Morgunblaðið - 20.04.1985, Page 37

Morgunblaðið - 20.04.1985, Page 37
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985 37 Minning: Vigdís Runólfs- dóttir Akranesi í dag verður jarðsungin frú Vigdís Runólfsdóttir, Vallarbraut 17 á Akranesi, en hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 12. apríl sl., eftir skamma sjúkralegu. And- lát þessarar merkiskonu bar brátt að. Það grunaði víst fáa starfsfé- laga hennar hjá Sementsverk- smiðju ríksins, sem voru með henni á árshátíð félagsins fyrir skömmu, þar sem hún, eins og oft áður skemmti félögum sínum með bráðskemmtilegum kveðskap og gamanmálum, að hún myndi kveðja þetta jarðlíf að fáum dög- um liðnum. Vigdís fæddist að Gröf í Skila- mannahreppi 23. september 1920, foreidrar hennar voru Runólfur Guðmundsson sem enn lifir í árri elli og Þórunn Markúsdóttir og ólst hún þar upp ásamt 6 systkin- um sínum. Árið 1946 giftist Vigdís Oddi Magnússyni, sem lést langt um aldur fram árið 1967, og eign- uðust þau fimm börn. Eftir lát manns síns flutti Vig- dís heimili sitt af Suðurgötu 121, þar sem þau höfðu búið lengst af sínum búskap, að Vallarbraut 17. EFtir að börnin fóru að heiman og barnabörnunum fjölgaði, hefur samnefnari fjölskyldunnar ætíð verði hjá Viggu, en barnabörnin eru nú orðin þrettán, og eru 12 þeirra á lífi. Það eru margar stundirnar sem ljúft er að minn- ast frá því þegar farið var í heim- sókn til ömmu á Skaganum, eins og börnin voru vön að segja. Það var mikil reisn og höfðingsskapur í húsi þessarar konu. Glaðværð, húmor og alveg einstakt lag á að ná fram hinu broslega í tilverunni gerði Viggu að hróki alls fagnaðar hvar sem hún fór, Vinnugleði og ósérhlífni Vigdís- ar var einstök. Hún vann lengri vinnudag en gengur og gerist um flest fólk, þó á besta aldri sé, og þegar ég segi vinnugleði, þá meina ég það í bókstaflegri meiningu þess orðs, þvi hún stundaði ekki Ulfar Kristjóns- son - Kveðjuorð „Kallið er komið, komin er nú stundin." Þetta upphaf að sálmi Valde- mars Briem verður mér í huga þegar ég sest niður að skrifa þessi kveðjuorð eftir elskulegan mág minn, Úlfar Kristjónsson sem fórst með báti sínum og skipshöfn þann 27. mars, þar með töldum einkasyni og mági. Úlfar, hinn fríski og lagni sjómaður og feng- sæla aflakló, sem alla tíð hefir eins og aðrir sjómenn hlýtt kalli skyldunnar undanbragðalaust hefir nú verið kallaður hinsta kalli hins æðsta sem öllu ræður. Eftir sitja ættingjar og fjöl- margir vinir og reyna að skilja af hverju og til hvers, já, af hverju svona fljótt. Minningarnar streyma fram í hugann. Allar eru þær með sama marki. Ljúfmennska og glaðlegt bros Úlla er eins og rauður þráður ofinn í munstrin. Ég var ung þegar ég tengdist fjölskyldunni. Systkinahópurinn frá Bug var stór og þar ríkti glað- værð og lífsgleði. Eg minnist enn fyrstu jólanna með fjölskyldu mannsins míns. Þar var þröngt til húsa en hjartarými nægt og þess vegna nægt pláss og mikil gleði. Jóhanna, tengdamóðir mín, bjarg- aðist vel með hópinn sinn stóra en Kristjón, maður hennar, var þá látinn fyrir fáeinum árum. Þegar við Guðmundur hófum svo búskap var hann alltaf á sjón- um. Þá var gott að eiga Úlla sem félaga, ellefu ára gamlan, og marga nóttina dvaldi hann þá hjá mér og það var traust og hald f þessum glaðværa snáða. Árin liðu við starf og leik. Úlli kvæntist sinni góðu konu, Sæunni öldu, og alltaf hélst þetta góða samband milli fjölskyldnanna. Úlli var einstaklega barngóður og þó hann væri störfum hlaðinn hafði hann tíma fyrir þau. Börnin mín nutu þess ríkulega. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaöinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, aö berast í síöasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, aö frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Þegar við hjónin byggðum okkur sumarbústað í Bug var hann okkur mjög hjálplegur og alltaf fylgdi gleðin með. Alda og Úlli áttu bústað skammt frá og oft var skroppið á milli. ógleymanl- ega ferð áttum við líka saman til veiða í Grímsá í Borgarfirði, en ÚIli var einnig fiskinn á þeim veiðum. Son sinn, Jóhann óttar, um- vafði Úlli ást sinni og þessi efni- legi piltur ætlaði að feta í fótspor föður síns. Aðeins tæplega tvítug- ur er hann nú kallaður brott þegar þroskaárin voru framundan. Ég bið Guð að styrkja öldu sem sér nú á bak ástríkum eiginmanni og einkasyni sínum. Ég bið um að leggist líkn með þraut. Mér verður > líka hugsað til Jóhönnu, móður Úlla, sem nú dvelur farin að kröft- um og heilsu á sjúkraheimili. Við fáum eflaust síðar svör við spurningum þeim sem við spyrj- Guóbjörg E. Guömundsdóttir, Finnbogi G. Guömundsson, Laufey O. Guömundsdóttir, Jón M. Guömundsson, um nú eftir að vinir okkar fengu hið stóra kall. Hitt vitum við að þar sem góðir menn ganga eru Guðs vegir og að mikils hefir við þurft þegar almættið kallar svona stórt. Og við vitum að þeir fá góða siglingu um hulið haf. Guð blessi ástvini þeirra sem fórust með Bervík og blessi minn- ingu þeirra allra. Kristfríöur Kristjánsdóttir Siguröur Magnússon, Jóhann Þ. Davfðsson, Hjördis Karvelsdóttir. t Innilegar þakkir færum vlö öllum sem auösýndu okkur samúö, hlyhug og vlnáttu vlö andlát og útför elglnmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, HARALDS fSLEIFSSONAR, Skólastfg 28, Stykkishólmi. Kristln Cecilsdóttir, Cecil Haraldsson, Gylfi Haraldsson, Kristborg Haraldsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær eiginkona min, móölr, tengdamóöir, amma og langamma, ARNÞRÚÐUR GRÍMSDÓTTIR, Háukinn 4, Hafnarfirói, andaöist 14. þ.m. I Landspitalanum. Jaröarförin hefur fariö fram I kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þóröur Þóröarson, Siguröur Þóröarson, Trausti Þóröarson, Barbro Þóröarson, Guöbjörg Hulda Þóröardóttir, Þóröur Halgason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona min, móöir okkar og amma, GUÐLAUG INGVELDUR BERGÞÓRSDÓTTIR frá Hvoli, Innri-Njarövfk, andaöist I St. Jósefsspitala, Hafnarfiröi, fimmtudaginn 4. april. Jarðarförin hefur fariö fram. Okkar innilegustu þakkir fyrir vinsemd og hjálp henni auösýnda i veikindum hennar. Guömundur A. Finnbogason, Stefania Guömundsdóttir, vinnu sína af einni saman kvöð eða skyldurækni, nei, hún hafði yndi af henni, og hverju því sem hún tók sér fyrir hendur og ósjald- an gegndi hún trúnaðarstörfum meðal starfsfélaga sinna. Nýlega höfðu Vigdísi bæst tvö barnabörn. Magnús, elsti sonur hennar og Ingibjörg kona hans, eignuðust í febrúar sitt fyrsta barn, son, sem henni og öllum sem til þekkja var mjög kærkominn í þennan heim og einnig höfðu Rún Elfa og Jón, maður hennar eignast nokkrum dögum síðar fallega litla dóttur. Það stóð því mikið til, því báðir þessir yngstu afkomendur Viggu eru enn óskírðir, en það er þó huggun harmi gegn, að hún fékk að lifa það að sjá þau taka fyrstu skrefin í þessu lífi, ef svo má að orði komast. Oddrún, dóttir okkar Svanborg- ar, hefur nú í tvo vetur stundað nám við Fjölbrautaskóla Akra- ness, og búið hjá ömmu sinni á meðan. Hennar missir er mikill og innilegar eru þakkirnar sem hún sendir henni. Já, barnabörnin hennar Viggu eiga margar ógleymanlegar stundir með ömmu sinni, hvort heldur sem er frá fjöl- mörgum heimsóknum til hennar á Skagann eða þegar hún brá sér bæjarleið og kom til þeirra í heim- sókn, og þá var nú stundum langt að fara, því þau búa dreift um landið, allt frá Akranesi, austur í Steingrímsstöð við Sog, á Eyrar- bakka og austur á Reyðarfirði, og nú eins og áður segir litli prinsinn á Seltjarnarnesi. Þau senda henni öll sínar innilegustu kveðjur og þakklæti fyrir allt. Ég veit að ég mæli fyrir hönd okkar allra, tengdabarna hennar og barna, þegar ég segi að síðustu: Þökk sé henni fyrir allt, almáttugur Guð geymi hana. Jón Bjarni. t Þökkum innitega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför ÖNNU BENEDIKTSDÓTTUR, Suöurgötu 6. Þökkum samúöarkveöjur. Guörún og Brian Holt. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför SIGRÚNAR GUDMUNDSDÓTTUR, Borgarheiöi 20, Hvaragaröi. Siguröur Jónsson, Magnea Siguröardóttir, Jón G. Sigurösson, Kolbrún Jónsdóttir, Aöalheiöur Siguröardóttir, Sigfús Jóhannesson. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, KRISTÍNAR PÁLMADÓTTUR frá Hnausum, Fellsmúla 2. Svava S. Sveinbjörnsdóttir, Guörún Sveinbjörnsdóttir, Dýrmundur Ólafsson, Leifur Sveinbjörnsson, Elna Thomsen, Jakob Sveinbjörnsson, Inga Þorsteinsdóttir, Jórunn Sveinbjörnsdóttir, Hafsteinn Hjartarson og aörir aöstandendur. t Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móöur okkar, dóttur, tengda- móöur og ömmu, GUÐRÚNAR GfSLADÓTTUR, Nesvegi 45, Reykjavfk. Hallgrimur Sylveriusson, Gfsli Sveinsson, Kristfn Th. Hallgrfmsdóttir, Helgi Már Alfreösson, Hallgrfmur S. Hallgrfmsson, Gfsli Hallgrfmsson, Hrefna Andrésdóttir, Sveinn Bergmann Hallgrlmsson, Ragnar Hallgrfmsson, Kristján Hallgrfmsson, Gunnar Hallgrfmsson, Jóhanna J. Jóhannsdóttir, Helga Hallgrfmsdóttir, Guörún Hallgrfmsdóttir, Alfreö Hafsteinsson, Ásgeir Hallgrfmsson og barnabörn. Legsteinar granít — Op*ð alla daga, einnig kvðM og heigar.. marmari f'land j.[. Unnarbraut 19, Saftjamarnesi, símar 620609 og 72818.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.