Morgunblaðið - 20.04.1985, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Músík-
þáttur
w
Eg hef lítið fjallað í þessum
fjölmiðlapistlum um músík-
þætti rásar 2, enda kannski ekki
ástæða til, því meginstofn slikra
þátta er gjarnan flutningur tón-
listar af léttara taginu, slíkrar
sem léttir mönnum amstur og eril
hversdagsins, en með nokkrum
rétti má segja að rás 2 hafi hér
leyst Kanann af hólmi, að minnsta
kosti á suðvesturhorninu.
Man ég raunar eftir því hér á
árum áður er ég stundaði sölu-
mennsku í sumarleyfi, að Kaninn
mætti manni nánast á hverjum
vinnustað en nú hljómar þar rás 2.
Hljóta allir þeir er unna íslenskri
tungu og þjóðlegri menningu að
fagna slíkum umskiptum, því
þrátt fyrir að meginefni hinna
léttu músíkþátta á rás 2 sé engil-
saxneskt þá eru þó a.m.k. innskot
þáttarstjóra flutt á voru ástkæra
ylhýra máli. Við skulum vona að
það máli hljómi um ókomna fram-
tíð í slíkum þáttum hérlendis, þótt
vissulega vaxi með hverjum degin-
um líkurnar á því að enskan verði
það mál, sem menn tala og skilja á
upplýsingaöld.
Meira um rás 2
Þótt ég hyggist ekki taka hér
upp þann sið, að elta uppi létt-
melta músíkþætti rásar 2, þá vil
ég svona til gamans minnast á
einn slíkan er ég rannsakaði á
fimmtudaginn. Sá nefndist Einu
sinni áður var. Vinsæl Iög frá 1955
til 1962 — Rokktímabilið. Stjórn-
andi: Bertram Möller. Ég hafði
lúmskt gaman af þessum þætti
Berta, enda rifjaði tónlistin upp
óljósar minningar frá þeim árum
er stelpurnar voru ósnertanlegar
gyðjur. Berti hefur þægilega rödd
og er hinn ljúfasti „snúður", en
samt finnst mér að hann hefði
mátt setja lögin í svolítið gleggra
sögulegt samhengi. Þá vil ég beina
þeirri áskorun til (Jtvarpsráðs og
Þorgeirs Ástvaldssonar, rásar-
stjóra, að sá háttur verði hafður á
með ýmsa músíkþætti rásar 2, að
þar verði ekki bara spilað af plöt-
um og snældum, heldur við og við
fengnar hljómsveitir í útvarpssal
til að leika þá tónlist er þættirnir
spanna. Ég veit ekki betur en að á
rás 1 sé stöðugt verið að dragnast
með klassíska hljóðfæraleikara og
söngvara I upptökusölum og hví
skyldu flytjendur svokaliaðrar
léttrar tónlistar ekki sitja við
sama borð í þessum efnum. Slíkt
fyrirkomulag gæti líka leyst úr
viðjum sköpunarkraft er annars
nær ekki að blómstra og gleymum
því ekki að Mozart og Hándel
sömdu skemmtimúsík síns tíma.
Fjármögnunin
Og svo er ekkert mál að fjár-
magna ævintýrið, auðvitað gefur
rás 2 út á plötum og snældum þá
músík sem þar er tekin upp og-
selur á almennum markaði. En
þannig held ég, kæru lesendur, að
sé best að aðlaga rikisbáknið hin-
um frjálsa markaði. Við eigum
auðvitað að gefa ríkisstofnunun-
um færi á að keppa á jafnréttis-
grundvelli við hliðstæð fyrirtæki á
hinum almenna markaði, þar sem
slíkt heimtar. Hitt er siðleysi að
ætla sér að svelta hæfustu starfs-
krafta ríkisstofnana út á hinn al-
menna vinnumarkað. Myndi ekki
margt af því dýrmætasta er vort
litla samfélag býr yfir glatast við
slíkar sviptingar og stendur ekki
skrifað í Orðskviðunum: Auðæfi
stoða ekki á degi reiðinnar,/en
réttlæti frelsar frá dauða.
ólafur
M. Jóhannesson
Tveir leikir í
bikarkeppninni
■■■■ Enska knatt-
1 C30 spyrnan hefst
A O — klukkan 15.30 í
dag. Umsjónarmaður er
Bjarni Felixson.
Sýndir verða tveir leikir
í undanúrslitum ensku
bikarkeppninnar. Fyrst
leikur Éverton gegn Lut-
on og síðan leikur Man-
chester United gegn Liv-
erpool.
Bræðurnir sjö og húsmóðurin unga.
„Bræður sjö
í brúðarleitu
— bandarísk dans- og söngvamynd
■I Laugardags-
35 mynd sjón-
— varpsins er
bandarísk dans- og
söngvamynd frá 1954 og
nefnist „Bræður sjö í
brúðarleit" (Seven Brides
for Seven Brothers).
Kvikmyndahandbókin
okkar gefur mynd þessari
afbragðsgóða dóma, líkt
og föstudagsmyndinni,
eða fjórar stjörnur sem er
hæst. Því ætti ekki að
væsa um sjónvarsáhorf-
endur í kvöld.
Söguþráður myndar-
innar er á þessa leið: Þeg-
ar Adam, sem er elstur
sjö bræðra, kemur heim
með konu I eftirdragi,
verður uppi fótur og fit í
bænum. Eiginkonan er
staðráðin í að kenna öll-
um bræðrunum góða siði
þó að leiðbeiningar henn-
ar fari oft á tíðum fyrir
ofan garð og neðan.
Með tímanum verður
yngri bræðrunum ljóst að
þeir una ekki Iengur við
að vera kvenmannslausir
og halda því til næsta
þorps í bónorðsför.
Leikstjóri er Stanley
Donen, en með aðalhlut-
verk fara Howard Keel,
Jane Powell, Jeff Rich-
ards og Russ Tamblyn.
hlutverki Murphys er leikarinn Peter OToole.
„Styrjöld Murphys"
— bresk bíómynd frá 1971
■ Breska bíó-
15 myndin „Styrj-
“" öld Murphys"
(Murphy’s War) er á
dagskrá sjónvarpsins
klukkan 23.15 á laugar-
dagskvöldið og er því önn-
ur bíómynd sjónvarpsins
það kvöld. Leikstjóri
myndarinnar er Peter
Yates og í aðalhlutverkum
eru Peter O’Toole, Sian
Phillips, Philippe Noiret
og Horst Jansen.
Kvikmyndahandbókin
okkar gefur myndinni
tvær og hálfa stjörnu, en
hæst er gefið fjórar
stjörnur. Myndin gerist á
tímum síðari heimsstyrj-
aldarinnar. írskur sjóliði
kemst af er þýskur kaf-
bátur sekkur kaupskipi.
Sjóliðinn, sem heitir
Murphy, sver þess eið að
koma fram hefndum. Ekki
skiptir máli fyrir Murphy
að stríðinu er lokið, hann
heldur ótrauður áfram
hefndum sínum.
Að lokum má þess geta
að atriði i myndinni eru
sum ekki við hæfi barna.
„A hvað trúir hamingju-
samasta þjóð í heimi?“
■MM Þáttur Valdísar
1 Q 35 Óskarsdóttur
lo— og Kolbrúnar
Halldórsdóttur „Á hvað
trúir hamingjusamasta
þjóð í heimi“ er á dagskrá
rásar 1 í kvöld klukkan
19.35.
Valdís Óskarsdóttir,
sagði í samtali við Mbl. að
þátturinn væri sá áttundi
sem sendur væri út og er
hann jafnframt næstsíð-
asti. „Við ákváðum að
skipta liði, ég og Kolbrún,
fyrir þennan þátt, og taka
fólk tali svona hvor í sínu
lagi. Kolla lenti ( manni (
sturtu og ílentist þar en
ég talaði við þrjá aðra:
hamingjusaman mynd-
bandaglápara, önnum
kafna búkonu uppi ( sveit
fyrir vestan og pirraðan
hundaeiganda."
Valdís sagði að fólkið
sem rætt væri við væru
dæmigerðir fulltrúar ým-
issa hópa í þjóðfélaginu.
Þeir væru spurðir um trú I
og hamingju, en lítill botn
fæst í allt það hamingju-
tal sem verið hefur í þjóð-
félaginu upp á síðkastið.
„Við erum enn að velta
þessu fyrir okkur hvort
Islendingar séu virkilega
svona hamingjusamir
eins og fram kom ( könn-
uninni, því flestir af við-
mælendum okkar virðast
alls ekki bera það með sér.
Maður fer að hallast að
þvi að íslendingar séu
hamingjusamlega óham-
I ingjusamir.
ÚTVARP
N
LAUGARDAGUR
20. apríl
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Tónleikar Þulur velur og
kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón-
leikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorð — Benedikt Bene-
diktsson talar.
8.15 Veðurfregnir
8.30 Forustugr. dagbl.(útdr.)
Tónleikar. 8.55 Daglegt mél.
Endurt. þáttur Valdimars
Gunnarssonar frá kvðldinu
áður.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar
9.30 Oskalög sjuklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Oskalög sjúklinga,
frh.
11JO Eitthvað fyrir alla. Sig-
urður Helgason stjórnar
þætti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13.40 jþróttaþáttur
Umsjón: Ragnar Orn Pét-
ursson
14.00 Hér og nú.
Fréttaþáttur I vikulokin
15.15 Listapopp.
Gunnar Salvarsson
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 islenskt mál.
Jón Aðalsteinn Jónsson flyt-
ur þáttinn.
16.30 Bókaþáttur. Umsjón:
Njörður P. Njarðvlk.
17.10 A óperusviðinu.
Umsjón: Leifur Þórarinsson
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
15.30 Enska knattspyrnan.
Umsjónarmaður Bjarni Fel-
ixson.
17.30 íþróttir
Umsjónarmaður Ingólfur
Hannesson.
19.00 Húsið á sléttunni
20. Allt upþ á nýtt. Banda-
rlskur framhaldsmyndaflokk-
ur. Þýðandi Oskar Ingi-
marsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Hótel Tindastóll
Nýr flokkur — fyrsti þáttur.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur I sex þáttum um sein-
heppinn gestgjafa, starfslið
hans og hótelgesti. Aðalhlut-
verk: John Cleese. Sjón-
varpiö hefur áður sýnt eina
syrpu úr þessum flokki árið
19.35 A hvað trúir hamingju-
samasta þjóð I heimi?
Umsjón: Valdls Óskarsdóttir
og Kolbrún Halldórsdóttir.
20.00 Útvarpssaga barnanna:
.Grant skipstjóri og börn
hans" eftir Jules Verne.
Ragnheiður Arnardóttir lýkur
lestri þýöingar Inga Sigurðs-
sonar(20)
LAUGARDAGUR
20. april
1977. Þýðandi Guðni Kol-
beinsson.
21.05 Kollgátan
Úrslit I spurningakeppni
sjónvarpsins. Umsjónarmaö-
ur lllugi Jökulsson. Stjórn
upptöku: Viðar Vlkingsson.
21.35 Bræður sjö I brúðarleit
(Seven Brides for Seven
Brothers). Bandarlsk dans-
og söngvamynd frá 1954.
Leikstjóri Stanley Donen.
Aðalhlutverk: Howard Keel,
Jane Powell, Jeff Richards
og Russ Tamblyn. Þegar
Adam, sem er elstur sjö
bræðra, kemur heim með
konu veröur uppi fótur og fit
á bænum. Nýja húsmóöirin á
I mesta basli með að kenna
mágum slnum mannaslði.
Með tlmanum verður yngri
bræðrunum Ijóst að þeir uni
20.20 Harmonikuþáttur.
Umsjón: Sigurður Alfonsson.
20.50 Parlsarkommúnan.
Umsjón: Þorleifur Friðriks-
son. Annar þáttur.
21.30 Kvöldtónleikar.
Þættir úr slgildum tónverk-
um.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
ekki lengur að vera kven-
mannslausir og halda til
næsta þorps I biðilsför. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
23.15 Styrjöld Murphys
(Murphys War). Bresk bló-
mynd frá 1971. Leikstjóri
Peter Yates. Aðalhlutverk:
Peter O'Toole, Sian Phillips,
Philippe Noiret og Horst
Jansen. Liðið er að lokum
sföari heimsstyrjaldar þegar
þýskur kafbátur sekkur
kaupskipi I Suðurhöfum og
stráfellir áhðfnina. Einn
kemst af, Irskur flugvirki aö
nafni Murphy. Hann heitir
Þjóðverjunum hefndum og
lætur ekki sitja við oröin tóm.
Atriði I myndinni eru ekki við
barna hæfi. Þýðandi Bogi
Arnar Finnbogason.
00.50 Dagskrárlok.
Orð kvöldsins.
22.35 .Rustikus", smásaga eft-
ir Jón frá Pálmholti. Höfund-
ur les.
23.15 Hljómskálamúslk.
Umsjón: Guömundur Gilsson
24.00 Miðnæturtónleikar.
Umsjón: Jón örn Marinós-
son.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00
LAUGARDAGUR
20. aprll
14.00—16.00 Léttur laugar-
dagur
Stjórnandi: Asgeir Tómas-
son.
16.00—18.00 Milli mála
Stjórnandi: Helgi Már Baröa-
son.
Hlé
24.00—00.45 Listapopp
Endurtekinn þáttur frá rás 1.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
00.45—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Margrét Blöndal.
Rásirnar samtengdar aö lok-
inni dagskrá rásar 1.
SJÓNVARP