Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 52

Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 52
52 MORGtíNBLAÐID, FIMMTUDAGUR18. ÁFRÍL tíSfi’ Bergsteinunn Berg- steinsdóttir Hafnar- firði — Minning Fædd 4. september 1888 Dáin 9. aprfl 1985 í dag, fimmtudaginn 18. april, fer fram útför frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Á Stór-Reykjavík- ursvæðinu eru þær athafnir að sjálfsögðu svo algengar, að hver einstök telzt ekki til stórtíðinda, nema að sá, sem þar kveður heim- inn, sé nánast þjóðkunnur. En stöldrum samt ögn við hér. Þetta var 96 ára gömul ekkja, sem alið hafði 11 börn, faðir hennar hafði andast um það bil sjö mán- uðum fyrir fæðingu hennar og tveir föðurbræður hennar hlotið hina votu gröf á gamlársdag 1887. Var mikill mannskaði að öllum þessum bræðrum, segir í endur- minningum rituðum í Faxa, tíma- rit þeirra Keflvíkinga, og mun það ekki ofmælt. Eldri systkini Bergsteinunnar, svo og hún, allt var það fætt í Keflavík. Móðir þeirra, Guðrún Guðmundsdóttir, þótti mikill kvenkostur, þegar hún kom ung að árum frá fæðingarstað sínum í Grindavík til Keflavíkur. En sitt hvað er gæfa og gjörvuleiki. Mun Guðrún aldrei hafa orðið heil heilsu, eftir þá miklu raun að missa mann sinn frá þrem börn- um og hinu fjórða ófæddu, og þá ekki síður það að þurfa að láta þau öll frá sér, eitt af öðru. En oftast leggst líkn með þraut. Börnin voru öll hin mannvænlegustu og í fyllsta máta ósérhlífin til hvers- konar nytjastarfa, enda þurfti slíks með á þeim timum. Berg- steinunni var komið í fóstur að Steinum í Leiru, til þeirra ólafs Bjarnasonar og konu hans Hall- beru. Leit hún mikið upp til þeirra, já, þótti innilega vænt um Ólaf fóstra sinn. Áður en hún náði tvítugsaldrin- um var hún manni gefin. Sá hét Vilhjálmur og var Guðmundsson, kominn austan úr Holtum og fór hátfðleg giftingarathöfn þeirra fram í Útskálakirkju 1906. Þau settust að í Grænagarði í Leiru og ekki hentaði að sitja auðum hönd- um fremur en fyrri daginn, með því og að þau breyttu eftir þeim boðum að vera frjósöm og uppfylla jörðina ... f Grænagarði fæddust tvíbur- arnir Hallbera og Jóhann og svo Sigurbjartur, Sigurjón, Ingimar og Guðbjörg. Árið 1915 var brugð- ið á það ráð að flytjast til Hafnar- t Elginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, OLIVER STEINN JÓHANNESSON, Arnarhrauni 44, Hafnarfiröi, lést I Landakotsspítala mánudaglnn 15. april. Sigrföur Þórdfs Borgadóttir, Guóbjörg Lilja Oliversdóttir, Jóhannes örn Oliversson, Bergur Siguröur Oliversson, tengdabörn og barnabörn. t LILLIAN JOHANNSEN, Kaupmannahöfn, lést miövikudaginn 10. april eftir langvarandl sjúkdóm. Jaröarförin fer fram frá Ansgarskirkju, Maagevej, Kaupmannahöfn, fimmtudaginn 8. april kl. 13.00. Oanski kvennaklúbburinn. LILLIAN JOHANNSEN, Kebenhavn, dede onsdag 10. aprii efter langtids sygdom. Begravelsen forgár fra Ansgars kirke, Maagevej, Kobenhavn, tors- dag 8. april kl. 13.00. Dansk kvindeklub. t Eigínmaöur minn og faöir okkar, ANDRÉS GUDMUNDSSON, Borgarbraut 70, Borgarnesi, andaöist I sjúkrahúsi Akraness þriöjudaginn 16. april. Jaröarförin fer fram i Borgarneskirkju laugardaginn 20. april kl. 14.00. Lilja FinnsdótJir og börn. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, ÁSGEIR KRISTJÁNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, 13. april. Jaröarförin ákveöin 20. april kl. 13.30 frá Akureyrarkirkju. Þóra Asgeirsdóttir, Hólmfrióur Ásgeirsdóttir, Ásdfs Ásgeirsdóttir, Karl Ásgeirsson, Vilborg Ásgeirsdóttir, Steingrfmur Kristjánsson, Guömundur Haraldsson, Friörik Lsósson, Klara Heióberg Árnadóttir, Hekla Geirdal, barnabörn og barnabarnabörn. t Eigínmaöur minn, faöir okkar og tengdafaöir, TYRFINGUR ÞÓRARINSSON, Ásvegi 10, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. april kl. 10.30. Lára Þóröardóttir, Þóröur Tyrfingsson, Mitta B. Tyrfingsson, Þórarinn Tyrfingsson, Hildur Björnsdóttir, Pátur Tyrtingsson, Svava Guómundsdóttir. t GUÐBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Háaleitisbraut 32, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19.aprilkl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Krabbameins- félag Islands. Ari Agnarsson, Leonhard I. Haraldsson, Amalfa H. H. Skúladóttir, Haukur Haraldsson, Sigurbjörg Aöalsteinsdóttir og barnabörn hinnar látnu. t Frænka okkar, VILBORG JÓNSDÓTTIR frá Hofi á Skagaströnd, Droplaugarstööum, Reykjavfk, veröur jarösett frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. april kl. 3.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á orgelsjóö Hallgrlmskirkju. Fyrir hönd vandamanna, Sigrföur Nfelsdóttir, Björn Jakobason. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, VIGDÍS RUNÓLFSDÓTTIR, Vallarbraut 17, Akranesi, veröur jarösungin frá Akraneskirkju laugardaglnn 20. aprll kl. 11.30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Utför mannsins mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, GUOLAUGS OTTÓS MAGNÚSSONAR, Skólavöllum 14, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 19. aprii kl. 15.00. Margrét Kristbjörnsdóttir, Kristbjörn Guölaugsson, Lfna Guömundsdóttir, Vilborg Guölaugsdóttir, Guömundur Jón Kristvinsson og barnabörn. t Eiginmaöur minn, stjúpfaöir okkar, tengdafaölr og bróöir, HAFSTEINN ÞORSTEINSSON, sfmstjóri, Smáragötu 3, veröur jarösunginn frá Dómklrkjunnl föstudaginn 19.aprilkl. 13.30. Nanna Þormóös, Sigfús Sveinsson. Guörún Ó. Sveinsdóttir, Kristinn Guöjónsson, Emilfa Snorrason, Guórún Þ. Sfvertsen. t Þökkum auösýnda samúö og vlnarhug viö andlát og jaröarför MARBJÖRNS BJÖRNSSONAR, Granaskjóli 16. Jórunn Ingvarsdóttir og systkini hlns látna. fjarðar. Má vera að það hafi verið vegna fjölbreyttari atvinnumögu- leika og í Firðinum stundaði Vil- hjálmur einkum akstur og hélt sig við gömlu, eða að segja má ís- lenzku „miðalda“-tilhögunina, að notast við hestvagna. Oft hafði Bergsteinunn minnzt á ólaf á Steinum áðurnefndan, að sig lang- aði að koma upp nafni hans. Varð það úr, eftir fyrstu barneign henn- ar í Hafnarfirði. Það er að sjálfsögðu „óli Villa“. En ekki er mér vinnandi vegur að fara út í greinargerð fyrir af- komendum Bergsteinunnar, svo umfangsmikið væri það. Fjögur komu i heiminn á eftir ólafi, þau Helga, Guðrún, Dóróthea og Magnús. Fjögur þessara ellefu systkina eru nú látin. Fjölskyldan komst undir eigið þak í Hafnarfirði árið 1925 og máttu þar reyndar þröngt sáttir sitja. Ög í gegnum þetta allt komst Bergsteinunn, með sínum útdeilda verði af guðstrú og glað- lyndi. Barnahópurinn stóri lærði bænir og vers, en einnig kunni hún sæg ljóða veraldlegs efnis og hafði jafnan hjá sér bók i eldhúsinu til að líta í, ef einhver tómstund gæf- ist þennan daginn, sem raunar var undir hælinn lagt. í október 1943 gekk hún í Kvæðamannafélag Hafnarfjarðar og var þar að segja má hrókur alls fagnaðar. Já, allt var líf og þróttur umhverfis Bergsteinunni, bæði heima og heiman. Mér er minn- isstætt þegar leikinn var á árshá- tíð félagsins sjónleikurinn Kvöld- vaka í baðstofunnni, eftir föður minn. Bergsteinunn lék Þóru vinnukonu, en ég lék Grím fjár- mann. Höfundurinn hafði hagað því svo til, að auðheyrt var að Þóra bar Grím mjög fyrir brjóst- inu, eins og það er orðað. T.d. þeg- ar Árni vinnumaður ætlaði að fara að kveða, þá segir Þóra: „Það er verst að hann Grímur er ekki kominn heim frá beitarhúsunum ennþá, svo að hann getur ekki heyrt rímuna.“ Svo þegar Grímur kom, var hún fljót til að huga að fótabúnaði hans og mat handa honum. Já, ég minntist á lífið og þrótt- inn. En þetta átti eftir að breyt- ast. Síðustu sextán árin var Berg- steinunn á Sólvangi. Þar af voru mörg ár sem ekki var talið að hún vissi í þennan heim né annan. Og nú vil ég að lokum víkja lít- illega aftur að Kvæðamannafélag- inu. Formaður þess um tugi ára var Hannes Jónsson. Þegar líkams- leifar hans voru lagðar til hinztu hvíldar, sumarið 1960, veitti Bergsteinunn því athygli í garðin- um, að leiði ástvina hennar voru þar svo að segja við hliðina. Ég sá hana bera klút að augum sér og um leið sagði hún svo sem við sjálfa sig, i klökkum en vingjarn- legum tón: „Nú, já. Við Hannes eigum þá eftir að vera nágrann- ar.“ Já. Nú leggst holdið til hvíldar í þessu „nágrenni", en andinn fer til guðs sem gaf hann. Fari hún í friði, vinkona mín og margra barna móðir. Magnús Jónsson Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLl skal vakin á því, að afmelis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- cfni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.