Morgunblaðið - 20.04.1985, Page 53

Morgunblaðið - 20.04.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. APRIL 1985 53 landinu en peningarnir eru mér ekki allt. Persónulegur metnaður skiptir meira máli. Hér hef ég þaö ágætt hvaö ég hefi í laun er mitt einkamál og tel aö geti ég fótaö mig í hinni höröu baráttu ensku 1. deildarinnar eigi ég meiri mögu- ieika á aö standa mig annars staö- ar ef til þess kynni aö koma. Þaö er sama hvaö hver segir, það fyrir- finnst ekki erfiöari deild en enska fyrsta deildin." Þrátt fyrir aö mörg af þekktustu liðum Evrópu væru á höttunum á eftir Sigga, þ. á m. Liverpool, Bay- ern Munchen, Feyenoord og fleiri, aö ógleymdu Glasgow Rangers, sem taldi sig nánast „eiga“ hann, var hann ákveöinn í aö fara til Sheffield Wednesday eftir aö hafa rætt viö Howard Wilkinson. Vendipunktur „Þaö hefur vafalítiö veriö vendi- punkturinn í þessu öllu hjá mér þegar ég ákvaö aö leika fremur með 16—18 ára landsliðinu í Eng- landi en aö leika meö 21 árs lands- liöinu í Skotlandi á sínum tíma,“ sagöi Siggi. „Tony Knapp vildi aö ég léki meö eldri strákunum, en ég vildi heldur leika meö jafnöldrun- um. Taldi vist aö ef ég næöi aö standa mig almennilega í þeim leik ætti ég meiri möguleika á aö kom- ast á samning i Englandi, þar sem ég vissi aö fylgst var meö mér. Howard Wilkinson var á meöal þeirra, sem sáu þann leik.“ Eftir aö hafa séö leikinn varö Wilkinson staöráöinn í aö krækja í þennan stórgóöa tengiliö Skaga- manna og framhaldiö er flestum kunnugt. Siggi skrifaöu undir samning til 3'/2 árs i janúar þannig aö hann rennur ekki út fyrr en í júní 1988. Þaö var skammt liðiö á nýja áriö þegar Siggi hélt út til Eng- lands og viö spuröum hann hvern- ig fyrstu viöbrögöin heföu veriö. „Ég var ansi stressaöur fyrst enda vakti koma mín talsveröa at- hygli hérna úti, sérstaklega þó hjá blööunum hér í Sheffield. Þaö tók mig nokkurn tíma aö komast inn í gang mála en hjálpaði mikiö hversu vel mér var tekiö bæöi af fjölskyldunni, sem ég bý hjá, og eins af öllum í liðinu. Ég var fyrst mest meö unglingaliðinu en síöan fór ég aö æfa á fullu meö aöalliö- inu og þróunin þar hefur veriö jákvæö. Kannski átti ég innst inni von á aö fá tækifæri fyrr en seinna, sérstaklega eftir fund sem Wilkins- on hélt meö þeim leikmönnum sem næst stóöu liöinu, en mér hefur óneitanlega vegnaö þokkalega. Ég fékk ágæta dóma fyrir þessa tvo leiki sem ég spilaöi um daginn, gegn Leicester og Luton, en sjálf- um fannst mér ég standa mig mun betur gegn Leicester. Ég fann ekki fyrir neinu stressi þá en óstyrkari í leiknum gegn Luton enda á heima- velli. Þar var ég heldur ekki eins mikiö í boltanum og gegn Leicest- er, og þaö haföi sitt aö segja.“ — Varöstu ekki fyrir vonbrigö- um þegar þú varst settur út úr liö- inu eftir þessa tvo leiki? „Nei, alls ekki. Wilkinson sagöi mér strax aö hann ætlaöi sér ekk- ert aö vera aö þrýsta á mig, heldur vildi hann gefa mér aölögunartíma. Tækifæriö kom bara vegna þess aö Andy Blair meiddist. Hann kom svo aftur inn í liöiö. Ég hef nógan tima og ætla ekkert aö æsa mig yfir því hvaö gerist á þessu keppn- istímabili. Nú er um aö gera aö standa sig þegar maöur fær tæki- færi og sjá svo bara hvaö haustiö ber í skauti sér þegar nýtt keppn- istímabil hefst." Saknarýsunnar Eins og fram kemur hér á undan hefur Siggi notaö tímann vel til aö laga sig aö breyttu umhverfi og aö- stæöum. Hann sagöist sáttur viö mataræöiö aö mestu en saknaöi þó ýsunnar. Hann heföi tvívegis fariö til Grimsby til aö ná sór í fisk og þá heföi verið hátíö. Bílinn sagði hann hafa breytt miklu. Bíll- aus heföi hann veriö eins og væng- brotinn fulg. Senn kemur aö þvi aö hann flytur í eigin íbúö eöa öllu heldur íbúö, sem félagiö á en hann fær til umráöa. „Þaö er fínt aö vera hjá þessu fólki, en ég held ég heföi gott af því aö flytja í eigiö hús- næði." Ég spuröi hann aö því í hverju hann teldi meginmuninn liggja hjá Wednesday og Akranesi, þ.e. hvaö æfingar snerti. „Æfingarnar hérna eru miklu erfiöari og álagiö margfalt meira. Ein æfing um daginn var í tæpa 5 tíma meö fundi. Eg átti í talsverö- um erfiöleikum fyrst á hlaupaæf- ingunum enda þær ekkert venju- legar. Aöalmunurinn er þó kannski aöstaöan. Áður haföi Siggi ekiö meö okkur leiöina sem hann og félagar hans hlaupa á erfiöustu æfingunum. Þaö eitt aö fara þessa leiö í bíl er nóg til þess aö fá okkur aulana til aö svitna. Fyrstu 4 kílómetrarnir eru ein allsherjar brekka og þaö brött. Þegar uppi á topp er komiö er hæöarmunurin frá jafnsléttu ör- ugglega oröinn hátt á þriöja hundraö metra. Þar er ekki látiö staöar numiö heldur hlaupnir einir 8 kílómetrar til viöbótar. „Ég var algerlega búinn eftir aö hafa hlaupiö þetta í fyrsta sinn, enda er brekkan þessi kölluö „persónuleik- aprófiö". Þótt þetta hafi lagast hjá manni líöur manni alveg einsog á leiöinni í gasklefann þegar viö för- um þarna uppeftir í rútunni." Nógur tími Þótt atvinnumennskan sé eng- inn dans á rósum eiga atvinnu- menn sínar frístundir eins og ann- aö fólk þótt ekki geti þeir e.t.v. gert allt þaö sem hinn almenni borgari getur leyft sér. Siggi sagö- ist reyndar hafa veriö mikiö heima til þessa. Ef hann færi út væri þaö helst meö strákunum í unglingaliö- inu. Þá heföi hann fariö nokkrum sinnum á popptónleika, m.a. séö Paul Young, og Phil Collins nýver- iö, og einnig á veöreiöar. „Þaö er fint aö fara á veðreiðarnar. Maöur kemst þá út í sveit og getur alveg gleymt öllu álaginu, sem vill fylgja þessu. Svo er líka gaman aö leggja eitthvaö undir.“ Þaö eitt aö vera leikmaöur hjá Sheffield Wednesday færir leik- mönnunum ýmiss konar fríöindi. Þeim eru mörgum hverjum lagöir til bílar, þeir fá ókeypis aögang á t.d. tónleika og á diskótek, afslátt í flestum tískuvöruverslunum og svo mætti lengi telja. „Ég gæti eflaust nýtt mér þaö miklu meira en ég geri aö vera leikmaöur hjá liöinu en þaö tekur tíma aö læra á þetta allt saman," sagöi Siggi. „Ég hef nægan tima og mér liggur ekkert á.“ SSv. •Siguröur Jónsson ásamt hinni brssku „móöur“ sinni, Margareth Hawley, það er slegiö á létta strengi. Hann fellur vel inn í fjölskyldulífid — segir hin breska „móöir“ Sigurðar „RÓLEGUR — hann Siggil Nei, ég held nú síöur,“ sagöi hin breska „mamrna" hans, Margareth Hawley, þegar viö röbbuðum stuttlega viö hana á heimili hennar þegar viö brugðum okkur um stundars- akir heim meö Sigga, er hann haföi fataskipti eftir æfinguna. „Þú mátt samt ekki skilja þaö svo, aö hann só til vandræöa hér — síöur en svo. Sannleik- urinn er sá, aö hann hefur fall- iö ákaflega vel inn í fjöl- skyldulífið. Það vill bara svo til að ég á þrjá ólátabelgi sjálf þannig aö hér er alltaf allt á öörum endanum,“ sagöi hún þar sem hún stóö viö strau- boröiö önnum kafin viö þvott- inn eftir aö hafa snúiö heim úr stuttu sumarfríi á Mallorca. Þau hjón Margareth og Martin Hawley eiga eins og hún sagði þrjá syni, Simon 16 ára, Marcus 14 ára og Christopher 11 ára. Sá elsti er trylltur Leeds-ari en allir aðrir í fjöl- skyldunni eru einlægir Wedn- esday-aödáendur. Marcus er meira aö segja kominn á þaö sem þeir kalla „school- boy“-samning hjá „Uglunum". Heimili þeirra er stórt og rík- mannlega búiö og greinilegt á öllu að þar fer fólk sem er vel efnum búiö. Það hefur þó ekki breytt framkomu þess, a.m.k. ekki húsmóöurinnar, sem er sérlega elskuleg kona — reyndar ekki nema 33 ára göm- ul. „Fyrst haföi óg miklar áhyggjur af því aö honum myndi e.t.v. ekki líka maturinn hjá okkur en þær hurfu eins og dögg fyrir sólu því hann virðist kunna vel aö meta hiö dæmi- geröa breska fæöi. Ég sagöi áöan aö hann væri ekkert rólegur — hann var þaö fyrst, fyrstu dagana, sérstaklega á meöan hann var aö koma sér fyrir. Síöan hefur hann veriö eins og heima hjá sér og þann- ig á þaö líka aö vera,“ sagöi hún. „Hlustiöi bara á hann,“ bætti hún svo viö þar sem Siggi var frammi i eldhúsi aö hita kaffi handa okkur og söng eitt nýjasta topplagiö í Bret- landi fullum hálsi. SSv VOLKSWAGEN JETTA PÝSKUR KOSTAGRIPUR X Heíöbundinn heimilisbíll. X Meö þœgindi og eigin- leika lystivagnsins. X 5 geröir hreyíla eítir vali. M.a. Turbo diesel. 6 áia rydvarnarábyrgd [h|heklahf Laugavegi 170-172 Simi 21240 50 óra reynsla í bílainnílutningi og þjónustu Verö frá kr. 425.000'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.