Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 22
22______________ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAt 1985_
Útboð eða afturhald?
- eftir Othar Örn
Petersen
Frá aldamótum hafa nýir at-
vinnuhættir rutt sér til rúms öðru
hverju sem sannanlega hafa bætt
lífskjör þjóðarinnar, oft svo um
munaði. Minna má á breytingar í
sjávarútvegi, t.d. togaraútgerð í
upphafi aldarinnar og eftir síðari
heimsstyrjöld, tæknivæðingu í
landbúnaði o.fl. o.fl. íslendingar af
erlendu bergi brotnir hafa oft átt
þátt í þessari atvinnuuppbygg-
ingu.
Nær alltaf þegar nýir atvinnu-
hættir hafa verið teknir upp hafa
heyrst raddir afturhalds sem hafa
viljað kyrrstöðu. Vissulega hafa
menn oftast áttað sig en úrtölur
manna geta þó orðið þess valdandi
að lífskjör eru lakari en þau þurfa
að vera.
Nokkur umræða hefur nú verið
um útboð og gildi þeirra. Hafa
þeir alþingismennirnir Helgi Selj-
an og Skúli Alexandersson ritað
greinar í dagblöð og nýlega lögðu
þeir ásamt nokkrum öðrum þing-
mönnum fram þingsályktunartil-
lögu um könnun á hagkvæmni út-
boða og nánari reglur um fram-
kvæmd þeirra.
Þingsályktunartillagan, grein-
argerð hennar og fylgiskjal eru
neikvæð gagnvart útboðsaðferð-
inni en stjórn Verktakasambands
íslands hefur síður en svo á móti
því að hagkvæmni útboðsaðferð-
arinnar verði könnuð.
í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni er ýmislegt fundið
útboðsaðferðinni til foráttu, sér-
staklega þó að hún raski byggð á
íslandi og geri vörubifreiðastjóra
og tækjaeigendur atvinnulausa.
Ekki verður nánar farið út í þann
neikvæða anda sem ríkir til ný-
sköpunar í atvinnumálum i þings-
ályktunartillögunni heldur verður
mál þetta reifað frá almennu sjón-
arhorni.
Hvaöa kannanir eða rannsóknir
hafa faríð fram á íslandi um opin-
berar framkvæmdir og hvaða reglur
gilda?
Eina könnunin sem gerð hefur
verið á Islandi um opinberar
framkvæmdir er könnun nefndar
sem Magnús Jónsson fyrrv. fjár-
málaráðherra skipaði 1965, en
verkefni nefndarinnar var að
kanna leiðir til bættrar nýtingar
þess fjár, sem varið er til opin-
berra framkvæmda.
Formaður nefndarinnar var Jón
Sigurðsson, nú forstjóri íslenska
járnblendifélagsins hf.
Nefndin vakti sérstaklega at-
hygli á nokkrum af þeim niður-
stöðum sem hún komst að en ein
af þeim niðurstöðum var sú „að
útboð á mannvirkjagerð á vegum
ríkisins sé hagkvæmasta og eðli-
legasta aðferðin við opinberar
framkvæmdir". Þessu tengdust
sérstaklega aðrar niðurstöður um
tæknilegan og fjárhagslegan und-
irbúning. í framhaldi af þessum
nefndarstörfum voru sett lög um
skipan opinberra framkvæmda nr.
63/1970. í 15. gr. laganna segir
svo:
„Verk skal að jafnaði unnið
skv. tilboði á grundvelli út-
boðs. Ef verk er þess eðlis eða
aðstæður slíkar að öðru leyti,
að útboð telst ekki munu gefa
góða raun, er heimilt, að
fenginni umsögn samstarfs-
nefndar um opinberar fram-
kvæmdir, sbr. 22. gr. að víkja
frá útboði, sbr. þó 2. mgr.“
I 21. gr. 3. mgr. er tekið fram:
„Heimilt er að fela einstök-
um ríkisstofnunum umsjón
nánar skilgreindra flokka
opinberra framkvæmda,
enda hafi þessar stofnanir
aðstöðu til að annast þetta
verkefni."
Verktakasambandið hefur
ávallt talið að stofnanir væru
skyldar að bjóða út verk í sam-
ræmi við 13. gr. þó svo þeim hafi
verið falin umsjón opinberra
framkvæmda. Með lögum frá ár-
inu 1984 voru öll tvímæli tekin af
því við 3. mgr. 21. gr. var bætt:
„Engu að síður skal verk að
jafnaði unnið skv. tilboði á
grundvelli útboðs, skv. 13. gr.
laganna."
Niðurstaðan er því sú að eina
könnunin sem gerð hefur verið á
íslandi leiddi til þess að nota ætti
útboðsaðferðina til hagsbóta fyrir
skattgreiðendur og lög íslenska
lýðveldisins kveða skýrt á um það
að verk sem kostað er af ríkissjóði
að nokkru eða öllu leyti skuli boðið
út. Eins og fyrr segir eru lögin frá
1970 en breytingin sem tekur af öll
tvímæli um útboðsaðferðina var
samþykkt af því þingi sem nú si-
tur.
Hvers vegna útboð?
Verktakasambandið hefur
ávallt rökstutt málefnalega hag-
kvæmni útboða og skal það nú
gert.
1. Eins og nefndin frá
1965—1966 taldi aðalatriðið,
er ein af meginorsökum þess
hversu mörg af opinberum
mannvirkjum verða dýr ónóg-
ur tæknilegur og fjárhagsleg-
ur undirbúningur. Með útboð-
um er komið í veg fyrir þessa
meginorsök en vissulega verð-
ur undirbúningur að vera góð-
ur.
2. Hvar sem er í heiminum er
það hornsteinn farsælla fram-
kvæmda að verk sé vel undir-
búið fjárhagslega og tækni-
lega.
3. Ef verk eru ekki boðin út og
undirbúningur allur takmark-
aður er ljóst og margsannað,
m.a. í ofangreindri skýrslu
nefndar frá 1965—1966 að
kostnaður verður miklu meiri
og eftirlit allt i molum. Má
benda á tiltekið dæmi úr
skýrslunni margnefndu þar
sem bygging ein var meira en
helmingi dýrari en sambæri-
legar byggingar. Menn verða
að gera sér grein fyrir því að
kostnaður stofnana við verk-
framkvæmdir sem þær fram-
kvæma sjálfar er mikill og
rannsóknarefni útaf fyrir sig.
4. Eftirlit er með framkvæmd
verktaka en rikisstofnanir
hafa eftirlit með sjálfum sér
og sér hver maður að það er
óæskilegt og að sönn niður-
staða fæst ekki með þeim
hætti.
5. Kostur við að bjóða út og
ákveða fjárþörf er sá að þegar
í upphafi verður fjárveitinga-
valdið að ákveða hvað á að
gera og hvað ekki. Það hefur
loks verið viðurkennt að sann-
anlega er óhagkvæmt að byrja
á allt of mörgu og ljúka fáu.
Vissulega er sú ábyrgð lögð á
alþingismenn að taka ákvarð-
anir og segja já og ekki siður
nei þegar við á.
6. Auðvelt er í lok verks sem boð-
ið er út að leggja fram áætlun
— tilboðsverð — viðbótar-
reikninga — aukareikninga —
verðbótareikninga — kostnað
verkkaupa og fá þannig loka-
verð. Hvernig eru þessar tölur
fundnar þegar stofnanir fram-
kvæma sjálfar verk en auðvelt
er í þeim tilvikum að færa
kostnað milli deilda? Verk-
takasambandið hefur óskað
eftir því allt frá árinu 1978 að
fá úttekt á verkframkvæmd-
um og samanburð á kostnaði
verka skv. útboði og verka
unnum af stofnunum en ekki
fengið þrátt fyrir loforð.
7. Það er lögmál að mjög óhægt
er um vik að draga úr stærð
stofnunar sem e.t.v. hefur
blásið út vegna einstakra
framkvæmda.
8. Mjög lítill hreyfanleiki er á
mannafla og tækjakosti stofn-
ana, þ.e. í óskildan rekstur, en
verktakar eiga hinsvegar auð-
velt með að fara t.d. úr vega-
Othar Örn Petersen
„Þaö kann vel að vera
og mjög líklegt að færri
starfsmenn þurfí til að
Ijúka verki með nútíma-
aðferðum t.d. með
stærri vörubifreiðum og
tækjum en peningar
sparast engu að síður. A
e.t.v. að taka upp haka
og skóflu vegna þess að
fleiri menn fá vinnu
með þeirri aðferð?
Þessa peninga sem
sparast á að nota til að
nota til að framkvæma
aðra hluti og stuðla að
nýjum atvinnutækifær-
um.“
gerð í virkjunarframkvæmdir
(eða öfugt).
9. Þegar eru ljós dæmi þess að
óheppileg spenna hefur mynd-
ast í sveitarfélögum þar sem
stórframkvæmdir hafa verið
og menn t.d. fjárfest í dýrum
tækjum sem virðast lítt hreyf-
anleg m.a. vegna átthaga-
fjötra vörubifreiðastjóra.
Heimamenn fá og hafa alltaf
fengið stðrf við verkfram-
kvæmdir f heimabyggðum ef
tæki hafa hentað.
10. Búast má við stöðnun í tækni-
framförum ef notuð eru óhent-
ug tæki t.d. ef banna á flutn-
ing tækja og reyndra starfs-
manna milli héraða og í stað-
inn kemur notkun óhentugra
tækja í verk skv. kröfum t.d.
alþingismanna. íslenski mark-
aðurinn er ekki það stór að
hann bjóði upp á tækjakaup og
FARÞEGAR sem hugðust fara með
Flugleiðum ileiðis til íslands fri
Stokkhólmi í gær urðu iþreifanlega
varir við verkfall hluta opinberra
starfsmanna í Svíþjóð, því þeir þurftu
að aka með langferðabfl fri Stokk-
hólmi áleiðis til Osló, en það er um 6
tíma akstur. Allt flug til og fri Svf-
þjóð lagðist niður þegar verkfallið
skall i í gærmorgun.
Samkvæmt upplýsingum Sveins
Sæmundssonar blaðafulltrúa
Flugleiða fóru 43 farþegar með
langferðabíl frá Stokkhólmi kl. 6 í
gærmorgun áleiðis til Osló til þess
að fljúga þaðan til íslands. Sveinn
sagði að vélin sem hefði haldið til
Osló í gærmorgun hefði verið með
21 farþega innanborðs, sem hefðu
undir eðlilegum kringumstæðum
farið áfram með vélinni frá Osló til
tækniframfarir ef honum er
skipt í marga einangraða
hluta.
11. Þó dregið sé úr framkvæmd-
um stofnana er augljóst að
starfsmenn fá vinnu hjá t.d.
verktökum og hönnunarfyrir-
tækjum og má benda á já-
kvæða reynslu sem varð vegna
breytinga á rekstri Hitaveitu
Reykjavíkur um 1960.
12. Erlendar alþjóðalánastofnanir
krefjast jafnan útboðs á þeim
verkum sem þær lána til enda
er þessum aðilum löngu kunn-
ugt um hagkvæmustu leiðir.
13. Með því að draga úr útboðum
gæti þeim árangri sem áunnist
hefur við virkjunarfram-
kvæmdir og aðra mannvirkja-
gerð verið kastað á glæ.
Margt fleira má nefna en látið
ógert að sinni.
Almenn atriði
Sýnt hefur verið fram á á öðrum
vettvangi, að fjármunir sparast
með útboðsaðferðinni enda alkunn
staðreynd. Vegagerð ríkisins hef-
ur bent á tugmilljóna sparnað með
þvi að beita útboðsaðferðinni.
Það er ekki úr vegi að kanna
hagkvæmni útboða enda hefur
stjórn Verktakasambandsins farið
fram á það allt frá árinu 1978 þó
óþarft sé að samþykkja þings-
ályktunartillögu þar um. Það er
hins vegar á það að líta að flutn-
ingsmenn tillögunnar og stuðn-
ingsmenn þeirra eru sifellt að
klifa á öðrum hag en peningum án
þess að segja skattgreiðendum
skilmerkilega frá þvi hvað þeir
eiga við.
Það kann vel að vera og mjög
líklegt að færri starfsmenn þurfi
til að ljúka verki með nútímaað-
ferðum, t.d. með stærri vörubif-
reiðum og tækjum en peningar
sparast engu að síður. Á e.t.v. að
taka upp haka og skóflu vegna
þess að fleiri menn fá vinnu með
þeirri aðferð? Þessa peninga sem
sparast á að nota til að fram-
kvæma aðra hluti og stuðla að
nýjum atvinnutækifærum.
Þingsályktunartillagan er að
hluta til að mæla með því að verk
verði peningalega dýrari unnin til
að ákveðnir aðilar fái eða haldi
vinnu. Hver og hvar á að taka
þessa peninga sem verkið er dýr-
ara? Á eins og venjulega að ráð-
stafa peningum okkar skattgreið-
enda að geðþótta?
Hvað segja skattgreiðendur um
það hvar sem er á landinu?
Ég benti á áður að það sparast
peningar við útboð og þá á að nota
í nýjar hugmyndir. Það ber hins
vegar að vara við þvi að láta al-
þingismenn eina ákveða eitthvað í
þessum efnum. Því miður hafa
peningamillifærslur og skattpín-
ingar fært doða yfir fólk. Reynsla
Stokkhólms. Þeir hefðu hins vegar
farið með langferðabifreið þeirri
sem farþegarnir 43 komu í frá
Stokkhólmi.
Sveinn sagði jafnframt að Flug-
leiðir myndu áfram verða með
Gæsluvarðhald
framlengt allt
til 1. júní
GÆZLUVARÐHALD yflr 19 ára pilti,
sem að kvöldi 12. aprfl sl. rak annan
yngri á hol meó hnífl skammt frá
Illemmi í Reykjavík, befur verið fram-
lengt ■ sakadómi Reykjavfkur allt til 1.
júní næstkomandi að kröfu RLR.
Helgi Jónsson, dómarafulltrúi í
sakadómi, sem kvað upp úrskurðinn á
min er sú að fái fólk að starfa í
friði skortir ekki hugmyndir. Það
eru hugmyndirnar og framkvæmd
þeirra sem bæta lífskjörin en ekki
að allir sitji sem fastast í sínu
starfi því tímarnir breytast og
fólkið með. Það eru allt aðrir hlut-
ir seldir í heiminum í dag en fyrir
50 árum þannig að það eru ný-
hugmyndir sem eiga eftir að
styrkja okkar hag. Þingsályktun-
artillagan stefnir að kyrrstöðu og
einhæfara atvinnulifi.
Þinsályktunartillagan stefnir
að einangrun héraða íslands í at-
vinnumálum enn frekar en nú er.
Það má hiklaust jafna málum
verktakaiðnaðar við verslun að
þessu leyti. Hér í eina tíð voru
menn sendir á Brimarhólm eða
hýddir fyrir að versla á skökkum
stað. Nú eru menn bundnir átt-
hagafjötrum eins og t.d. vörubif-
reiðastjórar og fleiri verða ef ein-
angrunarstefna nær fram að
ganga. Dómur hefur nýlega fallið
norður í landi vegna starfsemi at-
hafnamanna i flutningamálum
vegna brota á einokunarlöggjöf er
varðar vörubifreiðarekstur. Það er
á sinn hátt frelsisbarátta að koma
hér upp sterkum frjálsum verk-
takaiðnaði eins og það var i eina
tíð að koma upp frjálsri verslun.
Hvorki er islenska þjóðin það fjöl-
menn né markaður verktakaiðn-
aðar það fjölbreyttur að efni
standi til þess að hluta ísland
niður í svæði þar sem einn hefur
forgang fram yfir annan. Á þetta
jafnt við um launþega og atvinnu-
rekendur.
Stjórn sambandsins hefur
ávallt bent á að ákveðna aðlögun
þurfi þegar atvinnuhættir breyt-
ast en það sést best á starfi Verk-
takasambandsins að það er ekki
stefna þess að bylting verði i þess-
um málum enda hafa útboðsmálin
verið að þróast nú i nokkur ár.
Menn verða hins vegar að taka á
þvi að hugsanlegt er vegna
breyttra atvinnuhátta að söðla um
i tíma.
Lokaord
Áfturhaldsstefna hefur aldrei
skilað árangri og mun ekki gera.
Framfarir í atvinnumálum verða
ekki með kyrrstöðu og einangrun.
Leiðin til bættra lifskjara liggur
um veg nýrra hugmynda og nýj-
unga í öllum greinum. Sókn á er-
lenda markaði fyrir útflutning á
ýmiss konar þjónustu, m.a. á sviði
verktakaiðnaðar, hefur verið á
dagskrá í almennri umræðu upp á
síðkastið. Hvað sem öðru líður má
fullyrða að slikur útflutningur
verður aldrei annað en orðin tóm,
ef ekki er fyrir hendi á heima-
vígstöðum traust og samkeppnis-
fær starfsemi á sömu sviðum.
Hagnýting nútíma tækni og
verkaðferða, meðal annars í verk-
takaiðnaði, hlýtur að vera það sem
keppa ber að fremur en hið gagn-
stæða.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og framkræmdastjóri Verktaka-
sambands íslands.
þessa þjónustu á meðan á verkfall-
inu stendur. Þannig aka þeir ís-
landsfarþegum i Gautaborg til
Osló i dag og þann 6. maf gera þeir
það einnig, standi verkfallið enn.
þriðjudag, sagði að ekki hefði komið
til álita dómsins að úrskurða árásar-
manninn f geðrannsókn þvf hann
hefði sjálfur verið búinn að fallast á
að sæta slikri rannsókn.
Eftir árásina gerði RLR kröfu um
að árásarmaðurinn yrði úrskurðaður i
gæsluvarðhald en þeirri kröfu var
synjað f sakadómi. Rikissaksóknari
kærði úrskurðinn til Hæstaréttar og
gerði jafnframt kröfu um að hann
yrði látinn sæta geðrannsókn. Hæsti-
réttur úrskurðaði piltinn í gæslu 19.
apríl sl. en tók ekki afstöðu til kröf-
unnar um geðrannsókn.
Verkfail opinberra starfsmanna í Svíþjóð lamar allt flug:
Flugleiðir aka íslandsfar-
þegum frá Svíþjóð til Noregs