Morgunblaðið - 18.04.1985, Síða 37
300 manns
sóttu stofn-
fund Stoðar
FIMMTUDAGINN 11. aprfl 1985
var félagið STOÐ stofnað á Hótel
Borg. Tilgangur félagsins er m.a.
eins og segir í lögum þess: að styðja
við bakið á fólki scm vill lifa vímu-
cfnalausu lífi, sinna félagsþörf þess
og hjálpa til við að byggja upp heil-
brigð áhugamál og jákvætt líferni.
Undirbúningshópur fyrir stofn-
un félagsins lagði fyrir fundinn
drög að lögum og tillögu um fyrstu
stjórn félagsins, skipuð þannig:
Kristinn T. Haraldsson formaður,
Stella Sigurðardóttir ritari, Sævar
Pálsson gjaldkeri og tveir með-
stjórnendur, þau Elín Garðars-
dóttir og Sigurgeir Baldursson.
Voru tillögur, lög og stjórn sam-
þykkt einróma á þessum fjöl-
menna stofnfundi sem taldi yfir
300 fundargesti. Fundinum bárust
stuðningsyfirlýsingar og heilla-
óskaskeyti frá öðrum félögum og
hópum ásamt blómasendingum.
I fundarlok tók hið nýstofnaða
félag við frjálsum fjárframlögum
af örlátum fundargestum. Fyrsti
almenni félagsfundurinn verður
haldinn 2. maí. Á hann eru hinir
rúmlega 200 stofnfélagar, og að
sjálfsögðu allir aðrir, hvattir til að
mæta. Stjórnin er nú þegar tekin
til starfa og vinnur m.a. að hús-
næðis- og fjáröflunarmálum.
(FrétUtilkynning)
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18 APRÍL1986
Í%7
Morgunbl»öiö/Árni S«berg
Bæklingur Húsnæðisstofnunar ríkis-
ins.
Frá blaðamannafundinum: Frá vinstri Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur, Ingi Valur Jóhannsson félagsfræðingur,
Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, Sigurjón Þorbergsson órmaður
Leigjendasamtakanna og Sigurður Helgi Guðjónsson framkvæmdastjóri Húseigendafélags Reykjavíkur.
Húsnæðisstofnun ríkisins
Gefur út upplýsingabækling
um húsaleigusamninga
HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur
samningar.
Bæklingurinn er gefin út til að
skýra með aðgengilegum hætti
meginatriði laga nr. 44/1979 um
húsaleigusamninga. Lögin tóku
endanlega gildi hinn 1. janúar
1980. Lög um breytingar á þeim,
nr. 70/1984, tóku gildi í júní 1984.
Á fundi, þar sem bæklingurinn
var kynntur fréttamönnum, sagði
Sigurður E. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar
ríkisins, að í þessum lögum hafi
verið sett skylduákvæði um að þau
yrðu kynnt almenningi. Það hefur
síðan verið gert með auglýsingum,
yfirleitt í kringum fardaga, þ.e. 1.
júní og 1. október, og nú með út-
gáfu þessa bæklings.
ífið út bækling er nefnist llúsaleigu-
Bæklingurinn hefur verið unnin
í samráði við Húseigendafélag
Reykjavíkur, Leigjendasamtökin
og húsaleigunefnd Reykjavíkur-
borgar og er útgáfan þáttur í
þeirri viðleitni að stuðla að auknu
öryggi í viðskiptum leigusala og
leigjenda, samkvæmt yfirlýstu
markmiði löggjafans.
Sigurjón Þorbergsson, formaður
Leigjendasamtakanna, sagði að
þessi bæklingur myndi svara þeim
spurningum sem samtökin þurfa
að svara oft á dag í gegnum síma.
Hann sagðist fagna þessari útgáfu
og að samtökin myndu leggja
áherslu á dreifingu bæklingsins,
því þar koma flest vafamál í sam-
bandi við leigu á húsnæði fram.
Að sögn Sigurðar Helga Guð-
jónssonar, framkvæmdastjóra
Húseigendafélags Reykjavíkur,
lítur félagið svo á að lögin um
húsaleigusamninga séu nokkuð
hörð gagnvart félaginu, en hann
taldi að kynning á þeim kæmi öll-
um til góða.
Hann sagði að framboð á leigu-
húsnæði hafi minnkað, m.a. vegna
þess að fólk væri hrætt við lögin,
þess vegna þyrfti að kynna þau.
Raunverulega ástæðu skorts á
leiguhúsnæði taldi Sigurður frek-
ar vera þá, að breytingar á pen-
inga- og skattamálum gerðu það
að verkum að óhagstætt væri að
leigja út húsnæði. Hann sagði að
húseigendafélagið vildi að fé sem
fengist með húsaleigu fengi sömu
meðferð og annað sparifé.
Sigurður E. Guðmundsson sagði
að samstarf við undirbúning út-
gáfu bæklingsins hefði gengið
mjög vel og sýndi það mikinn
áhuga á að bæta úr bví ástandi
sem ríkt hefur í húsaleigumálum
hér á landi.
Á fundinum kom fram að iík-
lega búa um 10.000 fjölskyldur á
íslandi í leiguhúsnæði, eða um
40.000 einstaklingar.
Bæklingurinn mun iiggja
frammi hjá Húsnæðisstofnun, öll-
um sveitarstjórnum, Húseigenda-
félagi Reykjavíkur og Leigjenda-
samtökunum. Auk þess mun hann
fylgja löggiltu eyðublaði fyrir
húsaleigusamninga.
HÖFUÐBORGIR
NORÐURLANDA
VERÐ FRÁ KR. 27.200
BROTTFÖR 11/6. 25/6, 16/7, 6/8.
Úrvalshringferð um Norðurlönd með viðdvöl í 4
höfuðborgum. Ferðirnar 11/6 og 16/7 eru 12
daga langar, en 25/6 og 6/8 eru með 4ra daga
aukalykkju til Leningrad. Farnar eru skoðunarferði''
um allar borgirnar, en milli þeirra er ferðast með
lestum og ferjum.
Innifalin et gisting á góðum hótelum, ferjuferðir með
gistingu, lestarferðir, skoðunarferðir um allar
borgirnar, morgunverður, akstur milli flugvalla og
hótela og fslensk fararstjórn.
PARÍSARBORG
VERÐ FRÁ KR. 20.700.-
BROTTFÖR 18/8, 25/8, 11/9, 16/10.
Sannkallaðir lystitúrar til Parísar með 7 nátta
gistingu og morgunverði á lúxushótelinu
Montparnasse Park.
Innifaldar eru skoðunarferðir um París og Versali.
Pað borgar sig að hafa samband strax.
FERÐASKRIFSTOFAN ÚRVAL
Borgir eru skáldlegt viðfangsefni og heillandi. Sumar
eru viðkvæmar og tilfinningaríkar, aðrar stórar
og sterkar, sumar yfirþyrmandi, aðrar lokkandi,
sumar glæsilegar, aðrar hrörlegar, sumar hlýlegar,
aðrarframandi, sumar háværar, aðrar leyndardóms-
fullar. Borgir eru eins og . . . borgir.
VÍNARBORG OG
AÐRAR BORGIR
VERÐ KR. 38.900.-
BROTTFÖR 24/5.
Fleillandi 14 daga rútuferð undiröruggri
fararstjórn Friðriks Friðrikssonar um
Austurríki, Ítalíu, Júgóslavíu,
Ungverjaland og Tékkóslóvakíu
með sérstakri áherslu á menningar-
og listaborgina Vfn.
M.a. er farið í skoðunarferð um Vín,
siglt á Dóná, höfð viðdvöl í Budapest,
Feneyjum, Zagreb og Bratislava.
Gist er á mjög góðum hótelum,
morgunverður er innifalinn allan tímann
og að auki hálft fæði utan
Vínarborgar. Flug, allur akstur, skoðunarferðir og
fararstjórn er einnig innifalin.
Á heimleið er möguleiki á nokkurra daga
dvöl í London.
ÚRVAL VIÐ AUSTURVÖLL, SÍMI 26900
QOTT FOLK