Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 39

Morgunblaðið - 20.04.1985, Side 39
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1985 39 Minninp: Andrés Guömunds- son fyrrv. bóndi Þeim fækkar óðum aldamóta- börnunum. Eitt þeirra, Andrés Guðmundsson, kvaddi þennan heim í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 16. apríl og átti þá eftir nokkrar vikur til að ná 85 ára aldri. Sjúkrahúslegan var stutt og segja má að Andrés hafi haldið sinni andlegu reisn og hressleika til hins síðasta, en aftur á móti var líkaminn þrotinn kröftum. Hann fæddist á Ferjubakka í Borgarhreppi 26. júní árið 1900, sonur hjónanna Ragnhildar Jónsdóttur og Guðmundar And- réssonar. Andrés ólst upp í stórum systkinahópi, en alls voru börn Ragnhildar og Guðmundar tólf að tölu og náðu tíu þeirra fullorðins- árum. Nú eru aðeins fimm á lífi. 22. maí 1925 kvæntist Andrés Lilju Finnsdóttur, sem fædd er 17. september 1905, dóttir hjónanna Guðbjargar Stefánsdóttur og Finns Skarphéðinssonar. Ungu hjónin hófu búskap sinn á Kirkjuferju í ölfusi þar sem þau voru skamma hríð. Þá fóru þau að Ferjubakka og voru þar til ársins 1930 þegar þau keyptu Saura í Hraunhreppi. Þar bjuggu þau í fjörutíu ár eða til ársins 1970 er þau brugðu búi og fluttu í Borg- arnes. Þau eignuðust tíu börn og kom- ust níu upp. Þau eru Guðmundur Ragnar fæddur 1926, símaverk- stjóri í Reykjavík, kvæntur Huldu Brynjólfsdóttur. Hann lést árið 1984; Hervald fæddur 1927, verka- maður í Reykjavík; Óskar fæddur 1928, iðnverkamaður í Borgarnesi; Unnur fædd 1929, húsfreyja í Borgarnesi, gift Jóhanni Sigurðs- syni; Guðrún fædd 1930, húsfreyja á Beigalda, gift Árna Guðmunds- syni, en hún lést árið 1983; Þor- steinn Arnar fæddur 1933, vöru- bílstjóri í Kópavogi, kvæntur Friðbjörgu Óskarsdóttur; Guð- björg Stefánía fædd 1941, hús- freyja í Borgarnesi, gift Jóni H. Einarssyni; Ragnhildur fædd 1947, húsfreyja í Ystu-Görðum, gift Ölver Benjamínssyni; Bragi fæddur 1949, bóndi í Eystra- Fróðholti, kvæntur Helgu Gunn- arsdóttur. Eins og að líkum lætur fer af- komendahópurinn stækkandi. Barnabörnin eru tuttugu og fimm og litlu langafabörnin komin á þriðja tug. Það verður með sanni sagt að menn fæddir um aldamót muni tímana tvenna. Á þessari öld hafa orðið stórstígari breytingar en nokkru sinni í atvinnu og búskap- Minning: Tyrfingur Þórarinsson húsasmíðameistari Þá er Tyrfingur minn Þórar- insson allur. Vonum fyrr, blessað- ur minn. Hann var hress og hress- andi þegar við töluðumst við ný- lega, sagði mér tíðindi, sönn og login, kenndi mér vísupart og sagði mér einhverja sögu. Við ræddumst oftast þannig við, orð- ljótir okkar í millum og óvægnir svo ýmsum þótti nóg um. En vin- átta hans var líktist ísjaka, óvera á yfirborði miðað við það sem und- ir býr. Við kynnumst á fjöllum, í Þóris- ósi 1971. Komum þangað hvor úr sinni áttinni um flest. Hann kom með verksvit og reynslu í því sem unnið var að og býsna mikla þekk- ingu á ótal sviðum, enda grúskari, ég með bókvitið. Þarna unnum við saman og náðum vel saman í vinnu og leik. Þar þróaðist vinátta sem entist og flest samskipti okkar upp frá því voru i þeim anda er þar ríkti. TVrfingur Þórarinsson var tæplega meðalmaður á hæð, þétt- vaxinn þrekskrokkur. íþróttamað- ur á yngri árum í Borgarfirði. Hann var svipmikill með skarpa andlitsdrætti og algrátt hár, mik- ið og áberandi. Virkaði grannleit- ur. Hann hafði djúpa rödd fremur þýða og var ágætis söngmaður. Tyrfingur mun hafa verið kapps- fullur á yngri árum og vissulega entist kappið honum til æviloka. Hann var með eindæmum ósér- hlífinn við það sem hann tók að sér, fylginn sér og sannur sér. Það var gott að vinna með honum en líklega ekki öllum létt og oft var Tyrfingur gustmikill og óvæginn við þá sem honum þótti halla á sig og sína, en ljúfur og blíður öðrum. Mér finnst sem Tyrfingur hafi verið gæddur því sem kalla mætti náttúrugáfur. Virtist geta flest það sem hann lagði sig eftir, enda áhuginn þá brennandi. Hann reyndi sitt af hverju og tengdi gjarna atburði, stóra og smáa við sögur eða eigin reynslu. Tyrfingur var sögumaður. Áhugi Tyrfings á ættfræði entist honum þó öllum öðrum áhugamálum betur. Hann grúskaði í bókum og blöðum, ekki bara við leit að formóður einhvers Ólafs eða löngu genginnar Guð- laugar, helst úr Borgarfirði, held- ur til að sanka að sér fróðleik um fyrri tíð. Og nú síðast fékk hann sér galdratæki — tölvu. Stóðst hana ekki! Hún var svo upplögð til þess að koma þessu átjándualdar liði á diskling til eilífrar varð- veislu og björgunar frá gleymsku og glötun. í Tyrfingi Þórarinssyni gengu upp heilræði Stephans G.: Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Ekki vísunnar vegna, sem hann þó að sjálfsögðu kunni, heldur alls hins. Sjálfs lífsins. Hann lifir áfram í afkomendunum. Það var hann sjálfur viss um og stoltur af. Sennilega hefði Tyrfingur viljað ganga sjálfur hinstu sporin, líkt og flest önnur og kannski gerir hann það. Ég votta Láru og öðrum að- standendum samúð, og kveð hann með ljóði Hannesar Péturssonar: Kveðja. í morgun saztu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppi í geislunum minn gamli vinur en veizt nú í kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna. arháttum. Um leið hefur afkoma fólks breyst svo, að þeir sem í dag eru að koma upp börnum og byggja sér hús hafa þrátt fyrir vol og víl litla möguleika að ímynda sér erfiði og þrautseigju for- feðranna. Þeirra sem ruddu leið- ina fyrir okkur nútímabörnin. Hjá þeim sat nægjusemin og nýtnin í fyrirrúmi. Andrés var góður fulltrúi sinnar kynslóðar, sem með þrotlausri vinnu og árvekni tókst að koma börnum sínum til manns. Sjá sér og sínum farborða á hverju sem gekk í þjóðarbúskapnum. Hann var kappsamur dugnað- arforkur, samviskusamur í meira lagi og barngóður svo af bar. Á Saurum bjó hann snyrtilegum búskap með kýr, kindur og hesta. Vann ásamt eiginkonu og börnum að búskapnum lengst af með handaflinu einu saman. En hann vann ekki bara að sínu, því sam- ferðafólki sínu vildi hann öllu vel. Þau eru ófá ungmennin úr skyldu- liðinu og afkomendahópnum sem voru í sveit hjá Lilju og Adda á Saurum. Þar var ætíð nóg rúm í andlegum og veraldlegum skiln- ingi þótt húsakynni væru lítil samanborið við kröfur dagsins í dag. Eitt er víst, að í fersku minni eru vikuheimsóknir mínar annað hvort að vori eða hausti að Saur- um. Yfir þeim er sérstakur blær sem er mér tengiliður við fortíð- ina. Segja má að stór þáttaskil hafi orðið við búferlaflutning til Borg- arness. Þau tókust með ágætum og ekki annað að finna en Andrés yndi hag sínum vel þar sem ann- ars staðar. Margan gestinn hefur borið að garði hjá Lilju og Andrési eftir að þau komu suður eftir. Heimili þeirra þar er í þjóðbraut og því gott fyrir ferðalanga frændur og sveitunga að gera stans á Borg- arbraut 70. Þvílíkar gestakomur hafa vafalítið stytt Andrési stund- ir á ævikvöldinu. Einnig kom til að hann hafði heilsu þar til fyrir rúmu ári að hafa hest í litla hesthúsinu í garð- inum. Þannig auðnaðist honum að sinna sínu helsta hugðarefni lengst af, bæði við að hirða um klárana, heyja handa þeim á sumrin og ekki síst að fá sér sprett. Þá datt fólki ekki í hug að um hérað riði öldungur og þeir sem yngri voru máttu hafa sig alla við til að sá aldraði riði þá ekki af sér. Hann sveif um á þeim brúna og brosti breitt til vegfarenda. Léttur var hann á fæti á hress- ingargöngu um plássið eða ef draga þurfti björg í bú, og víst er að ýmsir munu sakna þess að sjá ekki Andrés á ferð eftir Borgar- brautinni. Skömmu eftir að hann kom á sjúkrahúsið nú á dögunum átti ég tal við hann í síma. Hann var hress að vanda en móður af því að ganga í símaklefann. Hafði ég orð á því að hann ætti að fara sér hægt. Þá svaraði hann með eftir- farandi setningu: „Ég er nú þann- ig gerður að ég hef aldrei viljað láta bíða eftir mér.“ Orð þessi lýsa afa mínum Andrési Guðmunds- syni og lífshlaupi hans öllu afar vel. Blessuð sé minning hans. Lilja Arnadóttir Ítalíæ Frumsýningu á God ard-mynd Kóm, 17. aprfl. ÞINGMENN fjögurra flokka kröfft- ust þess á ítalska þinginu í dag, að innanríkisráftherrann gæfi skýringu á frestun frumsýningar á kvikmynd, er sýnir Maríu mey sem nútímak- onu. I gær söfnuðust kaþólskir prest- ar og nunnur saman fyrir utan kvikmyndahús í miðborg Rómar, þar sem átti að fara frumsýna kvikmynd Jean-Luc Godards, „Je vous salue, Marie“ (Ég hylli þig, María), og hrópuðu „Lengi lifi frestað María“ og „Burt með guðlastið“. Og forsvarsmenn kvikmynda- hússins biðu árangurslaust eftir endanlegu samþykki kvikmynda- eftirlitsins. Rómarblaðið II Messaggero kvað myndina hafa sloppið í gegn hjá kvikmyndaeftirlitsnefndinni í síðustu viku, og aðeins hefði vant- að formlegt samþykki kerfisins. Mikið uppistand varð, er kvik- mynd þessi var frumsýnd í París í janúarmánuði. Handhafar öryrkjaleyfa athugið: Þegar þið kaupið POLONEZ fáið þið stóran og sterkan bfl við ykkar hæfí en á smábflaverði: 155.800,- kr. kominn á götuna. ★ Þjónustan hjá okkur er rómuð. ★ Við bjóðum ykkur góðan reynsluakstur og aðstoð við lausn einstakra vanda- mála. ★ Komið og kaupið stóran og sterkan bíl sem er þægilegur í akstri, hagnýtur, end- ingargóður og fallegur. Polonez-umbodiö Ármúla 23, s. 685870 - 81733. Pálmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.