Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.04.1985, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. APRÍL1985 Afmæliskveðja: Ólafur M. Ólafs- son útgerðarmaður Full fimmtíu ár eru liðin síðan við Óli tókumst á í leik og starfi, en við vorum leikbræður þegar í æsku. ólafur M. ólafsson er fædd- ur í Vestmannaeyjum 20. apríl 1925. Foreldrar hans voru ólafur Guðjónsson, Austfirðingur í marga ættliði, sem lengi var fiski- bátaformaður, og kona hans, Vig- dís Ólafsóttir frá Vestmannaeyj- um. Foreldrar ólafs fluttu austur í Seyðisfjarðarhrepp þegar hann var kornungur. Á Hánefsstaðaeyr- um í Seyðisfjarðarhreppi var á þeim tíma talsvert útgerðarþorp. Þar voru 15—20 heimili og menn unnu þar einkum að sjávarútvegi og landbúnaði jöfnum höndum. Flestir voru útvegsbændur. Gerðu þeir út sex til þrettán smálesta fiskibáta og verkuðu fiskinn, en höfðu jafnframt svolítið landbú fyrir heimilin. Sem smástrákur vandist Ólafur þegar mikilli vinnu, sérstaklega við sjóinn, og það kom fljótt í ljós, að hann var mikið mannsefni. Hann var forkur duglegur við alla vinnu, sem hann gekk að, og eftirsóttur. Hann var t.d. frægur beitingamaður. Fljót- lega fór Óli, eins og hann er kall- aður enn þann dag í dag, að fara á vertíðir suður á land og vann við sjávarútveg alla sína æsku fram á fullorðinsár. Það var ekki hlaupið að því á þessum tíma fyrir ungl- inga að afla sér menntunar þar eystra. Þar voru engir mennta- skólar, nánast engir sérskólar, en alþýðuskólarnir höfðu þá starfað um alllanga hríð, þar á meðal Al- þýðuskólinn á Eiðum. Árið 1943 fór óli að Eiðum og lauk brottfar- arprófi frá Eiðaskóla tveim árum síðar. Árið 1945 fer hann svo á íþróttaskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaörn íþróttakennari vorið 1946. Það haust verður hann svo íþróttakennari á Eiðum, en að- eins um eins árs skeið. Árið eftir réðst hann til Seyðisfjarðar sem íþróttakennari og sundhallarvörð- ur, eftir að sundhöllin kom þar. Því starfi gegndi hann til 1958, en þá hefst nýr þáttur 1 lífi óla, sem ég kem nánar að síðar. Það verður ekki rætt um æsku- og unglingsár Ólafs Ólafssonar án þess að minnast á íþróttaferil hans. Hann var mikill atgervis- maður, sterkur, snarpur og mjög fylginn sér. Hann var mjög góður knattspyrnumaður og ég fullyrði, að ef hann hefði fengið tækifæri til að iðka knattspyrnu við góðar aðstæður hefði hann orðið einn af allra beztu knattspyrnumönnum (slendinga á þeim tíma. En honum var fleira til lista lagt á sviði íþrótta en knattspyrna. Hann var fjölhæfur og mikill afreksmaður í frjálsum íþróttum, bæði hlaupum, stökkum og köstum. Þá var hann ágætur sundmaður. Það kom snemma fram hjá Óla, að hann hafði brennandi áhuga á atvinnurekstri og framkvæmdum. Meðan hann var íþróttakennari á Seyðisfirði hafði hann verulegan landbúskap, m.a. um hundrað kindur á fjalli, þegar flest var, og talsverða rófnarækt. Fyrsta fleyt- an, sem óli eignaðist var trilla, sem hann keypti með Sverri Har- aldssyni, lækni, en þeir voru góðir vinir. Hét hún Hafrenningur. Árið 1959 verða veruleg þátta- skil í æfi Óla. Hann hættir starfi íþróttakennara á Seyðisfirði og gerist útgerðarmaður. Og í febrú- ar það ár kemur fyrsti fiskibátur- inn, sem Ólafur eignaðist. Var það Gullver NS 12, sem var 70 smá- lesta bátur. Skipstjóri á Gullveri var Jón Pálsson, sem um árabil hefur verið einn farsælasti og fremsti togaraskipstjóri þjóðar- innar. Samstarf þeirra félaga leiddi til mikilla athafna og um- svifa í atvinnumálum Seyðisfjarð- ar. Þeir stofnuðu hlutafélag, sem heitir Gullberg hf., og átti Olafur mestan hlut I félaginu ásamt Jóni og Hjalta heitnum Nielsen. Gull- ver aflaði ágætlega bæði á síld- veiðum og vetrarvertíðum. En Óli hugsaði alltaf fram á við og á hans vegum var smíðað nýtt 164 smálesta síldarskip í Vest- mannaeyjum að ég hygg árið 1964. Þetta nýja skip nefndi Óli Gull- berg og bar það skrásetningar- stafina NS-13. Jafnhliða seldu þeir svo Gullver gamla, en keyptu árið eftir austur-þýzkan stálbát, einn af gömlu tappatogurunum svonefndu. Þetta skip var 265 smálestir. Útgerð þeirra félaga var nú orðin veruleg með tvö ný- tizkuleg síldveiðiskip, sem jafnan öfluðu vel. Útgerðin blómgaðist og styrktist með hverju árinu. Árið 1969 er óli orðinn sterk- efnaður maður og var þá að hugsa um að flytja útgerð sína til Vest- mannaeyja, en þar átti hann sterkar rætur. Á þessum árum hafði verið reist stórt fiskiðjuver á Seyðisfirði. Reksturinn gekk illa og erfiðleikar að afla hráefnis til vinnslu. Og nú tók Óli nýja ákvörðun, sem hafði ákaflega mikla þýðingu fyrir Seyðisfjörð. En það var að festa kaup á fisk- iðjunni ásamt Þorbergi Þórarins- syni, æskufélaga hans af Eyrun- um, og fleiri mönnum. Óli var þó langstærsti hluthafinn. Var nú ákveðið, að báðir bátarnir skyldu veiða hráefni fyrir fiskiðjuverið og að þetta yrði svo rekið allt saman í sameiningu. Á árinu 1969 er Fiskvinnslan hf. stofnuð um fiskiðjuverið og er það í rekstri enn þann dag í dag. Árið 1971 stofnaði óli hlutafélag, sem bar nafnið Eyrar hf., og keypti það bát, sem Margrét hét, austur- þýzkan togara frá 1959. Hann var seldur aftur 1974. Og enn eitt hlutafélag stofnaði óli, Brimberg hf., sem keypti v/b Hannes Haf- stein, sem var 170 smálesta síldar- bátur. Var hann gerður út í nokk- ur ár, en var löngu síðar fluttur til Englands í úreldingu. Árið 1973 verða enn þáttaskil í atvinnusögu ólfs Ólafssonar. Þá festa þeir félagar kaup á dönskum togara, og nefndu þeir hann Gull- ver, en austur-þýzki báturinn var seldur burt. Og nú hefst togaraút- gerð þeirra, sem hefur verið rekin fram á þennan dag af miklum myndarskap. Fjórum árum síðar eða árið 1977 kaupir Fiskvinnslan svo tog- ara frá Kristianssand, 46 m langt skip. Skipasmíðastöðin keypti hins vegar gamla togarann jafn- hliða smíði hins nýja. Þessi nýi togari hlaut nafnið Gullberg. Seinasta skrefið í þessari glæsi- legu atvinnusögu verður svo sumarið 1983, þegar þeir félagar kaupa nýja Gullver, 460 smálestir, 50 m að lengd og mjög fullkomið fiskiskip, sem nú er gert út sem flaggskip þeirra Seyðfirðinga. Til skamms tíma ráku þeir fé- lagar því tvo togara, stórt fisk- iðjuver, netaverkstæði, vélaverk- stæði og aðra fiskvinnslu af mik- illi atorku. Ég held það sé óhætt að fullyrða, að ásamt Otto Wathne og Stefáni Th. Jónssyni sé Ólafur Ólafsson einn helzti athafnamað- ur, sem Seyðfirðingar hafa eign- azt. Það er mjög honum að þakka, að Seyðisfjörður hefur rétt veru- lega úr kútnum á seinustu árum. Á síldarárunum hafði ólafur brennandi áhuga á að koma upp nýtízkulegri síldarverksmiðju á Seyðisfirði. Honum fannst, að Síldarverksmiðjur ríkisins væru yfirleitt gamlar og úreltar og þörf á að gera þar úrbætur á. Hann hafði því forgöngu um að stofna félag, sem setti sér það mark að reisa nýtízku síldarverksmiðju á Hánefsstaðaeyrum. Tryggði félag- ið sér land undir verksmiðjuna á eyrinni fram af Sörlastaðalandi við Sörlastaðaána. Þar var reist traust hafskipabryggja, Sörla- staðaáin undirbúin til virkjunar rafmagns og síðan reist nýtízku síldarverksmiðja með öllu tilheyr- andi. En þá gripu máttarvöldin inn í með tvennu móti. Annars vegar hvarf síldin, þegar verk- smiðjan var í raun að verða til- búin að taka á móti síld, og hins vegar mætti félagið harðri and- stöðu. Sameinað atvinnurekenda- vald ríkisins og bankavaldið stöðvuðu framgang þessa glæsi- lega máls. Félagið varð raunveru- lega gjaldþrota og þeir félagar urðu að rífa verksmiðjuna niður og selja hans hingað og þangað eftir beztu getu. Þessi saga er raunasaga og tapaði Óli stórfé á þessu máli. Togaraútgerðin varð einnig fyrir verulegu áfalli, þegar skipasmíðastöð í Frakklandi varð gjaldþrota, en hún hafði skip í smíðum fyrir Fiskvinnsluna. En þótt á móti blési um sinn var það ekki venja Óla að gefast upp. Þvert á móti herti hann róðurinn. Skaplyndi Ólafs Ólafssonar er með þeim hætti, að hann hefur alltaf haldið höfðinu uppréttu og viljað tala fullum hálsi við hvern sem í hlut á. Þótt Óli sé fljótur að breyta skapi og lundin sé ör, er hann drenglyndur og manna sátt- fúsastur. Skipstjórar hans hafa sagt mér, að aldrei sjáist svip- brigði á Óla, þótt fiskur hafi verið tregur. Þá er óli óvenju greiðvik- inn. Veit ég að hann hefur greitt götu fjölmargra manna með ýms- um hætti, ekki sízt þeirra sem minna mega sín. Hann er vin- margur og góður vinur vina sinna. Óli er nákunnugur íslenzkum sjávarútvegi og þekkir fjöldan all- an af starfsbræðrum sínum víðs vegar um landið. Hann hefur óbil- andi trú á fiskistofnunum og hef- ur alla tíð verið óhræddur að hætta fé sínu í sjávarútveg. Óli er félagslega sinnaður mað- ur og hefur tekið mikinn þátt í svo að segja öllum félags- og fram- faramálum, sem unnið hefur verið að á Seyðisfirði á seinni árum og víðar. Hann átti um tíma sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar og vann sérstaklega að framgangi atvinnu- mála á þeim vettvangi. Fiskvinnslan og Gullberg hf. lentu í miklum fjárhagserfiðleik- um á erfiðu árunum eftir 1980 eins og fjöldamörg önnur fyrirtæki i sjávarútvegi. Leiddi þetta til þess, að þeir félagar urðu að selja Gullbergið, en lán Seyðfirðinga var nægilega mikið til þess að aðr- ir aðilar á staðnum keyptu skipið. Svo í dag reka þeir Fiskvinnsluna og togarann Gullver ásamt öðrum þeim rekstri, sem þeir hafa starf- rækt um árabil. Gullbergið aflar áfram hráefnis fyrir Fiskvinnsl- una. Þetta var Ólafi mjög á móti skapi, en nú leggur hann allan sinn metnað í að styrkja rekstur- inn á nýjan leik og ég vona sann- arlega að honum takist það. Við ólafur ólafsson höfum ver- ið vinir í marga áratugi. Við ólumst upp saman, tókum þátt í íþróttaæfingum og íþróttakapp- leikjum um árabil og vorum alla tið samrýndir. Þó að leiðir hafi skilið þá hefur vináttan haldizt eigi að síður. Ég met þennan vin minn ákaflega mikils og tel hann einn af fremstu athafnamönnum i sveit útgerðarmanna á Islandi. Það væri betur, að Islendingar eignuöust fleiri slíka, þá þyrfti þjóðin sannarlega engu að kvíða. ólafur hefur verið mikill gæfu- maður í einkalifi. Kona hans, Hlín Nielsen, er hin ágætasta kona og þau hafa eignazt saman þrjár myndarlegar dætur, sem allar eru búsettar á Seyðisfirði. Hið fallega heimili þeirra er rómað fyrir gestrisni. Nú þegar ólafur, vinur minn, stendur á sextugu á ég enga heit- ari ósk honum til handa, en að atvinnureksturinn, sem hann á og stjórnar megi blessast og blómg- ast. Ég veit það væri veglegasta afmælisgjöfin, sem honum gæti hlotnazt. Við hjónin sendum ólafi og fjöl- skyldu hans hjartanlegar ham- ingjuóskir á þessum merkisdegi. Veit ég að fjölmargir vinir hans hér á Reykjavíkursvæðinu sem annars staðar munu taka undir þær óskir. Tómas Árnason Allt í háalofti hjá heiðingjunum Hér er komið að hápunkti Dauðasyndarinnar, kvenfólkið dregur ekki af sér í slagsmáhinum. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Dauðasyndin. Leikstjóri og handrit: Wes Craven. Kvikmyndataka: Robert Jessup. Tónlist: James Horner. Aðalhlut- verk: Maren Jennsen, Susan Buckner, Ernest Borgnine, Jeff East, Lisa Hartman, Louis Nettle- ton. Bandarísk, frumsýnd 1981. Dreyfing: Polygram. Sýn. tími: 102. Öfgatrúarflokkurinn hemftar hefur hreiðrað um sig á afmörk- uðu svæði í Bandaríkjunum. Slíkur er trúarofsinn að þeir álíta sig guðs útvalin börn en aðra af hinu illa. Það lítur því ekki vel út þegar elsti sonur prestsins heldur til náms í Los Angeles fyrstur safnaðarmeð- lima og ekki hækkar hagur strympu er hann snýr til baka með eiginkonu úr stórborginni. Er þegar brottrækur gerr úr söfnuðinum en fær að halda jörð sinni. Ekki líður á löngu uns skratt- inn er laus. Prestssonurinn ferst (af slysförum?), ekkjan og tvær vinkonur hennar, sem koma henni til hughreystingar úr borginni, verða fyrir óhugnan- legum ofsóknum. Wes Craven (The Hills Have Eyes) er lunkinn við að fram- kalla gæsahúð og kaldan svita hjá óhorfendum. Jafnvel eitt og eitt niðurbælt angistarvein og taugaveiklunarlegan fíflahlátur. Því náunginn kann aðferðir til að skjóta manni skelk í bringu. Ekki eru þær samt ýkja frum- legar, myndir Cravens eru ekki í fyrsta gæðaflokki, heldur eru þær einkaframtak þar sem sparnaðarhliðin blasir oft við. Að þessu sinni stillir hann upp andstæðum í bandarísku þjóð- lífi: hinum öfgafullu, heittrúuðu hemítum, íklæddum svörtu, allt frá hatti oní skó, hinsvegar dæmigerðum, frjálslyndum stór- borgarbúum, lífsglöðum og léttklæddum í sumarblíðunni. Þessar andstæður magnar Crav- en svo enn frekar með því að blanda inni söguþráðinn spásögn hemítanna um komu sendiboða þess illa. Þar liggja stórborg- arstúlkurnar undir grun. Craven nær tilgangi sínum, að skelfa áhorfendur eftirminni- lega annaö slagið, þrátt fyrir ósköp venjulegan umbúnað og hægvirka atburðarás. Vinnu- brögðin eru óneitanlega talsvert groddaleg, en honum tekst það sem hann ætlar sér og það er meira en sagt verður um margan honum meiri spámann. Taflfélag Kópa- vogs og Eldeyjar: Taflmót æskunnar á morgun TAFLFÉLAG Kópavogs og Kiw- anisklúbburinn Eldey í Kópa- vogi efna til hraðskáksmóts í fé- lagsheimili Eldeyjar á Smiðju- vegi 13D í Kópavogi á morgun, sunnudaginn 21. aprfl. Tilefnið er ár æskunnar. Mót þetta er ætlað nemendum grunnskólanna í Kópavogi í 7., 8. og 9. bekk. Tefldar verða átta um- ferðir eftir Monrad-kerfi og fær hver keppandi 10 mínútna um- hugsunarfrest. Mótið hefst kl. 14 og sér Taflfélag Kópavogs um framkvæmd þess. Vegleg verð- laun verða veitt, auk viðurkenn- ingarskjala og eru þau gefin af Kiwanisklúbbnum Eldey. Þátt- takendur eru beðnir að hafa með sér tafl og klukku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.