Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 3. MAÍ 1985
AP/Símamynd
Jóhannes Páll páfi II. undirritar friðarsamning Chile og Argentínu, sem hann
hafði milligöngu um, við hátíðlega athöfn í Vatikaninu í gær. Honum á
vinstri hönd situr Jaime Del Vallo, utanríkisráðherra Chile, og á vinstri hönd
páfa er Dante Caputo, utanríkisráðherra Argentínu.
Odæðisverkið í Brussel:
Vildu sýna samstöðu með
verkalýðnum á 1. maí
BniHHcl, 2. maí. AP.
WILFRIED Martins, forsætisráðherra Belgíu, sagði f dag, að stjórn sín
mundi gera allt sem í hennar valdi er, til að hafa hendur í hári hryðjuverka-
mananna, sem komu fyrir sprengju sem sprakk í miðborg Brussel á þriðju-
dag og leíddí til dauða tveggja slökkviðliðsmanna. Tólf aðrir særðust.
Samtök, sem nefna sig Baráttu-
sellur kommúnista, hafa lýst
ábyrgð ódæðisverksins á hendur
sér. Er þetta í níunda sinn, sem
samtök þessi standa að hryðju-
verki í Belgíu frá því í október í
Fyrsti friðarsamningur
Jóhannesar Páls páfa
Vatikaninu, 2. mni. AP.
FYRSTI friðarsamningurinn, sem
Jóhannes Páll páfi 11. hefur milli-
göngu um, var undirritaður við há-
tíðlega athöfn í kardinálasalnum í
Vatikaninu í dag. Með samningnum
er endi bundinn á nærri tveggja alda
deilur Argentínu og Chile um yfirráð
á Beagle-sundi á syðsta tanga Suð-
ur-Ameríku.
ember í fyrra. Stjórnvöld í Chile
og Argentínu féllust síðan á það í
mars og apríl á þessu ári.
Beagle-sund er um 240 km langt
og 5 til 13 km á breidd. Talið er að
á sjávarbotninum sé að finna olíu.
Páfi hefur ekki haft milligöngu
um friðargerð milli ríkja síðan ár-
ið 1885, er Leó XXIII. hafði af-
skipti af deilum Spánverja og
Þjóðverja um yfirráð yfir Karól-
ínu-eyjum í Kyrrahafi.
fyrra.
Sprengjunni hafði verið komið
fyrir í mannlauri bifreið, sem lagt
var við höfuðstöðvar Vinnuveit-
endasambands Belgíu. Eldur hafði
verið borinn að bifreiðinni og
sprengjurnar sprungu, þegar
slökkviliðsmenn voru að reyna að
ráða niðurlögum hans. Miklar
skemmdir urðu á byggingum I
nágrenninu, og átta hinna slösuðu
voru hreingerningarmenn, sem
voru að störfum í húsum í grennd.
I bréfi, sem Baráttusellur
kommúnista, sendu frá sér, segir
að sprengjunni hafi verið komið
fyrir til að sýna samstöðu með
verkalýðnum á alþjóðlegum bar-
áttudegi hans. Það hafi ekki verið
ætlun samtakanna að drepa fólk.
Lögregluyfirvöld í Belgíu telja
fullvíst, að tengsl séu á milli Bar-
áttusella kommúnista og annarra
hópa hryðjuverkamanna í Evrópu,
s.s. Rauðu herdeildanna á Ítalíu
og Rauða herflokksins í Vestur-
Þýskalandi.
íranir ráðast
á olíuskip
Manatna, Bahrain, 2. maí. AP.
HERÞOTUR frá íran gerðu í morgun
árás með flugskeytum á olíuskip á
Persaflóa. Eldur kom upp í skipinu og
yfirgaf áhöfnin það.
Olíuskip þetta, sem nefnist Nord-
ic Trader og er rúmlega 20 þúsund
tonn að stærð, er skráð í Líberíu, en
í eigu bresks fyrirtækis. Það var á
siglingu fyrir norðaustan Qatar
þegar árásin var gerð.
Irönsku herþoturnar reyndu
einnig að hæfa stórt olíuskip frá
Japan, sem sigldi samhliða líber-
íska skipinu, en mistókst það.
Eþíópía:
Hungraðir flóttamenn þvingaðir
til að yfirgefa hjálparbúðir
Auk páfa undirrituðu utanrík-
isráðherrar landanna tveggja,
Dante Caputo frá Argentínu og
Jaime del Valle frá Chile, samn-
inginn.
Jóhannes Páll páfi hóf afskipti
af deilum ríkjanna árið 1979, en
þá hafði nærri dregið til styrjald-
ar milli þeirra. Samkomulag, sem
felur í sér yfirráð Chile yfir eyjun-
um Lennox, Picton og Nueva í
sundinu, en takmarkar siglinga-
rétt Chilemanna þar, tókst i nóv-
Addis Ahaha, 2. maí. AP.
HERMENN Eþíópíustjórnar þving-
uðu 56 þúsund hungraða flótta-
menn til að yfirgefa hjálparbúðir f
Gondar-héraði fyrr í þessari viku.
Þeir skipuðu fólkinu að reyna að
koma sér í búðir í heimahéruðum
sínum í Tigre og Wollo, að því er
fulltrúar alþjóðlegra hjálparstofn-
ana í Addis Ababa skýrðu frétta-
mönnum frá í gær.
Aðeins um tvö þúsund manns
fengu að verða eftir í búðunum i
I Ibnet í Gondar. Fólkið, sem rekið
var á brott með vopnavaldi, fékk í
fararnesti 15 kg af þurrmeti, sem
| er jafnmikið og það hefur fengið
á mánuði í Ibnet. Brottreksturinn
hófst á sunnudag og lauk á
þriðjudag, og var allt fólkið þá
farið gangandi af stað.
Engin skýring hefur verið gefin
á þessari aðgerð yfirvalda, en
þetta er ekki í fyrsta skipti sem
marxistastjórnin í Addis Ababa
grípur til slíkra ráða. í nóvember
í fyrra voru yfir 5.000 manns
fluttir nauðugir frá hjálparbúð-
um alþjóðastofnana í Bati og i
hjálparbúðir, sem herinn setti á
fót við Danakil-eyðimörkina, þar
sem hinir brottfluttu áttu heim-
kynni áður en þeir flúðu hung-
ursneyðina.
GENGI
GJALDMIÐLA
Dollar
hækkar
London, 2. raaí. AP.
BJARTSÝNISLEGAR spár, sem
birtar voru í dag um efnahags-
bata í Bandaríkjunum, urðu til
þess að dollar hækkaði í verði, er
gjaldeyrismarkaðir í Evrópu
opnuðu í dag eftir 1. maí-fríið.
Gullverð var óstöðugt
Gjaldeyrissalar sögðu doll-
arann hafa svifið upp á við eft-
ir þau ummæli Pauls Volcker,
bandaríska seðlabankastjór-
ans, að heildarþjóðarfram-
leiðslan í Bandaríkjunum
kynni að vaxa um 3% á þessu
ári.
Breska pundið féll niður í
1,2182 dollara I dag, en var
1,2210 við síðustu skráningu.
Staða annarra helstu gjald-
miðla gagnvart dollar var sem
hér segir: Vestur-þýsk mörk
3,1625 (3,1435); svissneskir
frankar 2,6636 (2,6365); fransk-
ir frankar 9,6850 (9,5850); hol-
lensk gyllini 3,5765 (3,5515); ft-
alskar lírur 2.021,50 (2.007,00);
kanad. dollarar 1,3740 (1,3686).
AP/ Simamynd
Sætishafar í stjórnmálaráði Kommúnistanokks Sovétríkjanna á svölum grafhýsis Leníns 1. maí. Gorbachev flokksleiðtogi er fiórði frá vinstri Þótti
framkoma hans við hátíðahöld á Rauða torginu frjálsleg.
Hátíðisdagur verkalýðsins:
Lögreglan veitti stuðnings-
mönnum Samstöðu mótspyrnu
Varejá, Moskru, Bniasel, 2. nuí. AP.
SfTUÐNINGSMENN Samstöðu, óháðu verka-
lýðsfélaganna í Póllandi, fóru í mótmælagöng-
ur í Varsjá og Gdansk á baráttudegi verkalýðs-
ins og mótmæltu við það tækifæri að samtök
þeirra skyldu gerð útlæg er herlög gengu í
gildi.
Stuðningsmenn Samstöðu í Gdansk
reyndu að sameinast göngu hinna opinberu
verkalýðssamtaka, en Iögreglumenn með
brugðnar kylfur og táragassprengjur veittu
mótspyrnu og komu í veg fyrir að af því gæti
orðið. Einnig var sprautað vatni á
Samstöðumenn. Stóðu átökin í hálfa aðra
klukkustund. Um 15 þúsund Samstöðu-
manna efndu til tveggja stunda friðsamlegr-
ar mótmælagöngu i Varsjá, þar sem mót-
mælt var m.a. verðhækkun á nauðsynjum og
pólitískum fangelsunum.
Lech Waiesa Ieiðtoga Samstöðu var mein-
uð þátttaka í göngu sinna manna. Hundruð
vígbúinna lögreglumanna mynduðu vegg á
leið hans að göngunni. Tveir af helztu leið-
togum Samstöðu, Jacek Kuron og Seweryn
Jaworski, voru handteknir f sambandi við
göngu Samstöðu í Varsjá.
Tugþúsundir manna voru viðstaddar
hátíðahöld á Rauðatorginu f Moskvu, þar
sem Mikhail S. Gorbachev og sætishafar i
stjórnmálaráðinu voru viðstaddir. Tekið var
til þess að Gorbachev var brosmildur og
veifaði til mannfjöldans ofan af grafhýsi
Lenins. Minna var um að bornar væru
myndir af Gorbachev, miðað við fyrri leið-
toga. Úrhellisrigning var meðan athöfnin
fór fram. Meðal áhorfenda var Ronald Reag-
an, sonur Bandarfkjaforseta. Er hann á
ferðalagi í Sovétrfkjunum. Áróðursspjöld,
sem borin voru, beindust flest hver gegn
vestrænum ríkjum.
Órói í Chile
Lögreglumenn, búnir til að mæta uppþot-
um, brutu á bak aftur mótmælaaðgerðir f
tilefni dagsins f Santiago og Concepcion.
Sprautað var á mannfjöldann í Santiago og
er fólk yfirgaf kaþólska messu f minningu
verkamanna biðu þess bílar búnir öflugum
vatnssprautum. Nítján menn a.m.k. voru
handteknir. Gífurlegur fjöldi lögreglu-
manna umkringdi mótmælafundi verka-
lýðssamtaka.
Fáir gengu í Frakklandi
Lftil og léleg þátttaka var f aðgerðum
frönsku verkalýðssamtakanna á degi verka-
Iýðsins. Mikill áróður hafði verið rekinn
fyrir þátttöku í mótmælagöngum. Vegna al-
menns ótta með efnahagsaðgerðir stjórnar
jafnaðarmanna var búist við fjölmenni. í
París gengu aðeins tæplega fjögur þúsund
manns í þremur aðskildum göngum, og þyk-
ir það hverfandi miðað við að hundruð þús-
unda manna gengu fyrir áratug. Þá stóðu
verkalýðssamtökin sameiginlega að aðgerð-
um, en svo var ekki nú.
Ganga leyst upp í Nicaragua
Lögreglumenn vopnaðir sovézkum rifflum
af gerðinni AK-47 leystu upp mótmæla-
göngu 500 verkamanna í höfuðborginni 1.
maí. Hópurinn hugðist ganga í fylkingu eft-
ir messu. Göngumenn gáfust upp við til-
raunina er beint var að þeim byssustingjum.
Höfðu þeir í frammi hróp og köll, sem sögð
voru óhliðholl stjórn sandinista.
Til átaka kom í Mexíkó er félagsmenn í
óháðum verkalýðsfélögum reyndu að sam-
einast göngu alþýðusamtakanna, sem styðja
ríkisstjórnina. Lögregla sprengdi táragas-
sprengjur og lokaði ýmsum götum til að
hemja ólæti, sem brutust út. Fjöldi manns
var handtekinn.
Kínverjar voru í hátíðarskapi og minntu
hátíðarhöld í tilefni dagsins öðru fremur á
kjötkveðjuhátíð. Hermenn sýndu sig í nýj-
um einkennisklæðnaði, sem þykir taka
gamla pokalega klæðnaðinum fram. Nýja
búningnum er ætlað að auka reisn her-
manna og blása í þá baráttuþreki.