Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 7
I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ1985 ......................—r Borgarnesdagar ’85 í Laugardalshöll: Kynning á framleiðslu, þjónustu og menningu byggðarlagsins eftir Trausta sýnt í Austurbæjarbíói í kvöld Morgunblaðið/ Júllus Steingrímur Hermannsson og Albert Guðmundsson hófu fyrsta íslands- meistaramótið í tölvuknattspyrnu. Steingrímur sigraði Albert 1—0 eftir að Albert hafði sótt látlaust allan leikinn. Leikritið „Ingiríöur“ BORGARNESDAGAR ’85 hófust í gær. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var viðstödd opnunina, isamt ráðherrum, al- þingismönnum kjördæmisins og fjölda annarra gesta. Lúðrasveit Grunnskóla Borgarness lék og for- maður sýningarstjórnar, Gísli V. Halldórsson, setti sýninguna og bauð gesti velkomna. Sýningin var síðan opnuð al- menningi og verður hún opin frá kl. 13 til 22 í dag, föstudag, og á laugardag og sunnudag. 21 aðili tekur þátt í sýningunni, fyrir- tæki, félög og stofnanir, og bera þau fjölbreyttu atvinnu- og menningarlífi byggðarlagsins vitni. Fyrirferðamest eru fyrir- tæki í matvælaiðnaði og bygg- ingariðnaði, en þar er einnig að sjá fiskbúð, skiltagerð, sauma- og prjónastofu, sparisjóðinn og fyrirtæki í ferðaiðnaði. Á Borg- arnesdögum eru til sýnis hin kunnu steinsteypueiningahús frá Loftorku sf. og einnig ný teg- und einingahúsa sem Magnús Thorvaldsson, hefur hannað. Þá má ekki gleyma menningunni en Safnahús Borgarfjarðar sýnir fjölda listaverka eftir marga kunnustu listamenn þjóðarinnar auk gamalla muna úr héraðinu. í dag og um helgina verður einnig margt til skemmtunar, tískusýningar, leikþættir og sðngvar, happdrætti og valinn lukkugestur svo eitthvað sé talið. Háð verður fyrsta íslandsmótið í tölvuknattspyrnu og hófu ráð- herrarnir Albert Guðmundsson Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, skoðar líkan að nýju safnahúsi sem fyrirhugað er aö byggja í Borgarnesi, sem er til sýnis á Borgarnesdögum ’85. í fylgd með henni eru Gísli Halldórsson, formaður sýningarstjórnar og Henry Þ. Gránz, framkvæmdastjóri sýningarinnar. og Steingrímur Hermannsson, það í gær. Steingrími tókst að merja sigur með heppnismarki eftir að Albert hafði sótt lát- laust allan tímann. I tilefni Borgamesdaga ’85 sýnir Leikdeild Ungmennafé- lagsins Skallagríms leikritið „Ingiríður Óskarsdóttir eða Geiri djók snýr heim eftir all- langa fjarveru", í Austurbæjar- bíói í kvöld. Ingiríður er gaman- leikur í „afturúrstefnustíl", eftir Trausta Jónsson, veðurfræðing. Leikstjóri er Guðjón Ingvi Sig- urösson, tónlist og söngtextar eru eftir Bjarna Valtý Guð- mundsson. Björn Leifsson út- setti og stjórnar hljómsveit. Hlutverk í leiknum eru 9, en alls taka um 30 manns þátt í sýning- unni. Leikurinn hefur verið sýndur alls 20 sinnum í Borgar- nesi og víðar á Vesturlandi að undanförnu, ávallt við húsfylli. Leikurinn verður sýndur í Aust- urbæjarbíói í kvöld klukkan 20.30 og 23.30. Skemmtun í Langholtskirkju KÓR Langholtakirkju gengst fyrir skemmtun í Langholtskirkju á morgun, laugardag, sem stendur frá kl. 10 til 18. Lúðrasveitin Svanur, undir stjórn Kjartans óskarssonar, tek- ur á móti gestum með lúðra- blæstri. Þá mun Kór Langholts- kirkju, undir stjórn Jóns Stefáns- sonar, syngja með aðstoð áheyr- enda, lög sem valin verða og kynnt af þekktum mönnum og konum. Þeirra á meðal eru biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, Ólafur Skúlason vígslubiskup, Steingrím- ur Hermannsson forsætisráð- herra, Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra, alþingismennirnir Jón Baldvin Hannibalsson og Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir. Barnastund verður frá kl. 13.30 til 14.30 og mun Skólakór Kárs- ness m.a. syngja. Klukkan 16 verða tónleikar í léttum dúr, þar sem m.a. koma fram feðgarnir Jón Sigurðsson og Sigurður Rúnar Jónsson. Á milli atriða verða kaffiveitingar á boðstólum. Úr fréttatilkynningu Kór Langholtskirkju Kirkjuskóli Dómkirkjunnar í ferðalag Á MORGUN, laugardaginn 4. maí, efn- ir Kirkjuskóli Dómkirkjunnar til ferða lags fyrir þau börn, sem hafa sótt skól ann í vetur. Farið verður frá Dómkirkj- unni ki. 13.00 og verður ferðinni beitið til Suðurnesja. Komið erður til baks að Dómkirkjunni um kl. 16.30. Nauð synlegt er, að börnin hafi með sév nesti. Þeir sem ætla í þetta ferðalag, eru beðnir að skrá sig í síma 14070. Nú fer barnastarfi Dómkirkjunn- ar senn að ljúka að þessu sinni og mun Kirkjuskólanum ljúka meö messu sunnudaginn 12. maí kl. 14.00. (Fri Dómkirkjnnni.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.