Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 22
22
MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR18. AfRÍL 1985
Staða Alþingis og
virðing liggur við
eftir Þorvald Garðar
Kristjánsson forseta
sameinaðs þings
Reglur um starfshætti og vinnu-
brögð Alþingis er nauðsyn að
setja. Eftir reglum þessum fer
ekki lítið hvernig Alþingi ferst í
störfum sínum og hversu það
gegnir hinu mikilvæga hlutverki
sínu. Þess vegna varðar miklu, að
þingsköp Alþingis svari sem bezt
þeim störfum sem þau þurfa að
gegna.
Með tilskipuninni um endur-
reisn Alþingis var því sett þing-
sköp. Hin konunglega tilskipun
frá 8. marz 1843 um stiftun sér-
legrar ráðgefandi samkomu fyrir
ísland, er á að nefnast Alþing,
eins og það var orðað, fól í sér
reglur um starfshætti eða þing-
sköp. Þessum þingsköpum var
fylgt meðan Alþingi var ráðgef-
andi þing eða til 1874.
1 kjölfar stjórnarskrárinnar
1874, þegar Alþingi hafði fengið
löggjafarvaldið í hendur, fylgdu
svo reglur um starfshætti þess, ný
þingsköp. Samkvæmt 41. gr.
stjórnarskrárinnar um hin sér-
staklegu málefni íslands 5. janúar
1874 skyldu þingsköpin handa
hinu sameinaða Alþingi og báðum
deildum þess sett með lögum. Á
Alþingi 1876 lagöi landshöfðingi
fram frumvarp til laga um þing-
sköp á ríkisþinginu danska með
þeim einum breytingum sem
leiddu af sérstöðu Islendinga.
Þetta frumvarp varð að lögum
sama ár og með þeim hætti hafði
Alþingi sett sér sin þingsköp.
Þessi lög frá 1876 eru megin-
stofninn í þingsköpum Alþingis í
dag. Breytingar hafa verið gerðar
í tímans rás á þingsköpum. En
þær breytingar hafa að jafnaði
ekki verið stórvægilegar eða
stefnumarkandi um starfshætti
þingfunda eða umræðuna sjálfa.
Að sjálfsögðu hefir þingið aðlagað
sig breytingum svo sem á ákvæð-
um stjórnarskrár um skipan efri
deildar, nýrri tækni svo sem hljóð-
varpi og sjónvarpi, fjölgun þing-
manna og öðru þvíumlíku sem til
hefur fallið.
Þó að sett hafi verið lög all-
nokkrum sinnum um breytingar á
einstökum atriðum þingskapa hef-
ir heildarendurskoðun þeirra ekki
átt sér stað nema þrisvar sinnum
frá 1876, þ.e. 1905, 1915 og 1936.
Það er þvi nú tæp hálf öld síðan
gagngerð endurskoðun hefir farið
fram á þingsköpum Alþingis. Og á
þessu tímabili hafa orðið meiri
umbreytingar en áður hefir
þekkst. Það er því ekki að ófyrir-
synju að hugað er nú að þingsköp-
um Alþingis.
Ekki þörf umbyltingar
En í þessu efni ber að hafa í
huga að Alþingi byggir á traust-
um grunni og langri reynslu, sem
vísar veginn þegar aðlaga þarf
vinnubrögð nýjum aðstæðum og
viðhorfum. Ekki gerist þörf að
gerbreyta eða umbylta þingsköp-
um Alþingis. Það má heldur ekki,
þó í góðum tilgangi sé, seilast um
of til erlendra fyrirmynda um
starfshætti Alþingis. Það ber
jafnan að hafa hugfast að Alþingi
hefir á ýmsan hátt sérstöðu, þegar
borið er saman við flestar erlend-
ar löggjafarsamkomur.
Það eru mörg vandamál í lög-
gjafarþingum sem stafa af marg-
földu fjölmenni á við það sem við
höfum á Alþingi. Þess vegna skul-
um við varast vinnubrögð sem eru
ill nauðsyn til að mæta vanda
hinna fjölmennu löggjafarþinga
er hjá okkur kunna að geta hindr-
að að Alþingi njóti þess ómetan-
lega hagræðis sem fylgir fámennri
löggjafarsamkomu. Það varðar
mestu að í þeirri stöðugu viðleitni,
sem halda verður uppi til aðlaga
starfshætti Alþingis kröfum tím-
ans hverju sinni, verði tekið mið
af þeirri sérstöðu og löngu reynslu
sem elsta löggjafarþing heims
hefir yfir að ráða.
Breytt verkefni
Við alþingismenn stöndum nú
frammi fyrir ýmsum vanda er
varðar starfshætti og vinnubrögð
Alþingis. Þessi vandi er kominn
vegna gjörbreytinga á verkefnum
þingsins. Tökum t.d. þingsálykt-
anirnar sem þingið þarf að fást
við. Á þessu þingi, sem nú stendur
yfir, eru komnar fram 124 þings-
ályktunartillögur eða fleiri en á
öllu síðasta þingi og þó voru þær
þá fleiri en nokkru sinni áður eða
110. Fyrir 20 árum voru þings-
ályktunartillögur ekki nema 47 á
því þingi. Gildandi reglur um með-
ferð þessara þingmála eru í dag
efnislega óbreyttar frá árinu 1905
en á þingi það ár voru lagðar fram
15 þingsályktunartillögur.
Svipaða sögu er að segja frá
fyrirspurnum á Alþingi. A þessu
þingi sem nú stendur yfir hafa
verið lagðar fram 166 fyrirspurnir
eða fleiri en á öllu síðasta þingi,
þegar þær eru 148 að tölu. Fyrir 20
árum voru fyrirspurnir ekki nema
22 á því þingi. Gildandi reglur um
fyrirspurnir eru efnislega frá 1947
en þá voru fyrirspurnir á þinginu
27 að tölu. Áð vísu var ákvæðum
þingskapa um fyrirspurnir breytt
1972 þannig að takmarkaður var
umræðutími svo sem gildir nú í
dag en á þingi þá voru lagðar fram
63 fyrirspurnir.
Þingsályktanir og fyrirspumir
gegna mikilvægu hlutverki í störf-
um Alþingis. En hinar ótakmörk-
uðu umræður um þingsályktun-
artillögur og lítt takmörkuðu um-
ræður um fyrirspurnir taka nú
alltof mikinn tíma af störfum
þingsins. Slíkt kreppir að svig-
rúmi fyrir sjálft löggjafarstarfið.
Slíkt breytir svipmóti löggjafar-
samkomu í yfirbragð málskrafs-
samkundu. Slíkt fælir jafnvel
þingmenn frá góðri fundarsetu,
því að þeim er ekki ætlandi að
sitja undir því, sem þeim þykir fá-
nýti, nema þeir eigi sjálfir hlut að
máli.
Þá eru umræður utan dagskrár
eitt vandamálið, sem við er að
fást. f þingsköpum eru nú engin
ákvæði um það efni. Hins vegar
hafa i síðari tið tiðkast umræður
utan dagskrár i það ríkum mæli
að nauðsynlegt er að setja slíkum
umræðum takmörk.
Svo sjálfsagðar sem umræður
utan dagskrár geta verið orkar oft
tvimælis hve nauðsynlegar þær
eru. Hins vegar verður því ekki
neitað að þingmenn fýsir ósjaldan
að hreyfa áhugamálum sinum
vafningalaust. Slikt sýnir lifandi
áhuga þingmanna fyrir mikils-
verðum málum og er því af hinu
góða en ekki til að amast við. Nýj-
um viðhorfum varðandi umræður
utan dagsrkár verður að mæta
með þingskapaákvæðum.
Enn kalla gjörbreyttar aðstæð-
ur frá síðustu heildarendurskoðun
þingskapa fyrir tæpri hálfri öld á
veigamiklar breytingar í stjórnun
Alþingis og vinnubrögðum þess al-
mennt. Af öllum þessum ástæðum
þurfa nú að vera gerðar brejrt-
ingar á þingsköpum. Staða Al-
þingis og virðing liggur við.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
„Enn kalla gjörbreyttar
aðstæöur frá síðustu
heildarendurskoðun
þingskapa fyrir tæpri
hálfri öld á veigamiklar
breytingar í sjórnun Al-
þingis og vinnubrögðum
þess almennt. Af öllum
þessum ástæðum þurfa
nú að vera gerðar breyt-
ingar á þingsköpum.
Staða AÍþingis og virð-
ing liggur við.“
Unnið að
heildarendurskoðun
Á undanförnum árum hafa
komið fram á Alþingi ýmsar
hugmyndir um breytingar á þing-
sköpum. Þar er um að ræða tillög-
ur til þingsályktana og frumvörp
um þessi efni. Þessi þingmál hafa
yfirleitt ekki hlotið afgreiðslu og
engar umtalsverðar breytingar
hafa verið gerðar á þingsköpum.
Á síðasta þingi varð það að
samkomulagi milli forseta Alþing-
is og formanna þingflokkanna að
leggja til að níu manna nefnd al-
þingismanna yrði falið að endur-
skoða gildandi lög um þingsköp.
Þá er gert ráð fyrir að forsetar
þingsins skipuðu þessa nefnd
ásamt einum manni frá hverjum
þingflokki. Var flutt tillaga til
þingsályktunar um þetta efni sem
Alþingi samþykkti 15. desember
1983.
Samkvæmt þingsályktun þess-
ari kaus Alþingi sex alþingismenn
í nefnd þessa auk forsetanna
þriggja. Nefndina skipuðu þessir
menn:
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
forseti sameinaðs Alþingis, Sal-
ome Þorkelsdóttir, forseti efri
deildar, Ingvar Gíslason, forseti
neðri deildar, Helgi Seljan frá Al-
þýðubandalaginu, Eiður Guðnason
frá Alþýðuflokknum, Stefán Bene-
diktsson frá Bandalagi jafnað-
armanna, Ólafur Jóhannesson frá
Framsóknarflokknum, Kristín
Halldórsdóttir frá Samtökum um
kvennalista og Friðjón Þórðarson
frá Sjálfstæðisflokki.
Nefndin skipti með sér verkum
þannig: formaður Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson, varaformaður
Ingvar Gíslason og ritari Helgi
Seljan.
Eftir andlát Ólafs Jóhannesson-
ar tók Páll Pétursson sæti Fram-
sóknarflokksins i nefndinni. Með
nefndinni hefur unnið Friðrik
ólafsson skrifstofustjóri Alþingis.
Nefndin hefur unnið mikið starf
sem hefur verið fólgið í heildar-
endurskoðun þingskapanna. Hefur
nefndin haldið marga fundi þar
sem viðfangsefnið hefur verið
þrautrætt. Sérstök áhersla hefur
verið lögð á athugun og meðferð
þeirra atriða sem hafa grundvall-
arþýðingu fyrir stjórn þingsins og
skipulag og markviss vinnubrögð í
störfum þess. En ekkert hefur
nefndin talið sér óviðkomandi í
þessum efnum og hefur endur-
skoðunin beinst að öllum greinum
þingskapa. í störfum sínum hefur
nefndin haft hliðsjón af margs
konar gögnum varðandi málið og
þar með talið þingsköpum er-
lendra þjóðþinga.
Árangur af starfi nefndarinnar
kemur fram I frumvarpi því sem
nú er lagt fram. Allir nefndar-
menn standa að frumvarpi þessu,
jafnt þeir sem sæti eiga í neðri
deild sem flutningsmenn í efri
deild.
Frumvarp um
breytingar
Frumvarpið felur í sér gagn-
gerðar brejrtingar í veigamiklum
atriðum frá gildandi þingsköpum.
Þessar breytingar eru margs kon-
ar að efni og formi. Þar er fyrst og
fremst um að ræða algjör nýmæli
í þingsköpum. Sumar breyting-
arnar eru fólgnar í því að tekin
eru inn í þingsköp ákvæði í sam-
ræmi við framkvæmd og venju
sem fylgt hefur verið þó ekki hafi
verið lögbundið. Ýmis ákvæði
þingskapa hafa verið umorðuð til
að gera þau skýrari og fyllri án
þess að um efnisbreytingar sé að
ræða. Þá hafa verið felld niður
ákvæði þingskapa sem ekki þjóna
lengur neinum tilgangi vegna
Stúlkurnar og
Cassie Stewart, Tara MacGowran og Anne-Marie Gwatkin fá sér smók á
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Svokallaðar unglingamyndir
eru einkum tvenns konar. Ann-
ars vegar unglingamyndir af
amerísku sortinni, sem flestar
aðrar þjóðir hafa reyndar apað
eftir Ámeríkönum; þær eru
gáskafullar skemmtimyndir um
prakkarastrik og kynlífsfitl
æskufólks í gaggó eða menntó,
gjarnan sviðsettar á sjötta eða
sjöunda áratugnum með urmul
af dægurlögum þeirra tíma á
hljóðrásinni. Þessar myndir
koma í hrönnum frá Holljrwood
og hafna oftast á tjöldum Bíó-
hallarinnar í Breiðholti, eins og
ég gat um í pistli um eina slíka
mynd, Losin’ It, hér í blaðinu um
daginn. Flestar þessar myndir
eru hver annarri líkar, og er
fyrst og fremst ætlað að græða á
gelgjuskeiðinu. Hinsvegar eru
svo unglingamyndir af evrópsku
sortinni, ef ég má einfalda hlut-
ina þannig okkur til hægri
verka; í þeim reyna höfundar að
fjalla um æskuna, oft með
sjálfsævisögulegum hætti, þann-
ig að hún spegli bæði þjóðfélag
og manneskjur í mótun af alvöru
og innsæi. Slíkar myndir eru
einatt frekar við hæfi fullorð-
inna en unglinga. Svo eru marg-
ar myndir sem blanda saman
eðlisþáttum þessara tveggja
flokka stundum með ágætum
árangri.
Unglingamynd af síðara tag-
inu er enska myndin Secret Plac-
es (í leyni), sem gerð var í fyrra
og hér er fáanleg á myndbðnd-
um. Höfundurinn er kona, Zelda
Barron, og er þetta fyrsta leik-
stjórnarverk hennar eftir nokk-
urt starf við aðrar deildir
kvikmyndagerðar. Secret Places
er „kvennamynd" í besta skiln-
ingi; Barron byggir mynd sína á
skáldsögu Janice Eiliott um
unglingsstúlkur á heimavist-
arskóla I annarri heimsstyrjöld-
stríðið
inni og sýnir ótvírætt næmi
fyrir hinum fínlegri sálrænu og
líkamlegu hræringum með sögu-
hetjum sínum. í miðpunkti
myndarinnar er samband
tveggja stúlkna, hinnar renglu-
legu Patience og fögru þýsku
Laura sem flúið hefur til Eng-
lands með foreldrum sínum.
Handrit Barrons rekur þróun
þessara stúlkna og vinkvenna
þeirra með styrjöldina í bak-
grunni í stuttum, snyrtilega
gerðum senum, með angurværð,
kímni og tilfinningalegu meló-
drama í nokkuð jöfnum hlutföll-
um. En hvorki samband stúlkn-
anna tveggja né þáttur styrjald-
arinnar fá fullnægjandi drama-
tískar lyktir.
Secret Places er þannig ekki
gallalaus mynd. Leikurinn er
upp og niður, og áberandi að
Barron fær mun meira út úr
ungu stúlkunum, einkum Tara
MacGowran í hlutverki Patience
og Cassie Stewart í hlutverki
hins bráðþroska fjörkálfs Nina.
leynistaðnum sínum í Secret Places.
Eldri leikararnir, eins og Jenny
Agutter sem kennari með ljóða-
tilvitnanir á heilanum, og Claud-
ine Auger sem geðveil móðir
Laura, eru illa upplagðir i heldur
vandræðalegum hlutverkum. En
sem lýsing á hugarheimi, leynd-
um stöðum, ungra stúlkna er
Secret Places unnin af þeirri al-
úð og natni sem einkennir marg-
ar nýjar breskar bíómyndir.
Stjörnugjöf: Secret Places ★ ★