Morgunblaðið - 20.04.1985, Page 33
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. APRIL 1985
33
rétt undirskrift, hver sem annars
hefur sent það út. En hvernig
horfir það nú við, ef nýi forstjór-
inn hefði lofað einhverjum öðrum
dagskrártíma í húsinu sama dag?
Ekkert af því sem ég nú hef nefnt
þarf að vera gert af illum hvötum,
en ég kalla það afskipti af starf-
semi hússins, og þau geta oft verið
afar óþægileg. Á því hefur meiri-
hluti stjórnarinnar sem betur fer
sýnt skilning með því að blanda
sér aldrei í starfsemina.
Á engu varð ég jafn undrandi í
fréttatilkynningu stjórnarinnar
og fullyrðingu hennar um að
dagskráráætlanir vantaði. Henni
virðist því eflaust að við þær hafi
fyrrverandi forstjóri ráðið mun
betur og lagt þær fram á annan
hátt. Það má vel vera, en hvað er
„sjálfstæð dagskrá"? í allri
dagskrárgerðarstarfsemi blandast
saman eigið frumkvæði og ann-
arra tillögur, og það skapandi
frumkvæði sem lýst er eftir nýtur
sín betur í öðru andrúmslofti en
ég hef kynnst í Norðurlandahús-
inu. Sumt af því sem gera átti
hafði ég líka tekið í arf frá fyrir-
rennara mínum og einungis verið
hér í 5 mánuði þegar stjórnin hélt
fund sinn í febrúar. Þáttur úr
þessum arfi var meiri háttar
ráðstefnuhald um fiskifræði og
hafrannsóknir i júní. Er það ásök-
un í garð þeirra duglegu vísinda-
manna sem fram til þessa hafa
borið hitann og þungann af undir-
búningnum og ég hef átt ágæta
samvinnu við þegar fyrirrennari
minn þykist ekki sjá þetta á dag-
skránni? Ég hafði hugsað mér að
halda upp á þjóðhátíðardaga
Norðurlanda, þó að ég hefði ekki
gert neina bindandi samninga um
það. Og hvað um námsstefnu í
sambandi við ársfund Bandalags
norrænna áhugaleikara í maí,
þjóðlagahátíð í júlí og jazzhátíð-
ina í ágúst? Ég hafði einnig hug-
leitt að láta setja upp leiksýningu
í haust, þótt ég væri ekki farinn að
nefna það. Fyrir þann tíma hugð-
ist stjórnin halda tvo fundi, og
mér fannst skynsamlegast að taka
ekki of mikið fyrir í einu. Það er
rétt að á fundinum í febrúar vant-
aði starfsskrá fyrir haustiö 1985,
en það lá í hlutarins eðli að meira
var vitað um dagskrá vor- og sum-
armánaðanna.
Ég vil helst ekki láta stjórnina
dæma mig skilyrðislaust án sam-
anburðar og vitneskju um, hvernig
fyrirrennari minn sem m.a. situr í
dómarasætinu var vanur að leggja
dagskráráætlanir fyrir stjórn
sína. Ég hef enga þeirra fundið. Á
stjórnarfundinum í september
gerði hann munnlega grein fyrir
nokkrum dagskráratriðum sem
framundan voru. Mér vísaði hann
á skrifstofualmanak og nokkur
bréf sem enn var ósvarað. Á
stjórnarfundinum í febrúar lagði
ég fram „Fyrirbils skrá um tiltok í
Norðurlandahúsinum 1985“ með
öllum eðlilegum fyrirvörum. Á
fundi í ráðgjafarnefnd hússins
stuttu seinna voru sömu dagskrár-
áætlanir lagðar fram. Hún þakk-
aði mér fyrir þær og skýrði mér
frá því að oft hefði verið farið
fram á eitthvað svipað, en það
hefði aldrei fyrr verið lagt fram
skriflega. Ætlunin var að ræða
áætlanirnar á næsta fundi.
Stjórnin hefur nú svipt mig rétti
til þess að kveðja nefndina saman,
en eftir stutt, en gott samstarf
mitt við hana trúi ég ekki öðru en
að hún sé fús til þess að staðfesta
að þessar áætlanir hafi verið lagð-
ar fram og taldar spor í rétta átt.
3. Mér er lítt kunnugt, hvaða
ákvarðanir hafa áður verið teknar
i sambandi við grafísku vinnustof-
una. Enginn hefur tekið frum-
kvæðið og skýrt málið fyrir mér,
og þess vegna er vel hugsanlegt að
opnun grafísku vinnustofunnar
hafi dregist vegna þess að bygg-
ingu hússins seinkaði. I fyrsta
sinn sem ég hitti Ivan Edeling sem
mér skildist að ætti að koma
vinnustofunni upp sögðu hann og
fyrrverandi forstjóri mér að graf-
íkpressan stæði enn niðri á
bryggju og þess vegna væri ekki
unnt að setja hana upp að sinni.
Þetta var í september 1984. Eftir
að húsvörðurinn var búinn að
koma henni á sinn stað 10. janúar
hringdi ég til Edelings og ætlaði
að semja um það við hann, hvenær
báðum gæti hentað að hann kæmi
og héldi áfram starfinu. Þá var
það þegar ákveðið. Fram að því
hafði ég talið það skyldu mína að
reyna að kynna mér málið og
hraða því, en eftir þetta hefur mér
fundist að ég mundi ekki eiga að
skipta mér mikið af því. Ég taldi
mig í rauninni fá það staðfest á
fundi 5. mars þegar varaformað-
urinn skilgreindi þetta svo að
grafíska vinnustofan og allur und-
irbúningur starfseminnar þar
væri þáttur byggingarmálsins.
Mér var þá löngu farið að skilj-
ast að aðrir en ég séu um það að
verulegu leyti, en hvaðan kemur
það fé sem fer í grafisku vinnu-
stofuna? Er ekki búið að eyða
byggingarfénu og peningarnir
teknir af rekstrarfé hússins? Ég
gat ekki séð að Edeling hefði í
febrúar unnið mikið áð uppsetn-
ingu pressunnar og grafísku
vinnustofunnar sem ég hélt að
hefði verið erindi hans, og áður en
hann fór virtist mér sem honum
þættu spurningar mínar um
áframhald vinnunnar og framtíð
vinnustofunnar afar litlu skipta.
Þess vegna hefur það ekki verið
neinn hægðarleikur fyrir mig að
átta mig á því, hvaða réttindi og
skyldur ég hafði í sambandi við
grafísku vinnustofuna og undir-
búning starfseminnar þar, og sitt-
hvað sem hana varðar er mér enn
hulin ráðgáta.
Hið sama á við um útgáfukynn-
inguna á Hótel Hafnia og söluna í
Norðurlandahúsinu á myndum
William Heinesens sem Ivan Edel-
ing gaf út og tileinkaði Steen Cold.
Stjórnarformaðurinn segir að
stjórnin hafi viljað heiðra Heine-
sen í tengslum við fund sinn í
febrúar og kynninguna á útgáfu
myndanna. Ég sagði heldur ekkert
annað en já þegar formaðurinn
óskaði þess við komuna 11. febrú-
ar að húsið greiddi kostnað við
móttöku sem stjórnin segir að séu
einu afskipti hússins af málinu.
Eftir það kom allt af sjálfu sér að
langmestu leyti, og ég hafði á til-
finningunni að Steen Cold væri
gestgjafi við þetta tækifæri. Sjálf-
ur leit ég inn stutta stund, af því
að tveimur eða þremur dögum áð-
ur hafði ein samstarfskona mín í
Norðurlandahúsinu borið mér
munnlegt boð frá honum.
Það var ekki fyrr en 25. febrúar
sem ég fann af tilviljun bréf í hús-
inu, skrifað á bréfsefni þess, dag-
sett 8. janúar og undirritað á þess
vegum af öðrum ritaranum. Það
var boðsbréf vegna fyrrgreindrar
móttöku, sent út án minnar vit-
undar röskum mánuði áður en hún
var haldin og formaðurinn setti
fram ósk sína um að húsið greiddi
hana. Af gestalistanum hafði ég
engin afskipti og vissi ekki, hverj-
ir boðsgestirnir voru.
Hinn 14. janúar fann ég líka af
tilviljun fréttatilkynningu sem þá
var búið að senda út án þess að ég
vissi og var dagsett þann dag. Það
var tilkynning um útgáfuna á
grafíkmöppum Edelings og hve-
nær þær yrðu sýndar og kynntar
opinberlega í fyrsta sinn. Mér
hafði ekki borist nein beiðni eða
vitneskja um þetta, og þess vegna
spurði ég aðstoðarforstjórann um
það morguninn eftir. Hún sagði
mér að Steen Cold hefði hringt og
beðið húsið að senda út tilkynn-
inguna og henni fundist það í lagi.
Það má vel vera, en tilkynningin
var skrifuð á bréfsefni hússins, og
þegar í október hafði ég beðið
samstarfsfólk mitt að senda ekk-
ert til blaðanna án þess að mér
hefði gefist tækifæri til þess að
sjá það áður.
Eftir stjórnarfundinn og hina
opinberu útgáfukynningu las ég í
færeyskum blöðum að möppurnar
væru til sölu í Norðurlandahúsinu.
Enginn hefur fyrr eða síðar spurt
mig um leyfi til þeirrar sölu eða
hvað mér fyndist um hana. En sal-
an hófst undir eins að lokinni
kynningunni, og skrifstofustúlk-
urnar í húsinu sáu um hana. Oftar
en einu sinni spurði ég, hver hefði
fari fram á þessa þjónustu og með
hvaða skilyrðum og fékk aldrei
fullnægjandi svör.
Þannig hefur Norðurlandahúsið
afgreitt pantanir, séð um sölu,
gestamóttöku og útsendingu á
fréttatilkynningum og eftir því
sem ég best veit og mér skildist á
varamanni mínum greitt ferða-
kostnað útgefandans, enda hafði
mér skilist að hann væri kominn
til þess að vinna að uppsetningu
grafísku vinnustofunnar. Ég er
því ekki alveg sammála stjórninni
um að Norðurlandahúsið hafi eng-
in afskipti haft af málinu nema í
sambandi við móttökuna.
Hins vegar gat stjórnin auðvit-
að ákveðið þetta allt, en ég veit
bara ekki, hvenær það var gert og
hef enga tilkynningu fengið um
það sem forstjóri. Það þykir mér
tillitsleysi, ekki síst þegar ég hef
það á tilfinningu að blaðaskrifin
um þetta séu nú notuð sem ásökun
gegn mér af stjórninni eins og
ætlast sé til að ég taki á þeim alla
ábyrgð. Það geri ég ekki af þessum
ástæðum:
Allt var þetta undirbúið og gert
af öðrum án minnar vitundar, þótt
ég væri forstjóri hússins. Bréfs-
efnið, móttakan, sölustaðurinn
sem vísað var á í blöðunum o.s.frv.
tengdu það við Norðurlandahúsið.
Eigi að síður var útgefandinn Gal-
erie Edeling í Kaupmannahöfn.
Þetta var ekkert leyndarmál, en
mikið um það talað, og þegar fjöl-
miðlar lögðu fyrir mig beinar
spurningar í þessu sambandi sá ég
því enga ástæðu til þess að neita
þeim um svör sem ég þóttist vita
að allir vissu fyrir.
I’órshöín, I. apríl I9SS.
Hjörtur l’álsson.
Alþýðubandalag og Kvennalisti:
Fallíð verði frá bygg-
ingu ratsjárstöðva
Meirihluti utanríkisnefndar mælir með því að Alþingi felli tillögu til
þingsályktunar um að falla frá hugmyndum um að reisa tvær nýjar ratsjár-
stöðvar. Álit meirihlutans, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks, er að meirihluta birt á þingsíóu Morgunblaðsins í gær. Annar
minnihluti, sem skipaður er fulltrúum Alþýöubandalags og Kvennalista,
leggur til að tillagan verði samþykkt Meginefni álits hans fer hér á eftir. Álit
Haraldar Ólafssonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, er enn ekki komið
fram.
í nefndaráliti Alþýðubandalags
og Kvennalista segir m.a.:
„Undirrituð bendir m.a. á eftir-
farandi atriði, sem mæla með
samþykkt tillögunnar:
1. Bygging ratsjárstöðvanna
táknar óumdeilanlega aukn-
ingu hernaðarumsvifa á vegum
Bandaríkjahers og NATO hér á
landi. Um þetta atriði segir
Gunnar Gunnarsson starfs-
maður öryggismálanefndar í
nýlegu riti: „Keflavíkurstöðin:
Áætlanir og framkvæmdir"
m.a. eftirfarandi.
„Hugmyndir um nýjar rat-
sjárstöðvar eru nátengdar öðr-
um framkvæmdum og áætlun-
um, sem varða Keflavíkur-
Auxnci
stöðina eins og byggingu á
styrktum flugskýlum í Kefla-
vík, endurnýjun þeirra
orrustuflugvéla sem þar eru,
byggingu olíugeyma í Helguvík
o.fl. Allt tengist þetta loftvörn-
um á einn eða annan hátt. Út
frá hernaðarlegu sjónarmiði er
því eðlilegra að Ifta á þessar
áætlanir sem eina heild, áður
en litið er á hvert einstakt at-
riði fyrir sig“ (bls. 1).
Þótt ratsjárstöðvarnar einar út
af fyrir sig auki ekki stórlega á
hernaðarumsvif hérlendis, verður
að líta á þær í þessu heildarsam-
hengi, og í samhengi við breyt-
ingar á eðli herstöðvanna hérlend-
is í heild í það horf, að þær geta
orðið mjög mikilvægar í hugsan-
legum hemaðarátökum risaveld-
anna.
2. Fram hefur komið, að mikil
andstaða er gegn nýjum rat-
sjárstöðvum, bæði í þeim
byggðarlögum, þar sem helzt er
ráðgert að þær verði reistar,
jafnt sem meðal annarra lands-
manna.
í skoðanakönnunum dagblaðs-
ins NT, sem niðurstöður voru birt-
ar úr 10. apríl sl., kom fram hjá
70% aðspurðra, sem afstöðu tóku,
að helmingur þeirra er andvígur
uppsetningu nýrra ratsjárstöðva
hérlendis. NT dregur eftirfarandi
ályktanir af þessari skoðanakönn-
un:
„Þegar öll kurl koma til
grafar er svo niðurstaðan sú að
þjóðin virðist skiptast í tvær
nokkurn veginn nákvæmlega
jafnstórar fylkingar í afstöð-
unni til þessa máls og ef þjóð-
aratkvæðagreiðsla yrði látin
fara fram, væru úrslitin langt í
frá ráðin fyrirfram."
í skoðanakönnun DV fyrr í vet-
ur, þar sem spurt var um sama
efni, kom fram, að meirihluti
þeirra sem afstöðu tók var andvíg-
ur hugmyndum um nýjar hernað-
arratsjárstöðvar.
Það er þannig ljóst að mikil og
víðtæk andstaða er við uppsetn-
ingu þessara stöðva og er engan
veginn bundin við einstaka stjórn-
málaflokka.
Þá liggur það fyrir að verulegur
hópur þess fólks, sem býr næst
þeim stöðum þar sem rætt er um
að reisa þessar stöðvar, er andvíg-
ur byggingu þeirra. Nægir í því
sambandi að vísa í bænaskrá 100
Vestfirðinga til ríkisstjórnar Is-
lands og mótmæli mikils fjölda
íbúa I þremur sveitarfélögum í
Norður-Þingeyj arsýslu.
Undirrituð telja, að virða beri
óskir heimamanna um að mann-
virki sem þessi verði ekki reist við
bæjardyr þeirra og bygging slíkra
hernaðarmannvirkja eigi ekki að
koma til greina, þar sem veruleg
andstaða er við slík áform í
heimabyggð.
3. Þá átelur minnihlutinn þá
málsmeðferð að tengja fyrir-
ætlanir um þessi hernaðar-
mannvirki við æskilegar úrbæt-
ur í tengslum við farþegaflug
um og við landið og að reynt
hefur verið að réttlæta þessi
áform með röngum staðhæfing-
um um gildi slíkra hernaðar-
ratsjárstöðva fyrir öryggi sjó-
manna og siglingar með strönd-
um fram. Að áliti undirritaðra
hljóta íslendingar sjálfir að
tryggja öryggi þeirra sem um
loft fara eða höf sigla og gera
sjálfir í því skyni nauðsynlegar
úrbætur hér á landi. Þá átelja
undirrituð að innlendum stofn-
unum eins og Pósti og síma og
Flugmálastjórn hafi verið
flækt í undirbúning vegna þess-
ara hernaðarmannvirkja og
virðist ætlað að eiga hlut að
starfrækslu þeirra. Ef sú verð-
ur reyndin verður erfitt að
greina á milli almennra borg-
aralegrar starfsemi hérlendis
og hernaðarumsvifa, og er það í
andstöðu við þá stefnu sem
stjórnvöld hafa fylgt varðandi
samskipti bandaríska herliðs-
ins hérlendis og innlendra aðila
til þessa. Með tilliti til ofan-
greindra ástæðna leggur 1.
minnihl. utanríkismálanefndar
til að þessi tillaga verði sam-
þykkt.”
Hjörleifur Guttormsson
Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir
STUTTAR ÞINGFRETTIR
Atvinnumálanefnd hefur lagt
fram nefndarálit um tillögu til
þingsályktunar um fjárfestingar
erlendra aðila í atvinnufyrir-
tækjum hér á landi. Flutnings-
maður tillögunnar er Björn
Líndal, varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins. Atvinnumála-
nefnd kom með breytingartil-
lögu þess efnis að ríkisstjórninni
verði falið að láta endurskoða
gildandi lagaákvæði um fjárfest-
ingar erlendra aðila í fyrirtækj-
um á íslandi.
Uppeldisstörf
Lögð hefur verið fram fyrir-
spurn til menntamálaráðherra
um uppeldisstörf á dagvistar-
heimilum. Spurt er hvað líði
framkvæmd þeirrar starfsáætl-
unar um uppeldisstörf á dag-
heimilum sem samþykkt var að
gerð yrði með lögum nr. 40/1981.
Fyrirspyrjandi er Guðrún
Helgadóttir, Alþýðubandalagi.
Samningaviðræður
við Alusuisse
Hjörleifur Guttormsson, Al-
þýðubandalagi, hefur lagt fram
fyrirspurn til iðnaðarráðherra I
þremur liðum um framhald
samningaviðræðna við Alu-
suisse. Þingmaðurinn spyr I
fyrsta lagi hvað hafi gerst í við-
ræðum ríkisstjórnarinnar og
Alusuisse, og í öðru lagi hver sé
staðan í samningunum varðandi
fyrirhugaðar breytingar á fram-
leiðsiugjaldi Isals sem aðilar
ætla að leitast við að ljúka eigi
síðar en 1. júní 1985. Þá spyr
þingmaðurinn einnig um það
hvenær ríkisstjórnin hafi afhent
Alusuisse bréf um fyrirhuguð
kjör og skilmála varðandi
stækkun álbræðslunnar.