Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 24

Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 24
MORGUNBLAÐIP, LAUGARDAGUR 20. APRÍL1985 24 Reagan hvattur til að hætta við að heimsækja Bitburg Saarbríicken, 19. aprfl. AP. WERNER Nachmann, formaður framkvæmdaráös Gyðinga í Vestur- GENGI GJALDMIÐLA Enn hækkar dollarinn London, 19. aprfl. AP. DOLLARINN lækkaði enn í verði í Evrópu í dag, þriðja daginn í röð. Telja sérfræðingar á fjármálamörkuðunum að sama verði upp á tengingnum, þegar viðskipti hefjast á ný á mánudag. Lækkunin kom í kjölfar þeirra upplýsinga bandaríska viðskipta- ráðuneytisins að hagvöxtur í landinu á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hefði verið 1,3%, ef miðað er við heilt ár. Búist hafði verið við mun meiri hagvexti. Breska sterlingspundið styrkti i dag stöðu sína gagnvart dollarnum. Við lok viðskipta fékkst 1,29425 doll- arar fyrir hvert pund (í gær 1,2885). Þegar pundið var lægst gagnvart dollar, hinn 26. febrúar sl., fengust 1,0470 dollarar fyrir hvert pund. Gengi annarra helstu gjaldmiðla gagnvart dollar var sem hér segir: 2,9730 vestur-þýsk mörk (í gær 2,9885); 2,4785 svissneskir frankar (2,4950); 9,0925 franskir frankar (9,1350); 3,3685 hollensk gyllini (3,3750); 1.0%,00 ítalskar lírur (1.910,50); 1,34975 kanadadollarar (1,3525). Fyrir únsu af gulli fengust í Lond- on í dag 327,60 dollarar, sem er hækkun frá 326,00 í gær. í Zúrich fengust 327,50 dollarar fyrir gullúns- una og í Hong Kong fengust fyrir hana 327,51 dollar. Þýzkalandi, gagnrýndi í dag Ronald Reagan Bandaríkjaforseta fyrir þær afsakanir, sem forsetinn hefði komið fram með fyrir þeim áformum sínura að heimsækja þýzkan hermanna- kirkjugarð í næsta mánuði. Sagði Nachmann, að forsetinn ætti hiklaust að hætta við þessa heimsókn. Forsetinn mætti ekki jafna sam- an fórnarlömbum fangabúðanna og þýzkum hermönnum, sem féllu í stríðinu fyrir Þriðja ríkið, sagði Nachmann í útvarpsviðtali í gær. Bandaríkjaforseti yrði að taka til- lit til tilfinninga fólks í Vestur- Þýzkalandi og sinnar eigin þjóðar. Fjörutíu og sjö SS-menn voru í Kanaveralböfda, Flórída, 19. aprfl. AP. Geimskutlan Discovery sveif mjúk- lega til jarðar í dag og lenti kl. 8.54 að staðartíma (13.54 að ísl. tíma), 98 mínútum seinna en áætlað var, þar sem úrkoma tafði lendingu. Þá hafði hún flogið alls 2,5 milljónir mflna. Áhöfnin var hin hressasta og sagði Jake Garn öldungadeildar- þingmaður, sem var með í þessari ferð, að hann væri þess nú fullviss, „að mennirnir eiga erindi út í geiminn". í lendingunni sprakk á einu af hópi þeirra 2000 hermanna sem féllu í stríðinu og jarðaðir voru í kirkjugarðinum í Bitburg, en þang- að hyggst Bandaríkjaforseti koma, er hann fer til Vestur-Þýzkalands í maí. Reagan heldur því hins vegar fram, að margir þeirra sem grafnir voru í Bitburg, hafi verið fórnar- lömb stríðsins „ekki síður en fórn- arlömb fangabúðanna". Meirihluti þeirra þýzku her- manna, sem grafnir voru í Bitburg, voru kornungir táningar, sem kall- aðir voru í þýzka herinn á síðustu stundum Þriðja ríkisins. Reagan forseti sæmdi í dag Elias Wiesel, sérstakri gullorðu, en sex hjólum geimskutlunnar, en áhöfnin varð þess ekki vör og óhappið hafði engin áhrif á lend- inguna. 55 mínútum eftir lendinguna yf- irgaf áhöfnin skutluna og fór í læknisrannsókn og bað. Garn var óstöðugur er hann gekk niður land- ganginn og veifaði og brosti veiklu- lega, um leið og honum var hjálpað inn í bíl geimfaranna. Garn hafði tekið að sér sjálf- boðaliðastarf sem fólst í því að þola geimveiki um borð, svo að unnt Wiesel er forseti þeirra samtaka í Bandaríkjunum sem stofnuð hafa verið til þess að halda við minningu þeirra, sem létu lífið í fangabúðum nazista. Wiesel sem sjálfur sat í fangabúðunum, lagði hart að Reag- an að hætta við heimsóknina til Bitburg. í dag var tilkynnt, að Reagan myndi fara í fangabúðir nazista í Bergen-Belsen, er hann fer til Vestur-Þýzkalands í næsta mán- uði. Þar mun hann ásamt Helmut Kohl kanzlara minnast þeirra fórn- arlamba nazismans, sem þar létu lífið. Verður þetta gert við sérstaka athöfn 5. maí nk. væri að rannsaka áhrifin læknis- fræðilega. Hann sagðist hafa verið mest lasinn fyrstu dagana. „Ég vona svo sannarlega, að til- raunirnar muni auka þekkingu okkar á geimveiki," sagði hann. í geimferðinni, sem tók alls sjö daga, tókst áhöfninni, sex körlum og einni konu, að koma mörgu I verk. Aðeins eitt olli vonbrigðum, og þar var áhöfninni ekki um að kenna: að ekki skyldi takast að koma lagi á fjarskipta-gervihnött- inn. „Mennirnir eiga er- indi út í geiminn“ — sagði Gam öldungadeildarþingmaður eftir lendingu geimskutlunnar Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 4 skýjaó Amsterdam 8 18 bjart Aþena 12 20 bjart Barcelona 18 heióskírt Berlin 6 20 bjart Brtlaael 4 18 bjart Chicago 17 29 mistur Dublín 10 17 skýjaó Feneyjer 15 skýjaó Frankturt 3 17 heióskírt Genf 5 14 skýjaó Helsinki +2 5 sólskin Hong Kong 21 24 skýjaó Jerúsalem 14 22 bjart Kaupm.höfn 2 11 skýjaó Las Palmas 18 skýjaó Lissabon 14 22 bjart London 9 20 sólríkt Los Angeles 12 20 skýjaó Luxemborg 15 lóttsk. Malaga 19 mistur Mallorca 19 lóttsk. Míami 23 26 skýjaó Montreal 2 11 skýjaö Moskva 0 7 heióskfrt New York 8 20 skýjaö Osló 3 12 skýjaö París 10 19 heiðskírt Peking 9 25 heiðskírt Reykjavík 6 lóttsk. Rio de Janeiro 20 33 rigníng Rómaborg 8 21 bjart Stokkhólmur 2 11 skýjað Sydney 13 20 bjart Tókýó 8 18 skýjaó Vínarborg 6 11 bjart Þórshöfn 4 skýjaó Er fundin lausnin á leyndar- dómi Parkinsons-veikinnar? Ömurleg örlög nokkurra eiturlyfjasjúklinga í Kaliforníu komu mönnum á sporið Þegar George Carillo kom til sjúkrahússins í Santa Clara-dal í San Jose í Kaliforníu einn sóiheitan júlídag fyrir þremur árum virtist hann líkari leikbrúðu en lifandi manni. Carillo, 42 ára gamall heróínneytandi, var allur í keng, drafandi og ófær um að tjá sig og næstum hver einasti vöðvi í líkama hans var stjarfur og óvirkur. Fólkið sem tók á móti Carillo, botnaði hvorki upp né niður i ástandi hans og kallaði þess vegna á dr. J. William Langston, helsta taugasjúkdómafræðing við spítalann. Þegar Langston kom á vettvang virti hann Carillo fyrir sér og var furðu sleginn. Maður- inn bar þess öll einkenni að hafa þjáðst af Parkinsons-sjúkdómn- um i a.m.k. áratug, en það er sjúkdómur, sem veldur skjálfta og gerir sjúklingana smám sam- an ófæra um að stjórna hreyfing- um sínum. Langston þótti þetta þó með ólikindum því að það er afar sjaldgæft, að veikinnar verði vart í fólki undir fimmtugu. Gerviheróín Með penna á milli krepptra fingra tókst Carillo að krota nokkur svör við spurningum Langstons. Sagði hann, að ein- kennin hefðu komið mjög skyndi- lega eftir að hann og vinkona hans, Juanita Lopez, 31 árs göm- ul, höfðu sprautað sig með gervi- herófni, sem farið er að selja í Bandaríkjunum. Að vísu fundu þau fyrir einkennilegum sviða og ofskynjunum þgar þau tóku eitrið en þrátt fyrir það héldu þau áfram að nota það í þrjá daga. Tveimur dögum síðar voru þau bæði eins og íifandi myndastyttur. Langston hafði uppi á Lopez og kom henni á sjúkrahús og starfsbróðir hans einn vísaði honum á bræður tvo á þrítugs- aldri, eiturlyfjaneytendur, sem báðir voru illa haldnir af Park- insons-veiki. Langston var nú hætt að lítast á blikuna og þess vegna kallaði hann saman blaða- mannafund og sagði frá þessu stórhættulega eitri, sem nú væri farið að selja eiturlyfjaneytend- um. Skoraði hann á alla, sem þjáðust af stirðleika og skjálfta, að gefa sig fram og bættust þá enn þrír í hópinn. MPPP — MPTP Vísindamenn við Geðheilbrigð- isstofnun Bandaríkjanna, sem vinna að rannsóknum á Park- insons-veikinni, sneru sér nú að því að finna efnasambandið, sem sjúkdómnum ylli, og svo vel vildi til, að eiturefnafræðingur nokkur minntist þess, að árið 1977 hafði námsmaður í Maryland fengið ýmis einkenni veikinnar, eftir að hafa sprautað sig með heimatil- búnu ópíum. Hafði hann ætlað að framleiða efnið MPPP, sem er ekki ólíkt verkjalyfinu Demerol, en hafði fyrir slysni búið til skylt efni, sem kallast MPT'P. Langston bað menn nú að beina leitinni að þessu efni og mikið rétt, efnið fannst í eiturlyfjum, sem lögregl- an hafði gert upptæk. Fyrir heilbrigðisyfirvöld og eit- urlyfjaeftirlitið voru þetta il! tíð- indi en vísindamennirnir gátu þó ekki dulið eftirvæntingu sína. Ömurleg örlög nokkurra manna í Kaliforníu gátu verið lykillinn að Parkinsons-veikinni, sem 350.000 Bandaríkjamenn þjást af. Rannsóknir á Parkinsons- veikinni hafa löngum verið erfið- ar vegna þess, að vísindamenn hefur vantað hentugt tilraunadýr til þeirra hluta. Þeir vildu þó vita hvort MPTP ylli Parkinsons-veiki í dýrum og svörin, sem þeir fengu, Sanford Markey og R. Stanley Burns við bandarísku geðheilbrigðisstofnunina, voru nei í rottum en já í öpum. Missir taugafrumna Næst lá fyrir að athuga hvern- ig MPTP verkaði. Allt frá fjórða áratug þessarar aldar hafa lækn- ar vitað, að Parkinsons-veikin starfar af hrörnun í litlu, dökk- leitu svæði í heilanum, sem kall- ast „substantia nigra", en þar verður til mest af dópamíninu, mjög mikilvægu efni við flutning taugaboða. Gangurinn er yfirleitt sá, að menn missa 5—8% þessara frumna á hverjum áratug ævi sinnar án þess að það hafi neinar afleiðingar fyrir þá en af ein- hverjum óþekktum ástæðum er þessi hrörnun miklu örari I fólki, sem þjáist af Parkinsons-veik- inni. Þegar 80% þessara frumna eru horfin koma einkennin I Ijós. Venjuleg meðferð er fólgin í því að gefa sjúklingunum lyfið L-dopa, sem breytist í heilanum I dópamín, en það hættir oft að virka eftir nokkurra ára notkun. Er hægt að koma í veg fyrir Parkin- sons-veikina? Vísindamennirnir komust að því við rannsóknir sínar, að þegar MPTP berst inn í blóðið breytist það í annað efni eða sameind (kölluð MPP+), sem ræðst á „sub- stantia nigra“ eins og stýriflaug og veldur þeim skaða, sem verður á öllum Parkinsons-sjúklingum. Síðari rannsóknir leiddu í ljós, að ef notuð voru ákveðin efni til að hindra að MPTP breyttist í MPP+ komu engin einkenni Parkin- sons-veikina fram I tilraunadýr- um jafnvel þótt þeim væru gefnir stórir skammtar af MPTP. Sú spurning vaknaði því hvort mannslíkaminn brygðist við á sama hátt og tilraunadýrin. 1 Evrópu er a.m.k. notað eitt lyf, Deprenyl, á lokastigi sjúkdóms- ins, sem kemur í veg fyrir um- breytingu MPTP og Langston grunar, að ef það væri gefið miklu fyrr „gæti það raunveru- lega komið að nokkru I veg fyrir þróun sjúkdómsins". Hefur hann nú beðið bandaríska lyfjaeftirlit- ið leyfis til að sannreyna þá hug- mynd sína á Parkinsons-sjúkling- um. Eiturefni í umhverfínu Vísindamenn draga þá ályktun af rannsóknum sínum á MPTP, að Parkinsons-veikin kunni að stafa af eitruðum efnum, sem líkjast MPTP. Verið er nú að leita að slíkum efnum I einu héraði í Kanada, þar sem Parkinsons- veikin er fimm sinnum algengari Langston með líkan af MPTP-sameindinni. en annars staðar I landinu og einnig á Guam-éyju í Kyrrahafi en fram til ársins 1965 lést fimmti hver maður á eyjunni úr Parkinsons-veiki. Parkinsons- stofnunin í Chicago hefur sent bréf til 36.000 sjúklinga víðs veg- ar um landið og þar í eru þeir beðnir að tilgreina hvert einasta þorp og bæ, sem þeir hafa búið i um ævina, hvaðan þeir höfðu drykkjarvatnið og iðjuver, sem eru í minna en 25 mflna fjarlægð frá heimili þeirra. „Við viljum gjarna fá einhverja hugmynd um þau áhrif, sem umhverfið kann að hafa,“ sagði Judy Rosner, fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar. Heilbrigðisyfirvöld og eitur- lyfjaeftirlitið reyna nú að stemma stigu við gerviheróíninu en talið er, að á fjórða hundrað manns a.m.k. hafi neytt þess. Enn veit enginn hvernig þeim mun reiða af en við rannsóknir á 150 neytendum efnisins kom í Ijós, að helmingurinn var kominn með byrjunareinkenni Parkin- sonsveikinnar. „Það er ekki ólíklegt, að finna megi fjöldann allan af fólki með helming þeirra taugafrumna, sem það ætti raunverulega að hafa,“ segir Langston, og spáir þvf, að eftir 10—15 ár muni verða Park- insons-veikifaraldur í Kaliforníu. SS. (Þýtt og stytt úr Time)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.