Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 55
Rótað í kístu minninganna
eftir Jóhann
Þórólfsson
Margar gamlar minningar leita
á hugann hjá manni, sem er að
verða hálfáttræður. Tímana
tvenna, fátækt og velmegun man
sá er svo lengi hefur lifað.
Þegar ég var að vaxa úr grasi
heima á Reyðarfirði var mikil fá-
tækt eins og víðar á Austurlandi. I
þá daga var nokkuð um það að fólk
þyrfti að segja sig til sveitar svo
ömurlegt sem það var. Nú heimta
allir allt af öðrum.
Já, margt hefur breytzt, sumt til
hins betra en annað er lakara.
Fyrst ég er farinn að láta hugann
reika, þá er rétt að minna yngri
kynslóðina á það, hversu Reyð-
arfjörður var byggður upp og
hverjir gerðu það.
Aðallega voru það þrír aðilar,
Rolf Johansen, mikill og góður at-
hafnamaður, Kaupfélag Hér-
aðsbúa og þeir Bóasar-bræður,
sem veittu mikla vinnu gegnum
sinn rekstur, útgerðar- og at-
hafnamenn hinir ágætustu. Sú út-
gerðarsaga er orðin löng og af-
komendurnir teknir við merki
þeirra. Já, margt kemur upp I
huga minn, þegar horft er aftur
um fjölda ára.
1930 fengu Reyðfirðingar raf-
magn fyrir dugnað og framtaks-
semi Þorsteins Jónssonar, kaupfé-
lagsstjóra og oddvita, sem lengi
hafði barizt fyrir þessu. Það var
stórhátíð í þorpinu, þegar kveikt
var á Ijósunum bæði inni og úti og
allt varð uppljómað. í þá daga
voru bara 300 íbúar heima, svo
þetta var mikið átak. En svo ég
víki að sjálfum mér, þá byrjaði ég
að róa með föður mínum á árabát
12 ára gamall. Fleyturnar voru
ekki stórar í þá daga. Við lágum
við, eins og það var kallað, á Vatt-
arnesi yzt í firðinum. Allur fiskur
var saltaður og fluttur hálfsmán-
aðarlega inn á Reyðarfjörð og var
svo verkaður þar.
Rolf Johansen keypti fiskinn.
Það þótti gott, ef tveir menn á bát
fengu yfir sumarið 50 skippund.
Þá var allt talið í skippundum. 8
mótorbátar voru þá heima, þetta
frá 4 tonnum upp í 9 tonn. Það er
gaman að segja frá því að 1924
lagði fjörðinn út að Mjóeyri, sem
kölluð er, svo ekki var skipgengt,
og menn urðu að flýja með bátana
út á Eskifjörð undan ísnum.
Þeir héldu svo áfram að róa.
Það var beitt inni á Reyðarfirði og
bjóðin dregin út að ísskörinni þar
sem bátarnir lögðust að, en ekki
man ég nú hvar þeir lögðu upp
fiskinn.
Þá er vert að geta þess að 1940
var í þessu litla byggðarlagi 3600
manna setulið, sem margir
græddu vel á, setuliðsvinnan var
mörgum drjúg tekjulind. Mér
dettur í hug vísa, sem var svona:
Inni á Melnum ýmsir telja
. ekki lítinn auð.
Þeir eru klókir sem þar selja
soltnum mönnum brauð.
Það sást varla Reyðfirðingur
innan um þennan skara, en margir
höfðu gott af hernum, bæði ávexti,
brennivín og niðursoðið kjöt og
ýmislegt fleira.
Ég vil geta þess að ég var alinn
upp á Reyðarfirði hjá foreldrum
mínum Katrínu og Þórólfi, sem
bjuggu þar til dauðadags. Pabbi
byggði steinhús 1914, sem hann
nefndi Sjólyst. Já, Reyðarfjörður
er elskulegur staður og fallegastur
fjarða á Austurlandi. Þar býr
elskulegt fólk og frá því á ég
margar bjartar minningar. Aldrei
gleymi ég blómlegu félagslífi þar.
Þar starfa leikfélag, kvenfélag,
Lionsklúbbur og verkalýðsfélag,
svo eitthvað sé nefnt. Einnig má
geta þorrablótanna, sem eru eins
konar árshátíðir Reyðfirðinga og
eru yfir 60 ára gömul. Ég get þess
hér að Reyðfirðingar voru svo
heppnir að fá í byggðarlagið fyrir
nokkrum árum leikritahöfund og
mikinn forystukraft í leikfélags-
málum. Margrét heitir hún
Traustadóttir og er bankafulltrúi.
Áður en ég lýk þessu vil ég láta
það koma fram, að Sigfús Krist-
insson gaf út bókina Dömur,
draugar og dándimenn, en hann
var félagi minn í bifreiðaakstri
hér áður. Þeir sem lesið hafa bók-
ina segja mér, að þar sé sagt, að ég
hafi lagzt undir bíl i sparifötun-
um, þegar ég hafi séð Þorstein
kaupfélagsstjóra koma. Þetta er
auðvitað haugalygi, enda ástæðu-
laust að vera hræddur við Þor-
stein. Hjá honum vann ég í 29 ár
og við vorum beztu vinir og ég á
margar góðar endurminningar frá
þeim hjónum. Þau bjuggu i húsi er
Hermes heitir og þar var ég
heimagangur. Við Sigfús vorum i
mörg ár starfsfélagar og ég skil
satt að segja ekki, hvað kemur til
að hann lýgur þessu upp á mig,
enda trúir þessu enginn sem þekk-
ir okkur báða. Ég held nú að hann
sé ekki fæddur rithöfundur.
Nú skal vikið að nútímanum.
Blómlegt athafnalíf er á haustin á
Reyðarfirði. Þar eru 4 söltunar-
stöðvar og yfir 20 þúsund tunnur
saltaðar á sl. hausti. Þar af saltaði
Gísli bróðir minn 6500 tunnur en
Áfengissalan fyrstu þrjá mánuði ársins:
íslendingar keyptu áfengi
392.255.411 krónur
fyrir
ÁFENGISVARNARÁÐ hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlit yfir áfengissölu
á landinu frá i. janúar til 31. mars árin 1985 og 1984. Yfirlitið er unnið eftir
heimildum frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
Heildarsala:
Selt í og frá Reykjavík .......................... kr.
Selt á og frá Akureyri ............................ kr.
Selt á og frá ísafirði .......................... kr.
Selt á og frá Siglufirði ........................ kr.
Selt á og frá Seyðisfirði ........................ kr.
Selt í og frá Keflavik ............................ kr.
Selt í og frá Vestmannaeyjum ...................... kr.
Selt á og frá Akranesi .......................... kr.
Selt á og frá Sauðárkróki ......................... kr.
Selt á og frá Selfossi ............................ kr.
Sömu mánuði 1984 var salan sem hér segir
Selt í og frá Reykjavík ............................ kr.
Selt á og frá Akureyri ............................. kr.
Selt á og frá ísafirði ............................. kr.
Selt á og frá Siglufirði ........................... kr.
Selt á og frá Seyðisfirði .......................... kr.
Selt í og frá Keflavík ............................. kr.
Selt í og frá Vestmannaeyjum ....................... kr.
Selt á og frá Akranesi ............................. kr.
Selt á og frá Sauðárkróki .......................... kr.
Selt á og frá Selfossi ............................. kr.
hann hefur lengi verið athafna-
samur, byggði frystihús átti stór-
an bát, rak síldarsöltun, en missti
heilsuna, en heldur þó áfram
ótrauður sínu þarfa starfi. Gleym-
inn er ég nú orðinn, en ég minni þó
á það, hversu langur fjörðurinn
okkar er. Reyðarfjörður er einhver
lengsti fjörður landsins, 14 mílur
frá Vattarnestanga inn í kauptún-
ið.
Þar er höfn afar góð og uppskip-
unarhöfn fyrir Austurland. Eim-
skip ætlar nú að láta Fossana
sigla beint á Reyðarfjörð og þar
verður vörunum skipað upp og
þær svo fluttar þaðan. Áður en
kaupfélag kom í Egilsstaði verzl-
uðu 13 hreppar við kaupfélagið á
Reyðarfirði, svo oft var þar líf í
tuskunum.
Nú treysta menn á að kísil-
málmverksmiðja verði byggð sem
fyrst en við það verður mikil
breyting í atvinnu og byggð mun
blómgast. Vonandi verður það sem
fyrst. Ég sendi svo mínar bpztu
óskir og kveðjur til allra Reyðfirð-
inga og bið þeim og byggðinni allr-
ar blessunar. Guð blessi og verndi
Reyðarfjörð og Reyðfirðinga.
Höfundur er fri Reydarfirii og var
þar bílstjóri í íratugi.
Jóhann Þórólfsson. Myndin tekin á
sjötugsafmæli hans.
275.963.701
33.093.550
12.155.510
3.401.850
9.525.240
19.105.740
9.634.350
9.669.460
7.049.360
12.656.650
Kr. 392.255.411
190.451.282
22.418.810
7.879.722
2.237.166
6.144.836
14.331.280
7.400.608
6.553.770
4.539.690
1.269.010
Kaupgarður
Matvörumarkaöur, Engihjalla 8, Kópavogi
Símar 44455 og 44311
talin
Kr. 263.226.174
— miðað við sama tíma 1985 — er u.þ.b.
Aukning í krónum
49,02%.
Verð á sumum tegundum hefur verið hækkað á tfmabilinu en verði
annarra hefur verið haldið lítt breyttu.
Kaupgaróur