Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985
27
Bretar standa
með prinsess-
unni af Kent
London, 19. aprfl. AP.
MEIRIHLUTI Breta lætur í Ijós samstöðu med prinsessunni af Kent,
eftir að uppvíst varð að faðir hennar var majór í SS-sveitum nasista á
stríðsárunum. Það var blaðið Sun sem gekkst fyrir skoðanakönnun um
afstöðu almennings til prinsessunnar og til málsins alls.
Áttatíu og fimm prósent
þeirra sem voru spurðir sögðu
að Michael prins hefði átt að
kvænast prinsessunni jafnvel
þótt hann hefði vitað að faðir
hennar — sem var viðstaddur
hjónavígsluna — hefði verið í
SS. En 49 prósent sögðust
halda að prinsessan hefði vitað
að faðir hennar hefði verið i
stormsveitum Hitlers á stríðs-
árunum, þótt hún hafi fullyrt
eftir að Daily Mail birti frétt
um málið, að henni hafi verið
ókunnugt um það. Fjörutíu og
fimm prósent sögðust trúa orð-
um prinsessunnar. Prinsessan
af Kent, sem er fædd og uppal-
in í Þýskalandi, giftist Michael
prins fyrir sjö árum. Hún hefur
notið mikilla vinsælda meðal
Breta. Níutíu og fimm prósent
spurðra sögðu, að afstaða
þeirra til prinsessunnar hefði
ekki breyst eftir að sagt var frá
fortíð föður hennar.
Ýmsir létu í ljós efasemdir
um, að konungsfjölskyldunni
hefði verið ókunnugt um málið.
Sömuleiðis efuðust margir um
að faðirinn hefði verið réttur og
sléttur SS-foringi, en prinsess-
an hefur sagt að hún sé að afla
Prinsessan af Kent
gagna frá Þýskalandi sem leiði
það í ljós og ennfremur að hann
hafi ekki verið viðriðinn
grimmdarverk.
Stúdentaóeirða
minnst í stúdenta-
óeirðum í Seoul
Seoul, 19. aprfl. AP.
FJÖLMENNAR mótmælaaógerðir
gegn stjórnvöidum Suður-Kóreu
urðu við að minnsta kosti átján há-
skóla og menntastofnanir í Seoul í
dag til þess að minnast þess að
tuttugu og fimm ár eru liðin síðan
stúdentauppreisnin varð í landinu
er leiddi til falls Syngmans Rhee.
Sjónarvottar sögðu að náms-
menn hefðu grýtt steinum,
kyndlum og flöskusprengjum að
lögregluliði sem umkringdi
snarlega alla staðina. Mestu
mótmælin voru við stúdenta-
minnismerkið í Seoul. Þar söfn-
uðust sex þúsund manns saman,
hrópuðu slagorð gegn stjórninni
og reyndu að fara í mótmæla-
göngu um nágrennið, en lögregla
stöðvaði fólkið. Margir dreifðu
ERLENT
blöðum, þar sem heimsókn Chu
forseta til Bandarikjanna var
mótmælt.
Engar fréttir hafa verið sagðar
um hvort einhverjir voru hand-
teknir né þess getið hvort til
beinna átaka við lögreglu hafi
komið.
Rekinn frá
Bretlandi
London, 18. mprfl. AP.
STARFSMAÐUR líbýsks flugfé-
lags hefur verið gerður brottræk-
ur frá Bretlandi, eftir að blað eitt
hafði skýrt frá því, að hann hefði í
hyggju að skipuleggja nýja morð-
öldu á líbýskum andófsmönnum,
sem eru í útlegð í Bretlandi. Mað-
urinn, sem heitir Ali E1 Ati, starf-
aði fyrir líbýskt flugfélag við
Heathrow-flugvöll. Hann fór frá
Bretlandi á miðvikudagskvöld
heimleiðis til Líbýu.
Víetnamar
guldu tals-
vert afhroð
Aranvaprathet. ThaiUndi. 19. apnX AP.
HERNAÐARYFIRVÖLD í Thai-
landi greindu frá því í dag, að um
100 víetnamskir hermenn hefðu fall-
ið í árás á kambódískar skæruliða-
og flóttamannabúðir við landamæri
Thailands og Kzmbódíu. 7 skærulið-
ar féllu og nokkrir tugir særðust.
Víetnamar eru sagðir vera með
um 1500 manna lið á þessum slóð-
um og sex stóra skriðdreka. Þeir
hafa setið um búðir þessar síðan á
þriðjudag, en khmerarnir sem þar
eru hafa varist hetjulega. Víet-
namar hafa einnig flutt mikið lið
að Rithysen-búðunum, skammt
fyrir norðan búðirnar sem hér um
ræðir og kallast Prey Chan. Er
talið að árás sé yfirvofandi í
Rithysen-búðirnar. Víetnamar
náðu þeim búðum á sitt vald með
mikilli sókn fyrir nokkru, en
khmerarnir náðu þeim svo aftur á
sitt vald.
Sri Lanka:
Stjórnar-
flokkurinn
vann í auka-
kosningum
(olombo, 19. aprfl. AP.
SAMEINAÐÍ þjóðarflokkurinn á Sri
Lanka sem er flokkur Jaywawarden-
as forseta fór með sigur af hólmi í
aukakosningum í Mahiyanggana,
landbúnaðarkjördæmi á suðaust-
urhluta Sri Lanka. Frambjóðandi
stjórnarflokksins sigraði með meira
en tuttugu þúsund atkvæða meiri-
hluta og er munurinn helmingi meiri
en árið 1977 þegar stjórnarflokkur-
inn vann kjördæmið.
í fréttum segir að um 86 prósent
hafi greitt atkvæði. Frelsisflokkur
Sri Lanka sem er helzti andstöðu-
flokkur Sameinaða þjóðarflokks-
ins hunzaði kosningarnar og sagði
að aukakosningar hér og hvar
þjónuðu engum tilgangi, heldur
þyrfti að efna til almennra kosn-
inga í landinu.
næmi unq
áður 98.- nu
áður290.-nu
áður350.-nu
áður 435.- ni
áður 740.-ni
50% afsláttur
Unaplonxur
Burnnar
Burknar
Yuccaplöntur
Yuccaplöntur
Kaktusar 20-
••
fbttaplönUi
Okkar
árlega vorútealaerhafin.
interflora
Nú um helgina seljum
við allar pottaplontur
íS*s
snsssswr
á góðu veröi.