Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 29
anna. Á næstu árum eða fram til aldamóta munu 20—30 þúsund ungmenni koma á vinnumarkað- inn. Það er stórt verkefni að finna þeim öllum verk við hæfi. Vonandi tekst okkur að virkja það mannval sem við höfum sem best, nýta tækni, þekkingu og menningu til að veita nýju blóði í atvinnuvegina og skapa á þann hátt betra þjóð- félag fyrir okkur öll. íslensk æska er heilbrigð, vel mett, vel klædd og vel menntuð. Barn sem fæðist á íslandi í dag á fyrir sér lengri ævilíkur og fleiri og stærri tækifæri til þroska og manndóms en flest önnur börn sem í heiminum fæðast. Hungur, drepsóttir, fátækt, fordómar og fáfræði er vöggugjöf barna svo víða í veröldinni En jafnframt því að tækifærí unga fólksins í dag eru fleiri og stærri en nokkru sinni fyrr verður meiri vandi að velja. Menn eru oft lengi og hik- andi er þeir velja sér nám og lífsstarf. Þar ræður stundum von um góða afkomu meira um val at- vinnugreinar en löngun og hæfi- leikar. Menntun er undirstaða framfara og góð starfsmenntun er nauðsyn, en hún má ekki eingöngu miða að því að sérhæfa manninn til vinnu. Félagsþroski verður þar einnig að koma til, sem býr hann undir að nota vel þann tíma sem afgangs er að loknum skyldu- störfum. Góðir fundarmenn, þessi litla ræða mín hefur ekki verið sérlega frumleg og ekki heldur til þess stofnað að hér yrði lagður fram neinn stóri sannieikur um efnið. Ég hef í stuttu máli tæpt á ýmsu því, sem flestir þekkja úr sinni hversdagslegu önn og ýmsum kann að virðast sjálfsagðir hlutir. Það er þó mitt mat að við verðum stöðugt að halda vöku okkar i þessum efnum. Hvert ár sem líður er að sönnu ár æskunnar, og þær ákvarðanir sem við tökum í dag, hafa áhrif til framtíðar. Nú nýver- ið horfði ég á þátt í sjónvarpinu, þar sem ungt fólk var leitt til um- ræðu um nútíð og framtið. Þau ungmenní sem þar sögðu hug sinn um vanda og velsæld á líðandi stund voru öll glæsilegir fulltrúar íslenskrar æsku og sú umræða öll á þann veg að vakti bjartsýni og gleði. Ég vil enda mál mitt á upphafs- orðunum — æskan í dag er þjóðin á morgun. — Leggjumst öll á eitt um að skapa íslensku æskufólki bjarta framtíð með blóm í haga í þessu dýrasta landi sem Drottinn skóp. Höfundur er kennan og hrepps■ nefndarfulltrúi i Eyrarsveit í Grundarfírði Bjargað af botni Vesúvíusar Napóli 15. aprfl. AP Björgunarmönnum tókst í dag að ná bandarískum sjóliða. Brett Jakobs að nafni. upp frá djúpum botm eldgigsins í fjall- inu Vesúvíus á Italíu en þar hafði maðurinn orðið að dveljasi heila nótt eftir að hann hafði gert árangurslausa tilraun til þess að bjarga félaga sínum. Mennirnir tveir voru i hópi ferðamanna, sem voru að skoða eldfjallið. Annar þeirra missti þá bakpoka sinn niður, þar sem þeir stóðu á brún gígsins. Er hann reyndi að ná bakpokanum aftur missti hann fótanna og hrapaði niður. Jakobs reyndi þá að klifra niður í gíginn til þess að hjálpa félaga sínum en hann var ekki kominn langt er hann rann til og féll eínnig níður Jakobs var ómeiddur að mestu en orðinn mjög kaidur, er björg- unarmenn náðu til hans f dag. Ekki hefur aö svo stöddu verið skýrt frá nafni mannsins, sem beiö baiia. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 Fékk fyrsta kortið af fiskveiðilandhelgi íslands Nýlega var forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, afhent kort nr. 1 af þeim 200 töhisettu kortum af fiskveiðilandhelgi ís- lands, sem sjávarútvegsráðherra áritaði og dreift er til stuðnings Slysavarnafélagi íslands. Verður þetta eintak kortsins varðveitt í húsakynnum forsetaembættisins á Bessastöðum. Myndin er tekin við afhendingu kortsins og eru á henni frá vinstri: Hannes Þ. Haf- stein, framkvæmdastjóri SVFÍ, Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Harald- ur Henrysson forseti SVFÍ. Ætlar þú til útlanda í sumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.