Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 18

Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 18
18 . MORGUNBijAPID/FUftmJPAGUft 18. APRtL 1»85 Ný þjónusta sem tryggir skjótan flutningá mikilvægum póstsendingum milli landa. Með forgangspósti og síma sendir þú skjöl, varahluti, lyf, mikilvæg gögn og vaming á stysta mögulega tíma mil! landa. Við tökum við forgangspósti í póstmiðstöðinni í Múlastöð við Suðurlandsbraut. Þar er hann sérstaklega merktur og aðgreindur frá öðrum pósti, sendingin er skráð og kvittað fyrir móttöku. Því næst er forgangspóstínum komið beint á næsta flug til viðkomandi áfangastaðar. Erlendis taka sérstakir sendimenn póstþjónustunnar við ogflytja forgangspóstinn rakleiðis stystu leið til viðtakanda. Fyrst um sinn getur þú sent forgangspóst til Stóra-Bretlands, Frakklands, Hollands, Luxemborgar, Svíþjóðarog Finnlands en fljótlega bætast fleiri lönd í hópinn. Til þess að þessi nýja þjónusta nýtist sem best tökum við á móti forgangspósti alla daga vikunnar: Mánud. - föstud. 07:30-20:00 Laugard. 07:30-13:00 Sunnud. 13:30-17:00 FORGflNBS - PuSTUR TIL ÚTLANDA POST-OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN „Mitt höfuðvið- fangsefni er maður- inn, andlitin sem eru næst mér/4 — Rætt við Pál á Húsafelli HANN er tuttugu og fimm ára gamall listamaður, náttúrubarn, sem fsst jöfnum höndum við mál- verkið, teikningu og höggmynda- gerð og fyrir skömmu sýndi hann á Kjarvalsstöðum 24 höggmyndir úr íslensku grjóti, nánar tiltekið úr Bæjargilinu heima hjá honum I Húsafelli. Páll Guðmundsson heit- ir listamaðurinn, sækir myndefnið í kjölfar stemmningarinnar og læt- ur sig ekkert muna um að sofa úti á heiðum eða mála í 15 stiga gaddi, allt fyrir stemmninguna og leitina eftir aðalatriðum sviðsins. — Ýmsir kunnir málarar sóttu efnivið í myndir sínar í Húsafell og ég varð spenntur fyrir þessu strax sem strákur. Umhverfið í kring um mig var svo fallegt og það hefur hjálpað til að ég leitaði inn á listabraut- ina. Ég ætti þó miklu fremur að kalla hana holt og hæðir, þvi það er landið og fólkið sem hefur orðið mér að yrkisefni, kynni mín af persónuríku fólki og lit- ríku óspilltu landi. Ég byrjaði að ráði að mála þegar ég var 12 eða 13 ára, en að loknum grunnskóla fór ég í Myndlista- og handíða- skólann. Ég gerði að vísu elstu höggmyndina á sýningunni áður en ég fór í skólann, hrútinn, en sl. tvö ár hef ég aðallega fengist við grjótið úr Bæjargilinu heima. Það hefur lítið verið not- að í höggmyndagerð, líklega að- eins einu sinni í mynd eftir Magnús Á. Árnason. Jú, ég er alinn upp við þetta grjót og svo er maður allt í einu farinn að smíða úr því. Það er ágætt, maður heldur sér í þjálf- un, þetta eru góðar þrekæfingar. Mesta vinnan er að ná grjótinu, því það er svo innarlega í gilinu og það er erfitt að komast að því, ekki hægt að koma neinum tækj- um við og bestu steinarnir eru mjög innarlega í þessu um það bil kílómetra langa gili. Ég var til dæmis heilan dag að velta Freymóði út gilið og var þá allur orðinn blóðugur eftir glímuna við grjótið. Ég mála, teikna og móta jöfn- um höndum. Mitt höfuðviðfangs- efni er maðurinn, andlit, það sem er næst mér, allt í kringum mig, fólk, landslag, veðurfarið, stemmningarnar. Þetta eru allt hlutir sem hrífa mig, ég er mikið innstilltur á stemmninguna og geng ekki til verks eins og í tímavinnu. Ég er að fást við stemmninguna og ríma við hana og stemmningin er tímalaus. Steinarnir, til dæmis, þeir móta oftast hugmyndina á móti mér, þetta náttúrulega sem er í stein- inum. Ég geng alltaf með skissu- bók á mér og teikna menn, landslag, dýr, svona það sem maður grípur á röltinu. Tónleikar skólaæskunn- ar í Kópavogi SKÓLANEFND Kópavogs mun standa fyrir tónleikum í samvinnu við Tónlistarskóla Kópavogs, Skóla- hljómsveit Kópavogs og fleiri aðila dagna 18., 21. og 23. aprfl. Nokkrir ncmendur skólanna í Kópavogi munu koma fram, syngja og leika á hljóðfæri. Tónleikarnir verða sem hér segir: Fimmtudagur 18. apríl. Kvöldtón- leikar í Kópavogskirkju kl. 20.30: 1. Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs 2. Kór Kársnes- og Þinghólsskóla 3. Kór Menntaskólans í Kópavogi Sunnudagur 21. aprfl. íþróttahús- ið Digranes kl. 15.00: 1. Hljómsveit Tónlistarskólans i Kópavogi 2. Kór Kársnes- og Þinghólsskóla 3. MK-kvartett 4. Skólahljómsveit Kópavogs Þriðjudagur 23. aprfl. Popptónleikar í íþróttahúsi Kársnesskóla kl. 20.00: 1. Jassband Hornaflokks Kópa- vogs 2. Band Nútímans 3. Voice V^terkurog hagkvæmur auglýsingamióill! JHsrjyimHafoift

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.