Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985
19
Wright-bræðra minnst við
brautina hjá Kitty Hawk
Morgunblaöid/Pétur Johnson
í þessum skúrum höfðu Wright-bræður aöstöðu þegar þeir smíðuðu fyrstu
flugvélina.
eftir Pétur
Johnson
Þann 17. desember 1903 fékk
Milton Wright biskup, búsettur í
Dayton, Ohio, svohljóðandi skeyti
frá sonum sinum Orville og Wil-
bur:
„fjórar flugtilraunir heppnuð-
ust á fimmtudagsmorgni í 21
mílna mótvindi flugtak af jafn-
sléttu með vélarafli eingöngu
meðalhraði i lofti 31 mílna lengsta
flugið 59 sekúndur láttu blöðin
vita verðum heima fyrir jól“.
Þessi orðsending lét lftið yfir
sér enda grunaði fáa að hér væri
heimssöguleg frétt. Afrek hafði
verið unnið sem valda myndi
straumhvörfum í mannlifi hnatt-
arins, þurrka út fjarlægðir og
opna leiðina til ferðalaga út í him-
ingeiminn. Þegar Neil Armstrong
lenti á tunglinu áratugum siðar
hafði hann meðferðis pjötlu úr
fyrstu flugvél þeirra Wright-
bræðra. En sem sagt, fregnin um
vélknúinn farkost i lofti vakti
frekar litla athygli á næstu árum
og það má gera ráð fyrir að jafn-
vel þá bræður hafi ekki órað fyrir
þeirri gjörbyltingu i samgöngum
sem koma skyldi.
Þegar ofangreint skeyti var sent
var Orville 32 ára, fæddur 1871, en
Wilbur 36 ára, fæddur 1867. Þeir
bræður ólust upp í Dayton, Ohio,
og gengu þar i almennan mennta-
skóla. Þeir luku ekki prófi og er
þar með námsferill þeirra talinn.
Þeir stofnuðu reiðhjólaverslun,
önnuðust viðgerðir og siðar fram-
leiðslu reiðhjóla. Hvorugur bræðr-
anna kvæntist, og þeir áttu heim-
ili i Dayton til dauðadags. Þess er
getið að þeir hafi verið menn lát-
lausir, greindir i besta lagi og svo
samrýndir að hvorugur mátti af
hinum sjá. Samstarf þeirra var
jafnan með þeim afbrigðum að svo
virtist sem einn vilji og einn
ásetningur stæði að baki. Wilbur
lést úr taugaveiki 45 ára að aldri,
en Orville varð 77 ára, lést 1948.
Um aldamótin var vélflug orðin
draumsýn ýmissa manna bæði
austan hafs og vestan og skapaðist
nokkur keppni um það hver fyrst-
ur gæti gert hugmyndina að veru-
leika. Fyrstu skrefin, máski rétt-
ara að segja vængtökin, höfðu
þegar lánast með svifflugi. Flug-
bakterían hafði altekið þá
Wrightbræður og þeir voru sann-
færðir um möguleika vélflugs.
Þeir létu af reiðhjólaverslun og
hagnaðinum af þeirri starfsemi
skyldi nú varið til flugtilrauna.
Þeir gerðu sér ljóst að fyrsta við-
fangsefnið var að ná tökum á
svifflugi og fá þannig þefinn af því
sem seinna var kallað aerodynam-
ics. Veðurfar í heimaborginni
Dayton var ekki heppilegt og söfn-
uðu bræðurnir því gögnum frá öll-
um veðurathugunarstöðvum i
Bandarikjunum. Ákjósanlegustu
skilyrði töldu þeir vera við Kitty
Hawk, lítið þorp á Ytribökkum
(Outer Banks) Norður-Karólínu,
en svo nefnast sandeyjar á milli
Albemarlesundsins og Atlants-
hafsins. Suður af Kitty Hawk tek-
ur við gróðurlitið flatlendi en sið-
an Kill Hills, sandhólar sem ná
100 feta hæð. Þarna dvöldu
Wrightbræður i nokkrar vikur á
hverju hausti á árunum 1900 til
1903. Þeir þreifuðu sig áfram með
flugdrekum og siðan svifflugum.
Litil reynsla lá fyrir um viðbrögð
farartækis í lofti við sveiflum og
duttlungum vinda. En á þessum
árum fóru þeir í ótal reynsluflug
og um haustið 1902 töldu þeir sig
hafa lært nóg til þess að byggja
vélknúna flugu og stjórna henni.
Síðla árs 1903 mættu bræðurnir
enn til leiks á vindblásnum Kill
Devil-hæðum. Nú höfðu þeir með-
ferðis fyrsta velknúna flugtækið.
Þeir höfðu byggt það að öllu leyti
sjálfir, skrokkinn, vél og skrúfu.
Að morgni þess 17. desember
bjó Orville sig til flugtaks, liggj-
andi á neðri vængnum. Vélin var á
jafnsléttu og nú var sett i gang.
Vélin rann hægt áfram og hóf sig
á loft. Lengd þessa fyrsta flugs
var aðeins 120 fet og stóð í 12 sek-
úndur. Lengd fjórða flugsins var
852 fet og tók 59 sekúndur. Sigur-
inn var unninn og saga flugsins
hafin.
Svæðið þar sem flugtilraunir
Wrightbræðra fóru fram hefir
verið varðveitt að öðru leyti en því
sem byggt hefir verið í minningu
og til fræðslu um brautryðjenda-
starfið sem hér var unnið. Efst á
Kill Devil-hæð er stór minnisvarði
úr graníti, og mikil vinna hefir
verið lögð í að binda jarðveg þessa
sögulega sandhóls sem í eina tíð
hljóp undan vindum og færði sig
um vik frá ári til árs. Á jafnslétt-
unni er hringlaga bygging sem
geymir líkan af svifflugu og fyrstu
flugvélar Wrightbræðra. Þar má
jafnframt sjá á veggjum skráða
sögu flugsins í máli og myndum.
Uti fyrir er graníthella sem
staðsetur flugtök. Þá hnullungar
númeraðir frá 1 til 4 sem sýna
fluglengdir. Tvö endurbyggð
tréskýli standa hér. Annað hlifði
flugkostinum fyrir veðrum. Hitt
er íveruhús þeirra bræðra búið
frumstæðustu húsgögnum. Þarna
þoldu þeir ágang mývargs og jafn-
an var sandur í grautnum.
í byrjun aldarinnar var lítil
byggð í Kitty Hawk og var allmik-
ið fyrirtæki að komast á þennan
einangraða stað. I nútimanum er
fljótfarið um reisulegar brýr og
steypta vegi. Og hvar sem litið er,
utan verndaða svæðisins, eru nú
sumarhús sóldýrkenda, mörg
furðuleg smiði á stultum og kloss-
um. Margt er um mótel og hótel,
hamborgara- og pyslusjoppur og
allt annað sem tilheyrir nútima
strandlifi.
Dagana 26.-28. april voru mikil
hátíðarhöld á Kill Devil Hills i
minningu fæðingardags Wilburs
Wright 26. april 1867. Þess má
einnig geta að sérfræðingar hjá
Smithsonian Institute i Washing-
ton eru að setja saman og endur-
nýja fyrstu flugvél þeirra bræðra.
Þessi gamli farkostur á að verða
sem nýr þá er hann hóstandi og
skröltandi lyfti sér yfir sand-
skeiðið og fleygði Wilbur áfram
852 fet. Vegur var lagður i loftið,
lengdin skipti ekki máli.
Uöfundur er búsettur í Bandaríkj-
unum, ekki langt fri Kitty Hawk.
Fermingar
Ferming í Blönduóskirkju 5. maí kl.
10.30 og 13.30.
Prestun Sr. Árni Sigurðsson.
Fermd verða:
Ágúst Guðbjörn Valsson,
Holtabraut 6.
Anna Rósa Gestsdóttir,
Melabraut 7.
Birgitta Matthíasdóttir,
Hlíðarbraut 5.
Böðvar Sveinsson,
Brekkubyggð 30.
Gísli Torfi Gunnarsson,
Urðarbraut 9.
Guðmundur Haukur Gunnarsson,
Þverbraut 7.
Gyða Sigurbjörg Karlsdóttir,
Brekkubyggð 28.
Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson,
Húnabraut 20.
Jón Þór Önundarson,
Garðabyggð 2.
Kristjana Björk Gestsdóttir,
Urðarbraut 4.
Magdalena Berglind Björnsdóttir,
Hlíðarbraut 6.
Magnús Guðmundsson,
Smárabraut 3.
Margrét Sigurfljóð Jörgensen,
Tungu.
ómar Árnason,
Holtabraut 2.
Pálmi Þór Ingimarsson,
Árholti.
Sigríður Vala Vignisdóttir,
Brekkubyggð 34.
Sigurður Róbert Guðnason,
Húnabraut 31.
Sigurlaug Sigurjónsdóttir,
Urðarbraut 5.
Sólborg Una Pálsdóttir,
Sauðanesi.
Steingrímur Albert Grétarsson,
Hnjúkabyggð 27.
Svandís Ása Sigurjónsdóttir,
Melabraut 13.
Tryggvi Karl Hlynsson,
Brekkubyggð 17.
Tryggvi Kristófer Þrastarson,
Meðalheimi.
Unnar Árnason,
Holtabraut 2.
Unnur Brynja Guðmundsdóttir,
Skúlabraut 13.
Valgeir Sigurðsson,
Hlíðarbraut 7.
Þorsteinn Ragnar Ólafsson,
Sólvangi.
Þröstur Ingvason,
Brekkubyggð 21.
Ferming í Hallgrímskirkju í Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd 5. maí, kl. 11.
Prestur: Séra Jón Einarsson.
Fermd verða:
Einar Kristján Jónsson,
Saurbæ.
Guðlaug Helga Jónasdóttir,
Bjarteyjarsandi.
Gunnar Tryggvi Reynisson,
Svarfhóli.
Jónas Jónasson,
Eystra-Miðfelli.
Sólrún Jóna Böðvarsdóttir,
Þyrli.