Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 18.04.1985, Qupperneq 68
9TT MMRT AU5 SHAAR FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Nýr samningur íslands og Sovétrikjanna: Saltsíldarkvóti hækkar um 50 þúsund tunnur VIÐMIÐUNARMÖRK á innflutningi saltsildar til Sovétríkjanna hafa nú veriö aukin um 50.000 tunnur í viðskiptasamningi ís- lands og Sovétríkjanna til næstu 5 ára. Á því samningstímabili, sem nú er að Ijúka, voru viðmiðunarmörkin 150.000 til 200.000 tunnur, en verða nú 200.000 til 250.000. Á síðasta ári náðust samningar um sölu á 200.000 tunnum til Sovétríkjanna. Inn- flutningsleyfi fyrir 160.000 tunnum fengust strax og síðan fyrir 25.000 tunnum til viðbótar. Leyfi fengust því ekki fyrir umsömdu magni. Morgunblaðið sneri sér vegna þessa til Gunnars Flóvenz, fram- kvæmdastjóra Síldarútvegs- nefndar, og innti hann álits á hækkun viðmiðunarmarkanna. „Ég er eftir ástæðum ánægður með niðurstöðurnar varðandi saltsíldarkvótann," sagði Gunn ar, „svo framarlega sem viðun- andi samningar takast um sjálfa síldarsöluna og svo framarlega sem heimildir verða gefnar af 7 málfu sovézkra stjórnvalda til að Úrskurða Jón Pál í keppnis- bann NEFND skipuð af ÍSÍ hefur úr- skurðað kraftlyftingamanninn Jón Pál Sigmarsson i tveggja ira keppnisbann fyrir að msta ekki í lyfiapróf hjá Lyfjaeftirlits- nefnd ISI. Nefndin telur jafnframt að Jón Páll hafi ekki sagt sig löglega úr KR og þvi hafi hún fulla heimild til þess að fella þennan úrskurð. Guðmundur Þórarinsson formaður Lyftingasambands íslands sem átti sæti í nefnd- inni telur að Jón Páll hafi sagt sig úr KR á fyllilega löglegan hátt og var á móti því að Jón yrði úrskurðaður í keppnis- bannið. Sjá nánar á íþróttasíðu. taka upp samningaviðræður við okkur í tæka tíð vegna undirbún- ings nýrrar vertíðar, en á því varð verulegur dráttur í fyrra, sem olli okkur miklum vandræð- um. Við óskuðum eftir því, að salt- sildarkvótinn yrði hækkaður úr 150.000 til 200.000 tunnum í 250.000 til 300.000 tunnur, en á þá hækkun gátu Sovétmenn ekki fallizt vegna aukinna eigin síld- veiða og aukins framboðs á saltsíld á sovézka markaðnum frá öðrum löndum, að sögn samninganefndarinnar. Það var ekki fyrr en á síðustu stundu að samkomulag tókst um 50.000 tunna kvótahækkun á saltsíld- inni. Aftur á móti féllust So- vétmenn strax í byrjun viðræðn- anna á mikla hækkun á kvóta fyrir fryst flök, en þangað hafa einkum verið seld karfaflök," sagði Gunnar Flóvenz. Sjá einnig fréttir á bls. 4. Grundartangi: Morgunblaöið/SÍRurgeir Fallegum vertríðarþorski landað úr Scfaxa VE 25. Skipstjórínn og út- gerðarmaðurinn Þórarinn Eiríksson losar úr málinu á bflinn. Þeir skila sínu á land, litlu bátarnir. Vestmannaeyjar: Suðurey VE ,v aflahæst með 902 tonn Vestmannaeyjum, 17. aprfl. VERTlÐARAFLINN í ár var nú um miðjan þennan mánuð 16.210,8 tonn, bátaafli 11.088,6 tonn 1 1508 löndunum og togaraafli 5.122,2 tonn í 53 löndunum. Aflinn nú er röskum 4000 tonnum lakari en á sama tíma í fyrra og spilar þar verkfallið stærstu rulluna auk þess sem ufsaafli var mun minni í janú- ar nú en á síðasta ári. Meðalafli í löndun hjá netabátum er nú nær hinn sami og á sama tímabili í fyrra, 12 tonn nú en 12,4 tonn í fyrra, en hins vegar er meðalafli togara tæpum 30 tonnum lakari nú en í fyrra. Á þessu árí var landað hér 67.859 tonnum af loðnu þannig að heildaraflinn þann 15. aprfl var alls 84.059 tonn. Sigurður Georgsson, skipstjóri á Suðurey VE 500, hefur nú tekið afgerandi forustu i keppninni um aflakóngstitilinn á þessari vertíð, en hann hampaði einmitt þeim eftirsótta titli á síðustu vetrarvertíð. Suðurey var þann 15. apríl komin með að landi 902,5 tonn en næsti bátur, Þór- unn Sveinsdóttir VE var þá með 702,7 tonn, ófeigur VE með 633,9 tonn og Bjarnarey VE, með 601 tonn. Fleiri bátar höfðu ekki komist yfir 600 tonna markið. Smáey var með mestan afla trollbáta, 277,9 tonn, Kristbjörg var með mestan afla smábáta, 34,3 tonn, og Breki var aflahæst- ur togara með 1.209,5 tonn í 8 löndunum. - hkj Verður Elkem hluthafi í kísilmálmverksmiðju? Talin mörgum milljónum dollara ódýrari kostur en verksmiðja á Reyðarfirði KÖNNUN fer nú fram á því hver kostnaður væri af því að byggja kís- ilmálmverksmiðju á Grundartanga, og þá jafnvel í samvinnu við Elkem, í stað þeirrar verksmiðju sem fyrir- hugað er að reisa á Reyðarfirði. Við- ræður þar að lútandi eru að hefjast á milli stóriðjunefndar og Elkem. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þá mun það vera verulega ódýrara að reisa slíka verksmiðju á Grundartanga, og hafa tölur sem skipta milljónum dollara veríð nefndar í þessu sambandi. Sömu heimildir herma að Elkem, sem fram til þessa hefur ekki haft áhuga Sauðárkróksflugvöllur næsti völlur fyrir millilandaflug? ÁKVÖRÐUN um hvaða flugvöllur á landinu verður valinn sem vara- flugvöllur fyrír millilandaflug verður tekin fljótlega, að sögn Matthíasar Bjarnasonar samgönguráðherra. Hann segir að af þeim fjórum flug- völlum sem helst koma til greina sé flugvöllurinn á Sauðárkróki mjög •*farlega á blaði. Þar séu aðflugs- aðstæður hvað beztar, ennfremur sé mögulegt að leggja heitavatnslagnir undir flugbrautina þar, þannig að miklar fjárhæðir sparist í snjó- mokstri og sandburði. Matthías sagði að þeir flugvellir sem helst væru nú taldir koma til greina væru flugvöllurinn í Aðal- dal við Húsavík, Egilsstaðaflug- völlur, Akureyrarflugvöllur og Sauðárkróksflugvöllur. Hann sagði ennfremur að hann biði nú umsagnar flugmálanefndar um þetta mál, en hún annast heildar- úttekt á framkvæmdum flugmála. Samgönguráðherra kvaðst gera ríkisstjóminni grein fyrir ákvörð- un sinni mjög fljótlega en síðan yrði það í höndum Alþingis að ákveða fjárveitingar til slíks flugvallar, þegar þar að kæmi. Hann tók fram í lokin, að þó að einn þessara fjögurra flugvalla yrði nú fyrir valinu þýddi það ekki að aðrir flugvellir yrðu ekki gerðir að millilandaflugvöllum, þó síðar yrði. á að fara út í slíka samvinnu við fslendinga, hafi sýnt þessu máli tals- verðan áhuga upp á síðkastið. „Það hefur komið til tals að það gæti verið ódýrara að reisa slíka verksmiðju á Grundartanga, ekki síst ef það er gert í samvinnu við Elkem, sem er eignaraðili að Járn- blendifélaginu á Grundartanga," sagði Birgir Isleifur Gunnarsson, formaður stóriðjunefndar, í sam- tali við Morgunblaðið um þetta mál í gær. Birgir sagði að nú væri verið að kanna hversu mikill mun- urinn yrði kostnaðarlega séð, en hann sagðist engar tölur geta nefnt að svo stöddu. Birgir ísleifur sagði að Elkem hefði ekki haft áhuga á þátttöku í kísilmálmverksmiðju hér á landi, þegar staðsetning verksmiðjunnar var ákveðin á Reyðarfirði, á sínum tíma. Áhugi Elkem færi hins veg- ar vaxandi núna — það hefðu þeir í stóriðjunefndinni fundið, og því væru viðræður við Elkem að fara í gang nú.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.