Morgunblaðið - 20.04.1985, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 20. APRlL 1985 55
• Jón Erling Ragnarsson stakkur hér inn f teig Valsmanna og skorar fram hjá Einari Þorvarðarsyni,
markveröi Vals. Jón Erlings skoraði þrjú mörk í leiknum í gærkvöldi.
FH-ingar meistarar
Sverrir Kristinsson sýndi
markvörzlu á heimsmælikvaróa
þegar FH-ingar tryggöu sár
Islandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik meó því aö sigra Vals-
menn 18—14 f Laugardalshöll í
gærkvöidí. Varöi Sverrir um 20
skot í seinni hálfleik, flest úr
dauðafæri. Varði hann og tvö víti
í s.h.
Valsmenn mættu mjög ákveönir
til leiksins, enda uröu þeir aö vinna
leikinn til aö eiga möguleika á titl-
inum í síöustu umferö mótsins.
Böröust þeir mjög vel og sýndu
góöan leik. Höföu þeir jafnan 2—3
marka forystu framan af og í hálf-
leik voru þeir yfir, 10—8. Munaöi
miklu um markvörzlu Einars, sem
varöi 9 skot fyrsta korteriö. Skor-
uöu FH-ingar t.a.m. aöeins 3 mörk
fyrstu 18 mínútur leiksins.
Skoruöu Valsmenn flest marka
sinna úr hraöaupphlaupum eftir
langar sendingar Einars fram aö
teig FH-inga, sem voru alltaf of
seinir til baka þegar sóknir þeirra
gengu ekki upp.
„Þaö eru 30 mínútur eftir," sagöi
Þorgils Óttar viö blaöamenn í hálf-
leik, og þaö reyndust orö aö
sönnu, leik er ekki lokiö fyrr en
flautan gellur. FH-ingar mættu
ákveönir til leiks eftir hlé og hristu
af sér slyöruoröiö, ekki f fyrsta
sinn, sem þeir eru undir í hálfleik
en fara síöan meö sigur af hólmi.
FH-ingar lokuöu vörn sinni og
Sverrir tók aö verja sem berserk-
ur. Eftir 8 mín. var jafnt, 11 — 11.
Valsmenn komust í 13—11, en af-
tur komust FH-ingar yfir, 14—11
og 11V4 mín. voru eftir. Valsmenn
jafna að nýju og 10 mín. eftir. En
þaö var síöasta mark Vals, því nú
hófst þáttur Sverris fyrir alvöru.
Svo oft varöi hann aö öröugt var
aö henda reiöur á fjölda skotanna,
eitt sinn varöi hann 3 dauöafæri
Valsmanna af línu á 5 sekúndum.
Valsmenn misstu nú móöinn og
vörn þeirra opnaöist meira og
meira. Gengu FH-ingar á lagiö og
sigu framúr, juku forystuna jafnt
og þétt.
Leikurinn var stórgóöur af
beggja hálfu, Valsmenn betri i fyrri
hálfleik en FH-ingar þeim seinni.
Markveröirnir áttu góöan dag og
voru beztir.
Mörk Vals: Guönl Bergs 5 vftl, Jakob Slgurös
4, Valdimar Gríms 2. Þorbjörn Guömunds 2 og
Theódör Guötinns 1.
Mörk FH: Krlstjón Ara 4 (1v), Þorgils Öttar
Mathiesen 4, Hans Guömunds 3, Jön Erling
Ragnars 3, Guöjón Guömunds 2, Svelnn
Braga 1 og Valgarö Valgarös 1. ágás.
Létt hjá
Víkingum
VÍKINGUR sigraði KR 21—14, í úr-
slitakeppni karla í handknattleik í
gærkvöldi. Staóan í hálfleik var
11—4, fyrir Víkings. KR-ingar
voru aðeins búnir að gera tvö
mörk þegar þrjár mínútur voru til
leikhlés, þeir skoruðu þá þriöja
mark sitt og það fjóröa úr víta-
kasti á síðustu mínútur hálfleiks-
ins. Það er sennilega met í 1.
deildinni í vetur að fá ekki fleiri
mörk á sig en fjögur.
Liöin léku bæði góöan varnar-
leik í fyrri hálfleik og voru mark-
menn liöanna bestu menn og
vöröu þeir Jens og Kristján eins og
herforingjar, Kristján varöi 10
skot, þar af tvö víti og Jens varöi 9
skot, þar af eitt víti.
Mörg skot KR-inga fóru yfir
markiö og var sóknarleikur þeirra
illa skipulagöur og lítil ógnun. Jens
Einarssyni, fanrist þetta ekki
ganga of vel hjá þeim félögum og
fór sjálfur og tók þátt í sóknar-
leiknum. Hann komst einu sinni í
dauöafæri, en Kristján varöi frá
honum á síöustu stundu.
í síðari hálfleik skiptust liöin á
aö skora og var aldrei spurning
hvort liðiö færi meö sigur aö hólmi.
Leikmenn voru mjög kærulausir og
geröu oft aö gamni sínu. Greinilegt
er aö allir leikmenn jafnt sem
áhorfendur eru löngu búnir aö fá
sig fullsadda af þessu móti.
Bestir í liöi KR voru Jens, Hauk-
ur Ottesen og Jóhannes. f liði Vík-
ings var Kristján, markvörður
bestur, Steinar komst vel frá leikn-
um í fyrri hálfleik og svo sýndi Sig-
geir Magnússon oft góöa takta.
Mörk KR: Haukur Ottesen 4, Jó-
hannes Stefánsson 4/1, Höröur
Haröarson 2/1, Friörik Þorbjörns-
son 2, Haukur Geirmundsson 1 og
Páll Björgvinsson 1.
ágás/Vj.
Reykjavíkurmótið í knattspyrnu:
Valur og Fram efst
NÚ ÞEGAR þrír leikir eru eftir í
riðlakeppni Reykjavíkurmótsins í
knattspyrnu { meistaraflokki
karla, er Fram etat í A-riðii og
Valur í B-riðli.
Úrslitaleikur mótsins veröur 7.
mai á gervigrasinu í Laugardal.
Úrslit leikja í mótinu til þessa og
staöan er nú þannig:
A-riöill:
KR —IR
Fram — Þróttur
fR — Þróttur
KR — Fram
Fram — ÍR
B-rióill:
Fytkir — Vikingur
Valur — Ármann
1—1
0—1
1—3
0—3
2—2
2—0
NM-unglinga í handknattleik:
„Grátlegt að tapa þessu“
Víkingur — Ármann
Fylkir — Valur
Staóan:
A-ríöill:
0—1
2—«
3 2 0 1 0—1 6
Þróttur 2 2 0 0 4—1 5
KR 2 0 11 1—4 1
IR 3 0 1 2 2—7 1
B-riöill:
Valur 2 2 0 0 0—2 5
Ármann 2 10 11 —2 2
Víkingur 2 0 11 2—3 1
Fytkir 2 0 11 3-4 1
Næstu leikir i Reykjavíkurmót-
inu eru í dag, þá leika Valur og
Víkingur kl. 15.00 á gervigrasinu í
Laugardal. Þróttur og KR leika á
þriöjudagskvöld og Ármann—
Fylkir á fimmtudagskvöld. Síöan
hefst úrslitakeppnin um næstu
helgi. Þá leikur efsta liöiö í A-riöli
viö næstefsta liöiö úr B-riöli og
sömuleiöis leikur efsta liöiö í B-riðli
viö næstefsta liöiö í A-riöli.
Síðan leika sigurliöin úr þessum
leikjum til úrslita um Reykjavík-
urmeistaratitilinn í úrslitaleik þann
7. maí.
ÍSLENSKA drengjalandsliöiö í
handknattleík tapaöí naumlega
fyrir Svíum í fyrsta leik mótsins,
sem fram fór í Finnlandi í gær-
kvöldi, 18—19. Staðan í hálfleik
var 11—8 fyrir fslendinga. Svíarn-
ir jöfnuðu í fyrsta sinn í leiknum
þegar 25 sekúndur voru eftir af
leiktímanum og skoruðu svo síð-
asta markið á síöustu sekúndu
leiksins, sem tryggði þeim bæði
stigin úr þessum leik.
Islendingarnir byrjöu sérlega vel
og komust í 10—2 um miöjan fyrri
hálfleik en þá misstu þeir menn út
af og skoruöu Svíar næstu sex
mörkin og komust í 10—8. Islend-
ingarnir skoruöu síöasta mark fyrri
hálfleiks og staöan 11—8 í leikhléi.
Árni Friögeirsson sem haföi skor-
aö 4 af 10 fyrstu mörkunum var
tekinn úr umferö síöari hluta fyrri
hálfleiks og sem eftir var leiksins
og riölaöist sóknarleikurinn viö
þaö.
i síðari hálfleik komust islend-
ingarnir í 17—14 en Svíum tókst
síöan aö jafna í fyrsta sinn í leikn-
um 18—18 og voru þá 23 sekúnd-
ur eftir af leiknum, sem Svíar nýttu
sér er islendingarnir glötuöu bolt-
anum í hendur þeirra og skoruöu
sigurmarkið er leiktíminn var aö
renna út.
„Leikmenn okkar voru tauga-
spenntir í leiknum og reynsluleysi
háöi þeim í þessum leik. Viö áttum
aö vinna leikinn. Þaö er enginn vafi
en aflt getur skeð í íþróttum. Viö
vorum meö unninn leik í höndun-
um. Þaö var grátlegt aö tapa
þessu,“ sagöi Davíö Bj. Sigurös-
son, fararstjóri liösins, er blaða-
maöur náöi simasambandi viö
hann í gærkvöldi.
Maöur leiksins var Guömundur
Jónsson, markvörður, sem varöi
17 skot alls i leiknum. Vörn liösins
var einnig góö, en sóknarleikurinn
var oft of fálmkenndur.
Mörk íslands: Arni Friögeirsson
5, Sigurjón Sigurösson 3, Jón
Kristjánsson 3, Einar Eínarsson 2,
Jón Þ. Jónsson 2, Skúli Gunn-
steinsson 1, Ingólfur Steingríms-
son 1 og Stefán Kristjánsson 1.
Islendingarnir leika gegn Dönum
og Finnum í dag og veröur róöur-
inn þar erfiöur. „Leikmenn eru
staðráðnir í aö vinna þessi bæði
lið.
Danir eru taldir vera meö einna
besta liðiö í keppninni," sagöi Dav-
iö aö lokum.
Polar Cup:
ÚTHALDIÐ BRÁST
— er ísland tapaði fyrír Norðmönnum
NOREGUR VANN island á Norðurlandamótinu, Polar Cup, 73—91, í
gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 43—49 fyrir Norömenn.
íslendingarnir áttu góðan fyrri hálfleik en síðan fór úthaldið að spila
inn í, þar sem þetta var seinni leikurinn sem þeir spiluðu í gær.
Leíkmenn liðsins fengu aöeins fimm tíma hvíld á milli leikja. Fyrr um
daginn voru þeir búnir að spila erfiöan leik gegn Svíum.
„Þaö var Ijóst hvort stefndi í
þessum leik, þar sem leikmenn
liösins voru hreinlega búnir í síöari
hálfleik. Norömenn eru meö fimm
leikmenn sem eru yfir 2 metrar á
hæö og segir þaö sína sögu. Þeir
gátu veriö meö fjóra 2 metra
leikmenn inn á vellinum í einu og
þaö braut okkur niöur. Þaö sem
háöi okkur í þessum leik var hæö-
armunurinn á leikmönnum og þaö
sýnir sig, aö viö þurfum aö fá
stærri leíkmenn í liöiö hjá okkur í
framtíöinni,“ sagöi Einar Boilason
þjálfari í samtali viö Morgunblaöiö
í gærkvöldi.
Fyrri hálfleikur var vel leikinn af
hálfu Islendinganna, en úthaldiö
brást í síöari hálfleik. „Leikmenn
eru ekki vanir aö leika tvo leiki á
dag, þannig aö þetta þarf ekki aö
koma á óvart. Ég er ekki óánægö-
ur meö liöiö. Strákarnir hafa staöiö
sig mjög vel og er mikil framför hjá
liðinu," sagöi Einar Bollason.
Bestir i liði islands voru Tómas
Holton, sem hefur spilaö mjög vel í
keppninni til þessa, Valur Ingi-
mundarson og Birgir Mikaelsson.
Flest stig geröu Valur Ingi-
mundarson 15, Ivar Webster 12,
Tómas Holton 12, Birgir Mikaels-
son 12
Liöiö á síöan aö leika gegn Dön-
um á sunnudag.
„Viö ætlum okkur aö sigra Dan-
ina. Viö töpuöum fyrir þeim í fyrra
er viö lékum viö þá í Evrópukeppn-
inni,“ sagöi Einar aö lokum og baö
fyrir kveðjur heim.
Urslit leikja á mótinu til þessa
eru þessi:
Finnland — ísland 90—53
Svíþjóö — Noregur 90—71
Danmörk — Noregur 73—103
Svíþjóö — ísland 74—69
Finnland — Danmörk 98—78
Noregur — ísland 73—91