Morgunblaðið - 20.04.1985, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1085
Afar fágætir seðlar á upp-
boði Myntsafnarafélagsins
Mynt
Ragnar Borg
Hér áður fyrr voru konungar
allt of oft blankir þótt þeir
reyndu að sýnast, með því að
berast á. Þegnarnir höfðu vanist
því að hafa milli handanna kop-
ar-, silfur- og gullmynt, sem
konungurinn lét slá. Að vísu var
reyndar hægt að svíkja svolítið á
silfrinu, innkalla gamla mynt úr
góðu silfri, bræða hana upp,
bæta kopar í og slá svo nýja
mynt úr blöndunni, en halda
gamla verðgildinu. Þetta var oft
leikið og var konungum drjúg
tekjulind. Ágóðinn var notaður á
herferðir, nýjar hallir eða
eitthvað jafn gagnlegt. Þar kom
þó, að þessi leikur varð ekki
endurtekinn oftar. Silfurinni-
hald „gömlu“ myntarinnar var
orðið svo rýrt. Þurfti þá eitthvað
nýtt að koma til.
Danakonungar voru lengi
snjallir. Fréttu þeir af seðlaút-
gáfu kollega sinna á Frakklandi
á öndverðri 18. öld. Fóru þeir því
út í seðlaútgáfuna, því pappír
var allavega ódýrari en málmar.
Voru dönsku seðlarnir, í fyrstu,
nokkurs konar skuldabréf, sem
gáfu af sér vexti. Þegar að því
kom að greiða þurfti vextina,
voru gefnir út nýir seðlar, í nýrri
seríu. Allt lék í lyndi og kerfið
gekk ágætlega. En svo kom
stríðið uppúr 1800, Napól-
eonsstríðið, og þá þurfti mikið fé
í mála, vopn og skot. Fleiri og
fleiri seðlar voru prentaðir, og
nú gleymdist þetta með vextina.
Með tilskipan frá 22.4. 1778
skyldu kúrantseðlar gilda á Is-
landi, en þó með íslenskum texta
á bakhlið seðilsins. 1 annarri til-
skipan frá 13.6. 1787, var árétt-
að, að skylt væri að taka við
seðlum þessum sem greiðslu hér
á landi.
íslendingar höfðu séð lítið af
mynt undanfarnar aldir, og
fannst hábölvað að þurfa að við-
urkenna þessa pappírssnepla
sem fullgilda á við silfur. Dansk-
ir notfærðu sér aftur á móti
þessar nýju reglur. Silfrið hvarf
smám saman úr landi til Dan-
merkur, en við sátum uppi með
seðlana. Kúrantseðlarnir giltu
hér á fslandi lengur en annars
staðar. Voru innkallaðir með
auglýsingu hinn 30.10. 1814 í
Danaveldi, nema á íslandi. Hér,
með tilskipan hinn 20.3.1815. Þá
voru þeir fyrir löngu orðnir vita
verðlausir, því danska ríkið fór á
hausinn árið 1913.
Aðeins einn íslenskur embætt-
ismaður fékk þá laun sín greidd í
peningum, Geir Vídalín biskup.
Vesalings biskupinn sat nú uppi
með verðlausa seðla, varð gjald-
þrota, fékk fjárhaldsmann til að
greiða úr skuldasúpunni, og var
staurblankur alla tíð síðan. Því
segi ég þessa sögu, að á uppboði
Myntsafnarafélagsins í Templ-.
arahöllinni í dag kl. 2.30 verða
boðnir upp 2 kúrantseðlar með
íslenskum texta. Er þetta i
fyrsta sinn, sem svona seðlar
koma fram á uppboði hérlendis.
Er ekki að efa, að hátt verður í
þá boðið, því þeir eru fágætir.
Þetta er fyrsti gjaldmiðillinn,
sem beinlínis var ætlaður til
brúks á íslandi, þótt seðlarnir
giltu um allt Danaveldi, svo sem
kemur fram í textanum.
Þessi alltof stutta frásögn mín
sýnir, að sagan endurtekur sig.
Við höfum fundið fyrir, fslend-
ingar, undanfarin 15 ár, er pen-
ingarnir okkar urðu verðlausir í
óðaverðbólgu, taumlausri seðla-
útgáfu og stjórnleysi.
Athyglisvert er einnig, að árið
1815 fékk aðeins einn opinber
starfsmaður laun sin greidd {
Geir Vídalín, biskup.
verðlausum seðlum, en árið 1985
eru þeir þó 27.000 þ.e. 18.000 í
BSRB, 6.000 í BHM og 3.000 í
Bandalagi bankamanna. Ekki
skil ég hvers vegna opinberir
starfsmenn fara í verkfall til að
fá meiri verðbólgu og fleiri verð-
lausa seðla.
*
*
fikw C\\\y.vúu oc^ \-^a^krv
(boumn\ \ ^ovcojv oc^ cS\j[c-
úus oc^ a
'hWý
t, - *»»*«*
ÚUAM w •atfw*/ * »**♦*«»* «4
Hakhliö kúrantseðilsins frá 1791 (Ijósm.) Lágmarksboð 8000 krónur.
Skúlagata:
„Hugsanlegur
kostnaður af
hugsanlegum
tillögum ... “
Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins, gerði kostnað
af skipulagsbreytingum við Skúla-
götu að umræðuefni á fundi borgar-
stjórnar á fimmtudag. Sagði hann
að kostnaður vegna þessarar breyt-
ingar mundi nema alls um 50 millj-
ónum króna vegna landfyllingar,
gatnagerðar og fleiri þátta. Enn-
fremur væri kostnaður skipulags-
vinnu áætlaður um 3,5 milljónir
króna. Þessi útgjöld væru skatt-
borgurunum dýr.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður skipulagsnefndar, sagði tölu
Sigurjóns órökstudda með öllu.
Drög að skipulagshugmyndum
hefðu nýlega verið kynnt á fundi
skipulagsnefndar og aðeins einn
valkostur þar verið til kynningar.
Fleiri valkostir að skipulagi gætu
komið frá skipulagshöfundum, auk
þess sem slík drög sem þau sem þeg-
ar hefðu verið kynnt ættu eftir að
taka breytingum við meðferð máls-
ins, sem ekki yrði frábrugðin því
sem venja væri fyrir. Sigurjón væri
því að fjalla um hugsanlegan kostn-
að af hugsanlegum tilögum, sem
hugsanlega kæmust aldrei i fram-
kvæmd. Ef slá ætti á mögulegan
kostnað af þeim drögum, sem þegar
hefðu verið kynnt væri hann mögu-
lega um 25 til 30 milljónir króna.
Álfheiður Ingadóttir, borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins, gerði tillögu
um það að samkeppni færi fram um
deiliskipulag nýrrar byggðar við
Skúlagötu. Um þá tillögu sagði Dav-
íö Oddsson, borgarstjóri, að sam-
svarandi tillaga hefði áður fengið
efnislega meðferð í borgarstjórn og
ekki fengið stuðning og þvi væri út i
bláinn að flytja slika nú. Eðlilegast
væri að borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins drægju tillöguna til
baka og þeir flyttu hana e.t.v. þegar
skipulagstillögur að svæðinu yrðu
fullbúnar og þeir teldu þær tillögur
ófullnægjandi.
Tillagan var borin undir atkvæði
og fékk hún 6 atkvæði borgar-
fulltrúa Alþýðubandalagsins og
Kvennaframboðsins og ekki stuðn-
ing.
DÓMKIRKJAN: Laugardag:
Barnasamkoma kl. 10.30. Sr.
Agnes M. Siguröardóttir. Sunnu-
dag: Messa kl. 11.00. Sr. Hjalti
Guömundsson. Messa kl. 14.00.
Eftir messu veröa sýndar og út-
skýröar teikningar af nýja dóm-
kirkjuorgelinu. Jafnframt verður
boöiö í kaffisopa á kirkjuloftinu.
Dómkórinn syngur, organleikari
Marteinn H. Friöriksson. Sr. Þórir
Stephensen.
LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl.
11.00. Organleikari Birgir Ás
Guömundsson.
ÁRBÆ JARPREST AK ALL:
Barnasamkoma í safnaöarheimili
Árbæjarsóknar kl. 10.30. Guö-
sþjónusta kl. 14.00. Organleikari
Jón Mýrdal. Sr. Guómundur Þor-
steinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta
kl. 11.00. Guösþjónusta kl.
14.00. Aöalfundur safnaöarins
eftir messu. Sr. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Sr.
Lárus Halldórsson.
BÚST AÐAKIRK JA: Barnaguös-
þjónusta kl. 11.00. Sr. Solveig
Lára Guömundsdóttir. Guös-
þjónusta kl. 14.00. Organleikari
Guöni Þ. Guömundsson.
Bræörafélagsfundur mánu-
dagskvöld kl. 20.30 í safnaöar-
heimilinu. Félagsstarf aldraöra
miövikudag kl. 14—17. Sr. Ólaf-
ur Skúlason.
DIGRANESPREST AK ALL:
Barnasamkoma kl. 11.00 í safn-
aðarheimilinu viö Bjarnhólastíg.
kirkju kl. 10.30 og kl. 14.00. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa
kl. 14.00. Sr. Hjalti Guömunds-
son prédikar. Félag fyrrverandi
sóknarpresta.
FLLLA- OG HÓLAKIRKJA:
Fermingarmessur kl. 11.00 og kl.
14.00. Sr. Hreinn Hjartarson.
FRÍKIRK JAN í REYKJAVÍK:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.00.
Guðspjalliö í myndum. Barna-
sálmar og smábarnasöngvar. Af-
mælisbörn boöin sérstaklega
velkomin. Sunnudagspóstur
handa börnunum. Framhalds-
saga. Viö hljóöfærið Jakob Hall-
grímsson. Bænastund í kirkjunni
alla virka daga nema mánudaga
kl. 18.00 og stendur i um stund-
Guðspjall dagsins:
Jóh. 10.:
Ég er góði hirðirinn.
arfjóröung. Sr. Gunnar Björns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11.00. Messa meö alt-
arisgöngu kl. 14.00. Organleikari
Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór
S. Gröndal.
HALLGRÍMSPREST AK ALL:
Barnasamkoma og messa kl.
11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Þriöjudag, bænaguösþjón-
usta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum.
L ANDSPÍT ALINN: Messa kl.
10.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
10.00. Barnaguðsþjónusta kl.
11.00. Sr. Arngrímur Jónsson.
Messa kl. 14.00. Sr. Tómas
Sveinsson.
BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón-
usta kl. 10.00. Sr. Tómas
Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Óska-
stund barnanna kl. 11.00. Söng-
ur — sögur — leikir. Guösþjón-
usta kl. 14.00. Ben canto kórinn
úr Garöabæ syngur undir stjórn
Guöfinnu Dóru Ólafsdóttur.
Prestur sr. Pjetur Maack, organ-
leikari Jón Stefánsson. Sóknar-
nefndin. Tónleikar Bel canto
kórsins kl. 16.00. Stjórnandi
Guöfinna Dóra Ólafsdóttir.
LAUGARNESKIRKJA: Messa kl.
14.00. Þriöjudagur, bænaguös-
þjónusta kl. 18.00. Föstudagur,
26. apríl, síödegiskaffi kl. 14.30.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
NESKIRKJA: Laugardagur:
Samverustund aldraöra. Fariö
veröur aö Höföa viö Borgartún
frá kirkjunni kl. 15.00. Þátttaka
tilkynnist kirkjuveröi í dag milli kl.
11 og 12 í síma 16783. Sunnu-
dagur: Barnasamkoma kl. 11.00.
Barnaleikrit flutt. Guösþjónusta
kl. 14.00. Frú Jóhanna Möller
syngur einsöng. Orgel- og kór-
stjórn: Reynir Jónasson. Miö-
vikudagur: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Guömundur Óskar
Ólafsson. Ath. Opiö hús fyrir
aldraöa þriöjudag og fimmtudag
kl. 13—17. Húsiö opnaö kl.
12.00.
SELJASÓKN: Barnaguösþjón-
usta í Ölduselsskóla kl. 10.30.
Barnaguösþjónusta í íþróttahúsi
Seljaskólans kl. 10.30. Guös-
þjónusta i Ölduselsskóla kl.
14.00. Æskulýösfundur þriöjudag
kl. 20.00 í Tindaseli 3. Fyrir-
bænasamvera fimmtudagskvöld
25. apríl kl. 20.30 í Tindaseli 3.
Sóknarprestur.
SELTJARNARNESSÓKN:
Barnasamkoma í sal Tónskólans
kl. 11.00. Sóknarnefndin.
FÍLADELFÍUKIRKJAN: Sunnu-
dagaskóli kl. 10.30. Safnaöar-
messa kl. 14.00. Ræöumaöur Jó-
hann Pálsson. Almenn guösþjón-
usta kl. 20.00. Ræðumaöur Einar
J. Gíslason. Organisti Árni Ar-
inbjarnarson.
KFUM & KFUK, Amtmannsstíg
2B: Almenn samkoma á vegum
Kristniboössambandsins kl.
20.30. Páll Friðriksson húsa-
smíðameistarí talar.
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl.
14.00. Rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18.00 nema á laugar-
dögum, þá kl. 14.00.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11.00.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Almenn sam-
koma kl. 20.30.
KIRKJA óháöa safnaöarins:
Messa kl. 14. Aöalfundur safnaö-
arins eftir messu. Sr. Baldur
Kristjánsson.
GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma
í Kirkjuhvoli kl. 11. Sóknarprest-
ur.
KAPELLA St. Jósefssystra
Garöabæ: Hámessa kl. 14.
HAFNARFJARDARKIRKJA:
Fermingarguösþjónustur kl.
10.30 og kl. 14.Sr. Gunnþór
Ingason.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Guös-
þjónusta kl. 14.00. Aöalsafnaö-
arfundur hefst strax aö lokinni
guösþjónustu. Sr. Einar Eyjólfs-
son.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Ferm-
ingarguösþjónustur kl. 10.30 og
kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Ferming-
arguösþjónustur kl. 10.30 og kl.
14. Altarisganga sunnudags-
kvöld kl. 20.30. Sóknarprestur.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Fermingar-
guösþjónusta kl. 14. Sóknar-
prestur.
STRANDAKIRKJA: Messa kl. 14.
Sr. Tómas Guömundsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Barna-
guösþjónusta kl. 11. Sr. Tómas
Guömundsson.
AKRANESKIRKJA: Fermingar-
guösþjónustur kl. 10.30 og kl.
14. Sr. Björn Jónsson.
BORGARNESKIRKJA: Messa kl.
11. Altarisganga. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Barna-
messa kl. 14. Sóknarprestur.