Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 7

Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 7
I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1985 ......................—r Borgarnesdagar ’85 í Laugardalshöll: Kynning á framleiðslu, þjónustu og menningu byggðarlagsins eftir Trausta sýnt í Austurbæjarbíói í kvöld Morgunblaðið/ Júllus Steingrímur Hermannsson og Albert Guðmundsson hófu fyrsta íslands- meistaramótið í tölvuknattspyrnu. Steingrímur sigraði Albert 1—0 eftir að Albert hafði sótt látlaust allan leikinn. Leikritið „Ingiríöur“ BORGARNESDAGAR ’85 hófust í gær. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var viðstödd opnunina, isamt ráðherrum, al- þingismönnum kjördæmisins og fjölda annarra gesta. Lúðrasveit Grunnskóla Borgarness lék og for- maður sýningarstjórnar, Gísli V. Halldórsson, setti sýninguna og bauð gesti velkomna. Sýningin var síðan opnuð al- menningi og verður hún opin frá kl. 13 til 22 í dag, föstudag, og á laugardag og sunnudag. 21 aðili tekur þátt í sýningunni, fyrir- tæki, félög og stofnanir, og bera þau fjölbreyttu atvinnu- og menningarlífi byggðarlagsins vitni. Fyrirferðamest eru fyrir- tæki í matvælaiðnaði og bygg- ingariðnaði, en þar er einnig að sjá fiskbúð, skiltagerð, sauma- og prjónastofu, sparisjóðinn og fyrirtæki í ferðaiðnaði. Á Borg- arnesdögum eru til sýnis hin kunnu steinsteypueiningahús frá Loftorku sf. og einnig ný teg- und einingahúsa sem Magnús Thorvaldsson, hefur hannað. Þá má ekki gleyma menningunni en Safnahús Borgarfjarðar sýnir fjölda listaverka eftir marga kunnustu listamenn þjóðarinnar auk gamalla muna úr héraðinu. í dag og um helgina verður einnig margt til skemmtunar, tískusýningar, leikþættir og sðngvar, happdrætti og valinn lukkugestur svo eitthvað sé talið. Háð verður fyrsta íslandsmótið í tölvuknattspyrnu og hófu ráð- herrarnir Albert Guðmundsson Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skoðar líkan að nýju safnahúsi sem fyrirhugað er aö byggja í Borgarnesi, sem er til sýnis á Borgarnesdögum ’85. í fylgd með henni eru Gísli Halldórsson, formaður sýningarstjórnar og Henry Þ. Gránz, framkvæmdastjóri sýningarinnar. og Steingrímur Hermannsson, það í gær. Steingrími tókst að merja sigur með heppnismarki eftir að Albert hafði sótt lát- laust allan tímann. I tilefni Borgamesdaga ’85 sýnir Leikdeild Ungmennafé- lagsins Skallagríms leikritið „Ingiríður Óskarsdóttir eða Geiri djók snýr heim eftir all- langa fjarveru", í Austurbæjar- bíói í kvöld. Ingiríður er gaman- leikur í „afturúrstefnustíl", eftir Trausta Jónsson, veðurfræðing. Leikstjóri er Guðjón Ingvi Sig- urösson, tónlist og söngtextar eru eftir Bjarna Valtý Guð- mundsson. Björn Leifsson út- setti og stjórnar hljómsveit. Hlutverk í leiknum eru 9, en alls taka um 30 manns þátt í sýning- unni. Leikurinn hefur verið sýndur alls 20 sinnum í Borgar- nesi og víðar á Vesturlandi að undanförnu, ávallt við húsfylli. Leikurinn verður sýndur í Aust- urbæjarbíói í kvöld klukkan 20.30 og 23.30. Skemmtun í Langholtskirkju KÓR Langholtakirkju gengst fyrir skemmtun í Langholtskirkju á morgun, laugardag, sem stendur frá kl. 10 til 18. Lúðrasveitin Svanur, undir stjórn Kjartans óskarssonar, tek- ur á móti gestum með lúðra- blæstri. Þá mun Kór Langholts- kirkju, undir stjórn Jóns Stefáns- sonar, syngja með aðstoð áheyr- enda, lög sem valin verða og kynnt af þekktum mönnum og konum. Þeirra á meðal eru biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, Ólafur Skúlason vígslubiskup, Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra, Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra, alþingismennirnir Jón Baldvin Hannibalsson og Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir. Barnastund verður frá kl. 13.30 til 14.30 og mun Skólakór Kárs- ness m.a. syngja. Klukkan 16 verða tónleikar í léttum dúr, þar sem m.a. koma fram feðgarnir Jón Sigurðsson og Sigurður Rúnar Jónsson. Á milli atriða verða kaffiveitingar á boðstólum. Úr fréttatilkynningu Kór Langholtskirkju Kirkjuskóli Dómkirkjunnar í ferðalag Á MORGUN, laugardaginn 4. maí, efn- ir Kirkjuskóli Dómkirkjunnar til ferða lags fyrir þau börn, sem hafa sótt skól ann í vetur. Farið verður frá Dómkirkj- unni ki. 13.00 og verður ferðinni beitið til Suðurnesja. Komið erður til baks að Dómkirkjunni um kl. 16.30. Nauð synlegt er, að börnin hafi með sév nesti. Þeir sem ætla í þetta ferðalag, eru beðnir að skrá sig í síma 14070. Nú fer barnastarfi Dómkirkjunn- ar senn að ljúka að þessu sinni og mun Kirkjuskólanum ljúka meö messu sunnudaginn 12. maí kl. 14.00. (Fri Dómkirkjnnni.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.