Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAl 1985
Dálítið um kvikmyndarýni,
myndbandaleigur og
menningarlega úrkynjun
- eftir Sigurð Þór
Guðjónsson
Væri ekki ráð að Morgunblaðið
réði til sín kvikmyndalistrýn-
anda? t blaðið skrifa sérstakir
menn um bókmenntir, tónlist og
myndlist, enda telur víðlesnasta
blað landsins það eflaust skyldu
sína að sinna menningarmálum.
En hvar eru þeir sem fjalla um
kvikmyndalist í Morgunblaðið?
Að vísu eru tveir menn að bera sig
upp við að skrifa eitthvað sem þeir
kalla kvikmyndagagnrýni. í blað-
inu í dag (23.4.) hrósar Árni Þór-
arinsson amerísku unglinga-
myndinni Sixteen candles eða Sex-
tán ára eins og hún heitir á ást-
kæra ylhýra málinu sem umrædd-
ur dómari ritar talsvert verr en
gerist og gengur um mjög illa máli
farna Islendinga. Fyrir nokkru
skrifaði þessi sami áhugamaður
um unglingavandamálið dálítinn
pistil um myndbönd og útmálaði
ágæti einnar unglingamyndar
hverrar nafni ég er því miður bú-
inn að gleyma nema það hafi verið
dópað og djammað í gaggó. Það
fer sem sagt ekki á milli mála
hvers konar kvikmyndir gagnrýn-
andinn telur mest á ríða að kynna
lesendum.
Um daginn véluðu örlögin mig
og kunningja minn í kvikmynda-
hús og sáum við myndina The
Sender, en kvikmyndahúsið sá
ekki ástæðu til að íslenska heiti
myndarinnar. Það reyndist einn
heljarmikill hryllistryllir svo ég
tali nú í stíl nýyrðasmíði þeirra
Morgunblaðsgagnrýnenda. Nema
hvað myndin gerist á vitfirringa-
hæli þar sem einn vitfirringurinn
og þeygi þægur nær valdi yfir
sætu geðlæknaskvísunni sem á að
passa upp á hann og lætur hana
upplifa í vökunni þar martraðir
voðalegar sem hann dreymir í
svefni. Var þetta asni óþægilegt
fyrir aumingja sætu geðlækna-
skvísuna eins og gefur að skilja og
komst hún oft í lífshættu. í Iokin
fór þó allt vel en þá var búið að
skera heilann úr vitfirringnum,
kveikja í læknunum og sprengja
móðir vitfirringsins í loft upp.
Þeir eru mannvinir í Ameríku,
varð kunningja mínum að orði er
myndinni lauk og hélt ég að þar
með væri þessi lífsreynsla úr sög-
unni. En viti menn: Einn dag er ég
fletti Morgunblaðinu veit ég ekki
fyrri til en yfir mig steypist þessi
sami hryllingur í líki gagnrýni
sem annar hinna tveggja kvik-
myndarýnenda blaðsins hafði
fundið hjá sér ómótstæðilega þörf
til að skrifa. Heitir sá Sæbjörn
Valdimarsson og lofaði mjög
myndina.
Kvikmyndagerð er nokkuð tví-
skipt fyrirbæri eins og flestum
mun kunnugt. Annars vegar er um
iðnað að ræða sem skeytir ekkert
um listræna viðleitni heldur að-
eins skjótfenginn gróða. Og það
eru engin takmörk fyrir þeirri
vitleysu sem hægt er að koma í
peninga. Þetta er sú kvikmynda-
framleiðsla sem mest er áberandi
í daglegu lífi. Afþreying, afþrey-
ing. Hins vegar eru nokkrir kvik-
myndahöfundar sem eru skáld og
listamenn, stundum spámenn og
sjáendur og kosta kapps um að
auðga líf áhorfenda af fegurð og
lifsskilningi með dýpri rannsókn
og umfjöllun á mannlegum örlög-
um og þjóðfélagslegum lögmálum.
Þessar tvær tegundir kvikmynda-
gerðar eiga fátt sameiginlegt. Það
er hyldýpi milli þeirra, ekki síður
en milli tónsmíða Mozarts og
Beethovens og innantómra slag-
ara Gylfa Ægissonar og Bubba
Morthens. Eða milli meistara-
verka Þórbergs og Laxness og
sagnabálkanna um Morgan Kane
og ísfólkið. Enginn ærlegur tón-
listar- eða bókmenntagagnrýn-
andi myndi drýgja þá höfuðsynd
að greina ekki þarna á milli. Þess
á að mega krefjast af listdómur-
um að þeir þekki mun á háþróaðri
list og argasta leirburði. En það
gera kvikmyndarýnendur Morg-
unblaðsins einmitt ekki. Þeir
hræra saman í einn allsherjar
pott aumustu lágkúru og sæmi-
legum samsetningi, að því er virð-
ist án nokkurrar stefnu eða við-
miðunar, og kalla þetta kvik-
myndagagnrýni. Nú sé ég ekkert
því til fyrirstöðu að rætt sé um
afþreyingarkvikmyndir í blöðun-
um. En það á ekki að gera undir
yfirskyni alvarlegrar listgagnrýni.
./'r :/t
—
tsu Rocky
Þægindi, kraftur og frábærir aksturseiginleikar
í byggð sem óbyggð.
Hinn nýji Daihatsu Rocky hefur
fengiö frábærar viðtökur enda
fyrsta flokks jeppi fyrir alla sem
þurfa eöa vilja eiga slík farartæki.
Viö bjóöum upp á tvær stæröir
meö bensín- eöa dieselvél, meö
eöa án turbo.
Komiö og skoöið og ræöiö viö
sölumennina um alla
Rocky-möguleikana.
Frábær þjónusta tryggir endursölu.
Verö frá kr. 683.000 kominn á
götuna (bensín styttri g).
RDCKY
0piö * morgun,
“wPBm3 laugardag,
kl. 10—17.
Sigurður Þór Guðjónsson
„Uppgangur mynd-
bandaleiga á síðustu ár-
um er aðeins eitt af
mörgum dæmum um þá
menningarlegu úrkynj-
un sem læst hefur sig
um þjóðina. Orð eins og
menning og list eru nán-
ast skammaryrði í dag-
legu tali og í umræðu
fjölmiðla. Nú er það tal-
ið bera vitni um hroka
og snobb að vilja auðga
sálina af fegurð og
fræðslu.“
Er til of mikils mælst að listg-
agnrýnendur fjalli um list? f
Morgunblaðinu eru kvikmyndir
meðhöndlaðar sem afþreying og
iðnaður en ekki sem listgrein. Það
er kannski dónalegt að hrósa
Þjóðviljanum í Morgunblaðinu, en
það mega þeir eiga á þvi blaði að
skrifa um kvikmyndir sem list.
En þessar yfirsjónir kvik-
myndarýnenda Morgunblaðsins
eiga sér ýmsar málsbætur. Það er
til að mynda myndbandafárið.
Þvílíkt flóð af myndefni er nú að
kaffæra þessa ólánssömu þjóð sem
seint verður talin í röð menning-
arþjóða. Nú eru í landinu um það
bil tvö hundruð myndbandaleigur.
Hvergi á byggðu bóli munu vera
fleiri myndbönd miðað við fjölda
íbúa. Og hvað er svo á boðstólum?
Eru það meistaraverk kvikmynda-
listarinnar? Get ég brugðið mér á
myndbandaleigu og beðið um ein-
hverja af myndum Eisensteins
Dreyers hins danska, Fritz Lang
eða annarra frumkvöðla listarinn-
ar? Biddu guð fyrir þér Það er
bara horft á þig eins og þú sért
vondur maður. Bunuel? Þegar ég í
vetur spurði eiganda einnar
myndbandaleigunnar um þennan
snilling sagði hann alveg ófeim-
inn: Hvaða gæi er það? Leikur
hann í vestrum? Ef mig langaði til
að sjá myndir ný-
raunsæismannanna á Ítalíu og
sporgengla þeirra, færi ég þá ekki
inn á myndbandaleigu og næði í
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLADASÖLUNNI
AJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI
mynd eftir Rosselini, de Sica og
Visconti eða kannski Antonioni og
Fellini. Þið ættuð bara að reyna.
Þessir menn finnast ekki á mynd-
bandaleigum fremur en þeir séu
ekki til og það er ég viss um að
flestir eigendur myndbandaleiga
hafa ekki hugmynd um að þeir
hafi nokkru sinni verið til. Fýsti
mig að kynnast nýbylgjunni
frönsku, Godard, Truffaut og
Chabrol, þá eru þeir algerlega
óuppgötvaðir á myndbandaleig-
um. Dytti það í mig að vilja nálg-
ast framandi menningu og skoða
verk hinna miklu japönsku meist-
ara þá hefur víðsýni myndbanda-
eigenda enn ekki náð svo langt
austur. Og ef ég gerðist frænd-
rækinn og langaði til að heilsa upp
á mesta afreksmann skandinav-
ískra kvikmynda, kæmist ég að
því að Ingmar Bergman er greini-
lega á bannlista á myndbanda-
leigum borgarinnar. Skárra er það
nú: prumpa á þjóðina á sjálfum
jólunum.
Hvað í ósköpunum hafa þá
myndbandaleigur upp á að bjoða?
Þær hafa á boðstólum rusl og enn
meira rusl. Það er hending ef mað-
ur rekst þar á sæmilega mynd. Og
meginhluti þessa myndefnis er
eingöngu á enskri tungu. Það kost-
ar peninga að gera íslenskan texta
við myndirnar. Og myndbandaeig-
endur verða að græða. Þeir hafa
engan áhuga á kvikmyndum eða
menningu yfirleitt. Hugsun þess-
arra manna fer ekki lengra en
vömb þeirra nær. Smekkleysi
þeirra og menningarskortur birt-
ist Ijóslega í þeim nafngiftum er
þeir velja fyrirtækjum sínum. Þau
heita öll video-eitthvað. Þetta út-
lenda orðskrípi er andstyggilegt
skemmdarverk á íslenskri tungu.
Og að glenna það upp á húsveggi á
öðru hverju götuhorni, það gera
ekki aðrir en þeir sem eru 'svo
skilningssljóir dónar að þeir hafa
aldrei lært að skammast sín. í
þessu andrúmslofti lágkúru og
ómenningar sem grúfir yfir
kvikmyndamennt þjóðarinnar er
ekki að furða þó önnum kafnir
blaðamenn eigi stundum erfitt
með greina á milli þess sem er
mikils virði og þess sem er einskis
virði, milli sannleika og lygi.
Uppgangur myndbandaleiga á
síðustu árum er aðeins eitt af
mörgum dæmum um þá menning-
arlegu úrkynjun sem læst hefur
sig um þjóðina. Orð eins og menn-
ing og list eru nánast skammar-
yrði í daglegu tali og í umræðu
fjölmiðla. Nú er það talið bera
vitni um hroka og snobb að vilja
auðga sálina af fegurð og fræðslu.
Það eru aðeins leiðinlegir menn-
ingarvitar sem lesa góðar bækur,
njóta fagurra mynda, hlýða á há-
leita tónlist og horfa á vandaðar
kvikmyndir. Það er orðið rækilega
úrelt að leitast við að verða þrosk-
aður maður. Nú keppa menn að
öðrum markmiðum. Állir eiga að
puða í líkamsrækt svo þeir verði
stæltir og sexí og flatmaga á sól-
baðsstofum svo þeir verði brúnir
og sætir. Þannig eru margir skin-
andi fagrir hið ytra þó innri mað-
urinn veslist upp af eymd og and-
leysi. Og hít tómleikans er óseðj-
andi. Þess vegna verður afþrey-
ingin æ viti firrtari; klám og
ofbeldi flæðir yfir alla bakka á
heimilum manna og yfir þrumar
rás tvö með skefjalausu poppi og
enn meira poppi daginn út og dag-
inn inn. Og þeir sem hæst hugsa
heimta gervigrasvöll á hvern
hrepp á landinu. Það er ekki að
ófyrirsynju að einn kunningi minn
kallar nlunda áratuginn fíflaára-
tuginn. Og þetta er aðeins byrjun-
in. Bráðum fer Rolf Johansen að
sjónvarpa Dynasty tólf stundir á
dag. En þá fer þetta nú að stytt-
ast. íslendingar hafa glatað sjálfs-
trausti sínu og metnaði. Ef Jóni
Baldvini tekst ekki að frelsa þjóð-
ina eins og hann hefur lofað sé ég
ekki annað en að því dragi fljót-
lega að hún lýsi yfir efnahagslegu
og menningarlegu gjaldþroti og
bjóði sig hæstbjóðanda til eignar
og umráða. Og þá fáum við von-
andi almennilega stjórn svo allir
verði sólbrúnir og vöðvastæltir og
njóti lífsins fyrir framan videóið.
Höfundur er rithöfundur í Keykja-
rík.