Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985
Vinsældalisti
rásar 2
„USA for
Africa“
enn í
fyrsta
sæti
Vinsældalisti rásar 2 er sem hér
segir þessa vikuna:
1(1) We Are the World/USA for
Africa
2(2) Wide boy/Nick Kershaw.
3(8) Behind the Mask/Greg
Philliganes.
4(4) Some Like It Hot/The Pow-
er Station.
5(5) Welcome to the Pleasure
Dome/Frankie goes to Hollywood.
6(3) You Spin Me Around (Like
a Record)/Dead or Alive.
7(-) The Beast in Me/Bonnie Po-
inter.
8(14) Kiss Me (With your
Mouth)/Stephen „Tin Tin“ Duffy.
9(19) Look Mama/Howard Jon-
es.
10(11) Crasy for You/Madonna.
Gísli Blöndal
Gísli Blöndal
tekur við hjá
Veröld hf.
GÍSLI Blöndal, sem gegnt hefur
starfí fulltrúa framkvæmdastjóra
Hagkaups sl. þrjú ár, mun láta af því
starfí 1. júní nk. og taka við starfí
framkvæmdastjóra Bókaklúbbsins
Veraldar hf. af Jóni Karlssyni.
Enn er óráðið hver verður eftir-
maður Gísla hjá Hagkaup.
MorgunblaðiS/Árni Sæberg
Hjólaskófía að lesU á trukk inni í aðkomugöngunum að stöðvarhúsi
Blönduvirkjunnar.
Við gangnamunann í Blönduvirkjun. T.v. á myndinni stendur Per Inge
Hendriksen byggingarstjóri Krafttaks við hlið hans Ellert Skúlason ann-
ar aðalstjórnandi Krafttaks sf. Fyrir ofan þá sér í stokk sem notaður er til
að dæla fersku lofti inn í göngin.
Blönduvirkjun:
Framkvæmdir Krafttaks sf.
eru komnará undan áætlun
— þakka góðan árangur ágætri
samvinnu milli allra aðila segir
Ellert Skúlason hjá Krafttak sf.
Framkvæmdir Krafttaks sf. við Blönduvirkjun, sem staðið hafa yfir
síðan í haust, hafa gengið vel og er verkið á undan áætlun. Nú hafa verið
sprengd rúmlega 800 metra löng aðkomugöng inn í fellið vestan Blöndu
og byrjað að sprengja fyrir stöðvarhúsi inn f bergið um 250 metra undir
jarðaryfírborði. Verður stöðvarhúsið þrjátíu metrar á hæð en sextíu metra
langt Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar við verkið en tuttugu starfsmenn
eru að jafnaði á svæðinu á vegum Krafttaks.
Krafttak sf. var stofnað af voru á ferð við Blönduvirkjun á
fyrirtækjunum Ellert Skúlason
hf. í Ytri-Njarðvík og Jernbeton
as. í Noregi. Leggja fyrirtækin
til allar vélar sem notaðar eru
við verkið. Er Morgunblaðsmenn
dögunum var vinna þar i fullum
gangi. Þarna er unnið á tveim
vöktum, þannig að unnið er nær
samfellt allan sólarhringinn og
alla daga nema sunnudaga.
„Verkið hefur gengið mjög vel
hjá okkur, enda erum við með
úrvals mannskap hérna," sagði
Ellert Skúlason hjá Krafttaki sf.
í samtali við blm. Mbl. „Krafttak
hefur sýnt styrk sinn í þessu
verki því okkur hefur þegar tek-
ist að komast fram úr verkáætl-
un, þrátt fyrir tafir sem orðið
hafa. Þar á ég við verkfall opin-
berra starfsmanna sem skall á
rétt eftir að við byrjuðum hér í
haust, en það varð til þess að við
fengum ekki byggingarefni sem
við þurftum.
Þá hafa berglögin hér í fellinu
reynst lakari en gert var ráð
fyrir í útboðsgögnum. Það hefur
leitt til þess að við höfum orðið
að sprautusteypa í göngunum
eftir hverja sprengingu, sem er
margfalt oftar en gert var ráð
fyrir í útboðsgögnum. Þetta er
gert í öryggisskyni, en hér leggj-
um við mikla áherslu á að öllum
öryggiskröfum sé fylgt til hins
ýtrasta.
Ég þakka hinn góða árangur
okkar hér í vetur fyrst og fremst
ágætri samvinnu milli allra að-
ila sem að verkinu standa. Allt
samstarf og samvinna hefur ver-
ið með ágætum, hvort heldur er
milli Islendinga og Norðmanna
sem hér vinna, eða milli
starfsmanna Landsvirkjunar og
Krafttaksmanna," sagði Ellert.
Morffunblaöið/ Friðþjófur
Gcrður Jónasardóttir afhjúpar minnisvaröann sem gerður hefur verið
um fööur hennar Jónas Jónsson frá Hrifíu.
Minnisvarði Jónasar frá Hriflu
afhjúpaður þann 1. maí
Halldór E. Sigurðsson fyrrver-
andi ráðherra stjórnaði athöfn-
inni og ávörp fluttu þeir Stein-
grímur Hermannsson
forsætisráðherra og Albert Guð-
mundsson fjármálaráðherra.
MINNISVARÐI Jónasar Jónssonar
frá Hriflu var afhjúpaður kl. 10 ár-
degis þann 1. maí, en þá voru eitt
hundrað ár liðin frá fæðingu hans.
Það var dóttir hans, Gerður, sem
afhjúpaði minnisvarðann að við-
stöddu fjölmenni.
Sláturféiag Suðurlands:
Tapaði 10,6 milljón-
um kr. á síðasta ári
TAP varð á rekstri Sláturfélags Suð-
urlands á síðastliðnu ári, annað árið í
röð. Þetta kom fram á aðalfundi SS
sem haldinn var fyrir skömmu.
Rekstrartekjur ársins voru rúmlega
1.381 millj. kr. og höfðu aukist um
28,2% frá fyrra ári. Um 10,6 milljóna
kr. halli varð á rekstrinum, eða um
0,8% af rekstrartekjum, en á árinu
1983 var tapið 15 milljónir kr., eða
um 1,4% af rekstrartekjum.
í ræðu Jóns H. Bergs, forstjóra
SS á aðalfundinum kom fram, að
gengi einstakra greina í rekstrin-
um var misjafnt á árinu. „Afkoma
kjötiðnaðar var sæmileg og afkoma
slátrunar- og skinnaiðnaðar batn-
aði nokkuð frá árinu á undan, en
afkoma verslunargreina var óhag-
Ferðaskrifstofan Útsýn:
Selur 400 sæti til Lundúna
á 7900 krónur farseðilinn
FERÐASKRIFSTOFAN Útsýn mun á morgun selja 400 sæti til Lundúna
á miklum afsláttarkjörum þar sem fargjaldið verður 7.900 krónur fyrir
fuliorðna og 4.000 krónur fyrir börn. Eru þessi fargjöld einungis seld í
tengslum við aðra þjónustu Útsýnar, þannig að hér er um hhita af stærri
pakka að ræða. Einungis FRÍ-klúbbsmeðlimir geta keypt svona fargjaid
og verða þeir að staðgreiða það.
„Nú bjóðast ferðamönnum
sem skipuleggja för sina fyrir-
fram hagstæðari fargjöld til
Bretlands en áður hafa þekkst,
en hér er um einskonar leigu-
fluggjöld að ræða,“ sagði Ingólf-
ur Guðbrandsson forstjóri Út-
sýnar í samtali við blm. Mbl. í
gær. Ingólfur sagði að Útsýn
hefði fest kaup á 400 flugsætum
milli Keflavíkur og Lundúna-
flugvallar í sumar, á tímabilinu
júní til september, og að fyrsta
ferðin yrði farin þann 7. júní nk.
og á hálfsmánaðarfresti eftir
það.
„Forgang að þessum fargjöld-
um hafa félagar FRÍ-klúbbsins,“
sagði Ingólfur, „en þeir eru nú
um 7.000 að tölu. FRÍ-klúbbur-
inn eru samtök neytenda sem
vinna að skipulögðu tómstunda-,
heilsuræktar- og fræðslustarfi.“
Ingólfur sagði að allir gætu orð-
ið meðlimir FRÍ-klúbbsins, og
væri þátttökugjald ekkert. Að-
eins þyrfti að borga 150 krónur
fyrir félagsskírteini.
„Gegn staðgreiðslu fargjalds-
ins geta farþegar tryggt sér far-
gjaldið á þessum hagstæðu kjör-
um, sem eru 7.900 krónur fyrir
fullorðinn en 4.000 krónur fyrir
börn, á aldrinum tveggja til ell-
efu ára,“ sagði Ingólfur.
Ingólfur lagði áherslu á það i
máli sínu að fólk gæti einungis
fengið fargjaldið til Lundúna á
þessum kjörum i tengslum við
kaup á annarri þjónustu ferða-
skrifstofunnar. Sagðist hann
einkum hafa i huga farþega sem
hygðust dvelja tvær vikur eða
lengur á Ensku Rivierunni á suð-
urströnd Devon, sem hann sagði
veðursælasta hluta Bretlands.
Ingólfur sagðist eiga von á
mikilli örtröð i Ferðaskrifstof-
unni Útsýn á morgun, en sala
miðanna fer þá fram á tímabil-
inu 10 til 16.
stæð,“ sagði Jón. Sagði hann að það
hefði ekki komið niður á afurða-
greiðslum til búvöruframleiðenda,
þó afkoma sumra greina hefði ver-
ið óhagstæð. SS hefði á árinu stað-
ið full skil á meðalgrundvallarverði
til framleiðenda og vöxtum eftir-
stöðva.
Fleiri segja
upp á NT
UPPSAGNIR starfsmanna dagblaðæ
ins NT héldu áfram í gær. Þá sögðu
upp þrír blaðamenn — þeirra á meðal
Guðmundur Sv. Hermannsson, frétta-
stjóri — í beinu framhaldi af uppsögn
Magnúsar Ólafssonar ritstjóra, sem
lagði fram uppsagnarbréf sitt á stjórn-
arfundi útgáfufélagsins Nútímans hf.
á þriðjudaginn. Hafa þá báðir frétta-
stjórar NT sagt upp störfum.
Því hafa alls fjórtán starfsmenn
ritstjórnar sagt upp eða verið sagt
upp í þessari viku. Sex starfs-
mönnum annarra deilda blaðsins
var og sagt upp á þriðjudaginn. Auk
þessa fólks höfðu tveir aðrir
starfsmenn ritstjórnar sagt upp
vegna óánægju með útgáfustjórn-
ina f byrjun síðasta mánaðar og
nokkrir til viðbótar voru á förum
áður, skv. upplýsingum starfs-
manna.
Undanfarna mánuði hefur orðið
misbrestur á að starfsfólk á blaðinu
fengi greidd laun sín á réttum tíma.
Talsverð ókyrrð var meðal blaða-
manna NT í síðasta mónuði, sem
ekki höfðu fengið greidd útistand-
andi laun um nokkurra vikna skeið.
Setti Blaðamannafélag íslands því
blaðstjórninni það skilyrði, að ef
laun yrðu ekki greidd í gær sam-
kvæmt samningum myndi félagið
krefjast þess að blaðamenn leggðu
niður vinnu þar í dag. Til þess kem-
ur ekki því laun blaðamanna voru
borguð út í gær.