Morgunblaðið - 18.04.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985
49
TIMABÆRAR ATHUGASEMDIR
Staðreynd og saga
— eftir Stefán
Snævarr
I’m gonna bring your playhouse down.
Graham Parker and the Rumours.
Á síðustu öld var sagnfræði
tískufag í Þýskalandi og engin
takmörk fyrir því hvað þarlendir
töldu sig geta lært af sögunni.
Friedrich Nietzsche, sá mikli
hörgaspillir, var hreint ekki á
því máli, enda að jafnaði
ósammála síðasta ræðumanni.
Honum þótti lítið til sögu koma
og var helst á því að sögugrúsk
lamaði viljaþrek manna.
En Nietzsche var hrópandi í
eyðimörkinni og hefur sjálfsagt
hugsað með söknuði til sautj-
ándu aldarinnar því á þeim tíma
naut sagnfræði lítillar hylli.
Heimspekingurinn Malebranche,
sem var á dögum sextánhundr-
uðogsúrkál, sagði að meira vit
væri í einu eðlisfræðilögmáli en í
öllum sagnfræðiritum saman-
lögðum. Malebranche sannaði í
eitt skipti fyrir öll að söguþekk-
ing er einskis virði: Adam Evu-
maður var fullkominn og þar af
leiðandi alvitur. En af eðlilegum
ástæðum vissi hann ekkert um
sögu, þar af leiðir að söguþekk-
ing er ekki alvöru þekking.
Seint verða íslendingar sam-
mála þeim Malebranche og
Nietzsche um þessi mál enda
sagnfræði hálfgildings trúar-
brögð í vissum kreðsum hérlend-
is. Ekki eru íslendingar haldnir
þeirri tevtónsku áráttu að smíða
hátimbruð heimspekikerfi úr
sögunni og sagði mætur maður
að íslendingar vissu meira um
sögu sína en þeir skildu. Sagn-
fræði er íslendingum það sama
og annálar.
Staðreynd og túlkun
Upp er risinn flokkur manna
sem ætlar að lækna íslensk
ungmenni af vinstrivillu og þjóð-
rembuleysi með annálastunguað-
fcrðinni. Þeir vilja sem sagt
kenna sögu með gamla laginu,
láta nemendur læra þurra runu
af staðreyndum rétt eins og
þessi aðferð sé til þess fallin að
auka áhuga skólafólks á sagn-
fræði.
Annálastunguaðferðin er
stundum varin þeim rökum að
hún byggi á staðreyndum einum
saman, ekki túlkunum. En er
hægt að halda staðreyndum og
túlkunum aðgreindum?
Nietszche kallinn sló því föstu
að ekki eru til staðreyndir, að-
eins túlkanir. Heimurinn er
heild túlkana, ekki staðreynda,
svo snúið sé út úr Wittgenstein.
Þessi kenning er ekki næstum
því eins vitlaus og hún hljómar.
Ýmsir fræðimenn eru þeirrar
skoðunar að ekki tjói að tala um
staðreyndir nema í ljósi tiltek-
inna túlkana, kenninga eða
hugtakakerfa. Þeir segja að eng-
in þekking á staðreyndum geti
verið forsendulaus, menn sjá að-
eins frá sjónarhorni.
Einn þessara fræðimanna er
heimspekingurinn Karl Popper
sem verður að ómerkilegum
lummupósitívista I meðferð ís-
lenskra hægrimanna. En Popper
er margt til lista lagt og kemur
með skemmtilegt dæmi um það
hvernig hugtök sníða þekking-
unni stakk: Athuganir á reglu-
legum hreyfingum himintungla
hafa ákveðnar skilgreiningar á
hugtökunum „reglulegt" og
„óreglulegt" að forsendu. Regla
og óregla eru mannasetningar,
þær liggja ekki i hlutarins eðli.
Og það er ekki úr vegi að efla
þessa kenningu rökum með að-
stoð meistara Max Weber: „Það
er ekki til nein hlutlæg greining
á menningarlífi sem er óháð sér-
„Annálastunguaöferð-
in byggir á rökleysum
einum saman, fylgj-
endur hennar eru
skottulæknar af verstu
gerð. Þeir eiga það
sammerkt með mörg-
um marxistum að líta á
söguna eins og dauðan
hlut sem bara bíði eftir
því að láta mæla sig á
alla enda og kanta.“
stökum og „einhliða" huglægum
sjónarhornum."
Það er fleira milli himins og
jarðar en raunspekina þína
dreymir um, Hannes. tslenskir
lummupósitívistar misþyrma
kenningum Webers og Poppers
og sjá ekki andpósitívíska þátt-
inn í hugsun þeirra beggja.
En segjum nú að þessar kenn-
ingar eigi ekki við rök að styðj-
ast og líta beri á heiminn sem
heild staðreynda, ekki túlkana.
En jafnvel þótt svo sé stendur
vísindamaðurinn frammi fyrir
þeim vanda að velja úr þeim
ótölulega grúa staðreynda sem
heimurinn býður upp á, því lífið
er stutt, vísindin löng.
Söguleg staðreynd
Hyggjum nú að hugtakinu
„söguleg staðreynd". Af hverju
lýsir staðhæfingin „Cæsar fór
yfir Rúbíkonfljót" sögulegri
staðreynd en ekki staðhæfingin
„þúsundir þræla fóru yfir Rúbík-
onfljót"?
Því er fljótsvarað: Fyrri stað-
hæfingin vísar til sögulegrar
staðreyndar í krafti ákveðinna
hugmynda um gang sögunnar
sem tjá má í staðhæfingum á
borð við „mikilmenni skapa sög-
una“, „stjórnmálaviðburðir
marka rás sögunnar" o.s.frv.
Til eru þeir sem telja pólitíska
viðburði gárur einar á yfirborði
hins mikla fljóts mannkynssög-
unnar. Frá þeirra sjónarhorni
séð eru staðreyndir um efna-
hagslíf og/eða menningu mikil-
vægari en staðreyndir um
stjórnmál. Þetta viðhorf er alls
ekki bundið við marxisma,
Annálaskólinn franski beinir
sjónum sínum að daglegu amstri
fólks á liðnum tímum og skeytir
Annálastunguaðferðin byggir
á rökleysum einum saman, fylgj-
endur hennar eru skottulæknar
af verstu gerð. Þeir eiga það
sammerkt með mörgum marx-
istum að líta á söguna eins og
dauðan hlut sem bara bíði eftir
því að láta mæla sig á alla enda
og kanta.
Sagnfræði og
ættjarðarást
Stefán Snævarr
litlu um kónga og keisara. Þeir
annálamenn eru uppteknir af
sögu „hugsanahátta" („mentalít-
eta“) og bera því ekki nafn með
rentu.
Sjálfur hallast ég að þeirri
skoðun að athæfi kónga og keis-
ara verði ekki skýrt nema mið sé
tekið af menningar- og hagsögu.
Og ég er þess fullviss að skiln-
ingur á sögu er nauðsyn, ekki
lúxus.
Við túlkum söguna hvort sem
okkur líkar betur eða verr, „þeim
var ekki skapað nema að skilja,"
segir skáldið.
Að lokum vil ég fara fáeinum
orðum um sögukennslu og áróð-
ur. Ilvernig í ósköpunum stend-
ur á því að þeir sem hæst gala
um hlutlausa kennslu skuli jafn-
framt krefjast þess að sögu-
kennsla glæði ættjarðarást með
nemendum?
Það gefur augaleið að kennsla
sem beinist að þessu marki er
jafn hlutdræg og sú kennsla sem
beinist að því að gera nemendur
að sósíalistum. Það má vel vera
að þjóðernisstefna sé góð stefna
en hún er jafn lítið hlutlæg hvað
sem því líður. Það er eins og
þetta fólk hugsi eitthvað á þessa
leið: „Okkar gildismat er gott,
hlutleysi er gott, þar af leiðandi
er okkar gildismat hlutlaust."
Máninn er úr grænum osti og
hringurinn ferhyrndur.
Meira er ekki að segja — að
sinni.
Ilöfundur stundar heimspeki og
skáldskap. Nýjasta Ijóðabók hans
heitir Greifinn af Kaos.
Yta9*aUP
SKetfunn'
•nqa 09 áv'san'r
a\\ao so'a ert e' \PU ^«enQ\b
hetta 9eWrV reVndar 9
óKeVP'5 . hér aðgaoQ ööum.
GrensásútttJ^.
^KureS&arúV>bú'
EÁðistorg'
jnn' m
Iðnaðarbankinn
, i i ; j i , .
$ i » t ** i i i r.
I A . 1 1 I M i