Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 12

Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUB 20. APRlL 1985 Fiðlusnillingurinn Viktoria Mullova og hljómsveitarstjórinn Karolos Trikolidis. Sín fóníu tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Kfn isskrá: Mendelssohn, Fingals-forleikurinn Paganini, Fiðlukonsert nr. 1 Beethoven, Sinfónía nr. 5 Einleikari: Viktoria Mullova Stjórnandi: Karolos Trikolidis Tónleikarnir hófust á Fingals-forleiknum eftir Mend- elssohn, sem hljómsveitin lék mjög vel og var auðheyrt að stjórnandinn hafði gefið sér tíma til að huga að ýmsum stefj- um og blæbrigðum og var lotu- skipting þeirra ekki keyrð áfram í föstum takti, heldur var hún afmörkuð með hæfilegri slökun í hraða bæði við upphaf og niður- lag tónhugmyndanna, svo dæmi séu nefnd, í klarinetteinleikslínu er Kjartan Óskarsson lék mjög fallega. Aðalviðburður kvöldsins var einleikur Mullovu í Pagan- ini-konsertinum. Mullova er óumdeilanlega snillingur á fiðlu og var leikur hennar nær sam- felld snilld, með þeim glæsibrag að öllu venjulegu fólki verður orða vant. Konsertinn er í gerð nokkuð hnökróttur, bæði eru lotuskipti illa unnin og t.d. mið- þátturinn (Adagio) einkennilega óunninn og sömuleiðis hljóm- sveitarþátturinn í öllu verkinu. Inn á milli geislar verkið af glæsilegum tónhugmyndum sem í senn eru falleg tónlist og galdrasmíð fyrir fiðluleikara. Það verður stund fyrir aðdáend- ur fagurrar tónlistar að heyra Mullovu leika á tónleikum Tón- listarfélagsins nk. laugardag en á þeim tónleikum mun hún leika verk eftir Mozart, Bártók, Brahms og Paganini. Tónleikun- um lauk með þeirri fimmtu eftir Beethoven. Þar mátti heyra sömu vinnubrögð hjá Trikolidis og í Fingals-forleiknum, sér- staklega í öðrum og þriðja þætti. Síðasti þátturinn er erfiður hvað snertir hljómrænt jafnvægi og áttu fiðlurnar erfitt með að halda í við hljómsterka blásar- ana. Þrátt fyrir ágæta spila- mennsku hljómsveitarinnar heyrðust nokkur smáslys, sem trúlega skemma upptökuna, eins og t.d. smástef í annarri fiðlu í miðkafla Allegro-kaflans, við endurtekningarskilin og undar- legt ýl í viðkvæmum crecendo- kafla síðasta þáttar. Þarna koma til mannleg mistök, sem standa eins og andstæður fullkomnun- arinnar sem Mullova er um það bil að nálgast. Allt um það, Trik- olidis er frábær hljómsveitar- stjóri og vinnur upp fallega spilamennsku hjá hljómsveit- inni. Þrautseigjan fleytti Margeiri langt í 4. skákinni Skák Jóhann Hjartarson Fjórðu og síðustu skákinni í ein- yígi þeirra Margeirs Péturssonar og ísraelsmannsins Shvidler frá fsrael lauk með jafntefli eftir 63 leiki. Fóru því leikar, 2:2, en Margeiri dæmdist sigurinn vegna hagstæðara vinn- ingshlutfalls úr svæðamótunum, sem voru undanfarar einvígisins. Tryggði hann sér þar með þátttöku- rétt í millisvæöamóti, sem haldið verður í Biel í Sviss innan skamms. Margeir fékk slæma stöðu eftir byrjunina í þessari mikilvægu skák og stóð lengst af höllum fæti. Engu að síður ber skákin vott um þá miklu þrautseigju sem einkennir skákstíl Margeirs og hefur fleytt honum langt á örlagaríkum augna- blikum. Varð ísraelsmaðurinn að sætta sig við skiptan hlut að lokum. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Shvidler Benóní-vörn 1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — g6, 3. c4 — Bg7, 4. Rc3 — d6, 5. e4 — c5, 6. Be2 — 0-0, 7. 0-0 — Ra6 (Óvenjulegur leikmáti. Eftir 7. — cxd4, 8. Rxd4 — Rc6 væri komið upp Maroczy- afbrigðið í Sikileyjarvörn, en það teflir Margeir mikið með svörtu. E.t.v. hefur Shvidler vitað þetta og því reynir hann að slá ryki í augu andstæðing síns. Það tekst honum bærilega, enda teflir hvítur fram- haldið ekki sem nákvæmast.) 8. Hel (Betra var strax 8. d5) — Bg4, 9. Bc3 — Rfd7, 10. d5 — Rc7, 11. Rd2 (Hvítur hefði átt að reyna að halda biskupaparinu með 11. h3 — Bxf3,12. Bxf3 - a6,13. a4 - Hb8, 14. Be2! og framsókn svarts á drottningarvæng stöðvast.) — Bxe2, 12. Dxe2 — a6, 13. a4 — Hb8, 14. RÍ3? (Hvítur teflir án nokkurr- ar haldgóðrar áætlunar. Betra hefði verið 14. Ha3 með hugmynd- inni Hbl og b4.) — Re51, 15. Bf4 — Rxf3+, 16. Dxf3 — b5 (Svartur hef- ur nú náð öruggu frumkvæði. Hann beinir skeytum sínum að hinu veika peði hvíts á b2. Ráð- leysisleg taflmennska Margeirs í byrjuninni er skiljanleg í ljósi þess að jafntefli dugði til sigurs í einvíginu. Undir slíkum kringum- stæðum vilja gæði taflmennsk- unnar stundum víkja fyrir örygg- inu. Nú sér hann hinsvegar, að við svo búið má ekki standa og bregður því á það ráð að fórna peði fyrir mótspil). 17. axb5 — axb5, 18. e5! — bxc4, 19. Habl - Rb5 (Einnig kom til greina 19. — dxe5, 20. Bxe5 — Bxe5, 21. Hxe5 — Dd6, 22. De2 — Hfe8 og svartur stendur betur.) 20. Rxb5 — Hxb5, 21. De2 — dxe5, 22. Bxe5 (Alls ekki 22. Dxc4 — Hb4, 23. Dxc5 — Hxf4 og svartur vinnur). — Dxd5, 23. Bxg7 — Kxg7, 24. Hbdl — De6, 25. Dc2 — Df6, 26. Dxc4 — Hxb2, 27. Dxc5 — Hc8, 28. Dd4 (Hvítur mátti að sjálfsögðu ekki hirða hrókinn, en nú þvingar hann fram drottningarkaup. Þar með er það versta afstaðið fyrir hann. Þótt staða ísraelsmannsins hafi verið vænleg var líklega aldrei hægt að þvinga fram rakinn vinning.) — Dxd4, 29. Hxd4 — Hcc2, 30. Hfl — h5, 31. h4 — e5, 32. He4 — Kf6, 33. Ha4 — Kf5, 34. Ha5 — f6, 35. g3 — Hc3, 36. Kg2 — He2, 37. Hfal — Hcc2, 38. Hfl — Kg4, 39. Ha6 — Kf5, 40. Ha5 — Hed2, 41. Hb5 (Bið- leikurinn.) — Ha2, 42. Hc5 — Hdb2, 43. Kf3 — Hb4, 44. Hfcl — Hb3+, 45. Kg2 — Hbb2, 46. Hfl — He2, 47. Hb5 — Hec2, 48. Kf3 (Nú hefur svartur teygt lopann all- lengi án nokkurs sýnilegs árang- urs. Hann lætur því til skarar skríða á kóngsvængum.) — g5, 49. hxg5 - Kxg5, 50. Hb8! - He2, 51. He8 — Kf5, 52. Hb8 (Margeir kær- ir sig kollóttan um framrás svarta e-peðsins, því hann hefur komið auga á örugga jafnteflisleið.) — e4+, 53. Kg2 — e3 54. Kf3! - exf2, 55. Hh8 - Kg6,56. Hg8+ — Kh7, 57. Ha8! — Hxa8, 58. Kxe2 — Ha5, 59. Hxf2 — Ha2+, 60. Kf3 - Hxf2, 61. Kxf2 (Yfirleitt vinnur sá sem hefur peði meira í peðsendatöflum. Undantekn- ingarnar eru hinsvegar margar og hér höfum við eina jjeirra). — Kg6, 62. Kf3 — Kg5, 63. Kf2 Hér átti skákin að fara í bið, en Shvidler ákvað að bjóða jafntefli, enda yrði sú niðurstaðan eftir 63. — Kg4, 64. Kg2 — h4, 65. gxh4 — Kxh4, 66. Kf3 — Kg5, 67. Kg3 Jafntefli. Veitingasalur Hótel Borgar fær „nýjan svip“ Veitingasalurinn á Hótel Borg hefur nú fengið nýjan svip eftir , breytingar og var salurinn opnaður að nýju í gær. Segja má að allt sé nýtt í salnum, húsgögn, teppi, gluggatjöld o.fl. og jafnvel starfs- fólkið er komið í nýja einkennisbún- inga. Björg Gísladóttir, starfsstúlka í gestamóttökunni á Hótel Borg, sagði í samtali við blm. að hafist hefði verið handa við breytingarn- ar sl. sunnudag og því mætti segja að menn hefðu lagt nótt við dag til að flýta framkvæmdum sem mest. „Hólmfríður Gísladóttir, aðstoð- arhótelstjóri, hefur haft veg og vanda af breytingunum og erum við öll mjög ánægð með hinn „nýja svip“ veitingasalarins“, sagði Björg. „Með breytingunni munum við hætta að halda dansleiki í salnum og verður Gyllti salurinn því einn hafður opinn um helgar. í haust verða svo einnig gerðar breytingar á honum í samræmi við breytingarnar á veitingasaln- um. „Meiningin er svo að hætta al- gerlega öllu dansleikjahaldi hér og hafa aðeins opið fyrir einka- samkvæmi, s.s. árhátíðir. Við munum einbeita okkur algerlega að hótelrekstrinum og stækka við okkur þegar fram líða stundir", sagði Björg Gísladóttir að lokum. COMBtCAMP tjaldvagnasýning laugardag og sunnudag frá 14—17 e.h. Getum nú boðið allar 3 stæröirnar aftur. Hagstætt verö. Úrval fylgihluta. Góöir greiösluskilmálar. Til afgreiöslu strax. BENCO, Bolholti 4, Reykjavík, sími 91-21945. Bladburöarfólk óskast! Austurbær: Úthverfi: Sóleyjargata Skeiöarvogur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.