Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 98. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fundur leiðtoga sjö iðnríkja hafínn í Bonn: Mikill ágreiníngur með Mitterrand og Reagan Konald Reagan, Bandaríkjaforseti og Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Breta, ræddust í gær við í Gymnich-kastala við Bonn þar sem Reagan dvelst meAan á heim- sókn hans stendur í Vestur-Þýska- landi. Síðar um daginn var settur fundur leiðtoga sjö helstu iðnrikja heims utan kommúnistaríkjanna en formlegar umræður hefjast í dag. Bodi, 2. «1. AP. FTINDUR leið- toga sjö ríkja, helstu iðnríkja Vesturlanda og Japans, hófst i Bonn I Vestur- Þýskalandi í dag. Ljóst þykir, að ágreiningur Frakka og Banda- ríkjamanna muni setja sinn svip á Kohl og fundinn en þá Mitterrand greinir á um endurskipulagningu alþjóðlega gjaldeyriskerfisins og hvenær hefja skuli viðræður um aukið frelsi í heimsviðskiptum. Reagan, Bandaríkjaforseti, átti í dag viðræður við Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskjalands, og að þeim búnum ræddust þeir við, Mitterrand, Frakklandsforseti, og hann. Mitterrand lagði áherslu á, að fyrirhugaðar viðræður um auk- ið frelsi i heimsviðskiptum yrðu að tengjast ráðstefnu um endur- skipulagningu gjaldeyriskerfisins og tilraunum til að hafa hemil á háu og breytilegu gengi dollarsins. I I m m * m Símamynd/AP SamstaAa, hin útlægu samtök verkalýðsins í Póllandi, efndi til Qöl- mennra mótmæla í ýmsum borgum 1. maí, á hátíðisdegi verkamanna. Kom til mikilla átaka milli lögreglu og göngumanna í Gdansk, þar sem þessi mynd var tekin. Reagan telur hins vegar enga nauðsyn á þessari endurskipu- lagningu og vill, að viðræðurnar um viðskiptafrelsið hefjist snemma á næsta ári. í því efni nýtur hann eindregins stuðnings Vestur-Þjóðverja, Breta og Jap- ana. Á fundi sínum með Helmut Kohl í dag sagði Reagan, að hann myndi fara til hermannagrafreits- ins i Bitburg á sunnudag eins og um hefði verið rætt. í grafreitnum hvíla um 2.000 hermenn, sem féllu í heimsstyrjöldunum báðum, og þar á meðal 49 menn, sem voru í SS-sveitum Hitlers. Hefur Reagan verið gagnrýndur mjög fyrir þessa ferð en hann svarar því til, að yfir glæpaverk nasista muni aldrei fyrnast en ferðin sé farin til að sýna, að bandariska þjóðin og sú þýska séu nú sáttar og vilji saman horfa í átt til betri og batnandi tíðar. AP/Símamynd Verkfall sænskra ríkisstarfsmanna skollið á: Áhrifin alvarlegust fyrir efnahagslífið Pólland: Kuron í þriggja mánaða fangelsi Palme sakar ríkisstarfsmenn um að skeyta engu um þjóðarhag Stohkkólni, 2. duí. Frá MttariUn MbL EINS og viA hafAi veriA búist hófst verkfall 20.000 ríkisstarfsmanna á miAnætti í nótt og báru tilraunir sáttanefndar til aA koma í veg fyrir þaA engan árangur. Talsmenn rikisstjórnarinnar sögAu í dag, aA til aA knýja á um lausn deihinnar yrði á morgun, fostudag, boAaA verkbann á 100.000 ríkis- starfsmenn, sem tæki gildi eftir viku. Varsjá, 2. maí. AP. JACEK Kuron, kunnasti andófsmaA- urinn í hópi pólskra andófsmanna, var í dag dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir að hafa tekiA þátt í 1. maf- göngu, sem SamstaAa gekkst fyrir í Varsjá. Jacek Kuron og leiðtogi Sam- stöðu í Varsjá, Seweryn Jaworski, voru dæmdir í þriggja mánaða fangelsi í dag fyrir að hafa tekið þátt í göngu, sem Samstaða efndi til f gær á hátíðisdegi verka- manna. Tóku 15.000 manns þátt i henni og átti Kuron mikinn þátt í að hún fór friðsamlega fram. Þrátt fyrir það var hann handtek- inn ásamt mörgum öðrum, sem síðar var sleppt með sektir. Mót- mælagöngur Samstöðu voru f fimm borgum a.m.k. en til mestra átaka kom í Gdansk. Lögreglumenn komu í gær í veg fyrir, að Lech Walesa gæti tekið þátt i göngu Samstöðu í Gdansk en í dag sagði hann. að kommún- ískir ráðamenn í Póllandi ættu nú ekki önnur stjórntæki eftir en kylfurnar og að átökin í gær sýndu, að tíminn væri að renna út fyrir friðsamlega lausn á vanda- málum þjóðarinnar. Þótt verkfallið taki aðeins til hluta ríkisstarfsmanna hefur það nú þegar haft og mun hafa mikil áhrif á daglegt líf í Svíþjóð. Al- mennt flug hefur lagst niður og truflanir eru á flutningum með járnbrautum, hluti kennara og póstmanna er í verkfalli og lög- reglumenn hafa dregið úr venju- legu eftirliti. Fyrir sænskt efna- hagslíf þykir þó vinnustöðvun tollvarða alvarlegust en hún veld- ur því, að útflutningur og inn- flutningur stöðvast að miklu leyti. Ríkisstarfsmenn halda þvi fram, að þeir hafi á síðasta ári dregist aftur úr öðrum launþegum og vilja fá það bætt með 3% launahækkun. Á það vill ríkis- stjórnin ekki fallast en hefur boð- ið 2% kauphækkun 1. janúar 1986. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði í dag, að hún neyddist úr því sem komið væri til að gripa tii verkbannsins en formaður í félagi ríkisstarfsmanna, Hans Hellers, sagði, að það myndi lítil áhrif hafa. „Við getum haldið það út til næstu kosninga," sagði hann en þær fara fram í haust. Utanríkisverslunin var Svíum hagstæð í fyrra en þó hallaði held- ur undan fæti eftir því sem á árið leið. Á fyrsta ársfjórðungi 1984 var tekjuafgangurinn 9,4 milljarð- ar skr. en ekki nema 1,6 milljarðar á sama tíma nú í ár. Útflutn- ingsstöðvunin mun því hafa al- varleg áhrif á efnahagslífið. í 1. maí-ræðum sínum létu Olof Palme, forsætisráðherra, og aðrir ráðherrar jafnaðarmanna þung orð falla í garð ríkisstarfsmanna. Sagði Palme, að engin stétt gæti látið sem hún hefði engum skyld- um að gegna við samborgarana og efnahagslífið í landinu og formað- ur stærstu vinnuveitendasamtaka í Svíþjóð, Stig Halm, benti á. að ýmsar stéttir hefðu samið um minni launahækkanir í fyrra en ríkisstarfsmenn. Réttarhöldin yfir Ame Treholt: Krafist 20 ára fangelsisdóms ÓhIÓ, 2. oui. AP. LASSE Quigstad, saksóknari, krafðist þess í dag, aA Arne Tre- holt yrði dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnastarfsemi en verjendur hans munu fara fram á, aA hann verði sýknaður. Hófu þeir loka- vörnina í dag og mun hún standa fram í næstu viku. f lokaræðu sinni krafðist Quigstad þess, að Treholt yrði fundinn sekur um öll 40 atriðin í ákærunm en þar er hann sakað- ur um að hafa stundað njósnir fyrir Sovétmenn og íraka allt frá árinu 1974. Fór hann fram á hámarksrefsingu, sem er 20 ára fangelsi samkvæmt norskum lögum, og að gert yrði upptækt fé, sem Treholt á í svissneskum banka, 52.000 dollarar, og 700 þús. nkr., sem eru í banka í Nor- egi. Sagði Quigstad um Treholt, að hann væri sá maður, sem unnið hefði norsku þjóðinni mest tjón allt frá lokum síðustu heimsstyrjaldar. Verjendur Treholts hófu loka- vörnina í dag og er gert ráð fyrir, að hún muni standa fram í næstu viku og ljúka með kröfu bmhmnm1 Arne Treholt um, að sakborningurinn verði sýknaður af öllum ákærum. Að því loknu munu dómararnir sjö taka málið til dóms og er hans að vænta um miðjan mánuðinn. Víst þykir, að málinu verði áfrýjað til hæstaréttar hver sem niðurstaðan verður að sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.