Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 57

Morgunblaðið - 18.04.1985, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL1985 57 okkur aldrei, þar er alltaf mögu- leiki að sigta úr það sem betur mætti fara og halda áfram að vinna þangað til við erum fylli- lega sátt við útkomuna. Allt of margir kasta til höndunum og nýta ekki möguleikana sem vinna í hljóðveri býður upp á.“ Stoð Pat og stytta er eiginmað- ur hennar, Neil Geraldo. Hann sér um útsetningar á tónlistinni og er jafnframt gítarleikari sveitarinnar. Þau hafa verið hjón og samstarfsmenn í næstum tiu ár og unnu saman að tónlistinni alveg frá byrjun. Hvað segir Pat um stöðu mála í dag: „Ég býst ekki við að ég hætti nærri strax, það er svo fádæma gaman að halda hljómleika og ferðast. Spennan er gífurleg, spurningin hvort manni takist að ná til áhorfenda eða ekki. Þegar það tekst, þá veit ég varla meiri ham- ingju ... “ — Það veltur á því hvernig ég er fyrirkölluð hverju sinni. Stundum hef ég þetta allt í kollinum og það tekur mig hreint enga stund, en svo koma tímar þegar ég sit heilu næt- urnar og veit ekkert hvað ég get sagt eða hvaða tónlist ég get leikið. Beinist hugurinn að fjölmiðl- un áfram? — Tvímælalaust. Ég hef ekki losnað við þá óra úr kollinum að ég geti skrifað og á eftir að sanna það fyrir sjálfri mér. Ég verð þó líklega á rásinni eitt- hvað áfram því þar á ég enn svo mikið ólært. Áður en maður fer að demba sér út í fjölmiðlanám er ágætt að sjá hvernig þetta á við mann því þó þetta starf sé skemmtilegt þá fylgir starfi í fjölmiðlum viss streita og ég á eftir að sjá hvort ég er mann- eskja til að standa undir því. Það er ekki laust við að ég sé komin með hálfgerða útvarps- bakteríu, en þetta verður allt að koma í ljós með tímanum — Ertu í annarri vinrtu með þáttagerðinni? Ég hef verið að þýða dálítið undanfarið og aöeins verið að skrifa og um þessar mundir er ég að kynna vörur fyrir Kjörís. — Ef þú fengir völdin á rás- inni í eigin hendur myndirðu þá vilja breyta einhverju. Eg myndi ekki vilja völdin í mínar hendur, svo einfalt er það, því þá væri ég örugglega komin með magasár á alvar- legu stigi eftir vikuna. Það er mátulegur skammtur fyrir mig að horfa stutta stund á hann Þorgeir vinna ... — Nú verðum við að setja punkt hérna, því á þessari síðu eru aldrei löng viðtöl. Við hefð- um þó eflaust getað haft þetta miklu lengra, því rabbað var miklu meira og kaffið ómælt sem ofan í okkur fór. GRG Rokkdrottningin Iitla, Pat Benatar, er að slá í gegn rétt einu sinni með nýútkominni plötu, „Trompico". Platan selst ört í Bandarikjunum og lög af henni, einkum „We Belong" ryðj- ast upp vinsældalista þar vestra. Gagnrýnendur á þeim slóðum eru auðvitað misjafnlega hrifnir, trúlega boðaði það stórtíðindi ef þeir yrðu allir sammála einn góð- an veðurdag. En flestir eru þó þeirrar skoðunar að með „Trop- ico“ hafi hnátan Pat stigið langt skref fram á við og sýnt og sann- að að hún sé fjarri því að vera stöðnuð sem hljómlistarmaður. „Ég er ánægð með afurðina," segir Pat og heldur áfram: „Ann- ars gæti ég aldrei gert þetta á eigin spýtur, það eru svo margir sem sameinast um verkið og þakka ber mörgum þegar því er lokið með farsælum hætti. Þegar við vinnum í hljóðveri flýtum við COSPER C PIB — Ég vil fá varalit, en hann verður að vera kossekta. APPLE WORKS ítarlegt og vandað námskeið í notkun fjölnotakerfisins APPLE WORKS. Leiðbeinendur: Halldór Krist)énsson Pótur Friðriksson varkfræðingur kerfisfrseðingur Tími: 22., 24., 29. og 30. apríl. kl. 17.00—18.00. Innritun í síma 687590. Stílhrein og ódýr sófasett Verö kr. 15.500. Kjör sem allir ráöa viö. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI4 SÍMI82275 LÆST DRIF í LADA Eigum fyrirliggjandi læst mismuna- drif í allar tegundir LADA bifreiöa. 40% og 75% læsing. Hagstætt verð. Skittiborð Verslun Verkstæði Soludeild 38600 39230 39760 31236 Bifreiðar & Landbúnaóarvélar hf Suðurlandsbraut 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.