Morgunblaðið - 20.04.1985, Page 52

Morgunblaðið - 20.04.1985, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRÍL1985 „HVERT er feröinni heitið?“ spuröi leigubílstjórinn þegar viö stigum upp í bíl hans fyrir utan aöalbrautarstöðina í miöborg Sheffield rétt upp úr hádeginu é öörum degi péska. „Middlewood Road,“ var svaraö kokhraust. Bíl- stjórinn ét upp eftir mér: „Middlewood Road, gott og vel, en gætiröu gefiö mér nékvasmara heimilisfang?" „Æfingasvæði Sheffield Wednesday,“ var svar- aö um hasl. Þaö varð þögn í smé- tíma en síðan spuröi leigubíl- stjórinn aftur „Fyrirgefió forvitn- ina en hvaö ætliö þiö aö gera þangaó.“ „Hitta Sigga Jónsson,“ svaraöi ég. „Aha ... ég hef ekið honum mörgum sinnum.“ Þar með uröu þáttaskil í slitróttu samtali okkar Arna Ijósmyndara viö bílstjórann. Fótbolti virtist hans líf og yndi og hann fór strax aö ræöa um hið góða gengi Sheffield Wednesday í vetur. „Þaö eru nú ekki öll liö sem geta státaö af sigri á Anfield í vetur," sagöi hann og vísaöi til 2—0 sigurs Wednesday á meisturunum fyrr í vetur. Sem ein- lægur aödáandi hinna rauöklæddu gat ég ekki á mér setiö aö benda honum á þá staöreynd, aö Liv- erpool heföi tapaö 5 leikjum á heimavelli í 1. deildinni í vetur — ákaflega sjaldgæft þaö, þannig aö þrátt fyrir gott gengi „Uglanna", eins og Wednesday-liöiö er gjarn- an kailaö á meöal áhangenda sinna var afrek þeirra á Anfield ekki einstætt. Þaö sljákkaöi aöeins í kappanum viö þetta en hann var fljótur aö finna nýjan flöt á málinu •Siguróur Jónsson meö boltann í leik meö varaliöi Sheffield Wed. gegn Blackburn. MorgunblaðiA/Árni Árnaaon Sigurður Jónsson er orðinn vinsæll og vel þekktur í Sheffield og fór aö tala um hversu frábær Howard Wilkinson væri. Þannig leiö tíminn í sífelldu tali um Wedn- esday og áöur en varöi vorum viö komnir aö æfingasvæðinu, sem er örskammt frá sjálfum aöalleik- vanginum. Ekki sála Þegar út úr bílnum var komiö vakti þaö athygli okkar, aö ekki var sálu aö sjá viö æfingasvæöiö. Venjulega hefur maöur séð tugi, jafnvel hundruö áhangenda, fylgj- ast með æfingum stórliöanna, en hjá Wednesday voru engir utan við nema ungur strákur meö pabba sínum. Þeir fóru eftir aö Gary Shelton haföi gefiö þeim eigin- handaráritun í sérstaka bók til slíks brúks. Er viö spuröumst fyrir um hvers vegna þarna væri ekki aö sjá neina áhangendur liösins var okkur tjáö, aö slíkt tíökaöist ekki hjá Sheffield Wednesday, og hefði ekki veriö frá því Wilkinson tók viö. Hann vildi að sínir menn fengju aö æfa í friöi til þess að raska ekki einbeitingunni. Æfingin, sem viö fylgdumst meö, var ekki löng og henni iauk um kl. 14.30. Stór hluti æfingarinar fór í aö æfa fyrirgjafir, þar sem gefiö var fyrir og leikmenn áttu aö skjóta á feröinni. Gamalkunn æf- ing en aldrei of oft notuö. Loka- punkturinn í æfingunni var nokkuö tryllingsleg útgáfa af einskonar „siöasta“-leik, þar sem notaöir voru fjórir boltar á meðal leik- mannanna 16. Síöan hljóp hver sem betur gat og öskrin og óhijóö- in sem fylgdu voru mikil. Eftir lát- laus hlaup í 20 mínútur var æfing- unni slitið og leikmenn gátu leyft sér aö slappa aöeins af og fóru síöan í baö. Sólguðinn Þaö var létt yfir mönnum á æf- ingunni þrátt fyrir slæmt tap, 0—3, gegn Aston Villa í leik í 1. deildinni á laugardeginum. Mike Lyons, leikreyndasti maöur liösins, sem lék 390 deildarleiki meö Everton á sinum tima og er nú fyrirliði „Ugl- anna", geröi að gamni sínu við Sigga Jóns. „Hvernig hefur íslenski sólguöinn þaö?" spuröi hann og hló. Lyons er elsti leikmaöur Wednesday-fiösins og þrátt fyrir haröar og strangar æfingar á hann i dálitlum vandræöum viö aö halda sig réttu megin viö æskileg þyngd- armörk eins og títt er um leikmenn á þessum aldri. Siggi brosti bara aö glettunum í honum en sagöi okkur síöar, aö aöalspennan á þriðjudögum í hverri viku væri i því fólgin aö fyigjast meö þvi hvernig Lyons kæmi út úr hinni vikulegu vigtun. „Þaö er fljótt aö sjást á honum ef hann hefur étiö fínan mat alla helgina," sagöi Siggi og hló. Wilkinson gekk síöar til okkar og spuröi hvort viö vissum til þess aö hann væri farinn aö stunda sól- bekki upp á síökastiö. Hann væri oröinn undarlega brúnn. Þaö kom allt heim og saman þvi Siggi haföi síöustu daga notaö sér þá aö- stööu, sem er á heimili hans í Sheffield, glæsilegu húsi í Stann- ington-hverfinu skammt frá Hills- borough. Þar er nefnilega sólbekk- ur. Þrátt fyrir tapiö gegn Villa, sem reyndar var hiö versta í vetur, var Wilkinson ekki svo óhress. „Viö lékum ágætlega en hlutirnir gengu bara ekki upp." Eftir aö hafa rætt viö Wilkinson dágóöa stund inni í herbergi hans í húsinu, sem búningsaöstaöan er í viö æfingasvæöiö, hittum viö Sigga, sem var svo vinsamlegur aö fórna meginhluta dagsins til þess aö ræöa viö okkur og aka meö okkur um borgina. Þegar út á bíla- stæöiö kom rak okkur í rogastans því á bílnum hans Sigga stóö: „Be like Siggi Jonsson — drive with Autofair." Autofair er fyrirtæki, sem hefur lagt mörgum leik- mönnum Wednesday til bíla. Siggi hefur yfirráö yfir Ford Fiesta-bif- reiö en kvartaöi helst undan hest- aflaskorti undir húddinu. Ekki var þó hægt aö merkja annað en hann heföi búiö i Sheffield alla sína ævi því hann ók um borgina af slíku öryggi aö þaö var erfitt aö ímynda sér, aö þar færi 18 ára islendingur, sem heföi aðeins haft rúman mán- uö til aö venjast vinstrihandar um- feröinni i Bretlandi. Eins og í lygasögu „Þegar þú minnist á þetta þá er auövitaö dálítið skrýtiö aö hugsa til þess aö fyrir réttu ári lá ég á sjúkrahúsinu uppi á Akranesi meö slitin liöbönd í hné og var ekkert allt of bjartsýnn. Það hefur ótrú- lega margt breyst á þessu ári og kannski er maóur ekki enn búinn aö átta sig fyllilega á því aö vera orðinn atvinnumaöur hjá einu af sterkustu félögum Englands um þessar mundir, Sheffield Wedn- esday," sagöi Siggi Jóns er viö ræddum viö hann eftir aö hafa komið okkur notalega fyrir eftir leikinn gegn Manchester United. „Þegar maöur pælir í því þá er þetta eins og í lygasögu," bætti hann viö. „Væri ég enn heima heföi maður kannski veriö aö leika á mölinni í Litlu bikarkeppninni. I staö þess kom ég inn á sem vara- maöur i leik gegn Manchester Un- ited meö Bryan Robson, Jesper Olsen, Frank Stapieton og Gordon Strachan innanborös." Hröð atburðarás Já, þaö er óhætt aó taka undir þau orö Sigga aö atburöarásin hafi verið ótrúlega hröö síöustu 12 mánuöi. Eftir aö hafa misst meiri- hluta síðasta sumars úr vegna slæmra meiösla, sem í mörgum til- fellum geta oröiö mönnum fjötur um fót ævilangt, voru víst fæstir þeirrar skoöunar aö atvinnu- mennskan biöi á næstu grösum. Höröur Helgason, þjálfari Skaga- manna, lagöi á þaö mikla áherslu aö Siggi gæfi sér allan þann tíma, sem hann þyrfti til þess aó ná sér af meiðslunum, öðruvísi gengi dæmiö ekki upp. Þaö þurfti þol- inmæöi til þess aö halda aftur af sér langt fram á sumar og láta ekki freistast, aö mæta á æfingu, en Siggi tók þátt í þeim þegar fullvíst var talið aö þaö væri óhætt, fyrr ekki. Allir þekkja framhaldið. Hann tók örum framförum og var ótrú- lega fljótur aö ná sér. Þegar komiö var fram á haust átti hann ekki langt í aö vera í sínu allra besta formi. Frammistaóa hans dugöi til þess aö hann fékk sæti í landsliö- inu og eftir leikinn í Wales komst fyrst skriöur á samningaviöræöur viö Sheffield Wednesday. Ótrúlegur fferíll Þótt auövitaó séu þeir margir, sem vita flest um feril Sigga, þá veröur því ekki neitaö, aö hann á sér enga hliöstæöu í íslenskri knattspyrnusögu, og strákurinn er ekki nema 18 ára! Hann var ekki nema 15 ára og 297 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik gegn Breiöabliki í bikarkeppni KSÍ sumarið 1982. Hann varö bikar- meistari meö lA um haustiö, þá enn aöeins 15 ára. Varö reyndar 16 nokkrum dögum siöar. Þetta sama sumar lék hann meö lands- liöum Islands, skipuöum leik- mönnum 14—16 ára og 16—18 ára. Sumariö 1983 náöi Siggi svo þeim einstæöa áfanga aö veröa fyrstur íslenskra knattspyrnu- manna til aö leika meö öllum 4 landsliöum Islands sama sumariö; 14—16 ára liöinu, 16—18 ára liö- inu, liöinu skipuöu leikmönnum undir 21 árs og svo A-landsliðinu. Hann var aöeins 16 ára og 251 dags gamall er hann kom inn á sem varamaöur fyrir Pétur Pét- ursson i landsleik gegn Möltu þann 5. júní. Hann varó tvöfaldur meist- ari meö lA þetta sama sumar og aftur í fyrra. Hreint ótrúlega stjörn- um stráóur ferill 18 ára gamals knattspyrnumanns. Ég spuröi Sigga aö þvi á þriöju- dag hvaö heföi valdiö því aó hann hefói veriö svo ákveðinn aö reyna fyrst fyrir sér í Englandi. „Þaö var eitt og annaö sem spil- aöi inn í. Bæöi var þaó, aö mig langaöi óskaplega mikiö til þess aö veröa fyrsti íslenski atvinnu- maóurinn í Englandi og svo hitt aö ég haföi ágætt vald á enskunni. Þaö heföi veriö miklu erfiöara aö fara eitthvert á meginlandiö alger- lega mállaus. Jú, gott og vel, þaó eru meiri peningar í boði á megin-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.