Morgunblaðið - 20.04.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.04.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985 Pltrgw Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Starfshættir Alþingis ingsköp Alþingis eru að meginstofni frá árinu 1876, eða 109 ára gömul. Breytingar hafa að vísu verið gerðar á þingsköpum í tímans rás, en ekki stórvægilegar né stefnu- markandi um starfshætti. Verkefni Alþingis hafa hins- vegar breytzt mikið — sem og aðstæður allar í því þjóðfélagi, sem það á að vera hornsteinn að. Ýmsir verkþættir, sem fyrr vóru smáir í sniðum, hafa þrengt mjög að sjálfu löggjaf- arstarfinu. Nefna má nokkur dæmi er sýna þetta ljóslega: • Fyrir tuttugu árum vóru bornar fram 22 fyrirspurnir á því þingi. Á sl. þingi vóru fyrir- spurnir 144 talsins. Þó enn lifi nokkrar vikur þings hafa þegar komið fram um 170 fyrirspurn- ir. • Fyrir tuttugu árum vóru til- lögur til þingsályktunar 47 tals- ins. Á sl. þingi vóru þessar til- lögur 110. Það sem af er þessu þingi hafa þegar verið fluttar milli 125—130 þingsályktunar- tillögur. • Fyrrum fluttu þingmenn gjarnan frumvörp til laga um málaflokka, sem þeir báru fyrir brjósti. Nú láta þeir sér oft nægja að flytja tillögur til þingsályktana, sem fela ríkis- stjórn eða einstökum ráðherr- um, ef samþykktar eru, að semja eða láta semja frumvörp um þessi efni. • Fyrr á árum vóru umræður utan dagskrár fátíðar, enda engin ákvæði í þingsköpum um slík fyrirbæri. Nú er ekki ótítt að dagskrármál fái litla eða jafnvel enga umræðu á þing- fundi vegna utandagskrárum- ræðu, sem tekur upp fundatím- ann. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti Sameinaðs þings, sagði á dögunum, er hann mælti fyrir frumvarpi til breytinga á veigamiklum atriðum gildandi þingskapa: „Hinar ótakmörkuðu umræð- ur um þingsályktunartillögur og lítt takmörkuðu umræður um fyrirspurnir taka nú alltof mikinn tíma af störfum þings- ins. Slíkt kreppir að svigrúmi fyrir sjálft löggjafarstarfið. Slíkt breytir svipmóti löggjaf- arsamkomu í yfirbragð mál- skrafssamkundu. Slíkt fælir jafnvel þingmenn frá góðri fundarsetu, því að þeim er ekki ætlandi að sitja undir því, sem þeim þykir fánýti, nema þeir eigi sjálfir hlut að máli.“ Enn sagði þingforseti: „Þá eru umræður utan dag- skrár eitt vandamálið, sem við er að fást. í þingsköpum eru nú engin ákvæði um það efni. Hins vegar hafa í síðari tíð tíðkast umræður utan dagskrár í það ríkum mæli að nauðsynlegt er að setja slíkum umræðum takmörk ... Af öllum þessum ástæðum þurfa nú að vera gerð- ar breytingar á þingsköpum. Staða Alþingis og virðing liggur við.“ Þegar þingforseti mælti fyrir frumvarpi um þingsköp í efri deild, og talaði m.a. um „breyt- ingu á svipmóti löggjafarsam- komu í yfirbragð málskrafs- samkundu", áréttuðu og undir- strikuðu þingmenn neðri deild- ar réttmæti orða hans. Þar stóð á sama tíma og lengi dags utan- dagskrárumræða, sem formað- ur Alþýðubandalagsins hóf um tiltekið stjórnarfrumvarp, er væntanlegt var en enn ekki komið fram, en dagskrármálin sjálf máttu bíða meðan mál- skrafsmenn létu gamminn geisa. Meginefni frumvarps til breytinga á þingsköpum, sem nú liggur fyrir Alþingi, eru þessi: í fyrsta lagi verður stjórn þingsins efld með skipulegum og markvissum vinnubrögðum. í annan stað eru settar reglur um hnitmiðaðri meðferð þings- ályktunartillagna og tímalengd umræðna um þær takmörkuð. I þriðja lagi er breytt reglum um fyrirspurnir þann veg að um- ræðan er bundin við þann sem spyr og ráðherra, sem spurn- ingu er beint til, jafnframt því sem ræðutími er styttur. Loks eru sett meir en tímabær ákvæði um umræður utan dagskrár og þeim sett mun þrengri mörk en tíðkast hefur. Allar eru þessar breytingar af hinu góða, en naumast næg- ar, nema í kjölfar fylgi betri undirbúningur mála, sem fram eru borin, sem og betra verklag þingsins, m.a. að dreifa af- greiðslu mála jafnar á þingtím- ann. Mál ganga yfirleitt illa fram á venjulegum þingtíma en hrúgast upp í skammtíma af- greiðslu rétt fyrir þinghlé yfir jól og áramót og rétt fyrir þing- lausnir að vori. Minna gerir til þó mál séu söltuð. Sumt af því sem fram kemur á þingi er bezt komið þannig. Ef ríkisstjórn, ráðherrar og þingflokkar, sem að stjórn standa, hafa markvissa stefnu í meginmálum, sem fylgt er eftir með vel undirbúnum frumvörp- um og tillögum, ættu þingstörf að geta gengið greiðlega, þó vinnubrögð séu vönduð, bæði í þingnefndum og þingdeildum. Kringumstæður krefjast arð- semi fjárfestingar og starfa í samfélaginu. Sá mælikvarði þarf að ná til Alþingis sem ann- arra stofnana. Eftir höfðinu dansa limirnir. fiQam&öooáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 283. þáttur Nú skal enn reynt að gera skil nokkrum efnisatriðum í bréfi Kristjáns Jónssonar frá Snorrastöðum, því sem birtist í síðasta þætti. Er þar þá fyrst að nefna orðasambandið að gera mikið að einhverju. Þarna vill stundum skjótast inn af í stað að, svo sem Kristján tók dæmi um. Kannski gætu menn best fest sér hið rétta í minni með góðum dæmum, svo sem þessari vísu eftir Halldór Gunnlaugsson: Á Sprengisandi fullvel um mig færi, ef fögur snót og matur hjá mér væri, en húka í himnaríki og hafa enga þar, því englameyjar eru sjálfsagt alveg saklausar. Sakleysið, síst má án þess vera, en of mikið að öllu má þó gera, of mikið. Einnig má hafa til marks að nafnorð sem samsvara að gera mikið að einhverju eru auðvitað aðgerðir og aðgerðaleysi, ekki afgerðir eða afgerðaleysi. Að og af eru annars svo lík orð að öllu leyti, að erfitt mun reynast að halda þeim sundur til fullnustu. Frægt er þegar Þorleifur ríki Kolbeinsson á Háeyri í Stokkseyrarhreppi sagði líka að litlu munaði á guði almáttugum og tengda- syni sínum. Guð almáttugur gerði allt af engu, en tengda- sonurinn gerði allt að engu. ★ Erfiðasta úrlausnarefnið, sem Kristján frá Snorrastöð- um lagði fyrir okkur, er líklega þetta með viðtengingarhátt eða framsöguhátt í setningum eins og hann tók dæmi af. Kristján sagði að sér fyndist rangt mál að segja: Ég skal gá hvort þetta sé rétt. Rétt mál væri: Eg skal gá hvort þetta er rétt. Máltilfinning mín er hér ekki alveg eins örugg og Kristjáns, og ég er ekki búinn til að setja fram um þetta reglu að svo stöddu. Ég kann að vísu þá megin- reglu, að framsöguháttur sé hafður til þess að láta í ljósi beina fullyrðingu eða beina spurningu, en viðtengingar- háttur til þess að tjá eitthvað skilyrðisbundið, óvíst, ósk eða bæn. En þessi regla heldur ekki alltaf. Og ég kann sem sagt ekki að búa til reglu um undantekningarnar, einkum þegar um er að ræða fallsetn- ingar (spurnarsetningar og skýringarsetningar) og skil- yrðissetningar. Eg bjó fyrst til nokkur dæmi um óvissu, sam- sett af aðalsetningum og spurnarsetningum, þar sem umsögn aðalsetningarinnar er í nútíð: 1. Hann veit ekki hvað honum er fyrir bestu. 2. Hann veit ekki hvort Jón er heima. 3. Hann veit ekki hvernig þetta er. 4. Hann veit ekki hvar þetta er. 5. Hann veit ekki á hve háu stigi þetta er. I öllum þessum dæmum þótti mér sjálfsagt að nota framsöguhátt er, ekki viðteng- ingarhátt sé, t.d. Hann veit ekki hvað honum sé fyrir bestu. Þá breytti ég tíð umsagnar í aðalsetningunni í þátíð, og þá fyrst fór ég að verða alvarlega ruglaður, hvort kæmi var (framsöguh.) eða væri (við- tengingarh.) í spurnarsetning- unni: 1. Hann vissi ekki hvað honum væri (var) fyrir bestu. 2. Hann vissi ekki hvort Jón væri (var) heima. 3. Hann vissi ekki hvernig þetta væri (var). 4. Hann vissi ekki hvar þetta væri (var). 5. Hann vissi ekki á hve háu stigi þetta væri (var). Eg var einnig mjög óviss með skýringarsetningar. Á ég að segja: Ég veit ekki að þetta er eða þetta sé óhollt fyrir hann. Óvissan er minni í þátíð, finnst mér, en samt nokkur. Eftir stendur þá helst að ég segi: Ég kem, ef hann er (ekki sé) heima, og í þátið: ég kæmi, ef hann væri (ekki var) heima. En nú er ég orðinn svo ringlað- ur að ég bið lesendur, lærða sem leika, að veita mér aðstoð og leiðbeina mér út úr ógöng- unum. ★ Ég fellst á aðalefni þess sem Kristján Jónsson sagði um notkun orðasambandsins í dag, en hef ekki þekkingu til þess að kveða svo fast og ákveðið að orði sem hann gerir. Aðalat- riðið er þetta: látum ekki ensk máláhrif (sbr. today) valda því að við förum að nota í dag í staðinn fyrir nú (á dögum) eða um þessar mundir. „í dag (=jóladag) er glatt í döprum hjörtum", og nú (á dögum) þyk- ir enginn maður með mönnum sem ekki hefur komið út fyrir landsteinana. ★ Þá minntist Kristján Jónss- on frá Snorrastöðum á orðtak- ið að fara á vonarvöl, og skal enn að því hyggja. Áður en fleira er skrifað, ætla ég að til- færa vísu úr Hávamálum: Fullar grindur sá eg fyr Fitjungs sonum; nú bera þeir vonar völ. Svo er auður sem augabragð, hann er valtastur vina. Hér er sagt frá auðugum mönnum sem áttu fullar grindur fénaðar, en urðu allt í einu öreigar og báru „vonar völ“. Völur er stafur (= sá sem er sívalur, kann að velta). Völur vonar, eða í einu orði vonarvöl- ur, er betlistafur. Menn ganga af stað í voninni um að þeim verði unninn beini. í sömu merkingu höfðu menn orðtök- in að fara eða komast á verð- gang. Síðan hefur orðið svo- kallaður samruni. Sagnirnar úr síðara orðtakinu hafa troðið sér inn í hið fyrra og rýmt burtu sögninni að bera, kannski vegna þess að menn skildu ekki lengur orðið völur. Það er löngum erfitt matsat- riði, hvenær á að „viðurkenna" samrunamyndir, en ég hallast að því með Kristjáni, að láta gott heita að segja annaðhvort að komast á vonarvöl eða fara á vonarvöl. Ég held það sé vonlít- ið að menn fari aftur að tala um að bera vonarvölinn. Um þetta efni vísa ég annars til mjög fróðlegrar greinar- gerðar próf. Halldórs Hall- dórssonar í bók hans íslenzk orðtök, bls. 55—56, og gef ég honum síðasta orðið í dag: „í afbrigðunum fara á von- arvöl, ganga á vonarvöl, ganga vonarvöl, og komast á vonarvöl er greinilegt, að sambandið við merkingu orðsins vonarvölur, eins og hún var í fornmáli, er horfið. Samræð orðtök eins og fara á verðgang kunna að hafa haft áhrif til breytinga. En það skýrir ekki málið til hlítar. Greinilegt er, að mönnum hef- ir virzt vonarvöl (þf.) vera af von (ef.) og kvenkynsorðinu völ (t.d. eiga völ (e-s)). Menn hafa talið, að vonarvöl (kvk.) væri í rauninni „þeir kostir, sem von- ast má eftir“ eða þvíum- líkt... “ Halldór Ásgrímsson sjáyarutvegsráðherra: „Gætum skapað verulega meiri útflutningsverðmæti“ „ÞESSI störf hafa ekki þótt nægilega vel launuð. Vinnuálag í fiskvinnslu er mjög mikið og hefur farið vaxandi," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra m.a. vera skýringar á skorti þeim sem nú er á vinnuafli í fiskvinnslu, er blm. Mbl. ræddi þessi mál við hann. Halldór benti á að skólafólk hefði alla tíð haft mikla atvinnu af fisk- vinnslu yfir sumarið, þannig að það virtist vera viðvarandi ástand nú að fólk vantaði í fiskvinnslu um land alit. Sagði sjávarútvegsráðherra að flestir segðu að ástandið myndi batna þegar skólafólkið kæmi á vinnumarkaðinn. „Ég býst við því að menn muni leitast við að mæta þessum aðstæð- um með aukinni tæknivæðingu, eins og gert hefur verið hingað til,“ sagði Halldór, „og jafnframt er nú í undirbúningi að setja á stofn nám- skeið sem fiskvinnslufólk gæti sótt og aflað sér með því ákveðinna rétt- inda. Þessi námskeið gætu svo aftur gert það að verkum, að það fisk- vinnslufólk sem jþau sækti gæti fengið betri kjör. Eg tel að á þessu sviði sé mikið starf óunnið til þess að lagfæra aðstæður og kjör fisk- vinnslufólksins. Það þarf að leggja áherslu á að þessi störf verði eftir- sóknarverð." Sjávarútvegsráðherra var spurð- ur hvort hann teldi að mikil verð- mæti töpuðust við það að fiskurinn væri unninn í verðminni pakkn- ingar, þegar frekar væri unnið til þess að bjarga hráefninu frá skemmdum, en að vinna það í verð- mætustu pakkningarnar: „Það sem fyrst og fremst þarf að vinna að, er að fullnægja þeim mörkuðum sem við höfum aflað okkur. Núna vantar til dæmis karfa á Bandarikjamark- að. Það er miklu meiri vinna að ganga frá og pakka karfa fyrir Bandaríkjamarkað, en að ganga frá karfanum fyrir sovéska markaðinn, sem er skýringin á þessum skorti. Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikil verðmæti tapast með þessu, en það liggur fyrir að ef við hefðum meira vinnuafl í frystihús- unum um þessar mundir þá gætum við skapað verulega meiri útflutn- ingsverðmæti en við gerum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.