Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 21

Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 21 Steindur gluggi í Hveragerðiskirkju HvwiivorAi 7 vnríl HTeragerði 7. aprfl. FÁNAR blöktu vió hún í Hverageröi sunnudaginn 24. mars sl. í því tilefni að vígóur var steindur gluggi í Hveragerðiskirkju. Glugginn, sem er hið fegursta listaverk, er 1,6 m á breidd og 13 metrar á hæð, var unninn í Þýskalandi, úr orgenal antik opak gleri. Gerður eftir teikningum frú Höllu Haraldsdóttur myndlistarmanns. Athöfnin í kirkjunni var mjög hátíðleg og hvert sæti setið. Guðs- þjónustuna annaðist sóknarprest- urinn, séra Tómas Guðmundsson, kirkjukór Hveragerðis og Kot- strandarsókna söng og organleik- ari var Róbert Darling. Böm lásu ritningargreinar með mikilli prýði. Að lokinni messugjörð tók for- maður sóknarnefndar, Guðmund- ur Ingvarsson, til máls og fer ræða hans hér á eftir: Um áramótin 1983—1984 var samþykkt — í sóknarnefnd Hvera- gerðiskirkju að stofna gluggasjóð, þ.e. sjóð sem kostaði gerð steindra glugga í kór kirkjunnar. Jafnframt var ákveðið að fjár- mögnun glugganna yrði með gjöf- um, áheitum og fjáröflun, en sókn- argjöld rynnu ekki í sjóðinn. Sem vísir að stofni gluggasjóðs var gjöf sem Heilsuhæli NLFI gaf um það leyti sem kirkjan var vígð, árið 1972, að upphæð kr. 500.000,00 gamlar krónur, er þetta fé var ávaxtað í rikisskuldabréfum. Á miðjum vetri 1984 lágu fyrir fjórar tillögur að gerð glugga, að undangenginni skoðanakönnun innan safnaðararins var mynd sú sem hér blasir við valin. Tillöguna átti listakonan Halla Haraldsdóttir, en hún hafði um nokkurt skeið starfað á hinu þekkta glergerðarverkstæði Oidt- mann-bræðra i Þýskalandi og tryggði að myndin yrði unnin þar. Eftir að teikningarnar og aðrar upplýsingar höfðu verið sendar til Oidtmann-bræðra, þá gáfu þeir upp ákveðið kostnaðarverð, 22.000 þýsk mörk. Halla fór síðan til Þýskalands í sept. sl og dvaldi þar nær 5 vikna tíma við gerð mynd- arinnar. Árangurinn af starfi hennar og Oidtmann-bræðra sjáum við í dag. Sóknarnefnd gerði kostnaðar- áætlun um gerð myndarinnar og var reiknað með að kostnaður yrði um 600.000,00 krónur en þá var vitað um fasta kostnaðarliði sem fylgja gerð slíkrar myndar, sem við þyrftum ekki að greiða, þessi áætlun okkar virðist ætla að standast, jafnvel að kostnaður verði eitthvað undir áætlun. Eins og áður var sagt var stofn- inn að gluggasjóð gjöf frá Heilsu- hæli NLFI. þegar ríkisskuldabréf- in, sem gjöfin var ávöxtuð í, voru leyst út, þá var sú upphæð 60— 70.000,00 kr. Þá hafa runnið í gluggasjóð tekjur af spilakvöldum, bingói, hlutaveltu og jólakortasölu o.fl. Þess ber að geta að við höfum fengið góðan stuðning frá ýmsum aðilum við framkvæmd og fjáröfl- un vegna þessa verks. Ég nefni Kvenfélag Hveragerð- is, sem um árabil hefur staðið fyrir jólakertasölu og aðstoð við fjáröflun! Ég nefni listamanninn Einar Markússon píanóleikara, sem hélt frábæra hljómleika hér og gaf all- an inngangseyrinn í gluggasjóð. Ég nefni Gísla Sigurbjörnsson forstjóra sem alla tíð hefur stutt þessa kirkju með fjárframlögum og öðrum gjöfum, nú síðast fyrir nokkrum dögum afhenti Gísli okkur ávísun að upphæð kr. 50.000,00 í gluggasjóð. Þá hefur Hafsteinn Kristinsson framkvæmdastjóri Kjöríss veitt okkur mikla og ómetanlega að- stoð, nú síðast þegar bílar Kjöríss fluttu alla vinnupalla vegna upp- setningarinnar og gluggana sjálfa hingað austur, þá önnuðust starfs- menn á skrifstofu Kjöríss í Reykjavík útfyllingu á tollskjölum og sáu um alla vinnu við að fá glerið afhent. Eimskipafélag íslands gaf kirkjunni flutningsgjöld frá Ham- borg til Reykjavíkur. Eins og áður er sagt voru glugg- arnir settir saman á glergerðar- verkstæði Oidmann-bræðra í Þýskalandi (Linnich). Annar Oidtmann-bræðra kom hingað til lands um síðustu helgi, uppsetning hófst sl. mánudag og var lokið á þrem dögum. Tveir trésmiðir, Ásgeir Jónsson og Sig- urgeir Bóasson, voru dr. Oidtmann til aðstoðar við uppsetningu. Fyrir hönd safnaðar Hveragerð- iskirkju vil ég flytja öllum þeim sem veitt hafa okkur aðstoð á einn eða annan hátt bestu þakkir. Þess bar að geta, að það hefur verið sama hvert við höfum leitað, innan plássins eða utan, allir hafa verið boðnir og búnir til að að- stoða við að leysa okkar vanda- mál. Eins og áður sagði kom dr. Frits Oidtmann hingað tii að sjá um uppsetningu glugganna. Glergerðarverkstæði Oidtmann- bræðra er elsta verkstæði sinnar tegundar í Þýskalandi, það er virt og þekkt um allan heim fyrir sína vinnu, þeir hafa m.a séð um gerð glugga í 20 kirkjur og aðrar stofn- anir á íslandi, þess má geta að verkstæðið sá um stækkun og upp- setningu á stóru mósaíkmyndinni sem Gerður Helgadóttir gerði og prýðir vegg Tollstöðvarhússins í Reykjavík. Állir samningar sem við höfum gert við þetta fyrirtæki voru munnlegir, öll þeirra loforð hafa staðið eins og stafur á bók. Til minningar um dvölina hér viljum við færa dr. Oidtmann gjöf, er það bók um einn mesta lista- mann sem Ísland hefur átt, Einar Jónsson. Kærar þakkir fyrir vel unnið verk og góða samvinnu, ég vona að dvölin hér í Hveragerði hafi verið ánægjuleg. Áður sagði að höfundur þessa listaverks sem kirkjunni var helg- að hér í dag er listakonan Halla Haraldsdóttir. Samvinna sóknarnefndar við Höllu hefur verið mjög ánægjuleg. Einn er sá þáttur í sambandi við gerð og vinnu við þessa glugga sem enn er ógetið og hann er sá, að Halla Haraldsdóttir gefur söfn- uði Hveragerðiskirkju hugmynd- ina og alla sína vinnu við þetta stóra verk. Að svo miklu leyti sem hægt er að þakka svo stóra gjöf með orð- um þá geri ég það, en mest metum við Hvergerðingar þann vinarhug sem okkur er sýndur og við biðjum þess að Halla megi, þó síðar verði, á einhvern hátt njóta þessarar gjafar sinnar. Sem litinn þakklætisvott vill söfnuður Hveragerðiskirkju færa Höllu gjöf, þetta er fagur blóma- vasi, ég vona að í hvert skipti sem hún lítur á vasann minnist hún þess að hann er lítill þakklætis- vottur fyrir stóra gjöf. Við Hvergerðingar erum stoltir yfir því að svo fagurt listaverk skuli prýða kirkjuna okkar á ókomnum árum. Að lokinni ræðu Guðmundar tók dr. Oidtmann til máls og mælti á þýsku, en Bergur Jónsson rafmagnseftirlitsmaður ríkisins túlkaði. Þakkaði hann gjöfina og sam- veruna hér og fór lofsamlegum orðum um land og þjóð, sem hann hefur oft áður gist. Hylltu kirkju- gestir hann og vottuðu honum þakklæti. Listakonan Halla flutti ávarp það sem hér fer á eftir. „Kæru Hvergerðingar og aðrir kirkjugestir. Þegar ég kom fyrst inn í þessa kirkju fannst mér hún mjög nýtískuleg og skemmtilega hönnuð, ég sá fyrir mér steint gler í þessum stóra glugga, enda var hann strax i upphafi smíðaður þannig að hægt væri að setja í hann steint gler. Það mun hafa verið seinnipart sumars 1982 að samtöl min við konur i sóknarnefnd urðu til þess að ég fór alvarlega að hugsa um þennan glugga og haustið 1983 hafði ég fullskapað þessa hug- mynd, hún var svo valin úr nokkr- um öðrum hugmyndum, sem sýnd- ar höfðu veriu sóknarbörnum og nú er gluggi þessi orðinn að veru- leika. Nokkur vandamál voru við gerð gluggans, sem varð að leysa. I fyrsta lagi varð hann að virka sem altaristafla og steinkrossinn fal- legi sem er að utanverðu varð allt í einu að stóru vandamáli, þvi með venjulegu steindu gleri hefði krossinn alltaf sést innan frá. Því tók ég það ráð að nota gler sem hleypir aðeins birtu í gegnum sig, en ekki mynd. Þetta heitir „orgin- al antik opak gler". Það hefur að- eins verið á markaðnum í 10—15 ár og er nokkuð dýrara en annað steint gler, enda munnblásið og handunnið. Þetta mun vera eini glugginn úr þessi efni á íslandi. Haustið 1984 var hafist handa við gerð gluggans á verkstæði dr. H. Oidtmann í bænum Linnic í Þýskalandi, en það er mjög þekkt í verkum sem þessu og elsta og virt- asta fyrirtæki sinnar tegundar í Þýskalandi. Það hélt nýlega upp á 125 ára afmæli sitt og starfsmenn þar eru milli 40 og 50. Smíði gluggans tók um 6—8 vik- ur, breidd gluggans er um 1,60 m, hæð 13 m, hann er því rúmir 20 fermetrar að stærð. Best er að átta sig á hæð gluggans með því að hugsa sér að hann stæði við eitthvert háhýsið, þá mundi hann ná upp á 5. hæð. Myndin er uppbyggð á táknræn- an hátt, neðsti hluti myndarinnar, sem að vísu lendir bak við altarið, á að sýna jarðhita og gufu sem Hveargerði er þekkt fyrir, þar inn í eru tilhöggnir og greyptir rauðir glersteinar sem tákn elds í iðrum jarðar. Síðan kemur stílfærð Kristmynd og efri hluti myndar- innar sýnir blóm og gróanda stað- arins og allra efst er stjarna sem tákn birtu og vonar og kross sem bæði merkir hinn helga kross og svo að Hveragerði er hér í þjóð- braut. Myndin er víða handmáluð skyggð og brennd við 700° hita. Góðir kirkjugestir, ég hef nú sagt í nokkrum orðum frá aðdrag- anda, gerð og táknum gluggans, en mín síðustu orð verða þau að Guð megi blessa og vernda þetta hús og söfnuðinn allan.“ Kirkjugestir þökkuðu Höllu með lófataki og mátti sá að margir voru djúpt snortnir á þessari há- tíðlegu stundu. í sóknarnefnd Hveragerðis- kirkju eru: Formaður Guðmundur Ingvarsson, ritari Anna G. ólafs- dóttir gjaldkeri Laufey Valdi- marsdóttir, Sævar Berg Guð- bergsson og Gunnar Davíðsson. Og varamenn: Margrét Jónsdóttir og Ragnheiður Busk. — Sigrún Handhafar öryrkjaleyfa athugið: Þegar þið kaupið POLONE fáið þið stóran og sterkan bíl við ykkar hæfi en á smábílaverði: 155.800,- kr. kominn á götuna. ★ Þjónustan hjá okkur er rómuð. ★ Við bjóðum ykkur góðan reynsluakstur og aðstoð við lausn einstakra vanda- mála. Komið og kaupið stóran og sterkan bfl sem er þægilegur í akstri, hagnýtur, end- ingargóður og fallegur. Polonez-umboðið Ármúla 23, s. 685870 - 81733.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.