Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 31
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985
Trausti Tborberg Óskarsson og Trausti Kristjánsson.
Fjórir vortónleikar Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar
TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarðar
efnir til fjögurra vortónleika á næst-
unni. Þeir verða dagana 21. aprfl, 5.
maí, 11. maí og 25. maí.
Fyrstu tónleikarnir verða á
sunnudaginn kemur kl. 14 í sal
skólans, Strandgötu 32, Hafnar-
firði. Það eru sameiginlegir burt-
farartónleikar þeirra Trausta
Thorberg Óskarssonar og Trausta
Kristjánssonar, sem báðir ljúka
fullnaðarprófi frá skólanum í gít-
arleik undir handleiðslu kennara
síns, Eyþórs Þorlákssonar gítar-
leikara.
Aðrir tónleikar skólans verða í
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. 17
á evrópudeginum 5. maí, sem í ár
er helgaður evrópska tónlistarár-
inu, 1985.
Þriðju tónleikarnir verða laug-
ardaginn 11. maí á sama stað kl.
14.
Fjórðu tónleikarnir verða einnig
í Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði þann
15. maí kl. 14. Verður þar flutt,
meðal annars, íslenskt verk, Tríó
fyrir fiðlu, píanó og celló eftir dr.
Hallgrím Helgason. Höfundurinn
mun leika þar ásamt öðrum á hinn
nýja og ágæta flygil sem kirkjan
hefur eignast til hljómleika.
Kirkjan er þar með orðin einnig
ákjósanlegt hljómleikahús með af-
bragðs hljómburði, sem svo eftir-
sóknarverð eru fyrir fagran
hljómburð. Þar verða einnig af-
hent prófskírteini að afloknu 34.
starfsári Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar.
(FrélUtilkrnning)
Yfirlýsing frá
starfsfólki Útsýnar
Vegna greinar Ingibjargar Guð-
mundsdóttur í Morgunblaðinu í
dag, 19. apríl 1985, teljum við und-
irritað starfsfólk Útsýnar nauð-
synlegt að endurtaka fyrri yfirlýs-
ingu okkar, sem birtist í blaði yðar
27. mars sl. og um leið mótmæla
því, að sú yfirlýsing hafi aðeins
verið frá 3—4 starfsmönnum.
Við undirrituð teljum ekki
ástæðu til að fjölyrða frekar um
þetta mál í fjölmiðlum. Með þökk
fyrir birtinguna.
Reykjavík 19. apríl 1985.
Örn Steinsen,
Kögnvaldur Olafsson,
Guðbjörg Sandholt,
Haultur Hannesson,
Steina Kinarsdóttir,
Unnur M. Briem,
Lisbeth Thompson,
Ása Ásgrímsdóttir,
Kristín M. Westlund,
Kyjólfur Sigurósson,
Kristín Karlsdóttir,
Pétur Björnsson,
l*óra H. Ólafsdóttir,
Guðbjörg Haraldsdóttir,
Valdís Jónsdóttir,
Gyða Sveinsdóttir,
Hrefna Hannesdóttir,
Dísa Dóra Hallgrímsdóttir,
Marta Helgadóttir,
Kristín Aóalsteinsdóttir.
Umrædd yfirlýsing frá 27. mars
fer hér á eftir:
„Vegna viðtals við Ingibjörgu
Guðmundsdóttur í síðasta tbl.
Helgarpóstsins óskar starfsfólk á
Ferðaskrifstofu Útsýnar að koma
eftirfarandi athugasemd á fram-
færi:
Okkur þykir það leitt, að Ingi-
björg Guðmundsdóttir skuli hafa
fundið hjá sér þörf til að opinbera
vandamál sín í fjölmiðlum, er til
urðu af litlu tilefni, í nokkurra
mánaða starfi hennar hjá Ferða-
skrifstofunni Útsýn.
I umræddu viðtali koma fram
skoðanir, sem við getum með engu
móti tekið undir. Það viðhorf til
vinnuveitanda og skortur á
sjálfsvirðingu, sem Ingibjörg læt-
ur í skína, teljum við, að ekki sé
ríkjandi á Ferðaskrifstofunni Út-
sýn. Það er umfram allt álit okkar,
að feröaþjónusta sé vandasamt og
ábyrgðarmikið starf, sem vinna
verði með alúð og eljusemi.
Áskoranir og yfirlýsingar henn-
ar, bæði í garð okkar og vinnuveit-
anda, eru því bæði ódrengilegar og
ómaklegar."
Athugasemd ritstjóra: — Það er
rangt að Morgunblaðið hafi neitað
að birta athugasemd um þetta mál
eins og Ingibjörg Guðmundsdóttir
segir í grein sinni í blaðinu í gær.
Blaðinu barst á sínum tíma nafn-
laus yfirlýsing án ábyrgðarmanna
og birti hana að sjálfsögðu ekki,
enda kom síðar í ljós að starfs-
mennirnir tveir eða þrír, sem báðu
um birtingu yfirlýsingarinnar,
vildu ekki við hana standa með
nöfnum sínum og sóttu hana aftur
til blaðsins.
Athugasemd
ATHUGASEMD yegna greinarinnar
Ferðaskrifstofan Útsýn og orgelsjóð-
ur Hallgrímskirkju:
Að gefnu tilefni vegna skrifa
Ingibjargar Guðmundsdóttur í
Helgarpóstinum og Morgunblað-
inu 19. apríl, viljum við undirrit-
aðir, forgangsmenn að söfnun í
orgelsjóð Hallgrímskirkju, lýsa
vanþóknun okkar á umræddum
skrifum, sem við teljum með öllu
ástæðulaus, þótt vinnuveitandi
hennar hafi farið þess á leit við
hana í des. síðastliðnum að hún
ynni nokkra daga að málefnum
sjóðsins meðan leitað væri
starfsmanns til lengri tíma. Að-
eins var um hálfsdagsstarf að
ræða hjá Ingibjörgu og á tímabil-
inu frá 28. nóv. ’84 til 20. des. ’84.
Teljum við ómaklegt að menn-
ingarmál þetta og góður stuðn-
ingsmaður þess hafi orðið fyrir
aðkasti af jafn litlu tilefni.
Keykjavík 19. aprfl 1985,
Knut 0degárd formaður,
Dr. Sigurbjörn Einarsson,
Guðrún Helgadóttir,
Salome Þorkelsdóttir.
Fjölbreytt dagskrá
Borgfirðingavöku
suniolti, 19. aprfl.'—* '—y
BORGFIRÐINGAVAKA verður
haldin að þessu sinni dagana 20. til
30. aprfl nk. Sömu félagasamtök
standa að vökunni og áður en þau
eru Búnaðarsamband Borgarfjarðar,
Kirkjukórasamband Borgarfjarðar,
Ungmennasamband Borgarfjarðar,
Samband borgfirskra kvenna og
Tónlistarfélag Borgarfjarðar.
Dagskráin er fjölbreytt að
vanda. Hún er á þessa leið: Laug-
ardaginn 20. apríl verður Karla-
kórinn Fóstbræður með söng-
skemmtun í Hótel Borgarnesi og
hefst hún kl. 15. Sunnudaginn 21.
apríl kl. 15 verður opnuð sýning á
borgfirskri nytjalist í samkomusal
mjólkursamlagsins í Borgarnesi.
Sýningin verður opin til 28. apríl.
Þriðjudaginn 23. kl. 21 syngja
finnskur kvennakór og kór
Bændaskólans á Hvanneyri í
Lyngbrekku. Miðvikudaginn 24. kl.
21 verður kvöldvaka með blönduðu
efni í tali og tónum í umsjá presta
í Borgarfjarðarprófastsdæmi á
Hlöðum. Fimmtudaginn 25. verð-
ur sýning á leikritinu Blómarósir
að Loagaíandi og hefst hún kl. 21.
Föstudaginn 26. apríl verða
Ragnhildur Gísladóttir, Jakob
Magnússon og fleiri með tónleika í
íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
kl. 21. Laugardaginn 27. apríl
verður harmonikkudansleikur að
Loagalandi sem hefst kl. 21.30.
Síðasta atriðið verður þriðjudag-
inn 30. apríl. Þá verður kirkju-
kóramót i Borgarneskirkju kl. 21.
— Fréttaritari
Kökusala Hvítabandsins
HVÍTABANDSKONUR verða með
kökusölu í Blómavali í dag, laugar-
dag, og hefst salan kl. 11. Verður
ágóðanum af sölunni varið til styrkt-
ar æskufólki er á í erfiðleikum
vegna neyslu vímuefna, að því er
segir í fréttatilkynningu Hvítabands-
kvenna.
Hvitabandið var stofnað hér á
landi snemma á árinu 1895 og hef-
ur því starfað í 90 ár um þessar
mundir. Stærsta verkefni þess var
bygging sjúkrahússins „Hvíta-
bandið" og rekstur þess um árabil.
Á seinni árum hafa taugaveikluð
börn, geðsjúkir og heyrnarskertir
m.a. notð stuðnings félagsins.
Kristín Þorkelsdóttir
Gallerí Langbrók:
Vatnslitamyndirc
í DAG opnar Kristín Þorkelsdóttir
sýningu á vatnslitamyndum í Gallerí
Langbrók. Sýningin ber nafnið
„Stillur" og á henni eru 29 myndir,
flestar málaðar á sl. sumri.
Kristín stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands í frjálsri myndlist 1951—’54
og var aðstoðarkennari Sverris
Haraldssonar á kvöldnámskeiðum
MHÍ á síðasta námsári sinu.
Kristín hefur mikið unnið á sviði
hagnýtrar myndlistar en heldur
nú sína fyrstu einkasýningu á
sviði frjálsrar myndlistar.
Sýningunni lýkur 5. maí.
Lágt vöruverd?
GREEN GIANT gr. baunir kr. 59.50
HEINZ súpur í dósum, aöeins HEINZ bakaöar baunir 225 gr. kr. 21.00 kr. 24.15
DEL MONTE cocktail avextir Vidós 1/2 dós DEL MONTE perur og ferskjur Vidós V2 dós kr. 75.50 kr. 47.10 kr. 62.90 kr. 35.90
CARLSBERG Öl, aöeins RÖDE ORM, aöeins kr. 29.50 kr. 26.50
FELICA sjampoo 500 ml., aöeins DIXAN þvottaefni 600 gr., aöeins FESTA handsápa Rósas, aðeins kr. 39.80 kr. 62.50 kr. 8.50
CHINERS hunana 340 ar., aöeins kr. 68.60 GARDIA hunana 425 gr., aöeins kr. 66.50 GYLE’S GOLDEN syrup 500 gr., aöeins kr. 48.50
&
Ou
',7/; j
Ull J ■■■■
Barmahlíð 8, s. 17709