Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 51
hann hávaðamaður, lá lágt rómur, en eigi að síður var hann oft glett- inn í orði og spaugsamur og lengi verður minnisstætt bros hans og blik í auga. Ég hygg að segja megi að hann hafi verið hinn vandað- asti maður. Að ytra útliti var hann hinn vörpulegasti. Því miður hitti ég Jón sjaldan eftir að hann hætti hjá útvarpinu. Hann var um árabil húsvörður í verzlunarhúsi Ragnars Blöndals og ekkju hans í Austurstræti, og mjög lét hann vel af því fólki. Fleira fékkst hann við hér syðra, var m.a. drjúglengi starfsmaður verksmiðju J.B. Péturssonar. Árið 1965, þegar Skáksamband fslands minntist 40 ára afmælis síns, þótti okkur í þáverandi stjórn hlýða að sæma þá tvo menn, er gegndu embættum á stofnfundi sambandsins á Blöndu- ósi 1925, heiðursfélagsnafnbót, þ.e. Ara Guðmundsson, fyrsta for- seta sambandsins, og Jón Sigurðs- son, sem var ritari stofnfundar. Var Jón nú elztur í fámennum hópi heiðursfélaga sambandins, 87 ára að aldri. Báðir voru þeir, Ari og hann, í tölu bestu skákmanna á Akureyri um það leyti sem sam- bandið var stofnað og næstu ár á undan og eftir og tóku oft þátt í skákmótum á heimaslóðum, auk þess sem þeir kepptu á íslands- þingum eftir að skáksambandið kom til sögunnar. Langt mun nú síðan Jón Sig- urðsson tefldi kappskák, en tals- vert mun hann ætíð hafa fylgzt með því sem gerðist á skáklist- arsviði innanlands og jafnvel utan, og raunar var hann athugull á margskonar hræringar um- heimsins. En nú er hann horfinn burt af taflborði lífsins og lætur eftir sig góðar minningar mann- kostamanns. Ég votta konu hans, Magnúsínu Kristinsdóttur, sem dvelur sjúk á Vífilsstaðaspítala, börnum þeirra og fjölskyldufólki hluttekningu mína. Baldur Pílmason í dag verður borinn til moldar Jón Sigurðsson frá Snæbjarnar- stöðum í Fnjóskadal, heiðursfélagi Skáksambands íslands. Hinn 23. júní 1925 komu saman á Blönduósi nokkrir framsýnir og stórhuga menn í þeim tilgangi að stofna skáksamband allra skákfélaga á íslandi. Þessir brautryðjendur ólu Íá von i brjósti að Skáksamband slands gæti haft bein áhrif á skákfélög í landinu, styrkt þau á margan hátt, leiðbeint þeim til þekkingar og örvað til samstarfs og þroska. Með þessu mætti búast við að fljótt risi sterk alda er vekja mundi almennan skákáhuga í landinu öllu. í hópi þessara frumkvöðla var Jón Sigurðsson, litunarmeistari klæðaverksmiðj- unnar Gefjunar á Akureyri. Jón fór ríðandi til fundarins ásamt fé- lögum sínum frá Akureyri. Ferðin var löng og ströng, tók alls fimm daga, og má því með sanni segja að mikið hafi verið fyrir því haft að sækja hinn fyrsta fund Skák- sambands íslands. Jón var ötull og áhugasamur félagsmaður. Hann ritaði fundargerð stofnfundarins og var kosinn varaforseti Skák- sambands íslands árið 1926. Jón var í hópi bestu skákmanna á Ak- ureyri. Arið 1965 var Jón Sigurðs- son gerður að heiðursfélaga Skák- sambands Islands ásamt fyrsta forseta sambandsins, Ara Guð- mundssyni, bankaritara frá Akur- eyri. Skáksamband íslands heldur hátíðlegt 60 ára afmæli sitt á þessu ári. Stofnfundarins verður sérstaklega minnst og þá um leið þeirra brautryðjenda sem íslensk- ir skákáhugamenn standa í mikilli þakkarskuld við. Skáksamband íslands færir eft- irlifandi eiginkonu Jóns Sigurðs- sonar, frú Magnúsínu Kristjáns- dóttur, börnum þeirra og öðrum ættingjum innilegustu samúð- arkveðjur. Megi guðs blessun fylgja minningunni um þann góða dreng, er við kveðjum í dag. Þorsteinn Þorsteinsson forseti Skáksamb. íslands MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 ■**— ----— vfH i .i.ui'A IHTT' M- Krístíana Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 4. maí 1894 Dáin 9. apríl 1985 í dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Kristíönu Sigurðardótt- ur. Hún andaðist þann 9. þessa mánaðar að Hrafnistu í Reykja- vík, og var á nítugasta og fyrsta aldursári. Kristíana var fædd 4. maí 1894 í Hofstaðaseli í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir og Sigurður Hallsson, sem lengst bjuggu í Hringveri í Hjaltadal. Þau áttu stóran barnahóp og var Kristíana þeirra yngst. Þau hjón voru mikið atorkufólk, einkum Guðrún, en kraftar þeirra voru svo þrotnir að þau brugðu búi þegar þessi yngsta dóttir þeirra var 7 ára. Hún fylgdi móður sinni í húsmennsku að Hofstaðaseli og dvaldi þar til 18 ára aldurs. Þeir sem alast upp hjá vanda- lausum að meira eða minna leyti hafa misjafna sögu að segja um hlutskipti sitt. En Kristíana átti góðar minningar frá Hofstaðaseli og lá hlýtt orð til heimilisfólksins þar. Það segir þá sögu að í Hof- staðaseli hafi búið gott fólk, en einnig má af því ráða að Kristíana hafi verið barn sem kom sér vel og náði hylli húsbænda sinna. Og það þyrfti engum að koma á óvart, því að hún var glaðlynd, ósérhlífin og garpur dugleg. Átján ára réðst Kristíana að Hofstöðum í sömu sveit, til hjón- anna Kristrúnar Jósefsdóttur og Jóhannesar Björnssonar. Á Hofstöðum var fjölmennt myndarheimili og þar óx upp mannvænlegur hópur systkina. I mörgu var að snúast og það hef ég fyrir satt að Kristíana hafi þar verið hinn mesti bústólpi, innan bæjar og utan, þau tólf ár sem hún var þar í vist. Við þessa fjölskyldu batt hún ævilanga tryggð og gladdist ávallt yfir velgengni hennar. Þrítug að aldri yfirgaf Kristí- ana æskustöðvarnar og hélt til Reykjavíkur. Fyrstu árin þar fékkst hún við ýmis störf, var í vist og lagði stund á hannyrðir á veturna, en fór í kaupavinnu að Bessastöðum og að Ferjukoti á sumrin. Eftir það hóf hún störf í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni og vann þar nær fjóra áratugi. Ævikvöldinu eyddi hún að Hrafnistu. Þar átti hún að mæta góðu viðmóti starfsfólksins og var þakklát fyrir það. Kristíana giftist ekki og átti engin börn. Ýmsir höfðu orð á því að það væri skaði að henni hlotn- aðist ekki það hlutskipti að verða húsfreyja á stóru heimili sem mikið hefði umleikis. Og yíst hefði það látið henni vel, slík ham- hleypa sem hún var til allrar vinnu, fyrirhyggjusöm og mikill skipuleggjandi. En raunar hygg ég að hæfileikar hennar hefðu nýst henni vel á fleiri sviðum. Kristíana settist aldrei á skóla- bekk, fremur en önnur fátæk stúlkubörn í upphafi aldarinnar, en ég er þess fullviss að bóknám hefði legið prýðisvel fyrir henni. Hún var stálminnug, glöggskyggn og fljót að átta sig. Hún var töluverð hannyrða- kona, og stundaði einkum baldir- ingar. Þessa fíngerðu nákvæmn- isvinnu fékkst hún við fram yfir áttrætt, en valdi sér þó hin ein- faldari mynstur undir það síðasta. Ég kynntist Kristíönu, ömmu- systur minni, ekki fyrr en á efri árum hennar. Þá leigði hún mér herbergi og aðgang að eldhúsi sínu í sex ár. Við skröfuðum þá margt, og af henni fræddist ég um gamla daga í Reykjavík og í Skagafirði. Kristíana var ákaflega frænd- rækin og vinföst. Hún var félags- lynd og glaðsinna og þróttmikil í lund. Beiskja eða biturð varð ekki fundin í hennar fari. Það mun engan undra, sem þekkti Kristíönu, að hún hafði fyrir mörgum árum gert ýmsar ráðstafanir varðandi útför sína. Hún hafði látið festa á blað fáein- ar upplýsingar um helstu ævi- atriði sin handa prestinum sem jarðsyngi hana. Þetta eru aðeins fáeinar linur og allt beinharðar staðreyndir, nema þessi lokaorð: „Hún vill láta þess getið að hún hafi á lífsleiðinni kynnst mörgum, bæði skyldum og vandalausum, sem hafi sýnt henni mikla tryggð er hún þakkar hjartanlega." Ég vildi einnig að leiðarlokum mega þakka Kristíönu frænku minni fyrir kynnin. Blessuð sé minning hennar. Hanna Dóra Pétursdóttir Fyrirliggjandi í birgðastöð KALDVALSAÐ PJ Stál SPO 10.03-12.03 Plötuþykktir frá 0.8 - 2 mm Plötustærðir 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 SIGUKVEGARINN! MAZDA 626 er margfaldur verðlaunabíll og metsölubíll á Islandi sem annars staðar. \Jerð:626 LA MatchbacH 2.0L mA/öHvastýri. Kr. 482.017. Til öryrHja ca Hr. 376.017.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.