Morgunblaðið - 18.04.1985, Side 62
62
MORGUNBLAtilP, FIMMTÚDAGUR18. APRlL 1985
\
mnm
b/Ko
C> 1984 Universal Press Syndicate
/(t?OjU v'ilja öLL fá k&P-Pf."
lcve 25...
... að halda skrá
yfir punkta hans í
mini-golfinu.
'TM Hn. U.S. Pat on.-n rtghtt reMrvad
• W f Los Angdn Tkms Syndkate
3±r."
HÖGNI HREKKVÍSI
,é<5 H6LP éG H/6-TTI AP ÖEFA ÞÉR
STIhCKPILLURMAR
Hestamenn hlífi
gróðri á útreiðum
Hestamenn í Reykjavík og ná-
grenni.
Umhverfis Reykjavík eru marg-
ar góðar og fallegar reiðleiðir eins
og við vitum. Þ6 vill það brenna
við að við höldum okkur ekki á
þessum leiðum og skemmum þá
oft gróður, sérstaklega nú undir
vorið þegar frost er að fara úr
jörðu og gróður er viðkvæmastur.
Vil ég nefna um þetta fáein dæmi.
Niður með Bústaðaveginum er
grasspilda á milli götu og hita-
veitustokks sem ber veruleg merki
þess að hún hefur orðið fyrir
átroðningi hesta. Ef það er nauð-
synlegt að ríða þarna niður með
verða menn að halda sig á malbiki
eða gangbrautum, nú þegar jörðin
er það blaut að fætur hestanna
sökkva í. Þetta ætti ekki að reyna
svo mikið á fætur hestanna ef far-
ið er rólega. Ég á ekki við að menn
riði Bústaðaveginn sjálfan, heldur
t.d. í efstu götunum í Fossvogin-
um, þar sem umferð er lítil. Raun-
ar ætti að vera óþarfi að ríða
þarna niður því að prýðis reiðleið-
ir eru upp með Elliðaánum. Það
má til gamans geta þess að til
stendur að gera reiðleið alla leið
vestur á Seltjarnarnes og er von-
andi að úr því verði sem fyrst.
Hestaumferð á til þess gerðum
vegum lífgar auðvitað upp á bæj-
arbraginn.
Annar staður sem ég vil nefna
er leiðin sem hestamenn fara oft,
úr Víðidalnum og upp að Korp-
úlfsstöðum, með því að riða gegn-
um Árbæinn. Þar hafa orðið veru-
legar skemmdir á grasflötum sem
riðið hefur verið yfír í hugsunar-
leysi. Þarna er um mjög stutta leið
eftir malbiki að fara til þess að
þurfa ekki að fara inn á grasið.
Sérstaklega vil ég nefna leiðina
meðfram Árbæjarskólanum, þar
sem er reiðvegur meðfram gras-
brekku en þó hefur verið riðið upp
( hana og hún stórskemmd.
Áð lokum er vert að minnast á
Heiðmörkina sem er mjög vinsæl
til útreiða, en hún er mjög við-
kvæm á vorin. Forðast verður að
fara út á grasfleti eða aðra gróð-
urfleti með hestana, ekki heldur
þegar áð er, því ótrúlega miklar
skemmdir verða þarna við
minnsta átroðning. Borgaryfir-
völd eða hestamannafélögin gætu
í sameiningu komið upp grindum
til að binda hestana við á helstu
áningarstöðum. Þessar grindur
gætu t.d. verið við kanta á hinum
fjölmörgu bílastæðum sem þarna
eru.
Ég vil einnig brýna fyrir bæði
hestamönnum og ökumönnum að
sýna hvorir öðrum gagnkvæma
tillitssemi, þar sem umferð þeirra
fer saman. Hestamenn eiga að
víkja eins vel fyrir bflum og kost-
ur er og reyna að tefja ekki um-
ferðina óþarfíega mikið. ökumenn
verða að hægja mjög ferðina og
aka aðeins löturhægt framhjá
hestunum þvi þeir geta alltaf
fælst, með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum fyrir bæði knapa, hest
og bil. Þetta síðastnefnda er al-
gjört lifsspursmál en á þvi er
verulegur misbrestur.
Að endingu þetta: Hestamenn,
hlifum gróðri við hestatraðki og
sýnum tillitssemi í umferðinni.
Ökumenn, akið með ýtrustu gætni
framhjá hestum.
Virðingarfyllst:
Hestamaður.
Bréfritari brýnir fyrir hestamönnum að halda sig á reiðleiðunum umhverfis Reykjavík þar sem gróður sé afar
viðkvæmur á vorin.
Myndir með fréttum
fyrir heymarskerta
Mig hefur lengi langað til þess
að þú, Velvakandi, kæmir fyrir mig
spurningu á framfæri, sem snertir
sjónvarpsfréttir fyrir fólkið með
skertu heyrnina.
Hefur fram farið nokkur könn-
un á því hvort hinir heyrnar-
skertu séu ánægðir með fréttir
sjónvarpsins, hvernig þær eru
framreiddar handa þessu fólki?
— Er t.d. ánægja með að frétt-
irnar séu myndalausar? Er
ánægja með að fréttalestur fari
fram fyrir aðalfréttatímann eins
og nú er. Eða væri betra fyrir-
komulag að fréttalesturinn færi
fram að loknum aðalfréttatiman-
um, þegar búið er að renna í gegn
öllum fréttamyndum tilheyrandi
fréttatímanum. Svo gæti verið
fróðlegt að heyra hvort veður-
fréttir eru sagðar á táknmáli?
Þessari fyrirspurn er ekki að-
eins beint til útvarpsins heldur
og til félagssamtaka sem gæta
hagsmuna heyrnaskertra.
Gamall vesturbæingur, þó
með fulla heyrn.
j