Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 44

Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 44
44 MORGimBLAÐlÐ, PMMTODAGUR 18. APRÍL1885 Hjartans þakkir sendi ég bróöurbörnum mínum, vinum og kunningjum nær og fjær, sem minntust mín 16. mars sl. meö hlýjum handtökum, fallegum hugsunum, skeytum og gjöfum. Sérstakar alúöarþakkir til Jónínu Kristínar Jakobsdóttur og eiginmanns henn- ar, Garðars GuÖmundssonar, kaupmanns, fyrir heimboö til ísafjaröar vegna þessara tímamóta ævi minnar. GuÖ blessi ykkur öll. Mildríður Falsdóttir frá Bolungarvík. Bólstaðarhlíð 50. Reykjavík. T AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags Islands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, fimmtudaginn 18. apríl 1985, kl. 14:00. ------------- DAGSKRÁ ---------------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Lagðar fram til fullnaðarafgreiðslu tillögur til breytinga á 4. gr. samþykkta félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa d skrifstofu félagsins í Reykjavík fró 12. apríl. EIMSKIP STJÓRNIN ffl Líkan að nittúrugripasafni sam kvæmt uppdráttum Gunniaugs Halldórssonar. Náttúrugripasafn íslands — eftir Sigurð Pétursson Fyrri grein Uppvaxtarárin 1889—1947 Fyrir nær 100 árum var í tví- gang stofnað félag til þess að koma upp náttúrugripasafni á ís- landi. Fyrra félagið var stofnað í Kaupmannahöfn fyrir atbeina þeirra Björns Bjarnasonar, síðar sýslumanns í Dalasýslu og Stefáns Stefánssonar, síðar skólastjóra Gagnfræðaskólans á Akureyri. Þetta félag lifði skammt, en árið 1889 var stofnað í Reykjavík Hið íslenska náttúrufræðifélag og lifir það enn. Frumkvæðið að stofnun þessa félags áttu fyrrnefndur Stefán Stefánsson og Benedikt Gröndal skáld, en með þeim komu svo Þorvaldur Thóroddsson nátt- úrufræðingur, Björn Jensson yfir- kennari og Jón Jónasson land- læknir. Þessir 5 ágætu menn boð- uðu til stofnfundar Hins islenska náttúrufræðifélags, sem haldinn var í Reykjavík 16. júlí 1889. Á fundinum skráðu sig alls 58 með- limir í félagið. Fundarboðendurnir 5 voru kjörnir i stjórn félagsins og Benedikt Gröndal formaður. Tilgangur félagsins kemur fram i 2. og 4. grein félagslaganna, er samþykkt voru á fundinum og eru á þessa leið: 2. gr. Aðaltilgangur félagsins er sá að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á íslandi, er sé eign landsins og geymt í Reykja- vík. 4. gr. Félagið skal annast um, að safninu sé vel borgið, og því kosta kapps um að sjá því fyrir góðu húsnæði. Benedikt Gröndal var formaður náttúrufræðifélagsins til alda- móta, síðan gegndi dr. Helgi Pét- urs formennskunni í 5 ár. Þá tók við Bjarni Sæmundsson, nýút- skrifaður dýrafræðingur frá Hafnarháskóla, og var hann for- maður félagsins í 35 ár (1905— 1940). Um leið tók Bjarni við vörslu náttúrugripasafnsins, og gegndi hann þessum störfum báð- um til dauðadags. Dr. Finnur Guð- mundsson, dýrafræðingur frá Hamborgarháskóla, tók nú við náttúrugripasafninu. Hann komst svo að orði um fyrirrennara sinn: „Það er óhætt að fullyrða, að hvorki fyrr né síðar hafi nokkur einn einstaklingur haft jafnmikla þýðingu fyrir Hið íslenska nátt- úrufræðifélag og náttúrugripa- safnið og Bjarni Sæmundsson, og á þetta ekki sízt við um safnið (Náttúrufr. 1951, bls. 60—61). Náttúrufræðifélagið hlaut alltaf árlegan styrk úr ríkissjóði, 400—1000 kr. fyrstu 25 árin og allt upp í 3.400 kr. á árunum 1929—45. Fór langmest af þessu fé til rekst- „Hér urðu mikil þátta- skil í sögu náttúrugripa- safnsins. Safnið, sem hafði verið einkaeign þess félags, er byggði það upp, var nú orðið ríkiseign, og mátti því teljast vel sett á þeirra tíma mælikvarða.“ urs náttúrugripasafnsins. Arið 1946 var ríkisstyrkurinn kominn upp í 51.104 kr. og rarm hann nú allur til safnsins. Sérstakur hús- sjóður var stofnaður 1928 og var hann kominn upp í 82.396 kr. árið 1947. Náttúrugripasafnið óx hröðum skrefum og hlaut það gefna marga góða gripi, bæði frá íslenzkum áhugamönnum og velunnendum þess erlendis. Höfuðvandamálið var alltaf húsnæðisleysið. Skipti safnið sex sinnum um verustað á árunum 1890—1908, en þá var það flutt á neðri hæð hinnar nýju byggingar Landsbókasafnsins við Hverfisgötu, og var safnið þar til ársins 1960. Þarna fékk náttúru- gripasafnið ágætt húsnæði, og þarna átti það sitt blómaskeið, undir umsjón þeirra Bjarna Sæ- mundssonar og annarra náttúru- fræðinga, sem þarna unnu í fri- stundum sínum sjálfboðavinnu hver í sinni grein. Aðsókn var mjög mikil að safninu, einkum unglinga, eins og sézt hér á með- fylgjandi töflu, en hún er tekin saman úr árskýrslum félagsins. AÐ8ÓKN AÐ NÁTTÍJRUGRIPASAFNINU ÁR- IN 1944 OG 1945 Gotir 1944 1945 (iextir ilb 5904 7075 í fylgd meö kennurum 459 194 Almennir gestir 5445 6881 l'ullorónir 2223 2457 Börn 3222 4424 Almennir gestir á virkum dögum Alb 2535 2144 Á d»* 25,3 23,6 Almennir gestir á sunnudögum Alls 2910 4737 Á dng 63,3 100,8 Það var ekki fyrr en árið 1942, að barátta var hafin fyrir bygg- ingu handa náttúrugripasafninu. Byrjunin var sú, að þann 18. febrúar skipaði stjórn náttúru- fræðifélagsins sérstaka bygg- ingarnefnd í þessum tilgangi og var vel til hennar vandað. Árni Friðriksson fiskifræðingur var formaður, en með honum í nefnd- inni voru þeir Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri, síðar forseti íslands, prófessorarnir Guðmundur Thor- oddsen og Ólafur Lárusson, og þá- verandi formaður félagsins, Jó- hannes Áskelsson jarðfræðingur. Ritari nefndarinnar var Sigurður Pétursson gerlafræðingur. Nefnd- in leitaði fyrst leyfis háskólaráðs fyrir byggingu náttúrugripasafns á háskólalóðinni, og veitti háskólaráð leyfi þetta á fundi sín- um 13. marz, en með eftirfarandi skilyrðum: 1. Háskólaráð samþykki upp- drætti. 2. Gert sé ráð fyrir, að kennsla í náttúruvísindum og vísindaleg vinna geti farið fram í húsinu. 3. Náttúrufræðifélagið ráðstafi ekki húsnæði í byggingunni til annarra þarfa en náttúrugripa- safnsins, nema með samþykki háskólaráðs. (Skýrsla náttúru- fræðifélagsins 1944—46, bls. 100.) Til mála kom, að háskólinn legði fram eitthvað af happdrættisfé sínu til byggingarinnar. Mun há- skólaráð hafa sent Alþingi tillögu þar að lútandi, „en fjárveitinga- nefndin taldið málið ekki nægi- lega undirbúið, til þess að hægt væri að veia fé til greiðslu stofn- kostnaðar kennslunnar, sem er allmikil." (Skýrsla 1944—46, bls. 102.) Skilyrðið um húsrúm fyrir kennslu átti eftir að valda miklum erfiðleikum, þar sem það hafði verulega stækkun byggingarinnar og mikinn aukakostnað í för með sér. Samþykkt var að ráða Gunn- laug Halldórsson húsameistara til þess að gera uppdrætti að safn- byggingunni, í stað húsameistara ríkisins. Lauk nefndin þarmeð störfum 4. janúar 1946. Eftir samkomulagi milli stjórn- ar náttúrufræðifélagsins og þá- verandi háskólarekstors, Ólafs Lárussonar, var skipuð ný bygg- ingarnefnd þ. 18. janúar 1946. Ólafur Lárusson rektor var for- maður hennar, en aðrir nefndar- menn voru: Trausti Einarsson prófessor, tilnefndur af háskóla- ráði, en tilnefndir af stjórn náttúrufræðifélagsins voru Áskell Löve gr jsafræðingur, Finnur Guðmundsson dýrafræðingur og Sigurður Þórarinsson jarðfræð- ingur, svo að allr deildir safnsins ættu þarna einn fulltrúa. Á fundi þessarar nefndar 17. marz 1948 lagði Gunnlaugur Hall- dórsson fram teikningar sínar að fyrirhugaðri safnbyggingu. Voru teikningarnar samþykktar og lauk nefndin þar með störfum. Safn og sjóöur athent ríkinu Með bréfi dags. 25. júní sótti umsjónarmaður safnsins og þá- verandi formaður félagsins, Finn- ur Guðmundsson, um hinn árlega ríkisstyrk fyrir næsta ár. Fer Finnur um leið fram á það, að styrkurinn verði hækkaður upp í 96 þúsund kr. að öðru kosti telji félagið sig ekki geta staðið undir rekstri safnsins. Varatillaga sin væri annars þessi: „Ríkið taki nú þegar við rekstri safnsins með öllu tilheyrandi og hafi allan veg og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.