Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1986 63 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 14-15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS j\m ujMunroí -um' -v o ir Bréfritari dregur ( efa að hverskonar skordýr og annað kvikt í grasrótinni lifi af þar sera sinueldar hafa geisað og jafnframt telur hann að fuglar álíti sviðna jörð lítt ákjósanlega sem varplendi. Sinubrunar skað- legir lífríkinu? Blöðin hafa sagt frá því nú í vor að sinubrunar hafi verið að því er virðist með allra mesta móti, jafn- vel meiri en undanfarin ár. Sinu- bruni leiddi til stórtjóns eins og lesendur blaðanna eflaust muna. Fróðlegt væri og óskandi að Rannsóknarstofnun landbúnaðar- ins gerði grein fyrir því í blöðun- um, svo almenningur megi sjá hvort sinubrunar geri einhvert gagn fyrir jarðargróðurinn. Trú- lega hefur stofnunin látið kanna gildi sinubrunanna, þvf það virðist mikið land verða sviðið á hverju vori. Það ætti að nægja til þess, að maður gefi sér að spurningin um gildi sinubruna hafi verið tekin vísindalegum tökum af stofnun sem Rannsóknastofnun landbún- aðarins. Spurningin um sinubruna snýr lka að öðrum þáttum lífríkisins. Er það ekki heldur ósennilegt t.d. að hverskonar skordýr og púpur og annað kvikt í grasrótinni lifi af þar sem sinueldar hafa geisað? Órugglega ekki. Því væri fróðlegt að heyra álit Náttúrufræðistofn- unarinnar, einkum fuglafræðinga, á áhrifum sinubruna. Það kæmi mér ekki á óvart að það land sem sinueldar hafa geisað um sé í aug- um fuglanna aðeins sviðin jörð. Þar geti þeir ekki gert sér hreiður. Hugsanlegt er það líka að landið sem sinueldar hafa skilið eftir svart og sviðið sé frá móður nátt- úru hugsað sem forðabúr fyrir farfuglana, er þeir koma til lands- ins eftir flugið yfir hafið. Vera má að hægt sé að svara þessum hugieiðingum öllum með því að benda á einhverja reglugerð sem gildir varðandi sinubruna hér á landi. Er hún ekki búin að vera aðeins bókstafur sem enginn man lengur eftir að til sé — steindauð- ur bókstafur, sem nauðsynlegt er að ráða bót á hið fyrsta og ekki aðeins setja regturnar heldur og að halda slíkum lagabókstaf lif- andi gagnvart fólkinu i landinu. Þar hafa blöðin verk að vinna. Fugla- og náttúruskoðari Þessir hringdu . . . Bruninn varð árið 1920 Egill Sigurðsson hringdi: Föstudaginn 12. apríl sl. skrif- ar Árni Helgason grein í Morg- unblaðið um W.Th. Möller póstmeistara. Langar mig til að benda á eina rangfærslu í greininni. Á einum stað segir Árni: „Bókasöfnun hætti hann þegar hann varð fyrir þeirri miklu raun að heim- ili hans brann til grunna 1918 og bækur hans fórust allar.“ Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum, þar sem ég hélt dagbók hér á árum áður, að bruni þessi varð 15. febrúar 1920. Sýnt verði frá Hrísey Amma á Seltjarnarnesi hringdi: Stikluþættir ómars eru það besta í sjónvarpinu. Ég varð þó Höfnin í Hrísey. fyrir vonbrigðum með þátt hans frá Hrísey. Ekki hefði það tekið langan tíma að litast svolítið um á þessari fallegu eyju í stað þess að sýna okkur einungis bátinn hans Árna Tryggvasonar. Vonandi á Omar eftir að taka okkur í göngu með sér um eyna. Þá vil ég koma á framfæri þakklæti til Hildar Heimisdótt- ur fyrir Morgunstund barnanna. Það hefur aldrei áður hent á mínu heimili að á Morgunstund- ina hlustuðu aðrir en börnin. En sagan um Agnarögn vakti heldur betur athygli okkar allra því lestur og leikur Hildar Heimis- dóttur var svo frábær að hún hefði ekki staðið sig betur þótt hún væri sprenglærð úr ein- hverjum skólanum. Ef þessi stelpa hefur ekki leiklistarhæfi- leika þá hver? Hún verur að láta heyra í sér oftar. Gaman væri að vita hversu gömul hún er. Forvarnir gegn AIDS Kristín hringdi: Mig langar til að koma þeirri hugmynd á framfæri að einhver góðgerðarsamtök hér taki það að sér að skipuleggja og stjórna söfnun meðal almennings og verji ágóðanum til forvarna gegn sjúkdómnum AIDS, áunn- inni ónæmisbæklun, hér á Iandi. Ég er sannfærð um að al- menningur myndi taka slíkri söfnun vel. Hvers vegna eigum við að bíða eftir frumkvæði ríkisins og fljóta sofandi að feigðarósi? IVHSI kBnpgnq fyrirþig Klipptu og settu saman efni á VHS-kassettun- um þínum aö eigin vild. Hreinsaöu stubba af mörgum kassettum yfir á eina, settu saman eig- in dagskrá úr efni sem þú hefur tekiö upp. Fjöl- faldaöu efni sem þú vilt gefa kunningjunum. Leigjum út fullkomnustu klippi- og yfirfærslu- tæki sem til eru á markaönum fyrir VHS-kass- ettur. Viö klippum fyrir þig eöa þú getur klippt sjálfur, meö eöa án leiöbeinanda — ef þú óskar þess frekar, klippum viö eftir þinni uppskrift án þess þú þurfir aö vera viðstaddur. Upplýsingar í síma: 28810 eöa 45387. Tónleikar skóla æskunnar í Kópavogi 1985 Fimmtudagur 18. apríl Kvöldtónleikar í Kópavogskirkju kl. 20.30. Nem- endur Tónlistarskóla Kópavogs, kór Kársnes- og Þinghólsskóla og kór Menntaskólans í Kópa- vogi. Sunnudagurinn 21. apríl í íþróttahúsinu Digranesi kl. 15.00. Hljómsveit Tónlistarskólans í Kópavogi, kór Kárnes- og Þinghólsskóla, MK-kvartett og skólahljómsveit Kópavogs. Þriðjudagurinn 23. apríl Popptónleikar í íþróttahúsi Kársnesskóla kl. 20.00. Jazzband hornaflokks Kópavogs, Band nútímans og Voice. Skólanefnd Kópavogs Glæsileg boröstofu- húsgögn úr lútaöri furu Skápar, stækkanleg borö og stólar meö trésetu og áklæöi. Góö greiöslukjör. Húsgagn«v*rslun Rsykjsvfkurvsgi 68, Hstnsrfirði, sími 54343.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.