Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.05.1985, Qupperneq 26
26 MOfcGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1986 Úthlutun úr Þjóðhátíðarsjóði: 23 styrkir samtals að upp hæð 2.300.000 krónur 100 þúsund krónnr veitUr til að ljúka endurbyggingu Kútters Sigurfara. LOKIÐ er áttundu úthlutun styrkja úr Þjóðbátíóarsjóói fyrir árið 1985. Samtals er úthlutað fjárhæð að upp- hæð 2.600.000 krónur og rennur fjórðungur fjárins, 650.000 krónur til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs og fjórðungur, einnig 650.000 krónur, til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæU á vegum Þjóðminjasafns. Helmingi ráðstöfunarfjár sjóðsins er síðan úthlutað til 21 verkefnis sam- Uls að upphæð 1.300.000 krónur. Þrír hæstu styrkirnir, 100.000 krón- ur, fara til að Ijúka endurbyggingu Kútters Sigurfara, útgáfu II og síð- asU bindis LandsyfirrétUr- og HæsUrétUrdóma 1802—1873 og til myndskreyttrar útgáfu á verki um aðdraganda þjóðhátíðar 1974. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá stjórn sjóðs- ins, þar sem segir m.a.: „Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, nr. 361 frá 30. september 1977, er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra að- ila, er hafa það verkefni að vinna að varðveizlu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Fjórðungur af árlegu ráð- stöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúru- verndar á vegum Náttúruvernd- arráðs, annar fjórðungur skal renna til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverómæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem get- ið er hér að framan. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. í stjórn sjóðsins eiga sæti: Björn Bjarnason, aðstoðarrit- stjóri, formaður, skipaöur af for- sætisráðherra, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka tslands, Eysteinn Jónsson, fyrrv. i’áðherra, Gils Guðmundsson, fyrrv. forseti sameinaðs Alþingis, og Gísli Jónsson, menntaskólakennari, kjörnir af sameinuðu Alþingi. Rit- ari sjóðsstjórnar er Sveinbjörn Hafliðason, lögfræðingur. Stjórn sjóðsins hefur verið óbreytt frá upphafsstarfsári sjóðsins, 1978, en hún var endur- skipuð hinn 9. maí 1982 til fjög- urra ára. f samræmi við 5. gr. skipu- lagsskrár sjóðsins voru styrkir auglýstir til umsóknar í fjölmiðl- um í lok desember 1984 með um- sóknarfresti til 22. febrúar sl. Til úthlutunar í ár koma allst að kr. 2.600.000,00 þar af skal fjórð- ungur, 650 þús. kr., renna til Frið- lýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs og fjórðungur 650 þús. kr., skal renna til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminja- safns, skv. ákvæðum skipulags- skrár. Allt að helmingi úthlutunarfjár á hverju ári er verið til styrkja skv. umsóknum og voru því allt að kr. 1.300.000,00 til ráðstöfunar í þennan þátt að þessu sinni. Alls bárust 67 umsóknir um styrki að fjárhæð um 11,2 millj. kr. Hér á eftir fer skrá yfir þá aðila og verkefni, sem hlutu styrki að þessu sinni, en fyrst er getið verk- efna á vegum Friðlýsingarsjóðs og Þjóðminjasafns. Friðlýsingarsjóður: Skv. skipulagsskrá Þjóðhátíð- arsjóðs skal Friðlýsingarsjóður verja árlegum styrk til náttúru- verndar á vegum Náttúruvernd- arráðs. Náttúruverndarráð hefur ákveðið að verja styrknum, eftir því sem hann hrekkur til, í eftir- talin verkefni: 1. Girðingu í þjóðgarðinum í Jök- ulsárgljúfrum. 2. Framhald viðgerða á prestsset- urshúsinu á Skútustöðum. 3. Endurbætur á húsum ráðsins í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Þjóðminjasafn: Samkvæmt skipulagsskrá Þjóð- hátíðarsjóðs skal Þjóðminjasafnið verja árlegum styrk til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum safnsins. Þjóðminjavörður hefur gert grein fyrir ráðstöfun styrksins í ár og mun hann að öllu leyti renna til fornleifarannsókna á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Úthlutun styrkja skv. umsóknum: Umsækjandi: 1. Félag til varðveislu Löngubúð- ar á Djúpavogi. Til viðgerðar á Löngubúð. kr. 80.000.- 2. Húsfriðunarsjóður Akureyrar c/o Valgarður Baldvinsson Bæjarskrifstofum Akureyri. Ljúka endursmíði Laxdals- húss. Kr. 80.000.- 3. Sigurfarasjóður c/o Gunn- laugur Haraldsson byggða- safninu í Görðum Akranesi. Ljúka endurbyggingu á Kútter Sigurfara. Kr. 100.000.- 4. Búnaðarfélag Önundar- fjarðar, sjóminjadeild c/o Hagalín Guðmundsson, Hjarðardal innri, önunarfirði. Til að fullgera hús til að geyma í kúfiskbát, sem talinn er hinn eini sinnar tegundar hér á landi, o.fl. Kr. 50.000.- 5. Byggðasafn Rangæinga og V-Skaftfellinga c/o Þórður Tómasson Skógum, Eyjafjöll- um. Viðbygging við aðalsafna- húsið í Skógum. Kr. 50.000.- 6. Háskólabókasafn, c/o Einar Sigurðsson Háskóli fslands, Reykjavík. Viðgerðir á bókum í safni Benedikts S. Þórarins- sonar. Kr. 50.000,- 7. Nonnahús á Akureyri c/o Ha- raldur Hannesson Hávallag- ötu 18, R. Lagfæring, uppsetn- ing og innrömmun mynda og skjala, svo og endurskipu- lagning umhverfis Nonnahúss. Kr. 60.000,- 8. Landsbókasafn íslands c/o Finnbogi Guðmundsson, Hverfisgötu, R. Viðgerðir og varðveizla gamalla bóka. Kr. 50.000,- 9. Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar c/o Jón Steffensen, Aragötu 3, R. Skrá muni í eigu Nesstofusafns. Kr. 50.000,- 10. Minjasafn V-Barðastrandar- sýslu Egill Ólafsson, Hnjóti, V-Barð. Skrásetning á safni því er Egill ólafsson gaf minjasafninu. Kr. 50.000,- 11. Sjóminjasafnsnefnd c/o Þór Magnússon, Þjóðminjasafni íslands. Söfnun á sjóminjum, einkum gömlum bátum, veið- arfærum o.fl. Kr. 60.000.- 12. Kirkjuráð hinnar ísl. þjóð- kirkju. Biskup íslands, Suður- götu 22, R. Fornieifarannsókn- ir í.Skálholti. Kr. 50.000.- 13. Sögufelag c/o Einar Laxness, Stóragerði 29, R. Útgáfu 11. og síðasta bindis Landsyfirrétt- ar- og Hæstaréttarddoma 1802-1873. Kr. 100.000.- 14. Skógræktarfélag íslands c/o Hulda Valtýsdóttir, Ránar- götu 18, R. Utgáfa handbókar um trjá- og skógrækt. Kr. 40.000,- 15. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Skálholtsstíg 7, R. c/o Hrólfur Halldórsson. Til mynd- skreyttrar útgáfu á verki um aðfara þjóðhátíðar 1974. Kr. 100.000.- 16. íþróttasamband íslands c/o Sveinn Björnsson Iþrótta- miðstöðinni Laugardal, R. Rit- un og útgáfa sögu ísl. glím- unnar. Kr. 80.000.- 17. Landvernd c/o Þorleifur Ein- arsson, Skólavörðustíg 25, R. Gerð korts af náttúrufari Al- viðru og Öndverðaness. Kr. 50.000,- 18. Náttúruverndarráð c/o Gisli Gíslason, Hverfisg:ötu 26, R. Skjólbeltagerð á tjaldsvæði í Ásbyrgi. Kr. 80.000.- 19. Fuglaverndarfélag íslands, c/o Björn Guðbrandsson, Bræðraborgarstíg 26, R. Verndun hafarnarstofnsins. Kr. 15.000.- 20. Náttúruverndarsamtök Aust- urlands, c/o Sigurður Björns- son, Kvískerjum, A-Skaft. Rannsókn á lífríki Hjalta- staðablár. Kr. 40.000,- 21. Stofnun Árna Magnússonar, c/o Jónas Kristjánsson, Há- skóla íslans, R. Afritun þjóð- fræðaefnis á geymslubönd. Kr. 65.000.- Samtals kr. 1.300.000.- Fólkið í fréttunum Leiksoppar og elskendur — Helen Mirren og John Lynch i hinni ágætu KviKmyndir Árni Þórarinsson Háskólabíó: Cal ★★★ Bresk. Árgerð 1984. Handrit: Rernard MacLaverty. Leikstjóri: Pat O’Connor. Aðalhlutverk: John Lynch, Helen Mirren, Donal McCann, Steven Rimkus. Maðurinn sem setti breska kvikmyndagerð aftur á sporbaug um jörðu fyrir nokkrum árum, framleiðandinn David Puttnam, hefur mikið dálæti á verkefnum sem stíma inn á einstaklinga í miðri þjóðfélagsólgu samtimans; hann virðist hafa þörf fyrir að kafa eftir mannlegu drama bak við yfirborð frétta og fjölmiðla- fárs. Þetta gerði hann í óskars- verðlaunamyndinni The Killing Fields sem Háskólabíó hefur nýlokið sýningum á og þetta ger- ir hann með enn áhrifameiri hætti í þessari látlausu en ör- væntingarfullu mynd, Cal. Puttnam á auðvitað ekki einn heiðurinn af árangrinum. En hann er mjög virkur fram- kvæmdamaður sem ekki aðeins hefur drjúgt fjármálavit heldur velur verkefni á persónulegum forsendum og ræður svo unga hæfileikamenn úr leikstjórastétt til að leysa þau listrænt. Sú mynd Puttnams sem á ný vakti heimsathygli á breskri kvik- myndagerð, Chariots of Fire, ber þannig svip framleiðanda síns fremur en leikstjóra; þótt við- fangsefnið sé breskir ólympíu- hlauparar á fyrri hluta aldar- innar, fjallar myndin um 3am- spil einstaklinga og sögulegra atburða eins og The Killing Fields og Cal, þótt myndimar geri þetta vitaskuld hver með sínum hætti. The Killing Fields var vand- virknisleg mynd, en tókst samt ekki að mínu mati ið kveikja sterk tengsl milli þjáninganna i bakgrunninum, hins stríðs- hrjáða fólks í Kambódíu og sál- arstríðsins í forgrunninum, þar 3em voru persónur fjölmiðla- mannanna. Fyrir utan túlkinn dygga, Dith Pran, voru þessir menn of dauflega dregtiir og The Killing Fields ber í heild of mik- ið svipmót af leikinni heimilda- mynd. Cal aftur á móti tekst að mynd Háskólabíós, Cal. skapa rafmagnað orsakasam- band milli ytri atburða og innri líðanar fólksins. Myndin ber nafn aðalpersón- unnar. Cal er ungur hjálpar- kokkur morðsveita IRA í Bel- fast. Hann er orðinn afhuga málstaðnum og þreyttur á blóðs- úthellingunum. t upphafi fylgj- umst við með honum í einum drápsleiðangrinum. Það verður órlagaríkur leiðangur t kjölfarið reynir Cal ekki aðeins að slíta sig lausan úr klóm félaga sinna í IRA, heldur verður hann ást- fanginn af ekkju mannsins sem hann tók þátt í að myrða. í sundruðum hugarheimili Cals er þörfin fyrir friðþægingu ekki síður áhrifavaldur en þörfin fyrir ást þessarar tilteknu konu. Myndin tjáir hikandi þróun í samskiptum þessara tveggja manneskja, tveggja fórnarlamba þjóðfélagsólgu sem sumpart sameinar þau, sumpart stíar í sundur. Bakgrunnurinn, hið tætta mannlíf Belfast, fjölskyldulíf að- alpersónanna, öryggisleysið, spennan og tortryggnin, allt fær þetta næmlega meðferð í hand- riti Bernards MacLaverty og leikstjórn Pats O’Connor. Sak- bitið ástarsamband Cals og ekkj- unnar er hins vegar það drama- tíska stækkunargler sem gerir fréttatengda atburði baksviðsins nákomna áhorfanda í fjarlægð. Helen Mirren, einhver hæfi- leikamesta leikkona Breta um þessar mundir, túlkar ekkjuna, styrk hennar sem viðkvæmni, af skilningi og John Lynch er hæfi- lega lánleysislegur sem Cal, þótt persónan sé kannski heldur rýr í roðinu sem burðarás myndar- innar. Kvikmyndin Cal tekur ekki afstöðu í deilunum á Norður-írlandi. En hún tekur af- stöðu með tilfinningum fólksins þar. í því felst striðsádeilan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.