Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 32
MORGtJNBLAÐIÐ, FIMMTU&ACUR 18. APRtL1985
Stuttar fréttir
Þotuhreyf-
111 datt af
Boeing
San I)iego, 17. apríl. AP.
BOEING 727-þota frá flugfé-
laginu American Airlines með
90 manns innanborðs lenti
heilu og höldnu í San Diego
eftir að einn þriggja hreyfla
hennar hafði dottið af þotunni,
sem var í áætlunarflugi frá
Dallas í Texas til San Diego.
Flugmennirnir fengu merki
um að afl væri ekki í hreyfli,
sem er hægra megin aftast á
búk þotunnar, en þá óraði ekki
fyrir því að hann hefði losnað
af þotunni, samkvæmt upplýs-
ingum talsmanns flugfélags-
ins, Joe Stroop.
Ljóst er að hreyfillinn
„drap“ á sér yfir vesturhluta
Arizona-eyðimerkurinnar,
nærri Tucson, að sögn Stroop.
„En þótt þotan hefði aðeins
afl frá tveimur hreyflum af
þremur, þá gekk flugið og lend-
ingin vel að öðru leyti," sagði
Stroop. Það kom ekki í ljós fyrr
en við lendingu að hreyfillinn
hafði dottið af þotunni. Boeing
727-þotur eru þriggja hreyfla
og eru þeir allir aftast á flug-
vélinni.
SkæruliÖar
drepa
þorpsbúa
A vacucho, Peró. 17. aprfl. AP.
VÍNSTRI sinnaðir skæruliðar
úr samtökunum „Skínandi stíg-
ur“ drápu í gær 15 fátæka
þorpsbúa í tveimur árásum, en í
báðum tilvikum var fólkið á
heimleið eftir að hafa greitt at-
kvæði í forsetakosningum.
Skæruliðar höfðu varað fólk við
því að þeir myndu hefna
grimmilega ef fólk sæti eigi
heima á kjördag.
Morðin voru framin í hæðum
Ayacucho-sýslu þar sem skæru-
liðarnir eru einkum öflugir.
Reyndu Stígsmenn að sitja fyrir
hópi þorpsbúa í morgun, en þá
reyndist vera hervörður í fylgd
með þeim og snerist taflið þá
við, 10 skæruliðar voru drepnir
og nokkrir til viðbótar særðust.
Gorbachev
ekki frægur
í Sviss
Ziirich, 17. aprfl. AP.
MICHAIL Gorbachev, æðsti
ráðamaður Sovétríkjanna,
virðist ekki vera sérlega þekkt-
ur maður í hópi svissneskra
knattspyrnumanna, það sann-
aðist í dag er svissneskt dag-
blað spurði þá 16 leikmenn sem
skipa svissneska landsliðshóp-
inn hver Michail Gorbachev
væri. Svörin voru sum hver hin
kostulegustu, en tilefni spurn-
ingarinnar var landsleikur
Sviss og Sovétríkjanna í
knattspyrnu sem fram fer f
kvöld.
Miðvallarleikmaðurinn
Georges Bregy sagði að þessi
Gorbachev hlyti að vera einn
af sovésku leikmönnunum, en
einn félaga hans bætti þá við:
„Hann hlýtur að vera vara-
maður, ég þekki með nafni alla
sem eru í byrjunarliðinu."
Tveir héldu Gorbachev vera
þjálfara sovéska iandsliðsins
og einn hélt kannski að Gorb-
achev væri vörumerki á sov-
ésku tyggigúmmíi. Einn hélt
sovéska leiðtogann vera utan-
ríkisráðherra landsins, „og
þann sem tók við af þeim sem
dó um daginn“, eins og komist
var að orði. Aðeins 4 svissn-
esku knattspyrnumannanna
vissu að Gorbachev væri í raun
aðalritari sovéska kommún-
istaflokksins og æðsti ráða-
maður landsins.
Úrslitatilraun Japana til að
þurfa ekki að hætta hvalveiðum
BANDARÍSKA vióskiptaráðuneytið stendur um þessar mundir í málaferl-
um. Ráðuneytið tapaði máli, sem Greenpeace og 11 friðunarsamtök önnur
höfðuðu. Töpuðu stjórnvöld málinu í undirrétti, en þeim var stefnt fyrir
brot á lögum um fiskveiðar. Áfrýjaði ráðuneytið og er búist við úrskurði
æðri dómstóla í maí.
Bandaríkjastjórn var á sínum
tíma í broddi fylkingar þeirra
sem vildu friða hvali. Reagan for-
seti tók jafnvel af skarið og mælti
fyrir hvalveiðibanni. Sett voru
lög sem beindust gegn hvalveiði-
ríkjum. Heimila þau stjórninni
að helminga fiskveiðikvóta í
bandarískri lögsögu hjá ríkjum
sem þverskallast við samþykkt-
um alþjóðahvalveiðiráðsins, sem
bannaði allar hvalveiðar eftir
vertíðina 1985.
Norðmenn, Japanir og Rússar
mótmæltu ákvörðun hvalveiði-
ráðsins og voru þar með ekki
bundnir af henni. Mörg ríki,
þ.á m. Brasilía, ísland og Péru,
mótmæltu ekki hvalveiðibanninu
vegna þrýstings frá Bandaríkja-
mönnum, sem hótuðu minni afla-
kvóta.
Rússar veiddu fleiri hvali í
fyrra en alþjóðahvalveiðiráðið
hafði úthlutað þeim og því var
veiðikvóti þeirra við Bandaríkja-
strendur helmingaður. Urðu þeir
því að afla að verðmæti um 10
millj. dollara. Norðmenn róa að
því öllum árum að fá undanþágu
frá ákvæðum bandarísku lag-
anna. Segjast þeir nánast engar
hvalveiðar stunda, þær litlu veið-
ar sem eigi sér stað séu nauðsyn-
legar fyrir afkomu afskekktra
byggðarlaga.
Japanir höfðu ástæðu til að
óttast, því þeir veiða fisk að verð-
mæti um 500 millj. dollara í
bandarískri lögsögu árlega. En í
nóvember virtist sem þeim ætlaði
að takast að komast úr klemm-
unni, því þá gerðu þeir tvíhliða
samkomulag við bandaríska
viðskiptaráðuneytið um að lögin
næðu ekki yfir þá ef þeir sættust
á að hætta hvalveiðum 1988.
Þetta samkomulag olli mikilli
óánægju ríkja, sem beygt höfðu
sig undir ákvarðanir alþjóða-
hvalveiðiráðsins. Hvalverndun-
armenn sögðu stefnubreytingu
stjórnarinnar blygðunarlaust
bragð í samningum um viðskipti
ríkjanna. Þeir héldu því fram að
samkomulagið skuldbindi ekki
Japani til að hætta hvalveiðum
1988. Brugðu friðunarsinnar á
það ráð að stefna viðskiptaráðu-
neytinu og unnu málið, en ráðu-
neytið áfrýjaði.
(Jrskurðar er að vænta í næsta
mánuði, en til að draga úr gagn-
rýni hafa Japanir í millitíðinni
heitið að hætta hvalveiðum 1988.
Er það úrslitatilraun af þeirra
hálfu til að þurfa ekki að hætta
veiðum þegar á þessu ári.
Úr Gconomist
>4
M’Bow um UNESCO:
Ófullkomin eins og
öll mannanna verk
Andrei Sakharov
EÖlisfræðifélag
Bandaríkjanna:
Sakharov
kjörinn
heiðursfélagi
New York, 17. apríl. AP.
ANDREI Sakharov, hinn kunni sov-
éski andófsmaður, hefur verið kjör-
inn heiðursfélagi í Eðlisfræðifélagi
Bandaríkjanna.
í frétt frá félaginu í dag segir að
stjúpdóttir Sakharovs, Tanya
Yankelevich, sem er búsett í
Bandaríkjunum, hafi fallist á það
fyrir hönd hans að þiggja þetta
kjör.
Sakharov, sem er 63 ára að aldri
og einhver fremsti vísindamaður
Sovétríkjanna, býr nú í útlegð í
borginni Gorkij ásamt konu sinni
Yelenu Bonner. Hann hefur hótað
því að segja sig úr Vísinda-
akademíu Sovétríkjanna, sem
þykir einhver virðulegasta stofn-
un landsins, innan mánaðar, ef
hún liðsinnir ekki þeim hjónum í
mannréttindabaráttu þeirra. Frú
Bonner þarf að leita lækninga á
Ítalíu en fær ekki leyfi til þess.
í Eðlisfræðifélagi Bandaríkj-
anna eru 36 þúsund félagar og
3.200 heiðursfélagar víðs vegar að
úr heiminum.
Tóltýó, 17. apríl. AP.
„UNESCO er ófullkomin stofnun,
eins og öll mannanna verk,“ sagði
Amadou M’Bow, framkvæmdastjóri
Menningar- og vísindastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, í viðtali við
fréttamenn í Tókýó í dag. Hann er
þar staddur vegna sýningar, sem
stofnunin tekur þátt í.
M’Bow sagði að það væri rétt að
útgjöld UNESCO hefðu tvöfaldast
á síðasta áratug, en benti á að út-
gjöld Vinnumálastofnunar Sam-
einuðu þjóðanna (ILO) og Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar-
innar (FAO) hefðu þrefaldast á
sama tímabili.
Framkvæmdastjórinn viður-
kenndi að 80% útgjalda stofnunar-
innar færu í skrifstofuhald, en
benti á að þeim fjármunum væri
ekki aðeins eytt í höfuðstöðvunum í
París, heldur einnig á öðrum
skrifstofum UNESCO víða um
heim.
M’Bow sagði fréttamönnum að
verið væri að vinna að endurbótum
á starfsháttum UNESCO, sem mið-
uðu m.a. að því að draga úr mið-
stýringu.
Veldur pillan heilsutjóni?
Kaupmannahöfn, 16. aprfl. Prá fréttaritara MorKunblaösins, Ib Björnbak.
SEX KONUR hafa höfðað mál á hendur dönskum heilbrigðisyfir-
völdum og fjórum lyfjaverksmiðjum, sökum þess að þær hlutu
alvarlegt heilsutjón af því að nota getnaðarvarnapillur. Er mál
þetta nú til meðferðar í Eystri landsrétti og nema skaðabótakröf-
ur kvennanna 2 millj. d.kr. (um 7,5 millj. ísl. kr.)
Konurnar veiktust fyrir 9 ár-
um. Þær fengu allar blóðtappa
með þeim afleiðingum, að nokkr-
ar þeirra lömuðust og urðu allt
frá 20%—60% öryrkjar. Sjúkra-
saga kvennanna er nær sam-
hljóða. Þær voru allar við góða
heilsu áður, en veiktust síðan
skyndilega. Engin þeirra hafði
fengið að vita það fyrirfram, að
getnaðarvarnapillur gætu verið
hættulegar.
Ein kvennannna, Jane Mand-
rup Andersen, hefur sagt svo
frá, að hún hafi fyrst notað getn-
aðarvarnalyf með heitinu del-
pregnin. Nokkrum árum síðar
tók hún að nota neogentirol.
Þremur árum síðar veiktist hún
af blóðtappa, var lögð í sjúkra-
hús og síðan flutt á ríkisspítal-
ann, þar sem hún varð að gang-
ast undir mjög óþægilegar rann-
sóknir. Tuttugu og níu ára gömul
fékk hún að vita, að hún yrði að
fara á sjúkraheimili til langdval-
ar.
Síðar tókst þó að endurhæfa
hana með heils árs meðferð á
endurhæfingarstofnun, en hún
hefur þó enn varanleg einkenni.
Þannig degur hún t.d. stöðugt
annan fótinn. Hinar konurnar
þjást m.a. stöðugt af höfuðverk,
minnisleysi o.fl.
Heilbrigðisyfirvöldin, sem
tekið höfðu getnarvarnameðul
þessi góð og gild, og lyfjafyrir-
tækin fjögur, Novo, Searle
Ferrosan og Erchofarm, hafa
krafizt sýknu. Því er vísað á bug,
að blóðtappinn geti stafað af
getnaðarvarnapillunum. Útilok-
að er talið að sanna, að blóðtapp-
inn eigi alfarið rót sina að rekja
til getnaðarvarnalyfjanna. Þess
vegna hefur lögmaður kvenn-
anna reynt að fá sönnunarbyrð-
inni snúið við á þann veg, að
lyfjafyrirtækjunum verði gert
að sanna, að blóðtappinn stafi
ekki af getnaðarvarnapillunum.
Dómur í þessu máli er vænt-
anlegur snemma í næsta mán-
uði.