Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 27

Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 27
tækin. Er þessi sannleikur rennur upp fyrir stjómmálamönnum okkar og forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar er fyrst von til að rofi til hjá okkur íslending- um Mér virðist að á undanförnum árum hafi nokkuð rofað til og flestum ábyrgum forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, stjórn- málamönnum og atvinnurekend- um sjálfum sé að verða þetta ljóst. Þó finnast enn þeir menn, sem hrópa stundum hátt, sem halda því fram, að hagsmunir launafólks og atvinnurekenda séu gagnstæðir og ósættanlegir og tala um bar- áttu og fórnir. Þessa menn vil ég spyrja, hver er það sem bætir hlut sinn, auðgar líf sitt og eflir bú sitt með fórninni einni saman? Það er að minnsta kosti ekki launafólk í þessu landi. Vera kann að þeir sem lifa á fórn og nærast á ósætti sjái hagsmuni sína felast í þjóðfé- lagsupplausn, fátækt og allsleysi. En þeir eru sem betur fer fáir, sem þannig hugsa. Við eigum flest það sameiginlegt að vilja lifa sam- an í landinu í sátt og samlyndi og ieitast við að rækta okkar sameig- inlega garð í þeirri von og trú að ríkuleg uppskera veitist okkur öll- um. Það er uppskeran, verðmæta- myndunin sem skilar okkur fram á veg í baráttunni fyrir bættum hag og það er samstaða um það markmið sem nú er þörf á. Sam- staða um baráttu og fórn er ekki samstaða um bætt lífskjör, og ég held að það sé nú orðið öllum hugsandi mönnum ljóst. Fórn bókageröarmanna Á liðnu hausti mistókst þessari þjóð að halda sáttum og langvinn- ar vinnudeilur lömuðu atvinnu- starfsemina. Hatrammast var verkfall opinberra starfsmanna en langvinnast verkfall bókagerð- armanna. Báðir áttu þessir hópar það sammerkt, að gera kröfur um 30% launahækkun og fylgja þeim eftir með verkföllum. Ef litið er á niðurstöðu ríflega sex vikna verk- falls bókagerðarmanna kemur í ljós að iaunahækkanir á 14 mán- aðar samningstíma verða ríflega 21% í krónum talið. Þetta væru glæsilegar tölur, ef hér hefði verið skipt raunverulegum verðmætum. En því fór þó víðs fjarri eins og öllum var raunar ljóst. Þetta voru samningar um fleiri en verðminni krónur. Verðmæti til skipta höfðu ekki aukist og lögmál efnahags- lífsins hlíta ekki óskhyggju. Og þá er spurningin, hver varð árangur af þessu langvinna verkfalli sem forysta Félags bókagerðarmanna lagði út í. Hann er nú reiknanleg- ur og niðurstaðan er sú, að frá upphafi verkfallsins og út sam- ningstfma bókagerðarmanna til ársloka 1985 verður meöaltals- kaupmáttur þeirra 13% —14% lægri en orðið hefði að öllum sam- ningum óbreyttum. Fórnin í verk- fallinu var svona stór; tekjutapið svo mikið. Sú forn verður ekki borin uppi af nokkurri kauphækk- un, hvorki 21% eða 50%, því grundvöllinn skorti. Þetta er því miður dæmigert fyrir þau átök sem einkennt hafa íslenskan vinnumarkað undanfar- in 10 til 15 ár. Það eru fórnirnar sem standa eftir, því verðmætin, sem kastað hefur verið á glæ, koma aldrei aftur. Þetta eru stað- reyndir, sem aðeins pólitískir ofsatrúarmenn vefengja, enda markmið þeirra annað en að bæta kjörin. Það er löngu tímabært að þessi fámenna þjóð — verkalýðshreyf- ing, vinnuveitendur og stjórnvöld — sameinist um átak til framfara og leggi af tilgangslausa innbyrðis baráttu, sem við vitum hvert lei- ddi forfeður okkar á Sturlungaöld. Vinnuveitendasambandið býður því verkalýðshreyfingunni sam- starf um það sameiginlega verk- efni að auka hagsæld og bæta lífskjörin í landinu. Til þess þurf- um við vinnufrið, jafnvægi og sameiginlega stefnumótun sem mun skila okkur fram á veginn, þannig að við hættum að ganga á sama stað, eins og maðurinn í rúllustiganum, en notum okkur alla nútímatækni til að geta flutt þjóðina hraðar til betri lífskjara og bjartari framtíðar. MORGUNBLADIP, FIMIHTJDAGOR Í8: APRÍL11985 f>' 27 Vísitölukerfi Ég hef nú rætt nokkuð þróun síðasta áratugar í efnahags- og kjaramálum og horfurnar eins og þær eru nú. Eitt atriði hef ég ekki minnst á í þessu sambandi, enda lýsti ég því yfir á síðasta aðal- fundi, að ég vonaði að ég þyrfti ekki að minnast á það atriði fram- ar, en það er vísitalan. Sú von hef- ur því miður ekki ræst, því nú eru fram komnar kröfur um að vísi- tölukerfi í einhverri mynd verði aftur tekið upp og gefið nýtt nafn, kaupmáttartrygging. Á síðustu tíu árum sáum við kauptaxtana þrjá- tíuogtvöfaldast og verðlag meira en fjörutíuogsexfaldast. Og við vitum öll að ef kauptaxtamir hefðu fjörutíuogsexfaldast þá hefði verðlagið bara hækkað enn- þá meira kannski sjötíufaldast. Við munum eftir því að í des- ember 1982 hækkuðu kauptaxtar um 7,2% en kaupmátturinn lækk- aði. Við munum líka eftir því að kauptaxtar hækkuðu um 2%—2,4% í ársbyrjun 1983 og kaupmátturinn hélt áfram að lækka. Við munum líka eftir því að 1. mars 1983 hækkaði kaup um 14,7%—17,3% og enn lækkaði kaupmátturinn. Og við vitum líka að hefði yfir 20% kauphækkun fengið að koma til framkvæmda hinn 1. júní 1983 hefði orðið efna- hagslegt hrun og hvað hefði þá orðið um kaupmáttinn? Um % hlutar þeirrar lækkunar kaup- máttar, sem orðin er síðan 1983, voru komnir fram áður en vísi- tölubinding launa var afnumin. Og áframhaldandi vísitölubinding hefði þýtt enn frekari lækkun kaupmáttar en varð eftir 1. júní 1983. Öllum hlýtur því vonandi að vera ljóst eftir þessa síðustu verð- bólgubyltu að vísitölukerfið er engin kaupmáttartrygging, vísi- tölukerfið er verðbólgutrygging og ef ég ætti mér eina ósk til handa samningsaðilum í framtíðinni, þá yrði hún sú, að aldrei framar yrði samið um vísitölukerfi og að þjóð- in fái að vera laus undan þeirri ógæfu og áþján sem því fylgir. Enda munum við aldrei rétta úr kútnum með virka vísitölu, sem nú er kölluð kaupmáttartrygging, enda hafa allar nágranna- og viðskiptaþjóðir okkar losað sig fyrir löngu við þann bölvald. Hlutverk Vinnuveit- endasambandsins Ég vil ekki láta hjá líða að fjalla lítillega um hlutverk, stöðu og stefnu Vinnuveitendasambands íslands. f lögum sambandsins segir, að það sé hlutverk þess að vera í for- svari fyrir vinnuveitendur gagn- vart launþegum, almenningi og hinu opinbera. Þá er það og hlut- verk þess að móta og koma á framfæri stefnu í málum sem snerta atvinnureksturinn og stuðla á allan hátt að eflingu hans. Innan Vinnuveitendasambands- ins hefur jafnan verið víðtæk sam- staða um það, að í hlutverki þess felist m.a. að sambandið sé og eigi að vera brjóstvörn fyrir frjálsan atvinnurekstur. Til grundvallar þessu liggur sú afstaða félags- manna að athafnafrelsi og frjáls samkeppni á sviði atvinnurekstrar sé best til þess fallin að leggja grundvöll að þeim lífskjörum sem við viljum öll að þjóðin fái notið. Að þessu markmiði hlýtur starf- semi Vinnuveitendasambandsins jafnan að beinast. Ef litið er yfir farinn veg er ljóst, að margt hefur breyst í starfsemi Vinnuveitendasam- bandsins. Sambandið hefur styrkst og sífellt hefur fjölgað þeim sem skipað hafa sé í raðir félaga þess. Vinnuveitendasam- bandið er þannig óumdeilt for- ystuafl meðal vinnuveitenda í landinu og áhrif þess á gang mála fara stöðugt vaxandi. En við skul- um jafnframt gera okkur alveg ljóst að áhrif Vinnuveitendasam- bandsins á gang mála ráðast af fjölda, styrk og samstöðu félags- manna. Þó umdeilt sé, að áhrif sambandsins séu meiri nú hin síð- ari árin en verið hafði um langt skeið er jafn ljóst að okkur er nauðsynlegt að auka almenna kynningarstarfsemi inn á við með- al félagsmannanna og út á við gagnvart almenningi í landinu. Þess sjást víða merki, að skilning skorti á eðli, hlutverki og mögu- leikum frjáls atvinnurekstrar og almennt á gagnverki efnahagslífs- ins. Þessa gætir meira hér á þétt- býlissvæðinu en út um hinar dreifðu byggðir. Þar skynja menn og skilja betur hvaða afleiðingar aflabrestur og verðfall á afurðum erlendis hefur. Það er því mikið áhyggjuefni, þegar þess verður vart, að stórir hópar fólks-virðast ekki hafa skilning á einföldustu lögmálum efnahagskerfisins. Gegn þessari þróun verður Vinnu- veitendasambandið að snúast með öflugri fræðslustarfsemi á kom- andi árum. Ég hygg að þetta sé eitt mikilvægasta verkefnið sem við verðum nú að takast á við. Jafnframt er ljóst að Vinnuveit- endasambandið þarf að bæta tengsl sín við hinar ýmsu atvinnu- greinar og skapa samstöðu og skilning þeirra á milli. Þessum þáttum í starfsemi sambandsins hefur ekki tekist að sinna sem skyldi hin síðari árin. Kemur þar margt til, en þó einkum það, að kjarasamningar hafa tekið mikinn tíma starfsmanna, þannig að önn- ur mikilvæg viðfangsefni hafa um of setið á hakanum þegar samn- ingalotur hafa staðið yfir. Vinnu- veitendasambandið þarf því að endurskipuleggja starfemi sína, þannig að kjarasamningar stöðvi ekki vinnu að öðrum mikilvægum málum. Á liðnum árum hafa lög sam- bandsins við og við verið endur- skoðuð. Ég tel nú tímabært að gera það að nýju, ekki með skipun laganefndar, heldur á það að vera eitt af störfum nýrrar fram- kvæmdastjórnar, en ég vil þó leyfa mér að gefa þeim veganesti. Samningaráð var tekið upp fyrir nokkrum árum og hefur reynst vel að mínu áliti og átt vaxandi hlut- verki að gegna. Það er skoðun mín að tímabært sé að skoða í heild stjórnunarlega uppbyggingu Vinnuveitendasambandsins og hvert á að vera hlutverk og staða sambandsstjórnar, framkvæmda- stjórnar og samningaráðs. Eins og ég nefndi hér að framan þá er önnur starfsemi en samning- ar að mestu lömuð meðan samn- ingalotur standa yfir. Þessu þarf að breyta þannig að samfella verði í allri starfsemi sambandsins. Brýnt er að huga að þessum þátt- um. Lokaorð Góðir fundarmenn, eins og ég minntist á í upphafi eru nú sjö ár liðin síðan þið sýnduð mér í fyrsta sinn það traust að kjósa mig for- mann samtaka okkar og þið hafið síðan árlega endurkosið mig til þessa starfa. Ég vil þakka það traust sem þið hafið sýnt mér, en ég hef af fremsta megni reynt að vera þess verður. Það er álit mitt að ekki sé hollt neinum samtökum að sami maður gegni starfi eins og formannsstarfi Vinnuveitenda- sambandsins of lengi. Ég hef því fyrir meira en ári tekið þá ákvörð- un, að gefa ekki kost á mér til endurkjörs á þessum fundi. Sam- tök eins og okkar verða ætíð að halda vöku sinni og sjá til þess að rödd þeirra heyrist í þjóðfélaginu. Ég álít að okkur hafi á liðnum ár- um tekist að koma okkar sjónar- miðum á framfæri og stefnt hafi í rétta átt. Ég er bjartsýnn á að sú vinna sem í það hefur verið lögð sé nú að byrja að skila sér í auknum skilningi almennings og stjórn- valda á mikilvægi heilbrigðs at- vinnulífs, sem undirstöðu fram- þróunar og velmegunar í landinu. Það er ósk mín til Vinnuveitenda- sambandsins að það megi á kom- andi árum styrkjast til að geta gegnt á ábyrgan og hlutlausan hátt því mikilvæga hlutverki, sem það á að gegna í uppbyggingu betra mannlífs og bættra lífskjara í landinu. Víðast um land hefur liðinn vetur verið mildur eftir margra fimbulvetur í röð. Ég er sannfærður um, að ef allir standa saman, þá mun sá fimbulvetur sem gengið hefur yfir íslenskt efnahagslíf víkja fyrir vori og gróanda. Höíundur er fráfarandi formaður Vinnuveitendasambands íslands og flutti þessa ræðu á aðalfundi þess 16. apríi síðastliðinn. Frumsýnir nýjustu mynd Francis Ford Coppola NÆTURKLÚBBURINN (The Cotton Club) Splunkuný og frábærlega vel gerð og leikin stórmynd sem skeóur á bannárunum í Bandaríkjunum. Þeim félögum Coppola og Evans hefur svo sannarlega tekist vel upp aftur, en þeir geröu í sameiningu myndina the Godfather. Aðalhlutverk: Richard Gere, Gregory Hines, Diane Lane, Bob Hoskins Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Framleiðandi: Robert Evans Handrit eftir: Mario Puzo, William Kennedy, Francis Ford Coppola Sýnd kl. 5, 7.30,10. Hækkað verö Bönnuð börnum innan 16 ára Myndin er í dolby-stereo og sýnd í starscope i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.