Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985
Minning:
Gestur Vigfússon
' frá Skálmarbœ
Fæddur 9. aprfl 1914
Dáinn 12. aprfl 1985
Betri þóttu handtök hans
heldur en nokkurs annars manns.
(Örn Arnar.)
Hinn 12. apríl sl. varð Gestur
Vigfússon bóndi í Skálmarbæ,
Álftavershreppi, bráðkvaddur við
vinnu sína. Stóð hann uppréttur
og keikur við störf er dauðinn fór
' ~9 að. Var slíkur dauðdagi í samræmi
við skapferli hans og óskir. Gestur
var ekki hneigður fyrir bið eða
hálfverk væru verídok tiltæk.
Gestur var borinn og barnfæddur
í Skálmarbæ í Vestur-Skafta-
fellssýslu og voru foreldrar hans
hjónin Vigfús Gestsson frá Ljót-
arstöðum í Skaftártungu og Sig-
ríður Gísladóttir frá Gröf í sömu
sveit. Var hann því Skaftfellingur
í húð og hár. Stóðu að honum hin-
ar bestu og traustustu ættir. Var
m.a. afkomandi Sveins Pálssonar,
landlæknis, sem var langalangafi
hans í móðurætt.
Foreldrar Gests fluttu að
Skálmarbæ 1911 og bjuggu þar
alla búskapartíð sína. Vigfús, fað-
ir hans, andaðist 13. apríl 1949 og
bjó Sigríður, móðir Gests, eftir
það í Skálmarbæ með sonum sín-
um, Gísla, Gesti og Jafet til
dauðadags hennar 21. júlí 1977, en
eftir það hafa þeir bræður búið
þar einir, allir ókvæntir.
Fram til ársins 1930 stundaði
Gestur einvörðungu búskap, en
frá þeim tíma vann hann mikið
utan heimilis, fyrstu tuttugu og
þrjú árin við vega- og brúargerð á
sumrin, en frá 1953 til dauðadags
starfaði hann mikinn hluta ársins
við byggingarvinnu hér í Reykja-
vík. Var þó alltaf fyrir austan um
túnaslátt og á haustin í sláturtíð. I
frístundum gerði hann sér margt
til gamans, enda félagslyndur og
eftirsóttur félagi. Hann var vel
íþróttum búinn, glímdi m.a. mikið
á yngri árum og var sigursæll.
Hestamaður var hann ágætur og
átti verðlaunagæðinga. Einnig
spilaði hann og tefldi sér og öðrum
til óblandinnar ánægju. Og Gestur
var svo skemmtilegur, fyndinn og
hispurslaus, að í návist hans
þreifst engin sút.
Gestur kvæntist aldrei, en um
átta ára skeið bjó hann með Pál-
' • ínu Katrínu Magnúsdóttur frá
Sandaseii, Meðallandi, og eignuð-
ust þau eina gjörvulega dóttur,
Kolbrúnu, f. 28. ágúst 1950. Eru
dótturbörn Gests þrjú: Sigríður 15
ára, Magnea Kristín, 12 ára, og
Örvar Gestur, 9 ára. Þau eru öll
mannvænleg og voru afa sínum til
yndisauka. Hjálmar Gunnarsson,
hálfbróðir Kolbrúnar, og fjöl-
skylda hans var Gesti einnig kær
sem eigin börn.
Eins og ég hefi áður drepið á var
Gestur manna glaðbeittastur,
garpur að hreysti og líkamsburð-
um, kappsfullur og höfðingi í lund.
Snar þáttur í eðli hans var hversu
hann var hjálparfús og hjálpar-
snöggur. Hann dró aldrei til morg-
uns að vinna verk, sem unnt var
og þörf á að ljúka í dga. Allir, sem
höfðu af honum nokkur kynni
sakna hans sárt og finna, hversu
mikið skarð er fyrir skildi, þegar
burtkallaður er slíkur heiðríkj-
unnar drengur sem hann var.
Gestur verður jarðsunginn að
Gröf í Skaftártungu í dag, en þar
hvíla einnig foreldrar hans.
Ég og fjölskylda mín þakka
Gesti af alhug vináttu og ánægju-
ríkar samverustundir og biðjum
honum blessunar á öllum tilveru-
stigum.
Kolbrúnu, dóttur hans, barna-
börnum og öðrum nánustu ástvin-
um vottum við innilega samúð.
Barði Friðriksson
Föstudaginn 12. apríl siðastlið-
inn varð Gestur Vigfússon frá
Skálmárbæ í Álftavershreppi
bráðkvaddur á vinnustað. Enda
þótt Gestur væri af léttasta skeiði
kom andlát hans þeim á óvart,
sem þekktu hann. Lífskraftur
hans og orka virtist slík, að flest-
um mun hafa fundist, að maður-
inn með ljáinn hlyti að láta hann
óáreittan langa hríð enn.
Gestur Vigfússon fæddist 9.
apríl 1914. Foreldrar hans voru
hjónin Vigfús Gestsson bóndi í
Skálmárbæ og kona hans Sigríður
Gísladóttir frá Gröf í Skaftár-
tungu. Þau hjón eignuðust þrjá
sýni, Gísla, sem er elstur þeirra
bræðra, Gest, sem nú er kvaddur,
og Jafet, sem er yngstur þeirra
bræðra. Gísli og Jafet lifa báðir
bróður sinn og eru þeir búsettir á
föðurleifð sinni, í Skálmárbæ.
Vigfúsi föður þeirra kynntist ég
ekki, en hann mun hafa verið
vaskur maöur og búhöldur góður.
Sigríði Gísladóttur kynntist ég
háaldraðri. Hún var góðhjörtuð
kona, gestrisin og höfðinglunduð.
Hún var mjög barngóð og hænd-
ust börn og málleysingjar mjög að
henni. Gestur Vigfússon erfði
ýmsa af bestu eiginleikum móður
sinnar.
Gestur Vigfússon verður mjög
minnisstæður öllum þeim, sem
kynntust honum. Hann var gædd-
ur einstökum lífskrafti og lífs-
fjöri. Frá honum stafaði orku og
smitandi glaðværð. Hann var hár
maður vexti, sterklegur, fasmikill
og sópaði jafnan að honum, hvar
sem hann fór. Aldurinn bar hann
vel og virtist Elli kerling vinna lítt
á honum. Gesti var lognmolla lítt
að skapi. Hann var hreinskiptinn
og sagði jafnan hug sinn allan,
hvort sem viðmælendum hans lík-
aði betur eða verr. Hann skóf
sjaldnast utan af hlutunum og
hafði gaman af að taka djúpt í
árinni, ef svo bar undir. Jafnan
var þó grunnt í glettni og gaman-
semi og hygg ég, að hann hafi
aldrei viljað meiða menn og aldrei
lagt illt til nokkurs manns að
fyrra bragði. Hann hélt fast við
skoðanir sínar og hvikaði hvergi
frá þeim ef hann taldi sig hafa á
réttu að standa. Honum féll það
þungt ef réttu máli var hallað eða
svikum og prettum beitt og sótti
rétt sinn væri þess nokkur kostur.
Það kom oft fyrir, að við værum
ósammála og vildi hvorugur láta (
minni pokann. Þrátt fyrir það bar
aldrei skugga á vináttu okkar og
ég minnist þess ekki, að við höfum
nokkru sinni skilið ósáttir.
Alla starfsævi sína vann Gestur
erfiðisvinnu. Hann var hamhleypa
til allra verka og með afbrigðum
viljugur og ósérhlífinn. Hann kom
sér því hvarvetna vel, þar sem
hann lagði hönd að verki. Mörgum
mun hann hafa rétt hjálparhönd
við húsbyggingar og annað, að
loknum ströngum vinnudegi, og
munu vinnulaunin oft hafa verið
létt í vasann. Hjálpsemi við kunn-
ingja sína var honum svo í blóð
borin, að hann hafði sjaldnast orð
á því, þótt hann legði mönnum lið.
Mestan hluta starfsævi sinnar
starfaði Gestur hér í borginni.
Hann var gefinn fyrir margmenni,
og ys og þys borgarinnar og iðandi
mannlíf þéttbýlisins átti vel við
hann. Samt náði hann aldrei að
festa rætur til fulls í borginni. Á
sumrin og á frídögum, þegar færi
gafst, hélt hann í átthagana, heim
í Skálmárbæ, og lagði þar hönd á
plóginn við bústörfin með bræðr-
um sínum. Gróandi sveitarinnar
og ys og þys borgarlífsins áttu
jafnsterk ítök f honum.
Gestur Vigfússon var gefinn
fyrir fólk. Hann átti marga vini og
kunningja og reyndist trú vinur
vina sinna. Hann rækti vel vinátt-
una og var víða aufúsugestur.
Hann var ætíð ræðinn, þar sem
hann kom. Hann gat verið hrókur
alls fagnaðar á gleðistund og hafði
mikið yndi af að stíga dans og
grípa í spil. Hann var jafnan boð-
inn og búinn að aðstoða jafnt
kunningja sem sina nánustu og
barngóður var hann mjög. Hann
verður eftirminnilegur öllum
þeim, sem höfðu kynni af honum,
og margur mun sakna hans.
Gestur Vigfússon var gæfumað-
ur í einkalífi sínu, því hann átti
eina dóttur barna og þrjú efnileg
barnabörn, sem voru honum afar
mikils virði. Barnabörnin hænd-
ust mjög að afa sínum og samband
Gests og dóttur hans var ætíð
mjög náið og gott, þótt ekki ríkti
nein lognmolla í daglegum sam-
skiptum þeirra.
Fóstursyni sínum, Hjálmari
Gunnarssyni, reyndist Gestur
jafnan vel, og hygg ég, að Hjálmar
og fjölskylda hans hafi haft mik-
inn styrk af Gesti. Ég bið Guð að
styrkja dóttur Gests og dóttur-
börnin, missir þeirra er vissulega
ipikill og sár. Það verður þeim þó
til huggunar, að í huga þeirra, sem
kynntust Gesti Vigfússsyni mun
ætíð lifa góð minning um mætan
og eftirminnilegan mann.
Vini mínum bið ég góðrar heim-
komu.
Böðvar Jónsson
Föstudaginn 12. apríl síðastlið-
inn lést Gestur Vigfússon, Skálm-
arbæ, Álftaveri. Gestur fæddist 9.
apríl 1914 og var því nýorðinn 71
árs þegar hann varð bráðkvaddur
í vinnu sinni.
Það kom yfir okkur sem reið-
arslag að hann sem leit út svo
stálhraustur og glaður væri nú
allur. Ég ætla nú með nokkrum
orðum að minnast þessa vinar
míns sem aldrei mun gleymast.
Gestur var hörkuduglegur,
ósérhlífinn og laginn verkmaður.
Hann vann lengst af við járna-
bindingar og almenna byggingar-
vinnu hér í Reykjavík á vetrum.
Frá árinu 1953 vann hann fyrst
hjá Magnúsi Árnasyni múrara-
meistara til ársins 1968, eftir það
hjá BSAB-byggingarfélagi og nú
síðast við byggingu elliheimilis í
Seljahverfi. A sumrin var Gestur
alltaf austur í Skálmarbæ við
búskapinn. Eins fór hann þangað
um stórhátíðir, nú síðast um
páska, og oft um helgar til að taka
til hendinni með bræðrum sínum
þeim Gísla og Jafet sem búa í
Skálmabæ og bjuggu þar með
Gesti frá því faðir þeirra lést 1949
en hann hét Vigfús Gestsson.
Móðir þeirra hét Sigríður Gísla-
dóttir og bjó hún með þeim þar til
hún lést 1977. Eftir það hafa þeir
þrír búið í Skálmarbæ og var
Gesti búskapurinn hugleikinn og
átti hann oft góða gæðinga, til
dæmis Kol, sem vann til verðlauna
á kappreiðum og hélt Gestur mik-
ið upp á hann.
Gestur á eina dóttur, Kolbrúnu,
sem hann eignaðist 28. ágúst 1950
með sambýliskonu sinni Pálínu
Katrínu Magnúsdóttur. Kolbrún á
þrjú börn sem voru afa sínum til
mikils yndisauka og eftirlæti
hans. Einnig gekk hann Hjálmari
Gunnarssyni, syni Pálínu, í föð-
urstað, og var mikill kærleikur á
milli þeirra og konu Hjálmars,
Sjafnar Jóhannsdóttur, og þeirra
barna. Pálína og Gestur slitu sam-
vistir.
Hann er orðinn stór hópurinn af
börnum sem hafa dvalið hjá þeim
bræðrum á sumrin og hafa þau öll
tengst þeim órofa vináttuböndum
og ekki gleymt þeim dýrmæta
skóla og umhyggju sem þau hlutu
í Skálmarbæ.
Gestur hafði gaman af að tefla
og tók þátt í taflmótinu með góð-
um árangri enda góður taflmaður.
Ekki var síður gaman að heyra
lýsingar hans af þeim orustum.
Við Gestur tefldum oft og lengi og
nutum þess vel. Gestur var glaður
á góðri stund, eftirminnanlegur,
hispurslaus og ófeiminn. Hann
hafði gaman af að segja frá og
lýsa skoðunum sinum þannig að
fólk tók eftir og naut hann þess að
gefa hlutunum þau nöfn að hlátur
og kátínu vektu. Gestur var mann-
blendinn og hafði mikla ánægju af
félagsvist sem hann tók þátt í allt-
af þegar hann var hér í Reykjavík.
Eins þótti honum gaman að dansa
og stundaði því gömlu dansana af
kappi og veit ég að hann átti
marga vini úr þeim félagsskap.
Vini sem hann heimsótti og komu
til hans er þeir áttu leið um Álfta-
ver.
Það var ekki óalgengt að bekk-
urinn í baðstofunni í Skálmarbæ
væri þéttsetinn og menn nytu
rausnarskap þeirra bræðra. Þar
voru málin rædd umbúðalaust og
leyndi sér ekki hve Gestur átti erf-
itt með að þola það sem hann kall-
aði órétt. Gekk það því mjög nærri
honum, svo mjög að hann var ekki
samur maður á eftir, þegar hann
fékk lok í landamerkjadeilu á síð-
asta ári. Þau málalok gat Gestur
ekki sætt sig við og vann að því að
reyna að taka þau upp.
Við hjónin sendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til Kol-
brúnar og barna hennar sem nú
hafa misst föður og afa, Hjálmars
og fjölskyldu sem nú syrgja
fósturföður og afa. Einnig Gísla
og Jafets sem sjá á eftir elskuðum
bróður svo og öðrum sem misst
hafa góðan vin og frænda.
Við sjáum á bak góðum vini.
Guð varðveiti minningu hans.
Grétar og Dóra
I þessari minningargrein ætlum
við að minnast Gests Vigfússonar
sem var okkur mikill og góður vin-
ur. Frá því við munum fyrst eftir
okkur hefur Gestur gamli verið
fastur gestur á heimilinu, alltaf
jafnhress og jákvæður í allra garð.
Barngóður var hann og það var
honum einkar lagið að setja sig í
spor annarra enda höfum við allt-
af hvert á sinn hátt litið á Gest
sem jafnaldra. Alltaf hafði hann
tíma til þess að spjalla við okkur
og svara spurningum okkar. Eng-
inn maður hefur haft eins mikil
áhrif á okkur enda litum við á
hann sem afa. Þeim skemmtilegu
stundum sem við nutum samvist-
um við Gest okkar verður aldrei
gleymt. Hann á stóran hlut í
okkur öllum. Að hafa fengið að
kynnast Gesti, þessum einstaka
manni, og umgangast hann er
okkur ómetanlegur fjársjóður.
Nú er Gestur farinn og við sjá-
um hann aldrei aftur. Aldrei
framar verður hurðinni hrundið
upp og kallað inn um gættina: „Er
einhver heima hér á þessum bæ?“
En minningin lifir í hjörtum
okkar og allra sem kynntust hon-
um. Það er mikill missir í þessum
einstaka manni og söknuður býr í
brjóstum okkar allra.
Guð blessi alla aðstandendur
Gests og vini. Þeim sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Guð blessi minningu Gests.
Systkinin, Hléskógum 4
. ' ——■—i ■" 1 ■ ii .i. .....
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Bandarískur vel stæður
lögfræðingur
frá Wisconsin, einhleypur á
fimmtugsaidri, hefur áhuga á aö
skrifast á viö einhleypa ein-
stæöa, íslenska stúlku um þrí-
tugt. Tilboö sendist augld. Mbl.
merkt: .Fallegt heimili — 7777“.
Dyrasímar — raflagnsr
Gestur rafvirkjam., s. 19637.
□ Gimli 59854227 - 2.
□ EDDA 59854201330-3
Fíladelfía
Aöalfundur Filadelflusafnaöar-
ins fyrir áriö 1984 veröur haldinn
i dag og hefst hann kl. 14.00 I
stóra sal kirkjunnar. Eftir aöal-
fundarstörf veröur boöiö til kaffi-
drykkju. Safnaöarfólk er beöiö
aö fjölmenna.
FERDAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3
SÍMAR11796 og 19533.
Dagsferöir sunnudag
21. apríl
1. kl. 10.30 Skíöaganga úr Blá-
fjöllum í Grlndaskörö. Gengiö í
um 5 klst. Verö kr. 350.
2. kl. 13. Genglö frá Þríhnjúkum
í Kristjánsdali. Létt gönguleiö í
Reykjanesfólkvangi. Verö kr.
350. Brottför frá Umferöarmiö-
stöðinni, austanmegin. Farmiöar
viö bíl Frítt fyrlr börn i fylgd full-
oröinna.
Afh.: Gönguferö á Esju sumar-
daginn fyrsta. Helgarferö i
Tindfjöll 10.—12. mai. Kvöld-
vaka 24. apríl. Björn Th.
Björnsson segir frá Þingvöllum
og sýnir myndir.
Fíladelfía
Almenn bænasamkoma I kvöld
kl. 20.30. Bæn, lofgjörö og þakk-
argjörö.
KROSSINN
ÁLFHÓLSVEGI 32 - KÓPAVOGI
Samkomur á sunnudögum kl.
16.30. Samkomur á laugardög-
um kl. 20.30. Bibliulestrar á
þriöjudögum kl. 20.30.
Kvenfélagasamband
Kópavogs
heldur opinn fund aö Hamraborg
1, Kóp. (sal Sjálfstæöisflokksins)
kl. 14.00 i dag laugardag. Séra
Agnes Siguröardóttir talar um
æskulýösmál, börn úr Tónllstar-
skóla Kópavogs leika á blokk-
flautur og Kristín Viggósdóttir
syngur meö pianóundirleik.
Stjórnin.
Dagsferðir sunnudag-
inn 21. apr. kl. 13
Snókafell — Lambafellsgjáin.
Létt ganga. Fjölbreytl göngu-
land. Lambafellsgjáin er mlklö
náttúruundur. Verö 350 kr. fritt f.
börn m. fullorönum. Brottför frá
BSl, bensínsölu, (í Hafnarfiröi v.
klrkjug).
Þórkötlustaöanes — Hraunsvik
kl. 13 á sumardaginn fyrsta.
Aðalfundur Útivistar
veröur haldinn aö Hótel Sögu,
hliöarsal, kl. 20.30 mánudags-
kvöldiö 22. apríl. Venjuleg aöal-
fundarstörf.
Vorlerö út f óvissuna, helgar-
ferö 3.—5. maí. Gist i húsi.
Sumarleyfi í Austurriki 24. maí,
19 dagar. Gönguferö um falleg
fjallahéruö í noröurhluta Austur-
ríkis. Einnig dvöl í Vin og viö
fjallavatniö Zell am See. Uppl. á
skrifst. Lækjarg. 6a, siml 14606
(símsvari). Sjáumst.
Feröafélagiö Utivist