna, embættismanna og sér-
fræðinga að ógleymdri Reykja-
víkurborg sem eiganda Nesja-
valla. Þannig ætti að vera hægt
að framkvæma það á Þingvöll-
um sem kemur fjöldanum best í
framtíðinni."
ab